Morgunblaðið - 21.08.1985, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 1985
ÚTVARP/SJÓNVARP
Nýir vendir ...
r
Adagskrá sjónvarps nú á
mánudaginn var býsna
hressileg norsk heimildarmynd, er
greindi frá aðgerðum Greenpeace-
samtakanna gegn seladrápi og
hvalveiðum. Ég segi mynd þessa
hafa verið hressilega, því þar var
ekki talað neinu rósamáli og áhorf-
endum ekki hlíft við að horfa á
kópadrápið og annan þann viðbjóð
er mannskepnan hefir leitt yfir dýr
merkurinnar. Kann ég vel þessum
vinnubrögðum hinna norsku sjón-
varpsfréttamanna en mér virtust
þeir hafa í heiðri þá frumreglu
fréttamannsins að ... hafa heldur
það er sannara reynist. Vaknaði sú
spurning hjá fjölmiðlarýninum er
hann horfði á hina norsku frétta-
mynd hvernig á því stæði að ís-
lenska sjónvarpið leitaði ekki í rík-
ara mæli til frændþjóðanna um
fréttaefni og heimildarmyndir, en
segja má að breskar fréttamyndir
sitji í fyrirrúmi hjá sjónvarpinu
okkar. Þó bregður stöku sinnum
fyrir á skjánum kanadískum heim-
ildarmyndum og er það vel, því
segja má að ættfaðir heimildar-
kvikmyndarinnar, John Grierson
(1898-1972), hafi hafið töku nú-
tíma heimildakvikmynda í Bret-
landi er hann stofnaði kvikmynda-
deild innan The Empire Marketing
Board ’30 en síðan fluttist það höf-
uðvígi til Kanada þar sem Grierson
gerðist einskonar opinber kvik-
myndaforstjóri hjá The National
Film Board of Canada 39—45.
En þrátt fyrir að bæði Bretland
og Kanada séu þess heiðurs njót-
andi að hafa fóstrað ættföður nú-
tíma heimildarmyndagerðar er
innprentaði sínum mönnum að
hafa _heldur það sem sannara
reynist, þá fer ekki hjá því að fleiri
þjóðir byggja heimildarmyndagerð
og fréttamyndasmíð á svipuðum
grunni. Um leið og ég býð nýjan
fréttastjóra sjónvarps, Ingva
Hrafn Jónsson, velkominn til
starfa, vil ég nota tækifærið og
beina þeirri áskorun til hans, að
afla frétta- og heimildarmynda úr
sem flestum áttum. Að mínu viti er
ekki hægt að hafa fyrrgreinda
frumreglu fréttamannsins í heiðri
nema skoða málið frá sem flestum
hliðum. Er ég persónulega þeirrar
skoðunar að aðeins einn islenskur
fjölmiðill hafi fyrrgreinda starfs-
reglu í hávegum en hér í blaðinu
eru birtar athugasemdalaust grein-
ar frá ýmsum aðilum úti í bæ um
að menn og málefni að viðbættum
fréttaskýringum og fæst þannig oft
víð sýn yfir málefni líðandi stundar.
Finnst mér að fréttastofa sjón-
varp3 mætti að ósekju taka upp
þennan verkhátt í ríkara máli, og
minni á í þvi sambandi að það ger-
ist stöðugt almennara að einstakl-
ingar festi kaup á tækjum til
myndbandsupptöku. Eg veit að nú í
dag eru þessi tæki dýr og einnig
eru myndbandsspólurnar all dýrar
og fyrirferðarmiklar en þess er
ekki langt að bíða að þessi tæki
verði álíka ódýr og rafmagns-
ritvélar og spólurnar eru þegar
teknar að smækka.
Tel ég ekkert því til fyrirstöðu að
sjónvarpið taki við myndbandsefni
frá fólki utan úr bæ og utan af
landsbyggðinni rétt einsog þegar
dagblöðin taka á móti aðsendum
greinum og lesendabréfum. Slíkt
„fréttaefni" er eigi ómerkara en
það sem framleitt er af sjónvarps-
fréttamönnum. Þá vil ég minna fé-
lagasamtök, hagsmunahópa og fyr-
irtæki á þá staðreynd að hér er
fjöldi kvikmyndafyrirtækja er
ræður yfir tækni til að gera slíkt
fréttaefni sómasamlega úr garði.
