Morgunblaðið - 21.08.1985, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 21.08.1985, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 1985 5 MIÐHLUTI nýju brúarinnar á Bústaðavegi yfir Kringlumýrar- braut var steyptur í gær. Endar brúarinnar verða steyptir á fostu- dag. Að sögn Ólafs Guðmundsson- ar verkfræðings hjá gatnamála- stjóranum í Reykjavík er þarna um mikla framkvæmd að ræða. Sagði hann að í brúna færu um það bil 2000 rúmmetrar af steinsteypu eða nálægt 5000 tonnum. Þá fara í brúna rúm- lega 200 tonn af steypustyrktar- járni. Að sögn Ólafs samsvarar þetta lauslega áætlað efni í 15 einbýlishús af meðalstærð. Ólafur sagði að þegar lokið væri við að steypa upp sjálfa brúna væri eftir að fylla að henni, malbika akbrautir og ganga frá handriðum, gangstétt- um og lýsingu. Kvaðst hann reikna með að þessum fram- kvæmdum yrði lokið í október- mánuði og yrði væntanlega unnt að hleypa umferð á brúna um mánaðamótin október-nóvem- ber. Endanlegum frágangi verksins ætti að ljúka fyrir ára- mót, eins og verksamningur ger- ir ráð fyrir. Það er verktakafyrirtækið Hlaðbær, sem annast brúar- smíðina. Sjóflutningar varnarliðsins: Tilboðsfrestur iengdur sem málamiðlun SÚ ÁKVÖRÐUN bandaríska flotamálaráðuneytisins að framlengja útboðs- frest á sjóflutningum milli íslands og Bandaríkjanna á vistum til varnarlið- sins á Keflavíkurflugvelli til 12. september, er til komin sem málamiðlun við bandaríska skipafélagið Rainbow Navigation Inc., að því er forystumenn Rainbow segja í frétt, sem umboðsaðila Rainbow, Skipamiðlun Gunnars Guðjónssonar hf., hefur borist. Strax eftir að Bandaríkjastjórn hafði fallist á það að láta bjóða flutingana út í byrjun þessa mánað- ar hóf Rainbow Navigation undir- búning á málsókn á hendur varn- armálaráðuneytinu til að krefjast lögbanns á þá tilskipun varnar- málaráðherra, John Lehmans, að bjóða flutningana út. Lögbannskrafan var lögð fram 12. ágúst, og átti að taka hana fyrir daginn eftir. Bandaríkjastjórn vildi bíða með að taka kröfuna fyrir. Á það féllst Rainbow gegn því að út- boðsfrestur yrði framlengdur, að málið yrði tekið fyrir áður en út- boðsfrestur rynni út, og að Rainbow gæti haldið áfram viðskiptum sín- um við varnarliðið óbreytt þar til úrslit málsins lægju fyrir. Banda- ríkjastjórn féllst á öll skilyrðin þrjú, að sögn Rainbowmanna. Málshöfðun Rainbow byggist á því að skipafélagið telur að flota- málaráðherra hafa brotið gegn bandarískum lögum þegar hann ákvað að vöruflutningarnir skyldu boðnir út. Fyrst og fremst er vísað til for- gangsflutningalaganna frá 1904, sem kveða á um að bandarísk skipa- félög skuli ganga fyrir um flutninga fyrir bandaríska herinn, nema það stangist á við bandaríska hags- muni, til dæmis ef verð þjónustunn- ar er óeðlilega hátt. Telja Rain- bowmenn það sjónarmið flotamála- ráðuneytisins að flutningsverð Rainbow sé of hátt ekki á rökum reist, og minna á í því sambandi að það sé hið sama og islensku skipa- félögin, Eimskip og Hafskip, voru með þegar Rainbow tók við, og ennfremur að fram til þessa hafi enginn séð ástæðu til að kvarta yfir of háu verði. Ennfremur segja Rainbowmenn að tilskipun flotamálaráðuneytisins brjóti í bága við reglugerð um að- föng, stjórnarskrána og lög um borgaraleg réttindi. Sex íslensk skipafélög hafa sýnt áhuga á því að bjóða í flutningana, Eimskip, Hafskip, Skipadeild Sam- bandsins, Víkurskip, Nesskip og Sjóleiðir. Linsum stolið LITLUM kaxsa með linsum var stolið frá stúlku í búningsklefa Laugardalslaugarinnar á mánu- dagskvöldið. Er mjög erfitt fyrir stúlkuna að vera án linsanna og biður hún þann sem tók kassanna eða aðra sem kynnu að hafa fund- ið þær að láta vita í síma 82848. Hver miði sem þú kaupir sluðlar að betri heilsugæslu fyrir þig ogþína. Dregið 11. október HAPPDRÆTT! HJARTAVERNDAR 1985 Samtals 55 skattfrjálsir vinningar aö verömæti 4 milljónir króna FJÖLDI ANNARRA VINNINGA FRÁ 25,000 til 300.000 krónur waam 1.000.000 TIL ÍBUÐARKAUPA 600.000 MITSUBICHI GALANT 1600 GL margverölaunaður glæsibíll ’85

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.