Morgunblaðið - 21.08.1985, Blaðsíða 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 1985
„\Jdtu- geftx m&r þjórfek nciaft-,
veJi ég hoem'ig þjónustuég ó <xb
gefti j?ér./y
Minnir mig á konuna mína á
útborgunardögunum!
Með
morgimkaffinu
Einn Ijós punktur við að þú
skulir sitja hér bak við lás og
slá er að öryggi fólks á götum
úti hefur stórlega aukist!
HÖGNI HREKKVISI
'VlP EblSA "
Því ekki listprjón?
Pála skrifar:
Nokkrum sinnum hefur komið
hingað Þjóðverji. í annað skipt-
ið sem hann kom prjónaði ég
leista á hann og aðra handa
bróður hans. Áttu þeir að vera
jólagjöf með bróðurkveðju. Er
hann kom næst varð ég að
prjóna fyrir hann peysu. Þegar
hann var kominn í peysuna og
búinn að spegla sig, sagði hann
með sannfæringu: „Þú ert lista-
maður, því færð þú ekki lista-
mannalaun?" Líklega hef ég
bara hlegið en því má ekki tala
um listprjón eins og listvefnað
Skemmti-
legir og
áheyrileg-
ir þættir
Sveinn skrifar:
Mig langar að láta í ljósi
ánægju mína yfir því að Valborg
Bentsdóttir skuli aftur vera far-
in að flytja þætti sína „Hin
gömlu kynni". Þeir eru bæði
skemmtilegir og vandaðir á all-
an hátt. Valborg hefur einstakt
lag á að velja lög og ljóð sem
falla vel að efni þáttanna. Tón-
listin eykur mjög gildi slíkra
þátta og gerir þá að öllu leyti
áheyrilegri og skemmtilegri.
Bestu þakkir Valborg.
og listsaum? Einhverntíma
hefði nú þótt nytsamara og
nauðsynlegra að prjóna fallega
flík en sletta litum á léreft. Eg
minnist ekki á laun prjóna-
kvenna því enginn hefur þetta
sem aðalvinnu. Og kannski er
prjónaskapur sálarbót. Blessað-
ir bændur fækkið ekki fénu því
ull verður að vera til handa list-
fengum konum, þó þær fái engin
listamannalaun.
Maður frá Akranesi skrifar:
Þulan sem hér fer á eftir er
mjög forn, frá þeim tíma þegar
menn sváfu í skála. Afi minn
sem fæddur var um 1850 kenndi
mér hana. Hann hefur trúlega
numið hana í Skagafirði 1860 til
1870.
Ég hefi ekki heyrt hana flutta
á annan hátt. Hefir hún því lík-
lega verið farin að fyrnast á 19.
öld. Gaman væri að vita hvort
nokkur kann hana nú.
Stígum við stórum
skundum til grundar.
Belg ber ég eftir mér
til barnanna fundar.
Vaknaðu gífur
ei vill gífur vakna.
Hver er kominn úti?
Björn á brotnu skipi.
Margir Skagfirðingar austan
Héraðsvatna eru argir yfir því
að leikflokkur Þjóðleikhússins
sýndi list sína aðeins vestan
vatna. Þrjú þéttbýli eru austan
fjarðar: Hólar, Skútustaðir og
Hofsós auk sveita. í Hofsósi er
gott félagsheimili með stórt
leiksvið og hljóðfæri. Væntum
við þess að næst yrði þess
minnst að fólk er til víða en í
kaupstöðum landsins.
Hvað vill hann Björn?
Bið ég um nálar.
Hvað er að nálum?
Sauma að segli.
Hvað er að segli?
Slitið af veðri.
Hvað gerðirðu við nálarnar
sem ég fékk þér í fyrradag?
Ég gaf þær Hara bróður.
Hvað gerði Hari bróðir við?
Henti þeim út á miðja götu
og sagðist skyldu brenna
að baki þeim sem ætti.
Hvað ertu að gera núna?
Ég er að telja tölur mínar
en tel þó ekki rétt.
Hvað ertu að gera núna?
Ég er að binda skóþveng minn
en bind þó ekki rétt.
Gætt barn í kvöld
því heilagt er á morgun.
Hver þekkir
þessa þulu?
Þessir hringdu . .
Barn og
foreldri aldrei
á sömu deild
Bergur Felixson hjá Dagvistar-
stofnunum Reykjavíkur hringdi:
Mig langaði að svara klausu sem
birtist í Velvakanda á sunnudag-
inn.
Það hefur verið reynt að hliðra
til ef fólk sem sækir um vinnu hjá
okkur er með börn, en það er erfitt
þegar börnin eru svo ung, eins og í
þessu tilfelli, að stúlkan sem
hringdi er með níu mánaða gamalt
barn. Það stafar mestmegnis af
því að við erum ekki með nógu
gott páss fyrir svona ung börn,
vögguplássin eru svo fá.
Þrátt fyrir að við höfum reynt
að fara kringum þessar reglur,
eins og ég sagði áðan, er reynt að
láta barn aldrei vera á sömu deild
og foreldri þess vinnur á þó svo
það vinni á sama barnaheimili.
Það er bara af reynslunni sem við
höfum lært að það gengur sjaldn-