Morgunblaðið - 21.08.1985, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.08.1985, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 1985 Viðbrögd við reglugerð um bann við sölu bjórlíkis Veitingahúsagestir spurðir álits: „Reglugerðin hef- ur ekki lagastoð“ „ÉG VIL lýsa þeirri skoðun minni sem lögfræðings að ég tel þessa reglugerðarsetningu ráðherrans ekki eiga sér lagastoð, vegna þess að hér er ekki um bruggun að ræða hvorki í skilningi laga né samkvæmt eðli máls. Hér er einfaldlega um að ræða blöndun áfengis og pilsners," sagði Róbert Árni Hreiðarsson lögmaður sem sat að snæðingi í Duus-húsi. Ég tel þetta heldur ekki leið til að draga úr drykkjuskap. Það eina sem getur dregið úr neyslu á sterkum drykkjum er að leyfa bjórinn. Núverandi bann við sölu á sterkum bjór hér á landi kemur í veg fyrir að hér þrífist menning- arlegir drykkjusiðir," sagði Róbert Árni enn fremur. „Um þau rök að sala bjórlíkis hafi aukið á ölvunarakstur vil ég segja að ég tel að bjórlíkið hafi þar engin áhrif á. Ef um fjölgun þeirra sem teknir eru ölvaðir við akstur er að ræða stafar það af því að eftirlit hefur verið hert og er það af hinu góða, en bjórlíkið á þar engan hlut að máli, enda held ég að allir sem það drekka geri sér grein fyrir því að um áfengis- blöndu er að raeða." „Ég hef nú ekki velt þessu máli neitt fyrir mér, enda kemur þetta ekkert við mig. Ég hef ekki nema einu sinni bragðað bjórlíki og þótti það óþverri," sagöi Grétar Sæmundsson, sem blaöamaður hitti á Fógetanum, þar sem hann snæddi kvöldverð með fjölskyldu sinni. „Mér finnst hins vegar alvöru- bjór góður og væri hlynntur því að hann yrði leyfður ef hægt væri að tryRKja það að hér yrðu staðir sem maður gæti komið inná og fengiö sér einn bjór í rólegheitum án þess að verða fyrir ónæði af fólki, sem kemur gagngert til þess að fara á fyllirí, eins og mér virðist hafa tíðkast á þessum krám hér að und- anförnu. En eins og málum er háttað er ég alveg sáttur við þessa ákvörðun dómsmálaráðherra." Á Duus-húsi hitti blaðamaður Böðvar Birgisson. Hann hafði þetta að segja: „Ég er sáttur við þessa breytingu, enda vil ég sjá hvað það er sem ég er að drekka. Ég tel það hinsvegar rangt að bjórlíkið hafi haft þau áhrif að auka drykkjuskap og stuðla að slæmu ástandi á veitingastöðum eða umhverfis þá. Mér finnst þetta bjórlíki reyndar vont og vil að al- mennilegur bjór verði leyfður, en meðan svo er ekki finnst mér þetta til bóta,“ sagði Böðvar Birgisson. Morgunoiaoio/KAA. Óla Jóhannsdóttir og Arnór Stefánason, þjónar á Fógetanum sýna nýju og gömlu aðferðina. Óla sýnir hvernig þjónar munu bera sig að við blöndun bjórlíkis þegar reglugerðin hefur tekið gildi 15. september, en Arnór sýnir þá aðferð sem notuð er i dag, þ.e. bjórlíkinu er dælt beint í könnurnar úr kútum. Qánægja meðal veitingamanna með ákvörðun Jóns Helgasonar: Ráðherrann er einu ári of seint á ferðinni segir veitingamaöurinn á Gauki á Stöng og segir að verulega hafí dregið úr sölu bjórlíkis Lögin heim- ila ráðherra — segir Jón Helgason „ÞEITA byggist á því að áfengislög- in heimila ráðherra að kveða á um þaö hvernig áfengi er framreitt," sagði Jón Helgason dómsmálaráð- herra þegar hann var spurður um forsendur reglugerðarinnar um bann við sölu bjórlíkis. Ólafur Walter Stefánsson skrifstofustjóri dómsmálaráöu- neytisins tjáöi Morgunblaöinu að reglugerðin væri byggð á 12. og 15. grein áfengislaganna (nr. 82/1969). 