Morgunblaðið - 21.08.1985, Side 18

Morgunblaðið - 21.08.1985, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 1985 r Stofnfundur Landssamtaka sauðfjárbænda á Hvanneyri J Nokkrir fulltrúar á fundinum, m.a. Tómaa Pálsson á Litlu-Heiði í Mýrdal lengst til vinstri. Yngri menn voru áberandi á stofnfundinum. „Skipulagt verði sölu- átak í Bandaríkjunum“ — segir m.a. í ályktunum fundarins MIKILL fjöldi ályktana var sam- þykktur á stofnfundi Landssamtaka sauðfjárbKnda (LS) um síðustu helgi. Auk venjulegra stofnfundar- starfa, svo sem afgreiðslu sam- þykkta fyrir samtökin, kosningu stjórnar og þess háttar, fjölluðu ályktanirnar um hin ýmsu hags- munamál sauðfjárbænda, ekki síst markaðsmáiin. LS eru samtök félaga sauðfjár- ræktenda og gæta hagsmuna þeirra í hvívetna, eftir því sem segir í nýsamþykktum lögum sam- takanna. Tilgangur LS er skil- greindur þannig: „... að móta sölumarkað fyrir sauðfjárafurðir, skapa tengsl og samstöðu fram- leiðenda til eflingar sauðfjárrækt- inni og að koma til móts við óskir neytenda um vöruval og vörugæði. Landssamtökin leiti eftir aðild að og vinni í samvinnu við Fram- leiðsluráð landbúnaðarins og Stéttarsamband bænda." í stjórn voru kosnir: Jóhannes Kristjánsson, Höfðabrekku, for- maður; Aðalsteinn Aðalsteinsson, Vaðbrekku; Eysteinn Sigurðsson, Arnarvatni, varaformaður; Sig- urður Jónsson, Stóra-Fjarðar- horni og Rúnar Hálfdánarson, Þverfelli. Varamenn voru kosnir: Arnór Karlsson, Arnarholti; Hall- dór Björnsson, Engihlíð; Heiðar Kristjánsson, Hæli; Björn Birkis- son, Birkihlíð, og Kristján Finns- son, Grjóteyri. Varðandi markaðsmálin álykt- aði fundurinn um „... sókn á markaði, bæði innlendum og er- lendum. Forsenda þess að það tak- ist hlýtur að vera aukin vinnsla kjötsins og lægra verð". Lagt var til að skipulagt yrði söluátak í Bandaríkjunum og að því ynni sérstakur starfshópur allra við- komandi aðila sem starfaði undir stjórn Sigurgeirs Þorgeirssonar sauðfjárræktarráðunautar Búnað- arfélagsins. Samþykkt var að beina því til Búnaðarfélags ís- lands að það feli Sigurgeiri að helga sig markaðsleit fyrir sauð- fjárafurðir, heima og erlendis, á næstu mánuðum. Samþykkt var að athuga með útflutning lifandi sláturlamba eða fersks lamba- kjöts til Færeyja til að mæta ætl- uðum skorti eyjaskeggja til verk- unar skerpikjöts — þjóðarréttar þeirra. Þá fagnaði fundurinn frumkvæði og framtaki Alberts Guðmundssonar fjármálaráð- herra að stöðva ólöglegan inn- flutning á hráu kjöti til banda- rísku herstöðvarinnar á Miðnes- heiði. Fundurinn samþykkti að unnið skuli að því við sláturleyfishafa og stjórnvöld að slátrunartími verði lengdur á sauðfé þannig að neyt- endur geti fengið ferskt kjöt mest- an hluta ársins. Krafist var opin- berrar rannsóknar á verðmyndun á gærum. Leitað verði leiða til Ný sókn í markaös- málunum mikilvægust Rætt við nokkra fundarmenn MEIRIHLUTI fulltrúanna á stofn- fundi Landssamtaka sauðfjárbænda voru yngri menn, menn sem ekki hafa áður látið að marki að sér kveða í hinum hefðbundnu félögum bænda, þó vissulega hafi verið und- antekningar frá því. Er þetta mjög í samræmi við þróunina hjá félögum þeirra sem stunda nautgriparækt; þar eru ungir menn áberandi í for- ystusveitinni. Mikill hugur virtist vera í sauðfjárbændum á fundinum á Hvanneyri. Einkum var þeim um- hugað um að leggja út í nýja sókn í markaðsmálunum, enda sala afurð- anna undirstaða sauðfjárræktarinn- ar sem og annarrar búvörufram- leiðslu í landinu. Menn voru einnig greinilega sárir yfir frammistöðu hinna hefðbundnu samtaka bænda og sölufyrirtækja, þó flestir legðu einnig áherslu á að hin nýju félög bænda væru ekki stofnuð gegn þess- um aðilum, heldur þeim til aðhaids og styrktar. Rætt var við nokkra fundarmenn á Hvanneyri um helgina: Einar á Syðra- Skörðugili: Bændur fái yfírráð yfír búvörudeildinni ^Jú, jú, mér líst vel á framgang málsins. Það er kominn geysilegur áhugi fyrir félögunum og lítur því vel út með framhaldið," sagði Ein- ar E. Gíslason á Syðra-Skörðugili í Skagafirði, en hann var upphafs- maður hugmynda að stofnun fé- laga sauðfjárbænda. Sagði Einar að vandamálin í þessari grein væru orðin svo mikil að hann hefði tekið þá stefnu á hrútasýn- ingunum á Norðurlandi í fyrra- haust að ræða ekki um hin hefð- bundnu