Morgunblaðið - 21.08.1985, Blaðsíða 44
44
MORGUNBLAÐID, MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 1985
Enn um „Jónsmáliö“
í SKEYTI því sem KSÍ sendi
Magnúsi Óskarssyni og birt er
hér á síöunni í heild sinni eru aö
mati Þróttar nokkrar rangfærslur.
Þar er fyrsta að telja að Þróttarar
telja sig ekki hafa samþykkt þaö
fyrirkomulag á skipan í dómstól-
inn sem viðhaft var. Þeir telja aö
KSÍ hafi ætlað aö halda aukafund
áöur en dómstóllinn kom saman.
Slíkur fundur var ekki haldinn og
því telja Þróttarar að þeir séu
ekki bundnir af þeim óformlegu
viðræöum sem fram fóru um
skipan dómsins.
Á aukafundi sem haldinn var í
KSÍ laugardaginn 17. ágúst var
síðan samþykktur dómstóll sá sem
daginn áöur haföi kveðiö upp dóm
og finnst Þrótturum þaö auövitaö
full seint aö samþykkja skipan
dómstóls sem þegar hefur kveðiö
upp dómsorö.
Annaö atriöi sem fram kemur í
skeyti KSÍ til Þróttar telja forráða-
menn Þróttar ekki rétt meö fariö. I
skeytinu segir aö formaöur KSÍ
hafi tilkynnt umboösmönnum viö-
komandi liöa um skipan dómsins
og heföu báöir aöilar veriö ánægö-
ir meö skipan hans. Þaö var for-
maöur dómstóls KSÍ sem hafði
samband viö umboösmenn Þrótt-
ar en ekki formaður KSÍ.
í margnefndu skeyti er sagt: „en
formanni KSÍ veitt umboð til aö
bæta nöfnum á listann ef meö
þyrfti í samráöi viö formann dóms-
ins.“ Hér telja margir aö mjög sé
hallaö á í málsmeöferö, því eins og
allir vita er formaöur KSÍ góöur og
gegn KR-ingur og aö gefa honum
heimild til aö skipa í dóminn, „of
meö þyrfti“ hljóta aö vera nokkuö
hæpin vinnubrögö. Meö þessum
orðum er ekki veriö aö halda því
fram aö formaður KSÍ hafi á ein-
hvern hátt misnotað aöstööu sína
sem slíkur, en óþarft ætti aö vera
aö bjóöa hættunni heim, bæöi
gagnvart formanninum og einnig
gagnvart málsaöilum.
KSÍ vísaði málinu frá
HÉR Á eftir fer skeyti þaö sem
stjórn Knattspyrnusambands ís-
lands sendi Magnúsi Óskarssyni,
lögfræöingi Þróttar í hinu svo-
kallaóa „Jónsmáli".
Laugardaginn 17. ágúst var
Ekkert of
hressir
— segir formaður
Aganefndar KSÍ
„ÞAD er ekki endanlega ákveöiö
hvort við hættum störfum eöa
ekki. Menn eru að líta yfir farinn
veg, en mér er óhætt aö segja að
menn eru ekkert allt of hressir
meö þessi mál öll,“ sagöi Garöar
Oddgeirsson, formaóur aga-
nefndar KSÍ, í stuttu samtali viö
Morgunblaóió í gær.
„Ég býst frekar viö því aö viö
klárum þetta ár, því þaö væri bara
aö skemmta skrattanum ef viö
hættum núna, þó svo þaö sé þaö
sem flestir vilja. Þaö er stórfundur
hjá KSÍ á laugardaginn og við ætl-
um a.m.k. aö bíöa fram yfir hann til
að ákveöa hvaö við gerum,“ sagöi
Garöar.
haldinn fundur í stjórn KSI. Lagt
var fram erindi Magnúsar Óskars-
sonar f.h. Þróttar þar sem þess var
krafist aö „Jónsmáliö“ svonefnda
væri endurupptekiö. Svohljóöandi
bókun var gerð:
„Þann 13. ágúst sl. áfrýjaöi
Knattspyrnufélag Reykjavíkur til
dómstóls KSÍ dómi sérráösdóm-
stóls KRR frá 12. ágúst sl. í málinu
Knattspyrnufélagið Þróttur gegn
Knattspyrnufélagi Reykjavíkur.