Bar ég reyndar þessa hugmynd
mína upp við Hjálmtý Heiðdal yf-
irmann Sýnar hf., eins öflugasta
kvikmyndafyrirtækis okkar, og
taldi hann minnsta mál í heimi að
gera slíkar heimildar- og frétta-
myndir í framtíðinni. Það skyldi þó
aldrei vera að sjónvarpið eignaðist
sinn Velvakanda.
Ólafur M.
Jóhannesson
Sjöundi þáttur heimildamyndaflokksins um Kyrrahafslönd er í sjónvarpinu í kvöld. Þessi
mynd er frá barnaheimili í Shanghai.
Kyrrahafslönd:
Listin að læra
■IMBI í kvöld er
O A 40 sjöundi þáttur
heimilda-
myndaflokksins um
Kyrrahafslönd á dagskrá
sjónvarpsins. Að sögn
Oskars Ingimarssonar
sem hefur þýtt þessa
þætti fjallar þátturinn í
kvöld, eins og nafnið gefur
til kynna, um skólakerfi i
ýmsum Kyrrahafslönd-
„Það er reynt að sýna
þverskurðarmynd af
skólakerfi þessara landa.
Töluverðum tíma er eytt á
Japan en þar er skólakerf-
ið geysistrangt. Það líða
ekki nema örfá ár frá því
börnin fæðast þangað til
þau eru drifin í hörku-
nám, þar sem allt virðist
ganga út á að troða sem
mestu í nemendurna alveg
þar til háskólanum lýkur.
Svo er farið vítt og breitt
um Kyrrahafseyjarnar.
Þar taka skólarnir auðvit-
að mið af ýmsum uppeld-
is- og trúarskoðunum
fólksins og eru því mjög
mismunandi. Skólar í
Kína eru einnig heimsótt-
ir, þar er skólakerfið með
enn einu sniði, þar sem
allt gengur út á flokkinn.
Loks er fylgst með stúd-
entum frá Asíulöndum við
Berkeley-háskóla í Kali-
forníu en þeir eiga við ým-
is vandkvæði að etja, sér-
staklega fyrst eftir að þeir
koma vestur. Reynt er að
lýsa viðhorfum þeirra og
kjörum."
Kvennabúrið:
Nico og Nina Hagen
Kvennabúrið er
-I rr 00 4 dagskrá rásar
1 • — 2 í dag. „Ég
spila mestmegnis lög með
söngkonu sem heitir
Nico,“ sagði Andrea
Jónsdóttir í samtali við
Morgunblaðið. „Hún er
þýsk en hefur búið í
Bandaríkjunum og Bret-
iandi allan sinn lista-
mannsferil. Um 1967 byrj-
aði hún að syngja með
hljómsveitinni Velvet
Underground en frá 1970
hefur hún komið fram
sem sólósöngkona. Hún
hefur ekki gefið út marg-
ar plötur, aðallega sungið
á klúbbum og krám ým-
iskonar. Nico er mjög sér-
stök söngkona og það er
erfitt að flokka tónlistina
hennar.
Auk Nico spila ég lög
með Ninu Hagen en hún
er nýbúin að gefa út mjög
merka plötu sem hefur
alltof lítið heyrst.“
Ebenezer Henderson
á ferð um ísland:
Breiðafjörður
og Vestfirðir
^■■H 1 kvöld er á
Ol 30 dagskrá út-
“ A ““ varpsins sjö-
undi þáttur Tómasar Ein-
arssonar um ferð Ebenez-
ers Hendersonar um land-
ið. Fjallar þátturinn í
kvöld um ferð hans um
Breiðafjörð og Vestfirði.
„Skotinn Ebenezer
Henderson var fenginn til
að dreifa nýrri biblíu um
landið, sem breska og er-
lenda biblíufélagið gaf út
uppúr aldamótunum 1800.
