Morgunblaðið - 21.08.1985, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 21.08.1985, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 1985 45 Evrópubikarkeppnin í frjálsíþróttum: Sovétmenn rufu einokun Austur-Þjóðverja SOVÉTMENN UNNU bæði karla- og kvennakeppni A-riðils Evr- ópubikarkeppninnar í frjáls- íþróttum, sem haldin var á ólympíuleikvanginum í Moskvu á laugardag og sunnudag. Austur- Þjóðverjar urðu í öðru sæti í báö- um flokkum og er því löng sigur- ganga þeirra í keppninni þar með á enda. Austur-Þjóðverjar hafa unnið kvennakeppnina frá og með 1970 og karlakeppnina frá og með 1973, en frá 1973 hefur keppnin verið haldin annað hvert ár. Vestur-Þjóðverjar urðu í þriöja sæti í karlaflokki, rétt á undan Bretum, og brezku konurnar í þriöja sæti í kvennaflokki. Hlutu Sovétmenn 125 stig í karlakeppn- inni, Austur-Þjóðverjar 113, Vestur-Þjóðverjar 91, Bretar 89, Pólverjar 85, Tékkar 79, ítalir 71 og Frakkar 67. í kvennakeppninni hlutu Sovétmenn 118 stig, Aust- ur-Þjóöverjar 111, Bretar 67, Búlgarir 65, Tékkar 62, Pólverjar 60, Vestur-Þjóðverjar 57 og ítalir 35. Falla Frakkar í B-riöil í karia- flokki og ítalir í kvennaflokki. Keppni í mörgum greinum ein- kenndist af því aö á svona móti skipta sæti öllu máli og varö árangur því slakur í sumum þeirra. Árangur í sumum greinum var jafn- vel talsvert lakari en í riölinum, sem haldinn var í Laugardal um fyrri helgi. Sergei Bubka, Sovét- ríkjunum, reyndi viö nýtt heimsmet í stangarstökki, 6,02 metra, en mistókst. Þá reyndu Tamara Byk- ova, Sovétríkjunum, og Stefka Kostadinova, Búlgaríu, viö nýtt heimsmet í hástökki kvenna, 2,08 metra, án árangurs. Sigraöi Kost- adinova meö 2,06 metrum og Byk- ova stökk 2,02 m. f kúluvarpi karla kom á óvart aö heimsmethafinn, Udo Beyer frá Austur-Þýzkalandi, varö aöeins í fjóröa sæti, meö 20,51 metra, hálfum öörum metra á eftir sigurvegaranum. Austur-Þjóöverjar voru aðeins einu stigi á eftir Sovétmönnum í karlaflokki eftir fyrri daginn. En þeir unnu aöeins eina grein af 10 seinni daginn, er Frank Emmel- mann setti landsmet í 200 metrum, 20,23 sek. Vestur-Þjóöverjar stóöu höllum fæti eftir fyrri daginn, en sigur heimsmeistarans, Patrix llg, í hindrunarhlaupi og þýzku sveitar- innar í 4x400 m boöhlaupi skaut þeim upp í þriöja sæti. ítalinn Al- berto Cova, Evrópu-, heims- og ól- ympiumeistari í 10 km, vann bæöi 5 og 10 km hlaupín og voru þaö einu sigrar itala i keppninni. Sigur- tímar hans heföu aöeins dugaö í AP/Símamynd • Heimsmethafinn í 1500 metra hlaupi, Steve Cram, aigraði með miklum yfirburöum ( sérgrein sinni ( Evrópubikarkeppninni ( Moskvu um helgina. Hlaupiö var mjðg taktískt og sigurtíminn 14 sekúndum lakari en heimsmetið. Kom Cram meira en sekúndu á undan næsta manni í mark. Á eftir honum voru m.a. Igor Lotorev Sovétríkjunum (nr. 8), Ryszaed Ostrowski Póllandi (nr. 6) og Vestur-Þjóðverjinn Uwe Becker (nr. 2). Úrslit í Evrópumótinu KARLAK 100 MKTRAR: I. Marian Horonin, Póllandi 10,14 2- Vladimir Muravev, Sovétr. 