Morgunblaðið - 21.08.1985, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 1985
33
Hjónaminning: ^
Kristbjörg J. Isfeld
Kjartan Páll Kjartansson
Kristbjörg
Fædd 19. júlí 1912
Dáin 21. aprfl 1979
Kjartan Páll
Fæddur 20. júní 1914
Dáinn 13. ágúst 1985
Mig langar að minnast ömmu
minnar heitinnar og afa míns, sem
jarðsunginn verður í dag, mið-
vikudaginn 21. ágúst.
Afi var ættaður frá Stokkseyri,
en fluttist ungur til Reykjavíkur,
þar sem amma var borin og barn-
fædd og þau síðan bjuggu alla sína
hjúskapartíð. Þau eignuðust þrjú
börn, Reyni rannsóknarlögreglu-
mann fæddan 1938, kvæntan
Kristínu Hauksdóttur, Kjartan
málara fæddan 1943, í sambúð
með Guðrúnu Guðmundsdóttur,
og Sigríði iðnrekanda fædda 1951,
gifta Þorvaldi Ólafssyni. Við and-
lát ömmu voru barnabörnin orðin
ellefu, en nú erum við tólf og tvö
barnabarnabörn að auki. Börn
Reynis og Kristínar eru sex tals-
ins á aldrinum 19—27 ára, hin
barnabörnin eru öll yngri — á
aldrinum 4—16 ára og barna-
barnabörnin eru 4 mánaða og 3
ára.
Mér er óhætt að fullyrða, að
fjölskyldan hafi skipt afa og
ömmu mestu máli. Þau tóku alla
tíð mikinn þátt í lífi og starfi
barna sinna og fylgdust vel með
námi okkar barnabarnanna. Sam-
skipti afa og ömmu og barna
þeirra voru tíð og náin — t.d. hef-
ur pabbi litið til þeirra á degi
hverjum svo langt sem ég man —
hafi báðir aðilar verið í bænum á
annað borð.
Amma var hávaxin kona og
tíguleg að yfirbragði. Hún var alla
tíð heimavinnandi húsmóðir og
var myndarskap hennar við
brugðið. Amma var sérlega list-
feng í sér, en i þá daga gáfust ekki
mörg tækifæri fyrir fátæka dóttur
einstæðrar móður. í minningunni
bregður fyrir myndum af listilega
skreyttum tertum, sem eru for-
gengilegastar allra listaverka.
Amma lagði sig alla fram við
bakstur og matartilbúning og það,
sem var á boðstólum hjá henní,
bragðaðist betur en nokkuð annað.
Hún gætti þess alltaf að eiga
brúntertu handa barnabörnum
sínum þegar okkur bar að garði.
Og við komum oft í heimsókn til
afa og ömmu. Sunnudagsrúntur-
inn endaði eiginlega hjá þeim. Þar
sem ég er komin með heimili og
lítið barn sjálf geri ég mér betur
grein fyrir því hversu mikil fyrir-
ferð er í sex börnum, en við vorum
alltaf velkomin og viðtökurnar
hjartanlegar.
Amma saumaði mikið út meðan
henni entist heilsa til þess og
hæfileikar hennar nýttust vel í
þeim ótal útsaumsdúkum og
myndum, sem skreyttu heimili
hennar. Hvað viðkom gróðri hafði
amma „græna fingur". Hún rækt-
aði stofublóm og hafði varla við að
koma græðlingum til, því mamma
og við barnabörnin vorum alltaf
að fá afleggjara hjá henni, en
skorti eiginleika hennar til að fá
gróðurinn til að dafna.
Amma heimsótti mömmu oft og
við krakkarnir vöndumst því að
geta leitað til hennar. Strax og ég
hafði aldur til að fara minna eigin
ferða fór ég að bregða mér í
skyndiferðir til afa og ömmu, ým-
ist hjólandi, með strætisvagninum
og síðar gangandi frá Sogavegin-
um og á Bragagötuna. Hjá afa og
ömmu fann ég þá ró og það næði,
sem unglingur þarfnaðist, en
fimm yngri systkini gerðu erfitt
um vik heimafyrir. Það var amma
sem fræddi mig um ættmenni mín
og sagði mér frá lífinu í Reykjavík
þegar hún var að alast upp. Við
sátum löngum stundum inni í
stofu og töluðum saman eða skoð-
uðum myndir frá því hún var ung.