Strax varö Ijóst, aö dómstóll KSÍ
yröi ekki meö föstum aöal- og
varamönnum fullskipaöur til aö
fara með máliö, þar sem þeir allir
aö dómsformanninum Jóni Steinar
Gunnlaugssyni undanskildum,
voru ýmist vanhæfir til meðferöar
málsins eða forfallaöir. Stjórn KSÍ
telur, aö mjög hafi veriö brýnt aö
hraöa meöferö máls þessa, þar
sem aö úrslit þess geta skipt veru-
legu máli um úrslit keppninnar í 1.
deild Islandsmótsins í Knatt-
spyrnu, en keppni þar er langt
komin.“
Þaö varö því aö ráöi meö sam-
ráöi milli stjórnarmanna utan
formlegs stjórnarfundar, aö til-
nefndir yröu fjórir menn til aö taka
sæti á lista, sem hvor málsaöila
fengi síöan aö ryöja einum af.
Höföu málsaöilar fyrir sitt leyti
samþykkt þessa aðferö viö aö full-
skipa dóminn. Var rætt um nokkur
nöfn manna, sem leitað skyldi til
um aö taka sæti á listanum, en
formanni KSÍ veitt umboð til aö
bæta nöfnum á listann ef meö
þyrfti í samráöi viö formann dóms-
ins. Formaöur dómstóls KSÍ sá um
aö hafa samband viö viðkomandi
menn. Listinn varö síöan endan-
lega skipaður nöfnum þeirra Eiríks
Tómassonar hrl., Gests Jónssonar
hrl., Hákons Árnasonar hrl. og
Ólafs Gústafssonar hdl. Haföi þá
formaöur KSÍ samband viö um-
boösmenn aöila KR og Þróttar,
sem báöir lýstu yfir ánægju sinni
um aö vel heföi tekist til viö val
manna á listann. Eftir aö málsaöil-
ar höföu rutt einum manni hvor,
varð dómurinn skipaöur þeim
Gesti Jónssyni og Hákoni Árnasyni
auk Jóns Steinars Gunnlaugsson-
ar.
Stjórn KSÍ lýsir yfir því, aö
ofangreind aöferö fór fram meö
fullri heimild stjórnarinnar og staö-
festir hér meö formlega meö fund-
arsamþykkt þessari aö svo hafi
verið.
Meö vísan til þess sem að fram-
an greinir vísar stjórn KSÍ erindi
Magnúsar Óskarssonar f.h.
Knattspyrnufélagsins Þróttar, sem
fram kemur í símskeyti dagsettu í
dag, frá sér.
Samþykkt samhljóöa,
Stjórn KSÍ.
Þetta er nú íslandsmót
— segir formaður handknattleiksdeildar FH
„ÁSTÆÐAN fyrir því aö viö kær-
um þetta mót er sú aö við viljum
aö farið sé aö settum reglum og
aö þessu móti verói sýnd meiri
virðing, þetta er nú einu sinni ís-
landsmót," sagði Valgarð Val-
garösson, formaður handknatt-
leíksdeildar FH, er hann var
spuröur um kæru FH-inga vegna
þess aö bæöi Valsmenn og
Breióabliksmenn notuðu ólög-
lega leikmenn é íslandsmótinu í
handknattleik utanhúss sem lauk
um siðustu helgi.