10,22 3. Prank Emmelmann, A-I>ý8kal. 10,24 200 MBTRAR: 1. Frank Emmelmann, A hýHkal. 20,23 2. Aleianr Veujrenyev, Sovétr. 20,42 3. Ralf Luebke, V l-ýnkal. 20,43 400 METRAR: 1. Tbomaa Schonlede, AKskal. 44,90 2. Vladimir Krilov, Sovétr. 45,22 3. Derek Redmond, Bretlandi 45,35 S00 MKTRAR: 1. Tbomas MeKean, Bretlandi 1:49,11 2. Piotr Piekarski, Póllandi 1:49,73 3. Peter Braun, V l<ýskal. 1:49,78 1500 METRAR: 1. Stepben Cram, Bretlandi 3:43,71 2. Olaf Beyer, A-I«ýskal. 3:44,96 3. Stefano Mei, ftalíu 3:45,14 5.000 METRAR 1. Alberto Cova, ftaliu 14.-05,45 2. Tbomas Wesainohage. V-l-ýskal. 148)5,72 3. Steve llarris, Bretlandi 148)6,25 10.000 MKTRAR: 1. Alberto Cova, ftalíu 28:51,46 2. Werner Schildhauer, A l>ýskal 28:56,57 3. Christopb Herle, V-I>ýskal. 298)2,92 3000 M HINDRUNARHLAIIP: 1. Patriz llR, V-I>ýskal. 8:16,14 2. Boguslaw Maminski, Póllandi 8:17,40 3. Joscph Mabmoud, Frakklandi 8:17,85 110 M GRINDAHLAUP: 1. Sergei llsov, Sovétr. 13,56 2. Daniele Fontecchio, ftaliu |3,66 X Stephane CarisUn, Frakklandi 13:67 400 M GRINDAHLAUP: 1. Harald Schmid, V-Þýskal. 47,85 2. Aleiander Vasiliev, Sovétr. 47 92 3. Mark Holtom. Bretlandi 50,17 HÁSTÖKK: 1. Jan Zvara, Tékkóslóvak. 2,29 2. Gerd Wessing, A-I>ýskal. 2,29 3. Igor l’aklin, Sovétr. 2,26 LANGSTOKK: 1. Sergei Uevsky, Sorétr. 8,19 X Jan Leitner, Téhkónlórnk. 8,00 X Urre Lange, A-Þýakal. 7,96 ÞRfSTÖKK: 1. Jofan HerberL Bretlandi 1749 X Volker Mai, A-Þýskal. 17,26 X Igor Proloenko, Sorétr. 16,99 STANGAROTÖKK: 1. Sergei Bubka, Sorétr. 5,80 2. Philippe Collet, Frakklandi 5,70 X Marian Kolasa, Póllandi 5,60 SLEGGJUKACT: 1. Yuri Tamm, Sorétr. 82,90 X Fratisek Urbka. Tékkóolórak. 80,38 3. Mathiaa Moder, A-I*ýskal. 7748 KRINGLUKAST: 1. lmrich Bugar, Tékkóslórak. 66,80 X Georgy Kolnootchenko, Sorétr. 65,60 3. Dariusz Juzyszyn, Póllandi 65,12 KÍILUVARP: 1. Sergei Smirnor, Sorétr. 22,05 2. KemijfiuN Machura, Tékkóslóvftk. 21,45 3. Alessandro Andrei, ÍUlíu 21,26 SPJÓTKAf?T: 1. Uwe Hohn, A-I*ýskal. 92,88 2. Viktor Evsukov, Sovétr. 88,86 3. Zdenek Adamec, Tékkóslóvak. 86,08 4x100 M BOÐHLAIIP: 1. Sovétríkin 3848 2. Austur- l*ýskaland 3843 3. Ítalía 38,88 4x400 M BOÐHLAUP: 1. Vestur-Pýskaland 3:00,33 2. Austur-I*ýskalftnd 3.-00,48 3. BretUnd 3.-03,31 KONUR 100 METRAR: 1. Marlies Gohr, A-I*ýskal. 10,95 2. Marina Zhirova, Sovétr. 10,98 3. Angelia Nouneva, Búlgaríu 11,14 200 METRAR: 1. Marita Koch, A l*ýskal. 22,02 2. Elvira Barbashina, Sovétr. 22,70 3. Ewa Kasprzyk, Póllandi 22,72 400 METRAR: 1. Olga Vladikina, Sovétr. 48,60 2. Kirsten Eramelmann, A-I>ýskal. 50,20 X Rossitza Ntamenova, Búlgaríu 51,75 800 METRAR- 1. Jarmilla Kratochbilova, Tékkóslóvak. 1:55,91 X Nadezhda Olizarenko, Sovétr. 1:56,63 X Kristine Wachtel, A-I*ýskal. 1:56,71 1500 METRAR: 1. Ravilya Agletdinova, Sovétr. 3:58,40 X Christina Boier, Bretlandi 4.8)2,58 3. Hildegard Körner, A-I>ýskal. 48)3,55 3000 METRAR: I. Zola Budd, Bretlandi 8:35,32 X Zamira Zaitscva, Sovélr. 