Ég elti hana um húsið þegar hún
vökvaði blómin og bónaði gólfin,
gægðist ofan í pottana til að reyna
að finna leyndardóminn á bak við
matseldina hennar og þegar ég fór
að búa rifjaðist heilmikið upp.
Á gamlárskvöld vorum við
systkinin skírð og það var föst
venja að afi og amma kæmu til
okkar það kvöld. Pyrstu ellefu jól-
in mín fóru pabbi og mamma til
afa og ömmu á aðfangadagskvöld,
en öll jól síðan komu þau til for-
eldra minna, þó ekki væri nema
vegna þess að þar voru barnabörn-
in flest. Þau létu sig heldur aldrei
vanta þegar einhver fjölskyldu-
meðlimurinn átti afmæli. Nú hin
síðari ár hef ég ekki verið að halda
mikið upp á afmælisdaga mína, en
alltaf kom afi færandi hendi. Slík-
ur kærleiksvottur gleymist aldrei.
Afi og amma voru mjög sam-
rýnd hjón og samhent. Maður
nefndi varla annað á nafn án þess
að minnast á hitt. Þau gerðu öll
stærri innkaup saman og t.d.
hjálpuðust þau að við jólabakstur-
inn. Ég býst við að það hafi verið
fremur óvenjulegt í þá daga, að
húsbóndinn tæki þátt í heimilis-
störfunum, en það gerði hann afi í
hvert sinn sem meiriháttar við-
burðir voru í aðsigi. Þegar hann
var orðinn einn eftir átti hann
heldur ekki í neinum erfiðleikum
með eldamennsku, þvotta, bakstur
og tiltektir. Það var alltaf allt fínt
og fágað hjá afa eftir sem áður.
Síðustu árin var amma mjög
heilsutæp og þá reyndi mikið á
stuðning og styrk afa. Þau urðu
enn nánari á þessum árum og afi
sagði mér eftir að amma var öil,
að þau hefðu átt margar sínar
beztu stundir í hjónabandinu mitt
í þessum erfiðleikum öllum.
Afi starfaði á Landspitalanum
sem málarameistari í mörg ár.
Pabbi vann þar alltaf af og til og
vinnur enn meðfram aðalstarfi.
Kjartan frændi hefur unnið þar
líka í nokkur undanfarin ár. Við
krakkarnir komum á verkstæðið
til afa, fyrst með pabba og síðar
gerðum við okkur erindi og kom-
um þangað ein. Afi útvegaði okkur
sumarstörf á spítalanum þegar við
höfðum aldur til, ýmist á lóðinni
við garðyrkju, sem starfsstúlkur,
sendlar, aðstoðarmenn á Röntg-
endeild og vaktmenn. Við reynd-
um öll af fremsta megni að standa
okkur, því við vissum vel að afi
hafði lagt inn gott orð fyrir okkur.
Þannig hafa fimm af barnabörn-
um afa starfað á Landspítalanum,
þar af eitt hjá afa sjálfum. Jóhann
ísfeld bróðir minn var málara-
sveinn hjá afa með námi sínu í
menntaskólanum. Eftir stúd-
entspróf í fyrravor fór hann í
Iðnskólann og fékk sveinsbréf í
málaraiðn fyrr í þessum mánuði.
Ég veit að afa hefði þótt vænt um
að heyra hversu vel hann stóð sig,
þessi síöasti sveinn hans í iðninni.
Afi var vinnusamur maður.
Heimafyrir dyttaði hann að því
sem til féll og er því ekki dæmi um
iðnaðarmanninn, sem aldrei gerir
neitt heima hjá sér. Hann gaf sér
þó tíma til að lesa góðar bækur.
