Morgunblaðið - 21.08.1985, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.08.1985, Blaðsíða 20
MORGUNBLADID, MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 1985 Kynþáttastefnu mótmœlt AP/Símamynd „Það tckst ekki að þagga niður í okkur!“ og „Látið alla fanga lausa strax!“ segir á þessum mótmælaspjöldum, sem svartir andstæðingar hvítu minnihlutastjórnarinnar í Suður-Afríku haida á. Myndin er tekin á útifundi, sem stúdentar í háskólanum í Witswatersrand héldu í vikunni sem leið til að láta í Ijós andúð sína á apartheid- kynþáttastefnu stjórnvalda. Forráðamenn BBC: • • Oryggiseftirlit með nokkrum starfsmönnum FORRÁÐAMENN Breska ríkisútvarpsins (BBC) staðfestu í gær, að starfs- menn stofnunarinnar undirgengjust sérstakt öryggiseftirlit, en neituðu því hins vegar að breska gagnnjósnaþjónustan (MI5) hefði neitunarvald um ráðningu og stöðuhækkanir starfsmannanna. Æ________________________ 114 fórust í ferjuslysi Peking, 20. ágúst. AP. FARÞEGAFERJU, sem hvolfdi á ánni Songhua í NA-Kína, hefur verið kom- ið á réttan kjöl að nýju. A.m.k. 114 lík hafa verið slædd upp úr ánni, en 18 manns er enn saknað, að því er fréttir hermdu í dag, þriðjudag. Um 60 manns var bjargað á land og er fólkið til meðferðar á sjúkra- húsum í borginni Herbin. Ferjunni, sem var troðfull af fólki, hvolfdi, þegar farþegar þustu út í annað borðið til að horfa á slagsmál. t fyrstu blaðafregnum sagði, að um 300 manns hefðu farist. Ekki hefur fengist skýring á rangherm- inu. Veður Lægst Haest Akureyri 12 rígning Amsterdam 14 20 skýjað Aþena 22 38 heiðskirt Barcelona vantar Berlín 14 20 rigning Briissel 11 21 skýjaö Chicago 13 22 heiðskírt Dublin 11 17 skýjað Feneyiar vantar Frankfurt 14 25 akýjað Genf 14 30 heiðskirt Helsinki 15 23 heiðsktrt Hong Kong 27 31 hetöskirt Jerútalem 20 28 heiðskírt Kaupmannah. 14 17 rigning Lae Palmas vantar Ltasabon 17 29 heiðskírt London 14 20 akýjað Los Angeles 17 28 akýjað Lúxemborg 16 akýjað Malaga vantar Mailorca vantar Méami 25 31 akýjað Montreat 12 23 heiðskírt Moskva 17 29 akýjað New York 22 24 akýjað Osló 13 18 akýjað Psrís 12 22 akýjað Faking 20 29 rigníng Reykjavík 15 akýjað R«ó de Janeiro 14 32 heiðskírt Rómsborg 17 32 hetðskirt Stokkhólmur 13 20 akýjað Sidney 9 15 akýjað Tófcýó 24 38 akýjað Vínarborg 12 22 akýjað Þórshöfn 13 akýjað í yfirlýsingu, sem útvarpsráð BBC sendi frá sér í gær vegna ásakana i vikublaðinu The Observer á sunnudaginn, segir að öryggiseftirlit þetta tæki aðeins til þeirra fáu starfsmanna, sem fjalla um viðkvæm málefni og þau er varða opinberan trúnað. BBC er fjármagnað með fé frá ríkinu og afnotagjöldum, sem allir eigendur viðtækja i Bretlandi greiða. Samkvæmt lögum er stofn- uninni hins vegar ætlað að vera óháð stjórnvöldum. í yfirlýsingu BBC í dag kemur fram, að öryggiseftirlit með starfsfólki hófst fyrst árið 1937, en hins vegar hefði mjög dregið úr því eftir Iok síðari heimsstyrjald- ar. Það væri stefna BBC, að minnka enn þetta eftirlit á næstu árum. Samkvæmt frétt The Observer hafa fimm starfsmenn BBC það verk með höndum að taka saman lista yfir þá starfsmenn stofnun- arinnar sem taldir eru vinstri sinnar og afhenda MI5, sem kann- ar hvort þeir eru á lista leyniþjón- ustunnar yfir menn sem taldir eru hættulegir öryggi ríkisins. Stjórn breska blaðamannafé- lagsins efndi til fundar í gær til að ræða