Morgunblaðið - 21.08.1985, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 1985
7
Laugardalsá:
Besta veiði
síðan 1979
„Þetta er ljómandi góö veiði og
allt á uppleið hér eftir nokkur
fremur mögur ár. Þetta er orðin
besta veiði allar götur siðan
1979, en nú eru komnir tæplega
340 laxar á land. Svo er alltaf að
ganga nýr fiskur. Bestu hollin
hafa fengið 42 laxa á 3 stangir á
3 dögum. Nú fækkar stöngum
brátt í tvær, en aðalveiðitímann
er veitt með þremur stöngum,"
sagði Sigurjón Samúelsson
bóndi á Hrafnabjörgum við Djúp
er hann var inntur eftir veiði-
skap í Laugardalsá í sumar.
Sigurjón sagði megnið af afl-
anum í sumar vera smálax, sér-
staklega eftir því sem á hefur
liðið, en þó tínast stórir fiskar
upp öðru hvoru og sá stærsti til
þessa vó 18 pund. Það hefur vak-
ið athygli, að yfir 200 laxar hafa
veiðst á neðsta veiðisvæði árinn-
ar, frá laxastiganum í Einars-
fossi og niður í fjöru, en það er
aðeins nokkur hundruð metra
langur spotti. Þarna hefur verið
mikið af laxi. { hyljum ofar í
ánni hefur laxinn verið heldur
tregur, en þó hafa alltaf komið
glefsur og reytingur verið þess á
milli.
Það hefur einnig vakið athygli
manna þar vestra, að 30 merktir
laxar hafa veiðst í ánni í sumar
og hafa fiskar þó ekki verið sett-
ir merktir í ánna. Sigurjón sagði
eitt hollið hafa fengið 13 slika
fiska. „Þeir hjá Veiðimálastofn-
un voru ekki farnir að athuga
málið er ég ræddi við þá fyrir
skömmu, við vitum því lítið um
hvaða laxar eru hér á ferðinni.
Einu sinni áður hefur þetta bor-
ið við í Laugardalsá, sumarið
1978 veiddust tveir merktir laxar
í ánni og hafði þeim verið sleppt
ásamt öðrum sem gönguseiðum í
Fossá á Skaga,“ sagði Sigurjón.
Álftá lifnar
Álftá hefur verið að lifna að
undanförnu þrátt fyrir að lítið
bóli á rigningu vestur á Mýrum.
Nú eru komnir rétt rúmlega 200
laxar á land úr ánni og einn dag-
inn fyrir skömmu veiddust 18
laxar sem telja verður hörkugott
miðað við að áin er nú vatns-
minni en hún hefur nokkru sinni
verið í áraraðir. Nýgengnir fisk-
ar hafa verið vaxandi hluti afl-
ans að undanförnu og svo virðist
sem laxinum sé farin að leiðast
biðin eftir vatnshækkun og far-
inn að troða sér yfir grynn-
ingarnar. Mest er þetta fremur
smár lax, 4—6 pund, en til eru
nokkrir stórir ennþá, legnir og
löngu gengnir. „Það verður
veisla ef það rignir almenni-
lega,“ sagði einn veiðikappi ný-
verið og það á svo sannarlega við
um Álftá ekki síður en aðrar ár á
Suður- og Vesturlandi.
Reykjavíkurskákmótið 1986:
Verðlaunafé
tvöfaldað
STJÓRN Skáksambands íslands hefur ákveðið að upphæð verðlaunafjár á
Reykjavíkurskákmótinu, sem haldið verður í febrúar 1986, verði samtals
34.400 Bandaríkjadollarar. Er það meira en helmingi hsrri upphsð en var á
síðasta Reykjavíkurskákmóti 1984, en þá nam verðlaunaféð 15 þúsund
dollurum.
Þá hefur verið ákveðið að tveim-
ur sterkum sovéskum skák-
mönnum verði boðið á mótið og
1—2 Bandaríkjamönnum. Helst er
stefnt að því að Sovétmennirnir
hafi yfir 2600 ELO-skákstig, en
það eru ekki nema 8—10 skák-
menn í Sovétríkjunum sem hafa
svo mörg ELO-stig. Þá er mjög
líklegt að Daninn Bent Larsen sjái
sér fært að taka þátt i mótinu og
vitað er um mikinn áhuga fyrir
því á Norðurlöndunum. Einnig er
búist við að bandarískir þátttak-
endur í Visa-keppninni svonefndu,
sem fram fer helgina fyrir upphaf
Reykjavíkurskákmótsins, verði
flestir þátttakendur í Reykja-
víkurskákmótinu. Visa-keppnin er
keppni á tiu borðum milli lands-
liðs Bandaríkjanna og sameigin-
legs liðs frá Norðurlöndunum.
Verðlaunafé á Reykjavíkur-
skákmótinu reiknað i dollurum
skiptist þannig milli verðlauna-
sæta. 1. 12 þúsund, 2. 8 þúsund, 3.
5 þúsund, 4. 3 þúsund, 5. 2 þúsund,
6. 1500, 7. 1000, 8. 800, 9. 500, 10.
