Morgunblaðið - 21.08.1985, Blaðsíða 48
SDMMfST lANSIRMJST
KEILUSALUWINM
OPINM 1000-00.30
MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 1985
VERÐ í LAUSASÖLU 35 KR.
Saksóknari
vildi ekki
banna bjórlíki
Ráðherra getur ákveðid hvernig áfengi
er framreitt, segir Jón Helgason
RÍKISSAKSOKNARI, l>órður Björnsson, kvað upp þann úrskurð í fyrravor,
að bjórlíki teidist áfengisblanda en ekki öl samkvæmt lögum, og taldi ekki
ástæðu til að banna sölu bjórlíkis. Dómsmálaráðherra, Jón Helgason, sagði í
gær að nýsett reglugerð um bann við sölu bjórlíkis frá og með 15. september
nk. væri byggð á þeim ákvæðum áfengislaganna, sem heimiluðu dómsmála-
ráðherra að kveða á um hvernig áfengi er framreitt.
í fyrra vor fór fram rannsókn á
vegum lögreglustjóraembættisins
á starfsemi bjórstofanna, þar sem
talið var að sala bjórlíkis bryti í
bága við áfengislögin. Lögreglu-
stjórinn í Reykjavík sendi ríkis-
saksóknara rannsókn þessa til
meðferðar 30. apríl 1984.
Ríkissaksóknari svarar
lögreglustjóra með bréfi dagsettu
9. maí 1984. Þar segir hann meðal
Hafnarfjörður:
Brugg og
tæki gerð
upptæk
LÖGREGLAN í Hafnarfirði gerði
húsrannsókn í húsi einu í umdæm-
inu í gærkvöldi og gerði upptæk
eimingartæki og talsvert magn af
heimabruggi. Ein manneskja var
tekin fóst vegna málsins.
Rannsókn málsins var á
frumstigi í gærkvöldi, að sögn
rannsóknarlögreglumanns í
Hafnarfirði. í umræddu húsi
annars að vökvinn sem um ræðir
sé blanda af óáfengum pilsner og
sterku áfengi úr áfengisverslun
rikisins. Ennfremur segir að
blöndunin sé allt annars eðlis en
ölgerð, vökvin hafi ekki einkenni
öls og að hann sé aðeins ein gerð
áfengisblöndu. Ákvæði áfengislag-
anna um öl geti því ekki tekið til
þessarar áfengisblöndu. Siðan
segir að af hálfu ákæruvaldsins
séu engar kröfur uppi um frekari
aðgerðir í tilefni af áfengisblönd-
um sem áðurnefndir veitingastað-
ir hafi til sölu.
Mikillar óánægju gætti hjá
þeim veitingamönnum, sem Morg-
unblaðið innti álits á reglugerð-
inni í gær. Þeir telja reglugerðina
varla hafa í för með sér annað en
það að lengri tíma tekur að af-
greiða bjórlíkið. Eftir sem áður
verður hægt að fá blöndu af
óáfengu öli og sterku áfengi. Einn-
ig kom fram að sala á bjórlíki hef-
ur dregist verulega saman á und-
anförnum mánuðum.
Sjá viðbrögð við bjórlíkisreglu-
gerö dómsmálaráðherra á bls. 4.
Sprengisérfræðingur frá varnarliðinu undirbýr eyðingu breska tundurduflsins.
Ljósmynd: Varnarlidiö
Tundurduflinu var eytt með sprengingu
Tundurduflinu sem skuttogarinn
Aðalvfk KE 95 fékk í botnvörpuna á
Kögurgrunni sl. fimmtudag var eytt
með sprengingu á Keflavíkurflug-
velli í fyrradag.
Gylfi Geirsson sprengjusér-
fræðingur Landhelgisgæslunnar
skoðaði duflið þegar togarinn
kom til hafnar í Njarðvík í gær-
morgun ásamt mönnum frá
sprengjudeild Varnarliðsins.
Sagði hann að um breskt tund-
urdufl úr seinni heimsstyrjöld-
inni hefði verið að ræða. Að lok-
inni skoðun var farið með duflið á
æfingasvæði Varnarliðsins suð-
austan Keflavíkurvallar og því
eytt með sprengingu. Gylfi sagði
að skipverjar hefðu verið búnir
að taka duflið í sundur og varaði
hann menn við að gera slíkt
fyndu þeir slík dufl því alltaf
væri sú hætta fyrir hendi að þau
spryngju.
Gylfi sagði að duflið sem skip-
verjar á Sæþóri SU 175 fundu á
reki í sjónum suður af Skrúðnum
sl. fimmtudag hefði verið
rússnesk sónarbauja. Eru slík
tæki oftast nefnd hlerunardufl
vegna þess að þau nema hljóð frá
kafbátum og senda til flugvéla.
Sagði Gylfi að farið hefði verið
með duflið til Varnarliðsins á
Keflavíkurflugvelli og þaðan færi
það síðan til Bandaríkjanna til
nánari skoðunar.
Innflutningur varnarliðsins á fersku kjöti:
fundust 2 kútar með samtals um
40—50 lítrum af eimuðum
landa. Þá voru þar ílát fyrir um
700 litra af bruggi en í þeim var
aðeins eftir um 100 lítrar. Að
sögn rannsóknarlögreglumanns-
ins er þetta ekki venjulegur
„heimilisiðnaður" en þó liggur
ekkert fyrir um það hvort fram-
ieiðslan hafi verið seld.