12. grein laganna fjallar um heimild ráðherra til að veita leyfi til vínveitinga, en í 15. gr. segir: „Dómsmálaráðherra setur reglu- gerð um sölu og veitingar vfna samkvæmt þessum kafla. — Heimilt er að ákveða f þeirri reglugerð hámark þess áfengis, sem Áfengis- og tóbaksverzlun ríkisins og útsölur hennar mega afhenda einstaklingum (mánað- arlegan skammt, ársskammt), svo og setja nánari ákvæði um með- ferð áfengis. — Brot gegn ákvæð- um reglugerðarinnar varða refs- ingu samkvæmt lögum þessum." „FLUTNINGSMENN hafa ekkert rætt um hvort bjórfrumvarpið verði lagt fram á ný. Frumvarpið er tilbúið og þess vegna er bægt að leggja það fram með litlum fyrirvara," sagði Jón Baldvin Ilannibalsson alþingis- maður í samtali við Morgunblaðið, en hann var spurður hvort fyrirhug- að væri að lcggja umrætt frumvarp MORGUNBLAÐIÐ leitaði álits nokkurra veitingamanna á svoköll- uðum bjórstofum I Reykjavík á reglugerð þeirri sem Jón Helgason dómsmálaráðherra hefur gefið út um bann við sölu bjórlíkis og taka mun gildi þann 15. september nk. Dómsmálaráð- herra of seint á ferðinni „Staðurinn stendur ekki og fell- ur með þessari reglugerð,“ sagöi Guðvaröur Gíslason framvkæmda- stjóri veitingahússins Gauks á Stöng i samtali við Morgunblaðið, er hann var spurður álits á þeirri ákvörðun Jóns Helgasonar dóms- málaráöherra að gefa út reglugerð sem hannar veitingahúsum aö framreiða öl, sem áður hefur verið blandað áfengi, frá og með 15. september nk. „Dómsmálaráðherra er einu ári of seint á ferðinni, þvf mikið hefur dregið úr sölu á bjórlíki. Fólk kem- ur hingað til að borða góðan mat og njóta stemmningarinnar. En vinnubrögðin eru kjánaleg. Maöur segir manni eitthvað og það er tekið trúanlegt. Síðan er reglu- gerð skellt á. Það væri gaman að sjá lýsingar lögreglunnar á þessum stöðum, því dómsmálaráðherra virðist fara eftir einhverju slfku og fram þegar Alþingi kemur saman á ný. „En ef menn bera einhverja virðingu fyrir afstöðu þingmanna virðist ástæðulítið að láta reyna á þetta aftur á meðan Alþingi er áfram skipað sömu mönnum. Of stór hluti þingmanna þorði ekki að taka afstöðu til málsins. Ég veit ber við slæmri reynslu. Hann veit ekkert um þessa staði af eigin raun. Hann hefur örugglega aldrei komið sjálfur inn á þá. Þeir hafa verið þyrnir í augunum á honum. Hann situr óvart uppi með það að hafa veitt flest vínveitingaleyfi af öllum dómsmálaráöherrum og nú er hann að reyna að bjarga málun- um. Við höfum alltaf litið á þennan drykk sem nokkurs konar „bollu“ og teljum að það þurfi að vera viss sjarmi yfir afgreiðslunni á honum. Ef viðskiptavinurinn þarf að sjá hvernig hann er blandaður er það sjálfsagt. Það tefur bara fyrir okkur og eykur þar af leiðandi kostnaðinn. Þaö er í rauninni það eina sem vinnst með þessari reglu- gerð. Auðvitað hefur fólk rétt á að vita hvað það er að kaupa og höf- um við aldrei staðið gegn þvf. Þá getur fólk alveg eins farið fram á það við kjötkaupmanninn að hann blandi kjötfarsið fyrir framan það.“ Verður til að knýja fram afgreiðslu bjórfrumvarpsins Þorsteinn Gunnarsson fram- kvæmdastjóri Duus-húss í Fisch- ersundi sagði að það væri greini- legt að fólkið í landinu vildi hafa ekki hvort þeim hefur vaxið kjark- ur í sumar." „Þegar Alþingi hafði klúðrað af- greiðslu bjórmálsins f vor, þótti mér liggja í augum uppi að ráð- herra heföi átt að framfylgja lög- um og stöðva allan innflutning á bjór og láta loka öllum svokölluð- um bjórkrám strax,“ sagði Jón. þessar svokölluðu bjórkrár. „Þetta fólk lætur ekki endalaust ráðskast með sig. Aðsókn að þessum stöðum bendir eindregiö til vinsælda þeirra. Dómsmálaráðherra lætur í Ijós í þessu viðtali að þetta séu óæskilegir staðir, en ég