Hann var gefinn fyrir ljóðabækur
og vildi einnig fylgjast með skrif-
um hinna yngri rithöfunda. Eftir-
lætisbækur hans voru þó fræði-
bækur — bækur sögulegs eðlis þar
fremstar. Þegar við systkinin fór-
um í menntaskóla var gott að geta
komist í bókaskápinn hans afa og
fengið Kiljan og Þórberg lánaða
til að fjalla um í bókmennta-
tímum. Afi var ákaflega fylgjandi
því að barnabörn hans menntuðu
sig vel til undirbúnings framtíð-
inni. Hann hvatti okkur og vildi
allt fyrir okkur gera til þess að
stuðla að góðum árangri við nám-
ið. Hann var ánægður yfir því að
við erum þrjú af barnabörnum
hans við háskólanám; ég i við-
skiptafræði ásamt systur minni
Petrínu Erlu og Kristbjörn ísfeld í
læknisfræði. Ef afi hefði vitað að
Jóhann Ísfeld hygðist enn auka
við menntun sína hefði hann óefað
verið mjög hlynntur því, en hann
hyggur á nám í tölvunarfræðum
við Háskólann. Afi var ekki síður
ánægður með Guðrúnu Sigríði
sem lauk námi frá Hótel- og veit-
ingaskólanum fyrir nokkrum ár-
um og yngstu systur okkar, Bryn-
dísi, sem lokið hefur verzlunar-
skólaprófi og er nú við mennta-
skólanám. Afi mat okkur barna-
börnin ekki eftir fjölda ára í há-
skólanámi — menntun taldi hann
vissulega mikilsverða, en dugnað,
áræði og framtakssemi engu að
síður mikilvæga eiginleika.
Eftir að amma dó reyndi fjöl-
skyldan að stytta afa stundir, t.d.
buðu foreldrar mínir afa í leikhús
af og til og hann borðaði að jafn-
aði einu sinni í viku hjá þeim. Eft-
ir að ég var sjálf komin með mitt
eigið heimili kom afi alloft til mín
og lenti þar með í tilraunaeldhús-
inu hjá mér. Á heimili Petrínu
A V.
<J
Erlu hlaut afi sams konar móttök-
ur, því það var auðvelt að gera afa
til geðs; hann var bæði nægjusam-
ur og umburðarlyndur og þakklát-
ur fyrir hvaðeina smálegt sem við
réttum að honum. Okkur systrun-
um þótti gaman að fá afa til okkar
í mat og fannst báðum sérdeilis
ánægjulegt að finna hversu vel afa
samdi við eiginmenn okkar; þeir
voru alveg í takt þó heil kynslóð
væri á milli.
Ég var fyrsta barnabarn afa og
ömmu. Afi tók sjálfur á móti mér
þegar ég fæddist og ég heiti eftir
honum. Sonur minn, Reynir Páll,
3ja ára, var fyrsta langafabarnið
og hann heitir eftir afa sínum og
langafa. Afi tók hann oft á kné sér
og skoðaði myndabækur með hon-
um. Það var sérstök upplifun að
sjá þá saman; afa segja hvað dýrin
hétu og herma eftir hljóðum
Kveðjuorð:
Fædd 9. júlí 1901
Dáin 23. júní 1985
Þann 28. júní sl. var frú Sigur-
laug Einarsdóttir kvödd hinztu
kveðju frá Hafnarfjarðarkirkju.
Hún var elskuleg kona og um-
hyKKjusöm móðir, og ein af þess-
um konum, sem fylla heimilið af
sólskini, birtu og yl. Þó langt sé nú
um liðið munum við systurnar vel
eftir þessum heimboðum að Laug-
arási í Biskupstungum, þar sem
okkur var fagnað af alúð og inni-
leika og þar biðu rauðir marzipan-
karlar, svo haganlega gerðir, að
við gátum varla fengið af okkur að
bíta í þá.