Hann fór norður Kjöl
sumarið 1814 og ferðaðist
um Norður- og Austur-
land. Kom svo til Reykja-
víkur aftur leiðina sunnan
jökla og hafði hér vetur-
setu. Sumarið 1815 fór
hann vestur á firði og
fjallar þátturinn í kvöld
einmitt um það ferðalag,"
sagði Tómas í samtali við
Morgunblaðið.
„Henderson lýsir bæði
fólki og landslagi í ferða-
minningum sínum sem
þátturinn er byggður á.
Hann er mjög vinsamleg-
ur í öllum ummælum sín-
Andrea Jónsdóttir sér um
Kvennabúrið.
Tómas Einarsson
um um íslendinga og set-
ur sig inn í kjör fólksins.
Hann er auðvitað fyrst og
fremst á ferð sem trúboði
og það blandast nokkuð
inní. En hinsvegar lýsir
hann öllu þjóðlífi mjög
náið. Auk þess lendir
hann í ýmsum svaðilför-
um, enda ferðbúinn að
sinna tíma hætti, illa bú-
inn undir umhleypinga og
stórfljót.
í þættinum í kvöld segir
meðal annars frá ferð
hans í Breiðafjarðareyjar.
Hann fer einnig norður í
Arnarfjörð, kemur á
Hrafnseyri þar sem Jón
Sigurðsson er fæddur og
hittir föður hans. Þaðan
fer hann í Steingríms-
fjörð og svo suður Holta-
vörðuheiði og til Reykja-
víkur."
Sem fyrr segir eru
þættirnir byggðir á bók
sem Ebenezer Henderson
skrifaði um ferðalagið eft-
ir að hann var kominn
aftur til síns heima. Snæ-
björn Jónsson þýddi hana
fyrr um það bil þrjátíu ár-
um.
UTVARP
MIÐVIKUDAGUR
21. ágúst
7.00 Veöurfregnir. Fréttir.
Bæn.
Morgunútvarp. 7.20 Leik-
timi.
7.55 Daglegt mál. Endurt.
þáttur Sigurðar G. Tómas-
sonar frá kvöldinu áður.
8410 Fréttir. Tilkynningar.
Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir.
Morgunorð: — Vilborg
Schram talar.
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna:
.Margt fer öðruvlsi en ætlað
er“ ettir Margréti Jónsdóttur.
Sigurður Skúlason les (3).
9.20 Leiktimi. 9.30 Tilkynn-
ingar. Tónleikar.
10.00 Fréttir. 10.10 Veður-
fregnir. Forustugr. dagbl.
(útdr.). Tónleikar.
10.45 Islenskar skáldkonur.
Guðrún Jónsdóttir trá
Prestbakka. Umsjón: Mar-
grét Blöndal og Sigrlður Pét-
ursdóttir. FtUVAK.
11.15 Morguntónleikar
Tónlist eftir Bach, Scarlatti,
Haydn, Telemann og Vivaldi.
12.00 Dagskrá. Tilkynningar.
1220 Fréttir. 12.45 Veður-
tregnir. Tilkynningar. Tón-
leikar
13.30 Inn og út um gluggann
Umsjón: Heiödis Norðfjörð.
BUVAK.
13.40 Létt lög
14.00 „Lamb" eftir Bernard
MacLaverty
Erlingur E. Halldórsson les
þýöingu slna (11).
1430 Islensk tónlist
a. .Landet kom icke ár“ eftir
Atla Heiml Sveinsson. Ilona
Maros syngur með Falu-
blásarakvintettinum.
b. Ólafur Þ. Jónsson syngur
lög eftir Islensk tónskáld.
Ólafur Vignir Albertsson leik-
ur með á planó.
c. ,A Valhúsahæö" eftir
Gunnar Reyni Sveinsson.
Kammerdjasskvintettinn leik-
ur.
15.15 Staður og stund —
Þórður Kárason. RÚVAK:
15.45 Tilkynningar. Tónleikar.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15
Veðurfregnir.