stórefa að hann hafi nokkru sinni komið inn á nokkurn þeirra. Ég vildi gjarnan að hann gæti sannað það fyrir mér á einhvern hátt að þetta séu slæm- ir staðir. Ég hef sjálfur unnið á veitingastöðum í 14 ár og mér finnst þessir staðir ekki verri en aðrir skemmtistaðir, nema sfður sé. Það sama segja þeir lögreglu- þjónar sem ég hef spurt um þetta mál. Þeir eru yfir höfuð ánægðir með þessa staði. Þetta breytir f rauninni engu, nema afgreiðsla á bjórlfki verður alger tvíverknaður hjá okkur. Bjórlíkið þarf ekki að verða neitt verra á bragðið við að vera blandað fyrir framan viðskiptavininn. Þetta tefur bara afgreiðsluna. En ég er samt sem áöur ekkert ánægð- ur. Þó veit ég ekki nema maður ætti aö óska dómsmálaráðherra til hamingju, því ég gæti best trúað að með þessari reglugerð sé hann búinn að knýja fram afgreiðslu bjórfrumvarpsins. Fólk lætur ekki taka þetta af sér,“ sagði Þorsteinn Gunnarsson að lokum. „Bjórlíkisból- an“ sprungin „Þessi „bjórlíkisbóla“ er sprung- in, þannig að ráðherra er nokkrum mánuöum of seinn. Hann getur því alveg eins bannað alla aðra blönd- un áfengra drykkja," sagði Vignir Jónasson framkvæmdastjóri Hell- isins við Tryggvagötu. „Ég tel að fólk geti fengið samskonar drykk eftir sem áður, en hann verður aldrei eins góður. Það sem særir mig mest er þaö sem dómsmálaráðherra segir f við- talinu við Morgunblaðið um áhrif þessara staða á umhverfið. Að ölv- unarakstur hafi aukist f kjölfar opnunar þeirra og umhverfi stað- anna sé ömurlegt. Ef Jón hefur nokkurn tíma komið fyrir utan þessa staði hefur hann væntanlega séð að þegar öllu lýkur kl. 1 fer fólk heim til sín. Það er því alls ekki hægt að líkja þeim saman við aðra skemmtistaði. Ég trúi því heldur ekki að til séu skýrslur um að ölv- unarakstur hafi aukist í beinum tengslum við bjórstofurnar. Lög- reglan er meira að segja svo til aldrei kölluð á þessa staði. Dómsmálaráðherra segir í við- talinu: „Þetta er tilraun til að sporna við því versnandi ástandi sem þessir staðir hafa augljóslega haft í för með sér.“ Mér finnst það dónaskapur aö halda þessu fram. Ef þetta er aðferð til að kasta ryki í augun á kjósendum úti á lands- byggöinni getur verið að hún hafi áhrif. En það gildir ekki um fólk sem þekkir til á höfuðborgarsvæð- inu. Mig langar f þessu sambandi að varpa eftirfarandi spurningu til dómsmálaráðherra: Ef næsti dóms- og kirkjumálaráðherra verður úr einhverjum sértrúar- söfnuði, verður þá þjóðkirkjan lögð niður?” Eina svarið við kröfum neytenda Erna Hauksdóttir framkvæmda- stjóri Sambands veitinga- og gisti- húsa sagði að sambandið mót- mælti venjulega svona boðum og bönnum stjórnvalda. „En það er ekki beint ósk veitingamanna að bjóða upp á bjórlíki. Þetta er í rauninni eina svar þeirra við kröf- um neytenda um að fá bjór. Ann- ars hefur salan dregist mjög mikið saman á flestum stöðunum. Eigi að síður er stór hópur neytenda sem kýs að drekka bjórlíki vegna þess að ekki er hægt að fá alvörubjór og þessi reglugerð breytir að sjálf- sögðu miklu fyrir þann hóp. En það er ljóst að þjónarnir geta blandað drykkinn fyrir framan viðskiptavinina eins og hvern ann- an kokteil, en ég er hrædd um að ýmsum þyki þá allur sjarmi tekinn af þessu. Flestir vilja fá drykkinn beint úr krana. Það segir sig sjálft að það er líka mjög tímafrekt að blanda hvern drykk fyrir sig í stað þess að hafa hann tilbúinn," sagði Erna Hauksdóttir að lokum. Óvíst hvort bjórfrumvarp- ið verði lagt fram í haust — segir Jón Baldvin Hannibalsson alþingismaður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.