27 punda
lax úr Laxá
í Aðaldal
N/EST stærsti lax þessa sumars til
þessa veiddist f Laxá í Aðaldal i
róstudagskvöldið síðastliðið. Þetta
var 27 punda hængur sem hin kunna
aflakló Jóhannes Kristjánsson, for-
stjóri, veiddi.
Veiddi Jóhannes laxinn á veiði-
stað sem heitir Hólmavaðsstífla og
tók fiskurinn svartan Tóbf-spón.
Lax þessi var aðeins einu pundi
léttari heldur en stærsti laxinn til
þessa, 28 punda, sem veiddist einn-
ig i Laxá fyrr í sumar.
Fleiri hafa verið að fá þá stóru í
Laxá upp á síðkastið, Aðalsteinn
Jónsson frá Eskifirði fékk 22 punda
hæng á Litlu-Núpabreiðu á mánu-
daginn og tók sá lax einnig svartan
Tóbí. Talsvert hefur sést af mjög
vænum fiskum f Laxá i sumar,
sumir f 25—30 punda klassanum að
því er reyndir menn telja. Einn
risalax, enn stærri hefur einnig
sést og hafa menn giskað á að hann
sé e.t.v. í kring um 40 pund.
Sjá ennfremur vefðifréttir á blað-
síðu 7.
Agreiningur ráðuneyta
leystur fyrir dómstólum
Bændasamtökin munu líklega stefna utanríkisráðherra
A rfkisstjórnarfundi í gærmorgun var tekin sú ákvörðun að láta dómstóla
skera úr um lögmæti þess að flytja inn ferskt kjöt til varnarliðsins á
Keflavíkurflugvelli. Verður leitað til bændasamtakanna í því sambandi, en
þau hafa margítrekað lýst þvf yfir að þessi innflutningur sé ólögmætur.
Gunnar Guðbjartsson framkvæmdastjóri Framleiösluráðs landbúnaðarins,
sagði að bændasamtökin myndu líklega höfða mál á hendur utanríkissráð-
herra. Kjöt veröur áfram flutt inn flugleiðis til varnarliðsins þar til úrskurður
dómstóla liggur fyrir.
Geir Hallgrímsson sagði að
hann og forsætisráðherra myndu
án tafar ræða við forsvarsmenn
bændasamtakanna um slíkan
málarekstur, „og ef aðilar greiða
fyrir rekstri málsins þá er ég viss
um að dómstólar munu gera slíkt
hið sama þannig að úrskurð megi
fá innan ekki allt of langs tíma,“
sagði Geir.
Gunnar Guðbjartsson, fram-
kvæmdastjóri Framleiðsluráðs
landbúnaðarins, sagði f samtali við
Morgunblaðið í gær, að bænda-
samtökin væru hagsmunaaðili f
málinu og hefðu margftrekað gert
þá kröfu að kjötinnflutningurinn
yrði stöðvaður. Sagði hann að ef
rikisstjórnin fengist ekki til að
höggva á hnútinn með úrskurði
væri ekki önnur leið til en höfða
mál til að fá dómsúrskurð.
Albert Guðmundsson fjármálar-
áðherra sagðist fagna því að það
væri athugað hvort leyfilegt væri
að flytja kjöt inn f landið eða ekki:
„Annað hvort eru lög í gildi eða
þau eru ekki í gildi, og annað hvort
er leyfilegt að flytja inn kjöt eða
ekki,“ sagði Albert.
„Ef íslensk lög sem banna inn-
flutning á fersku kjöti eru í gildi,
þá verður kjöt ekki flutt inn,
nvorKi ui varnaruosins ne ann-
arra. Ef þau eru ekki í gildi, þá
getur hver sem er flutt inn kjöt. Eg
get ekki ímyndað mér að Islend-
ingar vilji sjálfir setja sig skör
lægra f sínu eigin landi en útlend-
ingar og því hvarflar ekki að mér
eitt augnablik að íslensk lög verði
ekki látin gilda fyrir Keflavíkur-
flugvöll eins og aðra hluta lands-
ins,“ sagði fjármálaráðherra.
Þorskaflinn stefnir
í 320.000 lestir í ár
ÞORSKAFLI landsmanna þetta ár verður að öllum líkindum 320.000 tonn,
verði ekki verulegur samdráttur í afla til áramóta samkvæmt upplýsingum frá
Fiskifélaginu. Þetta er um 30.000 lestum meira, en reiknað haföi verið með
eftir aukningu kvótans f vor og áætlaða tilfærslu milli tegunda. lípphaflega var
miöað við að þorskaflinn yrði um 250.000 tonn.
Góð þorskveiði hefur verið í ág-
ústmánuði og má búast við að afl-
inn verði ekki minni en í sama
mánuði á sfðasta ári eða rúmlega
33.000 tonn. í lok sfðasta mánaðar
var aflinn orðinn 227.000 tonn og
ætti þvf að verða orðinn um 260.000
um næstu mánaðamót, þegar þriðj-
ungur er eftir af árinu. Þó ber þess
að geta að mjög er gengið á kvót-
ann og mörg skip hafa þegar lokið
skammti sínum.
Júlímánuður var einhver bezti
veiðimánuður í sögu þorskveiða ls-
lendinga og áætlar Fiskifélag Is-
lands að aflinn hafi þá verið allt að
45.000 tonnum, sem er rúmum
15.000 tonnum meira en f júlf í
fyrra.