yfirlýsingu BBC og sagði formælandi félagsins að honum loknum, að hún væri ófullnægj- and. Harry Conroy, formaður blaðamannafélagsins, sagði að hinar nýju upplýsingar um BBC hefðu enn frekar skert sjálfstæði stofnunarinnar. Sendiráðs- maður myrtur Kaíró, KgypUUndi, 20. ágúat. AP. TVEIR vopnaðir menn sem óku í rauðri Fiat-bifreið létu vélbyssu- skothríð dynja á bifreið ísraelsks sendiráðsmanns í Kaíró og réðu hon- um bana og særðu eiginkonu hans og aðra konu sem voru með honum í bifreiðinni, að sögn talsmanns ísra- elska sendiráðsins. Talsmaðurinn, Isaac Bar-Moshe, sagði, að konurnar sem báðar voru starfsmenn sendiráðsins, hefðu orð- ið að gangast undir skurðaðgerðir, en svo virtist sem sár þeirra væru ekki alvarlegs eðlis. Hann sagði, að flogið yrði með lík hins látna og konurnar til ísraels seinna í dag. Bar-Moshe kvað engan hafa lýst yf- ir ábyrgð sinni á tilræðinu. Egypska innanríkisráðuneytið sagði að hinn myrti hefði heitið Al- bert Atrakchi. I tilkynningu ráðu- neytisins sagði, að árásin hefði átt sér stað kl. 8.30 að staðartíma (6.30 að ísl. tíma) og hefði sendiráðsfólk- ið verið á leið heimanað frá sér til vinnu. f tilkynningunni sagði ennfremur að Atrakchi, sem tók við stöðu sinni í Kaíró fyrir þremur mánuðum, væri „ekki meðal þeirra starfs- manna sendiráðsins, sem egypsk yf- irvöld hafa verið beðin um að gæta sérstaklega". Talsmaður egypska utanríkis- ráðuneytisins fordæmdi árásina og kvað öllum ráðum verða beitt til að koma lögum yfir tilræðismennina. t tilkynningu talsmanns ísra- elska utanríkisráðuneytisins, Ehud Gol, sagði m.a.: „Ráðuneytið hefur stöðugt samband við egypsk yfir- völd og við vitum að allt verður gert sem unnt er til þess að upplýsa mál- ið.“ GENGI GJALDMIÐLA London, 20. ágúsl. AP. DOLLAR bætti stöðu sína gagnvart helstu gjaldmiðlum Vesturlanda í dag og er talið að fregnir um bætt efna- hagsástand í Bandaríkjunum hafi ráð- ið mestu um það. Gull lækkaði hins vegar talsvert í verði. Við lok viðskipta í Tókýó fengust 237,05 yen fyrir dollar, sem er hækkun frá 236,50 yenum í gær. Við lok viðskipta í London fengust hins vegar 237,57 yen fyrir dollar. Fyrir hvert sterlingspund fékkst í dag 1,39075 dollarar, en í gær varð að greiða 1,4010 dollarar fyrir hvert pund. Staða dollars gagnvart öðrum helstu gjaldmiðlum var sem hér segir: 2,7850 vestur-þýsk mörk (1 gær 2,7590); 2,2815 svissneskir frankar (2,2587); 8,5050 franskir frankar (8,4300); 3,1325 hollenskar gyllenur (3,1080); 1.865,50 ítalskar lírur (1.851,00); 1,35725 kanadadoll- arar (1,3535). Fyrir únsu af gulli fengust í dag í Zúrich 334,00 dollarar, en i gær fengust þar fyrir únsuna 341,50 dollarar. Malmö: Bankaræningi yfirbugaður Stokkhólmi, 20. iffút. AP. LÖGREGLUNNI í Malmö í Svíþjóð tókst síðdegis að yfirbuga 29 ára gamlan mann af ungverskum ættum, sem tekið hafði aðstoðarbankastjóra í gíslingu. Hann hafði hótað að sprengja manninn og sjálfan sig í loft upp ef hann fengi ekki greiddar tvær milljónir sænskra króna. Fimm lögregluþjónar stukku á ræningjann í þann mund er hann var að ganga með gísl sinn út úr útibúi Svenska Handelsbanken í borginni. Hann hafði þá haft bankastjórann í gíslingu í fjórar klukkustundir. Maðurinn kvaðst vera að afla fjárins fyrir samtök sem hann nefndi „Arabafylkinguna." Orðið var við tilmælum hans og tveimur milljónum sænskra