búfjármál, heldur sölu- málin og siðan hefðu málin þróast upp í það að ákveðið var að stofna Landssamtök sauðfjárbænda. „Þróunin hefur reyndar orðið örari og undirtektir betri en ég átti von á. Ég bjóst við að margir bændur yrðu tregir til; teldu ef til vill að verið væri að sprengja kerf- ið en það er auðvitað ekki tilgang- urinn. Heildarsamtök bænda geta ekki beitt sér fyrir einni tegund landbúnaðarafurða umfram aðra. í því stríði sem orðið er á kjöt- markaðnum verða sauðfjárbænd- ur að þróa sínar afurðir og aug- lýsa eins og aðrir. Máttur auglýs- inganna er mikill og verkefni þessa félagsskapar verður að vera að taka þar til hendinni. En þó ekki sé það ætlunin að berja kerfið niður verður þróunin að öllum lík- indum sú að Stéttarsamband bænda verði í framtiðinni sam- band sérbúgreinafélaganna. Ég tel að sölumálin séu mikil- vægasti þátturinn á verkefnalista sauðfjárbændafélaganna og að koma kjötinu á markaðinn í neyt- endapakkningum í því formi að neytendurnir hafi löngun til að kaupa það. Við verðum m.a. að viðurkenna það að þeir vilja ekki fituna og verðum því að framreiða kjötið með tilliti til þess. Það er líka mikið áhugamál hjá mér að bændur fái yfirráð yfir bú- vörudeildinni, þannig að hún verði undir sjálfstæðri stjórn bænda sem ráði framkvæmdastjóra og verði með sjálfstæðan fjárhag. Landbúnaðurinn er orðinn svo lít- ill í samvinnuhringnum og má sín svo lítils miðað við það sem áður var að ég tel þetta sé orðið nauð- synlegt," sagði Einar á Skörðugili. Björn í Birkihlíð: „Fyrirfram má ekki gefa upp vonina“ „Það er mikill hugur í mönnum að gera það sem hægt er, m.a. að kanna hvaða möguleika við höfum í útflutningi, ekki síst í Bandaríkj- unum. Fyrirfram megum við ekki gefa upp vonina um að þetta sé hægt — alls ekki að óreyndu, þó að vissulega geti brugðið til beggja vona. Eg tel að í raun sé litlu til- kostað miðað við ávinninginn sem af þessu getur orðið,“ sagði Björn Birkisson í Birkihlíð i Súganda- firði en hann átti sæti í undirbún- ingsstjórn Landssamtakanna. „Staðan er mjög óviss eins og er. Við stöndum nú á vissum vendi- punkti: Annað hvort er að finna nýja markaði eða draga stórkost- lega saman sauðfjárræktina, því Einar E. Gfslason, Syðra-Skörðugili. ekki gengur til lengdar að fram- leiða vöru sem ekki selst á viðun- andi verði en á því töpum við bændur ekki síst,“ sagði Björn. Hann sagði að sölu- og markaðs- mál í víðu samhengi, bæði innan- lands og utan, yrðu aðalverkefni Landssamtaka sauðfjárbænda. Þá bjóst hann viö að kjaramálin yrðu mikið til umræðu enda hefðu kjör bænda dregist svo illilega saman, meðal annars vegna lækkunar niðurgreiðslna. Pálmi á Akri: „Verðum að bjóða lambakjötið sem sérstæða vöru“ „Það er orðið nauðsynlegt að stofna sérsamband af þessu tagi þegar af þeirri ástæðu að I nýju lögunum um framleiðslu, verð- lagningu og sölu á búvörum er gert ráð fyrir því að fimm bú- greinasambönd eigi sæti í Fram- leiðsluráði landbúnaðarins. Önnur atriði gera þaö einnig nauðsynlegt að standa vörð um þessa atvinnu- starfsemi sem landsbyggðin á svo mikið undir,“ sagði Pálmi Jónsson bóndi og alþingismaður á Akri i Björn Birkisson, Birkihlíð. Húnavatnssýslu. Pálmi var full- trúi á stofnfundinum, kosinn af sýslungum sínum, en hann var jafnframt fulltrúi þingflokks sjálfstæðismanna á fundinum. „Ég tel mikilvægasta verkefni sauðfjárbændafélaganna vera að vinna að markaðsmálum og er innlendi markaðurinn þar alltaf mikilvægastur. Ég bind við það vonir að með áhrifum félaganna verði þau mál tekin nýjum tökum, því öll framleiðsla byggir á mark- aði og sölu,“ sagði Pálmi. „Þegar hefur verið lagt í það að senda menn til Bandaríkjanna til að kanna möguleika á útflutningi þangað. Sú ferð gefur vissulega vísbendingar um að þar séu mögu- leikar á að selja lambakjöt sem lúxusvöru fyrir hærra verð enj hægt er að fá annarsstaðar. Þessi niðurstaða þeirra er í samræmi við það sem ég hef haldið fram á undanförnum árum. j Kjötmarkaðir Vesturlanda eru yfirfullir af kjöti í miklu úrvali., Þess vegna hljóta möguleikar okkar að felast í því að bjóða lambakjötið sem sérstæða vöru, ómengaða og heilbrigða og haga vinnslu og umbúnaði kjötsins þannig að það sé við hæfi sér- Pilmi Jónsson, Akri.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.