300,11. 200,12.100.
Morgunbladið/Júlíus
Séra Hjalti Guðmundsson, dómkirkjuprestur, ásamt Guðmundi Jónssyni verkstjóra hjá ístaki hf. t.h. í baksýn má sjá
menn að vinnu í kirkjunni.
Breytingum á Dóm-
kirkjunni miðar vel
Áætlað að framkvæmdum við kirkjuna ljúki um miðjan september
UNDANFARNAR sjö vikur hefur verið unnið að ýmsum endurbótum á
Dómkirkjunni í Reykjavík. Dómkirkjuprestar hafa á meðan messað í Há-
skólakapellunni en gert er ráð fyrir að vinnu við kirkjuna verði lokið um
miðjan septembermánuð. Þorsteinn Gunnarsson, arkitekt, hefur umsjón
með verkinu sem unnið er af fstaki hf.
Blm. hafði tal af sr. Hjalta Guð-
mundssyni dómkirkjupresti og
Guðmundi Jónssyni verkstjóra og
spurði þá út í framkvæmdirnar.
„Þörf var ýmissa endurbóta inn-
andyra í kirkjunni," sögðu þeir sr.
Hjalti og Guðmundur. „Um þessar
mundir er unnið að þvi að leggja
nýtt furugólf í alla kirkjuna;
kirkjuskipið, kórinn og miðloftið.
Gamla gólfið, sem lagt var i
kirkjuskipið 1914 og ennþá fyrr á
miðloftið, var orðið mjög slitið og
því brýn þörf á nýju. Nýja kirkju-
orgelið sem fest hafa verið kaup á,
er þegar komið til landsins og þarf
öllum framkvæmdum í kirkjunni
að vera lokið áður en það verður
sett upp, vegna mikillar rykmynd-
unar.
Þá er búið að leggja nýjar raf-
og pípulagnir og einnig lagnir
fyrir útvarp og sjónvarp sem ekki
voru áður. Orgelpallinum hefur
verið breytt nokkuð vegna tilkomu
nýja orgelsins og stigar í kirkj-
unni endurnýjaðir. Þá verða vegg-
ir málaðir i sömu litum og áður.
Súlurnar undir kirkjuturninum
hafa gengið ofan í gólfið með ár-
unum og valdið halla á turninum.
Því hafa súlurnar nú verið hækk-
aðar nokkuð og turninn réttur af.
Frank Ponzi vinnur nú að viðgerð
á altaristöflunni sem var orðin
nokkuð brunnin af of mikilli birtu.
Er talið líklegt að Ijóskastarar
hafi verið látnir lýsa of mikið á
töfluna."
Sr. Hjalti var spurður nánar um
nýja orgelið sem keypt hefur verið
frá V-Þýskalandi. „Gamla orgelið
var 27 radda en hið nýja er 31
radda," sagði sr. Hjalti. „Er það þó
heldur minna um sig. Dálítið bil er
á milli hljómborðsins og orgelsins,
þannig að þar verður rúm fyrir
söngfólk. Fyrir bragðið nær
organistinn betra sambandi við
kórinn. Þorsteinn Gunnarsson
arkitekt hefur hannað útlit orgels-
ins sem er úr mahóní, málað hvítt
og gyllt, með silfurlitum pípum.
Búið er að selja gamla kirkju-
orgelið og á að setja það upp í
kirkju sem reisa á i Reykholti í
Borgarfirði. Tveir menn frá orgel-
verksmiðjunni i Þýskalandi koma
hingað um miðjan september, þeg-
ar vinnu við kirkjuna verður lokið,
og hefjast þá handa við að koma
upp nýja kirkjuorgelinu. Það tek-
ur hins vegar um tvo mánuði og
höfum við fengið lítið orgel að láni
frá verksmiðjunni svo að hægt
verði að messa í kirkjunni á með-
an. Ráðgert er að vígja nýja
kirkjuorgelið 1. desember nk.,"
sagði sr. Hjalti Guðmundssor
dómkirkjuprestur að endingu.
Haraldur Theódórsson, gjald-
keri sóknarnefndar Dómkirkjunn-
ar, sagði i samtali við blm. að
kaupverð orgelsins væri um 4,£
milljónir króna og kostnaðaráætl-
un um endurbætur á kirkjunni
hljóðaði upp á 2,5 milljónir króna.
Fyrsta loðnan
til Krossaness
SÍÐDEGIS í gsr voru þrjú loðnu
skip á leióinni í land af miðunum við
Jan Mayen. Samtals voru þau með
rúmlega 2.000 lesta afla.
Svanur RE var með 710 lestir é
leið til Eskifjarðar, Hákon ÞH var
með 830 lestir á leið til Krossaness
og Örn KE var með 600 lestir er
löndunarstaður óákveðinn. Hákon
verður fyrsti báturinn til að landa
á Krossanesi en hingað til hefur
loðnu aðeins verið landað á Rauf-
arhöfn og Eskifirði.
NYR
Mazda
SÝNDUR UM NÆSTU HELGI