króna í reiðufé komið fyrir í bifreið fyrir utan bankann, en þegar ræninginn ætl- aði að fara á brott var hann yfirbugaður, sem fyrr segir. Grikkland: Musteri Aþenu á Akró- pólishæð gert upp Parþenonhofið, sem talin var ein fallegasta bygging heims, var reist undir handleiðslu myndhöggvarans Feidíasar. GRIKKIR ráðgera að endurreisa Parþenonhof á næstu tíu árum og hafa gri.skir sérfræðingar í varð- veislu mannvirkja að undanförnu safnað saman marmarablökkum úr hofinu sem lágu á víð og dreif á Akropólishæð. Blökkum af öllum stærðum hefur verið hlaðið við hlið hofs- ins sem var' reist til dýrðar viskugyðjunni Aþenu, verndar- guði hinnar fornfrægu borgar. Arkitekt, sem vinnur að verk- efninu, hefur líkt því við marg- flókið púsluspil í þrívídd að greina hvaða blakkir kæmu úr Parþenon og hverjar ekki, og ekki hefði verið auðveldara að ákveða hvar brotin ættu að vera í hofinu. Parþenonhofið, sem var full- gert árið 438 fyrir Krist, var meistaraverk grískrar húsagerð- arlistar á gullöld Grikklands. Hofið var skreytt höggmyndum eftir Feidías, sem einnig hjó út 12 metra háa styttu af Aþenu úr skíragulli og fílabeini inni í hof- inu. Um tíu þúsund ferðamenn skoða hofið árlega og voru þeir ein ástæðan til að þess að marm- arabrotunum var safnað saman með hraði: það þarf ekki nema dropa af sólolíu af einhverjum sem sest á stein til þess að marmarinn skemmist. Síðar á þessu ári ætla forn- leifafræðingar að leggja stein- steypugólf yfir slitna og máða stétt hofsins til þess að unnt verði að koma fyrir krana og hefja viðgerðina. Kraninn verður notaður til að taka niður tíu tonna marmara- blakkir úr veggjum byggingar- innar til þess að hægt veröi að fjarlægja um þúsund ryðgaða járnfleina sem viðgerðarmenn komu fyrir fyrr á öldinni og setja ryðfría títaníum-fleina í stað þeirra. Járnfleinarnir þönd- ust út þegar þeir ryðguðu og sprengdu marmarann. Þá verða blakkirnar settar á sinn stað ásamt þeim sem safnað hefur verið saman á hæðinni. Hofið var notað sem kirkja frá sjöttu öld og breyttist í mosku þegar Ottoman náði Aþenu á sitt vald ásamt tyrkneskum herjum sínum 1458. Hofið stóð því sem næst óskaddað í tvö þúsund ár. En Feneyingar hentu sprengju af slysni í hofið í umsátrinu um Tyrkjana á Akrópólishæð 1687. Tyrkjarnir geymdu skotfæri og vopn í hofinu og brustu fjórtán súlur og veggirnir innan þeirra. Hinn sigursæli hershöfðingi Feneyinga, Francesco Morosini, eyðilagði hofið meira þegar hann gerði tilraun til að rífa niður styttur og höggmyndir og Elgin lávarður, breskur stjórnarer- indreki, bætti gráu ofan á svart þegar hann flutti helstu vegg- myndir hofsins til Englands snemma á nítjándu öld. Þessar myndir eru nú eitt helsta aðdráttarafl British Museum í London. Akrópólishæð var þakin marmarabrotum frá ýmsum skeiðum og úr mörgum hofum og byggingum sem sumar hverjar voru reistar í tíð Rómarveldis. Það tók sex mánuði að safna blökkunum saman og greina uppruna þeirra, en fornleifa- fræðingar fundu um tíunda hluta marmarahleðslunnar úr Parþenon. Einn þeirra sem vann að verkinu sagði að í upphafi hefði verið ógjörningur að greina milli brota úr Parþenon og öðrum byggingum, „en smám saman vandist augað verkinu og ég gat séð hvað væri úr hofinu á stærð brotanna, eiginleikum marmar- ans og handbragðinu."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.