Morgunblaðið - 21.08.1985, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.08.1985, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 1985 Sigurfinnur hefur á loft bikarinn Guömannsnaut. Morgunblaðið/Davið Stórt hundrað hesta á árlegu móti Trausta Laugarvatni, 19. ágúnt Sigurður og Elín á Bjarnastööum fengu blómvönd sem þakklætisvott fyrir aö Ijá hús sín undir hestanámskeiö f sumar. SUNNUDAGINN 18. ágúst hélt hestamannafélagið Trausti árlegt hestaþing sitt á Laugardalsvöllum. Félagsmenn Trausta eru úr fjórum hreppum: Grímsnesi, Laugardal, Þing- vallasveit og Grafningi. Félagið var stofnað árið 1960 og var þetta því tuttugasta og fimmta hestaþing þess. Núverandi formaður Trausta er Sigurður Gunnarsson bóndi, Bjarna- stöðum. Þingið var með fjölmennasta móti að þessu sinni enda bændur löngu búnir meö heyskap ólíkt því sem oft hefur verið í rigningartíð undanfarinna ára. Voru bændur enda blíðir á manninn og spakir og léku við hvern sinn fingur. Veður var óvenjugott fyrir hestamannamót og þótti undrum sæta hve seint fór að rigna. Margir höfðu þó varann á og lögðu bflum sínum sem næst skeiðvellinum og fylgdust það- an með viðburðum. Stórt hundrað hrossa var skráð til keppni í hinum ýmsu greinum hestaíþrótta. Fyrst var gæðingakeppni þar sem knapar sýndu kosti yfir fjöru- tíu góðhesta. Keppt var í A og B flokkum gæðinga (í A flokki eru alhliða gæðingar, þ.e. þeir sem hafa skeið) og í eldri og yngri flokkum unglinga. Einn- ig var keppt í 150 m og 250 m skeiði, 250 m, 350 m og 600 m stökki og í 600 m brokki. Um úrslit er það helst að segja að í A flokki gæðinga varð hlutskarpastur Neisti Sigurfinns Vilmundarsonar frá Efstadal, níu vetra, rauðstjörnóttur. Annar varð Kalsi, Laugarvatni og þriðji Hari, Laugarvatni. Báðir þess- ir hestar eru í eigu þess frændgarðs hestamanna sem kominn er af Þorkeli Bjarna- syni hrossaræktarráðunaut, Laugarvatni og Ester Guð- mundsdóttur konu hans. í B flokki gæðinga sigraði Roði Tryggva Guðmundssonar, Bjarnastöðum. Annar varð Tinni Böðvars Guðmundsson- ar, Brúarholti. Þriðji Bakkus Leós Leóssonar Bjarnastöðum. Keppni í 250 m skeiði vann Hnallþóra Þorkels Bjarnason- ar Laugarvatni en knapi var Þorkell Þorkelsson. í lok hestaþings var verð- launafhending. Sigurfinnur í Efstadal hlaut sigurinn í A flokki trébikar, renndan í birki og útskorinn. Tryggvi fékk út- skorinn tréskjöld fyrir sigur í B flokki gæðinga. Báðir eru þessir gripir smíð Guðmanns Ólafssonar bónda í Skála- brekku. Aðrir sigurvegarar hlutu verðlaunapeninga. Lauk svo góðri gleði. Davíð Þrátt fyrir nýja siði kunna bændasynir í Árnessýslu cnn að brúka tóbak. Þorlákur í Eyjahólum, hin hálfníræöa en síunga kempa, skoðar verölaunapening Árna Gunnarssonar á Ormsstöðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.