Handknattleiksdeild FH hefur
sent stjórn HSÍ kæru vegna þessa
máls. Valsmenn notuöu markvörö-
inn Ellert Sigfússon og Breiöablik
notaöi Svafar Magnússon. Báöir
þessir leikmenn hafa nýlega til-
kynnt félagaskipti og eru þeir
hvorugir orönir löglegir meö sinum
nýju félögum.
Fjögur liö tóku þátt í islands-
mótinu, þar sem Valur varö ís-
landsmeistarl, Breiöablik í ööru
sæti og FH í þriöja.
„Annaöhvort er aö halda þetta
mót meö reisn eöa sleppa því al-
veg. Stjórn HSÍ kemur hvergi nærri
þessu móti og eru verölaunapen-
ingarnir ekki einu sinni merktir
þeim. Ég var á öllum leikjunum og
sá ég aldrei neinn stjórnarmann
frá HSÍ, svo þaö viröist vera lítill
áhugi fyrir þessu móti hjá þeim.
Viö erum ekki aö kæra vegna
kergju út í hin félögin, Valur átti
sigurinn fyllilega skilinn, en það er
bara aö fara eftir settum reglum,
annars er þetta mót ekki til neins.
Þaö stendur skýrum stöfum í regl-
um HSÍ aö sami ieikmaöurinn má
„Kæran fer til dómstóls HSÍ og
veróur tekin fyrir eins fljótt og
kostur er,“ sagði Jón Erlendsson,
framkvæmdastjóri HSÍ, er hann
var spuröur um kærumál FH é
hendur tveimur félögum sem
virðast hafa teflt fram ólöglegum
leikmönnum í íslandsmótinu
utanhúss sem lauk um helgina.
„Þeim hefur yfirsést, aö það er
frumregla aö leikmenn geta ekki
leikið meö meira en einu félagi á
sama keppnistímabili. Þaö er oröiö
timabært aö endurskipuleggja allt
mótafyrirkomulagiö. Áhugi félag-
ekki leika meö tveimur félagsliðum
á sama keppnistimabilinu sem er
frá 1. september til 31. ágúst. Ég
vil endurtaka þaö aö íslandsmeist-
aratitilinn er ekkert kepplkefli,
heldur aö fá þetta á hreint í eitt
skipti fyrir öll,“ sagöi Valgarö.
anna a þessu móti er nánast eng-
inn, annaöhvort er aö leggja þetta
islandsmót utanhúss nlöur eöa
gera veg þess meiri og er ég á þvi
aö þaö væri vænlegri lausn," sagöi
Jón.
Um áhugaleysi HSÍ á þessu móti
sagöi hann: „Þaö hefur veriö venj-
an hér undanfarin ár aö gefa
stjórnum félaganna kost á aö
halda þetta mót, þaö var aöeins
eltt félag sem sýndi þessu áhuga
og sýnir þaö best hve áhuginn er
lítill hjá félögunum. Þetta félag sér
síöan um framkvæmd þess móts
alfariö.“
„Kæran til _
dómstóls HSÍ“
— segir framkvæmdastjóri HSÍ
• Wiilum Þórsson og Björn Rafnsson kampakátir hér aö leik ÍA og KR
loknum á dögunum. KR-ingar sigruöu þar en nú er aöeins spurningin:
Hvaö gerist í kærumáli KR og Þróttar? Veröur ástæöa fyrir þá félagana
úr KR aö brosa eöa ekki?
„Stjórnleysi
í sambandinu“
— segir formadur knattspyrnudeildar Þróttar
„VIÐ munum áfrýja til dómstóls
ÍSÍ þessum úrskurói, þar sem vió
teljum aö stjórn KSÍ hafi ekki far-
ið að lögum við skipun dóm-
stólsins,“ sagói Tryggvi Geirsson,
formaöur knattspyrnudeildar
Þróttar, er við inntum hann eftir
hvert yröi framhald hins fræga
kærumáls Þróttar og KR, sem I
daglegu tali gengur undir nafninu
„Jónsmáliö“.