8:35,74 X lllrike Bruns. A-I>ýskal. 8:36,51 10.000 MFTRAR: 1. Olga Bondarenko, Sovétr. 31:47,38 2. Ines Bibernell, A-l>ýskal. 3X47,42 3. Angela Tooby, Bretlandi 338)4,66 100 M GRINDAHLAUP: I. Gninka Zagorrheva, Búlgaríu 12,77 X Vera Akimova, Sovétr. 12,80 3. Cornelia OschkenaL A-I>ýskal. 1X83 400 M GRINDAHLAUP: I. Sabine Busch, A-I*ýskal. 54,13 X Marina Stepanova, Sovétr. 54,73 3. Genowesa Blaszak, Póllandi 55,90 LANGSTÖKK: I. Galina Chistyakova, Sovétr. 7,28 X Heike Drechsler, A-I>ýskal. 7,23 X Sabine Braun, V-I>ýskal. 6,71 HÁ8TÖKK: 1. Stefka Kostadinova, Búlgaríu 2,06 2. Tamara Bykova, Sovétr. 2,02 3. Susanne Helm, A-hýskal. 1,96 KÍILUVARP: 1. Natalía Lisovskaya, Sovétr. 21,10 X Helena Fibingerova, Tékkóslóvak. 19,86 X Ines Miiller, Al-ýskal. 19,76 KRINGLUKAST: I. Galina Savinkova, Sovétr. 70,24 X Martina Optitz, A Wskal. 68,20 X Zdenka Silhava, Tékkóslóvak. 66,42 4 x 400 M BOOHLAIIP: 1. Sovétríkin 3;|8,58 2. Austur-I*ýskaland 3;20 10 3. Tékkóslóvakía 3:2649 • Brezka stúlkan Zola Budd sigrar (3000 metra hlaupi kvenna í A-riöli Evrópubikarkeppninnar ( Moskvu um helgina. Zola vann hlaupið á endaspretti og setti nýtt brezkt -net, 8:35,22 mín. f öðru sæti varð Zamira Zaitzeva Sovétríkjunum. 3ja sætiö i 10 km og 4öa i 5 km i Laugardal um fyrri helgi. Bretar jöfnuöu sinn bezta árangur i Evrópubikarnum meö þriðja sæti i kvennaflokki og fjóröa í karlaflokki. Zola Budd sigraöi í 3.000 m á nýju brezku meti. Þrátt fyrir fjarveru Sebastian Coe, féll Bretum sigur í skaut í 800 metrun- um, sem Thomas McKean vann á 1:49,11 mín. John Herbert vann sigur fyrir Breta í þrístökki, stökk 17,39, og Steve Cram vann 1500 á 3:43,71 mín., eöa 14 sekúndum lakari tíma en heimsmetið, sem hann setti mánuöi áöur. Sovézku konurnar unnu 5 af 8 greinum seinni dagsins og uröu í ööru sæti i hinum. Marita Koch vann eina sigur A-Þjóöverja seinni daginn, i 200 m. Eftir fyrri daginn höföu austur-þýzku konurnar eins stigs forystu á þær sovézku. Fyrri dag keppninnar setti Marlies Gohr, Austur-Þýzkalandi, mótsmet í 100 metrum, sem hún hljóp á 10,95 sek. Gamla metið átti hún sjálf, 11,03 sek. frá 1979. Landa hennar, Sabine Busch, setti mótsmet í 400 metra grindahlaupi, 54,13 sek., eldra metiö átti Ellen Fiedler, A-Þýzkalandi, 54,20 sek. Zola Budd bætti mótsmetiö i 3.000 um tæpar 12 sekúndur, eldra metiö á sovézk stúlka. Þrjú sovézk lands- met voru sett í keppninni, Sergei Smirnov varpaöi kúlu 22,05 metra og bætti met Alexanders Baryshn- ikov frá 1976 um 5 sm„ Olga Vla- dikina hljóp 400 m á 48,60 sek., og bætti eigiö met í 400 metrum, og ALexander Vasiliev bætti eigiö met í 400 metra grind er hann varö annar í þeirri grein á 47,92 sek. SteyvJ á stoö«um' Steypuhrærivélar á traktora. Eigum fyrirliggjandi 2 stærðir af þessum handhægu steypuhrærivélum 250 og 350 lítra. Leytið nánari upplýsinga. UMBOÐS- OG HEILD VEfíSL UN LÁGMÚU 5, 105 REYKJA VÍK SÍMI: 91 68 52 22

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.