Frú Sigurlaug og ólafur læknir,
eiginmaður hennar, kunnu vel þá
list að umgangast börn og láta
þeim líða vel í návist sinni, enda
barnmörg sjálf. Enda þótt eril-
samt væri yfirleitt á læknisheim-
ilinu var frú Sigurlaug rósemin
sjálf, fyrirmannleg og falleg og öll
heimilisverk léku í höndum henn-
ar á hljóðlátan og hraðan hátt. Er
þau fluttu í Hafnarfjörð, þar sem
Ólafur varð héraðslæknir, var
alltaf jafn yndislegt að heimsækja
þau, og viðtökur og gestrisni
framúrskarandi.
Nú, þegar komið er í Laugarás
og litið er yfir þá miklu trjárækt
og aðra ræktun, sem þau hjón
hafa af höndum innt, fyllist hug-
þeirra og drenginn litla horfa
stórum augum á langafa sinn og
likja eftir honum. Hvað ungur
nemur gamall temur — 68 ára ald-
ursmunur og vandi að segja hvor
skemmti sér betur. Nýja langafa-
barnið, rúmlega 4 mánaða dóttir
Petrínu Erlu, mun fara á mis við
þær stundir, sem sonur minn naut
um skamma hríð.
Afi kvartaði aldrei yfir einu né
öðru þó tíminn tæki sinn toll og
líkaminn væri orðinn slitinn af
mikilli vinnu. Afi var gjafmildur
með afbrigðum, en mest gaf hann
mér þó tíma, athygli og umhyggju.
Ég þakka forsjóninni fyrir að
hafa borið gæfu til að meta föð-
urforeldra mína að verðleikum. í
hjarta minu lifa orð þeirra og at-
hafnir með mér um ókomin ár.
Blessuð sé minning þeirra.
Pálína Keynisdóttir
urinn aðdáun og undrun yfir að
hafa komið upp slíkum unaðsreit,
ásamt erilsömum starfsdegi og
stóru heimili.
Við systurnar þökkum frú Sig-
urlaugu allar góðar móttökur og
sérstaka gestrisni alla tíð. Við
minnumst hennar sem fágæts vin-
ar og mikilhæfrar konu. Eigin-
manni hennar, Ólafi, börnum og
fjölskyldu vottum við systurnar
einlæga samúð. Blessuð veri
minning hennar.
Elín K. Thorarensen
Sigurlaug Einars-
dóttir Hafnarfirði
raöauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar
......... ................. ....................~ _ _
húsnæöi óskast
Skrifstofuhúsnæði óskast
Gott þjónustufyrirtæki óskar eftir aö taka á
leigu til langs tíma 100 til 200 fermetra skrif-
stofuhúsnæöi, helst í Múlahverfi, Miöbæ eöa
nýja miöbænum, sem fyrst og eigi síöar en
um næstkomandi áramót.
Tilboð merkt: „G — 2731“ leggist inn á augl,-
deild Mbl. fyrir 27. ágúst.
Þjóðskjalasafn Islands
óskar aö taka á leigu um 2000 m2 geymslu-
húsnæöi. Nauðsynlegt er aö buröarþol gólfs
sé nálægt 1,5 tonn/m2.
Upplýsingar eru veittar í síma 19815.
Þjóðskjalasafn íslands.
húsnæöi i boöi
Fiskverkunarhús
til sölu. 500 fm ásamt góöri beitningaraðstöðu
fyrir 2 báta. Upplýsingar í síma 92-7529.
Ibúð til leigu
4ra herb. íbúö ásamt bílskúr til leigu í Foss-
vogi. Tilboö sendist augl.deild Mbl. fyrir föstu-
dag 23. ágúst merkt: „íbúö — 8971“.
bilar
Vörubíll til sölu
Til sölu Volvo F 89 árgerð 1975,6X2 palllaus,
nýinnfluttur. Mjög góöur bíll.
Upplýsingar um verö og greiðslukjör gefur
Vélkostur hf., Skemmuvegi 6, Kópavogi,
símar 74320 og 77288.