„Þetta mál snýst ekki lengur
orðið um stigin þrjú heldur fyrst og
fremst um vinnubrögöin í þessu
sérsambandl. Málsmeöferö stjórn-
ar KSÍ í þessu máli er aö okkar
mati röng og það hafa sumir menn
setiö í stjórn KSÍ talsvert lengi, en
samt sem áöur hafa þeir ekki kom-
iö því i verk aö setja lög um sér-
sambandiö. Ég veit ekki til hvers
þessir menn hafa setiö þarna i öll
þessi ár. Þaö ríkir algjört stjórn-
leysi í sambandinu," sagði Tryggvi.
Hann sagöi ennfremur aö sér
fyndist aö KR-ingar heföu haft
vitneskju um leikbann Jóns G.
Bjarnasonar með bréfi þvi sem
sent var til félaganna en dómstólar
hefðu kveöið upp þann úrskurö að
slík skilaboö yröu aö berast meö
skeyti. „Síöan er sent skeyti en þá
kveöur dómstóll upp þann úrskurö
aö þaö hafi verið ólöglegt. Þetta
finnst mér aö sé aö fara i hring,“
sagöi Tryggvi aö lokum.
Heyrt ýmislegt
— segir Jón
„ÞETTA mál hefur auövitað snert
mig, svona eins og gengur og
gerist. Þaö er ekkert gaman að
verða valdur aö því aö liðiö sitt
tapi þremur stigum, sérstaklega
ekki í baráttunni eins og hún er
núna,“ sagói Jón G. Bjarnason
KR-ingur í gær. Jón er eins og
kunnugt er maóurinn sem allt
„Jónsmálið“ snýst um þó svo það
eina sem hann hafi gert í sam-
bandi viö þaö sé aö leika leikinn,
en þaö er auövitað ekki hans mál
heldur stjómar KR.
„Því er ekki aö neita aö maöur
hefur fengiö aö heyra ýmislegt í
sambandi viö þetta allt saman.
Þaö hefur méöal annars veriö sagt
viö mig aö ég hafi vitaö allan tím-
ann aö ég væri ólöglegur, en þaö
sjá auövitaö allir hugsandi menn
» m t
• Jón G. Bjarnason
G. Bjarnason
aö hvorki ég né ráöamenn KR
heföu tekiö í mál aö láta mig leika
ef viö heföum vitaö aö ég átti aö
vera í leikbanni.
Ég held aö þaö sé öllum fyrir
bestu aö þessu máli fari aö Ijúka
og ég er mjög feginn aö nú hyllir
undir endalok þessa máls. Þaö er
öllum fyrir bestu aö Ijúka þessu
sem fyrst til þess aö þetta snerti
ekki mikið fleiri liö en þaö gerir nú
þegar," sagöi Jón G. Bjarnason aö
lokum.
Gunnar Guömundsson:
Málið búið
„ÉG TEL að þetta mál sé búiö
núna og ég er feginn því. Þróttur
ætlar víst aö reyna að ómerka
málsmeöferöina, en ég tel aó þaó
sé skot út í loftiö hjá þeim,“ sagöi
Gunnar Guömundsson, formaóur
knattspyrnudeildar KR, í samtali
viö Morgunblaöiö í gærkvöldi.
„Ef þaö heföi veriö fariö alveg
eftir reglunni þá heföi þurft aö
kalla saman marga fundi vegna
þess aö menn eru í sumarfríum og
þaö heföi þýtt aö ekki heföi tekist
aö Ijúka málinu fyrr en einhvern
tímann í september og þaö er allt
of seint.
Þaö voru bæöi liöin sem sam-
þykktu aö afgreiöa máliö á þennan
veg til þess aö flýta fyrir afgreiöslu
þess og þetta var aö mínu mati
eina leiðin sem fær var til þess aö
draga þetta leiöindarmál enn frek-
ar,“ sagöi Gunnar.