1620 Popphólfið — Bryndis
Jónsdóttir.
17.00 Fréttir á ensku.
17.05 Barnaútvarpið. Stjórn-
andi: Ragnheiöur Gyða
Jónsdóttir.
17.45 Slödegisútvarp — Sverrir
Gauti Diego.
Tónleikar. Tilkynningar
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
194» Kvöldfréttir. 19.40 Til-
kynningar.
Málræktarþáttur. Ólafur
Oddsson flytur þáttinn.
20.00 Sprotar
Þættir af unglingum fyrr og
nú. Umsjón: Slmon Jón Jó-
hannsson og Þórdls Mós-
esdóttir.
20j40 Sumartónleikar I Skál-
holti 1985
Elina Mustonen leikur semb-
altónsmiöar eftir Johann
Sebastian Bach, Georg
Friedrich Hándel og Domen-
ico Scarlatti.
2120 Ebenezer Henderson á
ferð um ísland sumariö 1814
Sjöundi þáttur: A ferð um
Breiðafjörö og Vestfirði. Um-
sjón: Tómas Einarsson. Les-
ari meö honum: Valtýr
Óskarsson.
2205 Tónleikar
2215 Veöurtregnir. Fréttir.
Dagskrá morgundagsins.
i
SJÓNVARP
I
1925 Aftanstund
Barnaþáttur með innlendu
og erlendu efni. I Söguhorni
segir Vilborg Dagbjartsdóttir
sögu sína af Alla Nalla. Friö-
rikka Geirsdóttir mynd-
skreytti. Kanlnan með köfl-
óttu eyrun, Dæmisögur og
nýr teiknimyndaflokkur frá
Tekkóslóvaklu, Maður er
manns gaman, um vinina
Hlyn og Hlunk.
19.50 Fréttaágrip á táknmáli
20.00 Fréttir og veður
20.30 Auglýsingar og dagskrá
MIÐVIKUDAGUR
21. ágúst
20.40 Kyrrahafslönd
(The New Pacific) 7. Listin
að læra. Breskur heimilda-
myndaflokkur i átta þáttum. I
þættinum er menntakerfi
nokkurra Kyrrahafslanda
kannað. Háskólanám tekur
oftast viö af sambærilegu
námi á Vesturlöndum, en þó
leggur hver þjóð rækt við
upprunalega menningu sina.
Þýðandi og þulur Óskar Ingi-
marsson.
21.50 Dallas
Hlaupist frá slysstað. Banda-
riskur framhaldsmynda-
flokkur. Þýðandi Bjðrn Bald-
ursson.
2225 Múslk verður mynd
(Musik blir bilde) Slöari hluti
norskrar heimildamyndar um
nýlist. lan Dury er þekktu
söngvari, en hann er meðal
þeirra sem gerðust tónlist-
armenn á málaraferli slnum.
Fjöldi annarra listamanna
kemur fram I þættinum. Þýð-
andi Veturliði Guðnason.
(Nordvision — Norska sjón-
varpiö)
2325 Fréttir I dagskrárlok
Orö kvöldsins.
2225 Svipmynd
Þáttur Jónasar Jónassonar.
RÚVAK.
24.00 Fréttir. Dagskrárlok.
MIÐVIKUDAGUR
21. ágúst
104»—1200 Morgunþáttur
Stjórnandi: Kristján Sigur-
jónsson.
14.00—154» Eftir tvö
Stjórnandi: Jón Axel Ólafs-
son.
154»—16.00 Nú er lag
Gömul og ný úrvalslög að
hætti hússins.
Stjórnandi: Gunnar Salvars-
son.
16.00—17.00 Bræðingur
Stjórnandi: Eirlkur Ingólfs-
son.
174»—18.00 Úr kvennabúrinu
Hljómlist flutt og/eöa samin
af konum.
Stjórnandi: Andrea Jóns-
dóttir.
Þriggja mlnútna fréttir sagö-
ar klukkan: 11:00, 15:00,
16:00 og 17:00.