Morgunblaðið - 21.08.1985, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 21.08.1985, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 1985 39 KRISTMUNDUR STEFÁNSSON, BLÖNDUÓSI „Það er ekki óalgengt að fólk borgi mér meira en ég set upp“ Aður en ég flutti hingað í Hnitbjörg, íbúðir aldraðra, hafði ég aldrei komið nálægt tómstundagamni sem þessu. Til að drepa tímann ákvað ég að byrja á einhverju slíku, keypti mér bækur og gluggaði í þær mér til fróðleiks, auk þess sem ég fékk nú smávegis aðstoð, sagði Kristmundur Stef- ánsson á Blönduósi þegar hann var spurður hvort hann hefði lengi unnið við að gera margvíslega nytjahluti úr tágum, viði o.s.frv. „Ég bý til hluti úr tágum, renni aðra gripi og svo smíða ég til að mynda herðatré og brenni í þau. Konan mín, Helga Einarsdóttir, er líka iðin við handavinnuna og hef- ur undanfarið verið mikið að fást við það að búa til hluti úr trépinn- um sem ég brenni svo á.“ — Ertu lengi með hvert stykki? „Það er mjög misjafnt. Alla jafna er ég hálfan dag með lítið tágastykki en upp í tvo daga ef það er stórt. Annars dunda ég mér í þessu er tími gefst. Það er oftar á veturna að ég get setið við, en á sumrin er margt annað sem ég fæst við, ég þarf að heyja í kring- um héraðshælið, fara á silungs- veiðar o.s.frv." — Selurðu stykkin þín? Hann býr til muni úr tágum, rennir aðra gripi og smíðar til dæmis herða- tré sem hann brennir svo á hin ýmsu mynstur. Frúin er líka iðin við handavinnuna og þau hjón vinna samhent. Hún býr til krúsir og allskonar hirslur sem hann brennir svo á. „Já, nokkuð geri ég af því. Reyndar renna þau flest út jafn- óðum. Ég þetta frekar ódýrt held ég og það er ekki óalgengt að fólk borgi mér meira en ég set upp, þannig að ég fæ a.m.k. fyrir efninu sem ég eyði í stykkin mín.“ Kristmundur Stefánsson sig sjálfur af lyftuóttanum Dean Martin átti sér lengi óvini þar sem lyftur voru, því þær óttaðist hann mjög. Hann skipti um tannlækni þar sem sá fyrri hafði aðsetur á 15. hæð, svo dæmi sé tekið af lyftuóttanum. Það var svo eitt sinn er hann var staddur í Las Vegas að hann ákvað að lækna sig af þessum leiða kvilla. Hann fékk einkaafnot af varalyftu hótelsins þar sem hann bjó og keyrði hana upp og niður í þrjár klukkustundir. Og þar með lauk skelfingunni. „Fljótleg og ódýr lausn, þó að ég væri auðvitað viti mínu fjær af hræðslu fyrstu klukkustundina," segir Dean. * * * * » íSónabæ I I KVÖLD KL. 19.30 Aðalvinningur að verðmœti..At. 25.000 HeUdarverðmœti vinninga....kr. 100.000 NEFNDIN. í kvöld og nœstu kvöld skemmta hinir frábæru Grétar og Gylfi meö músík og söng. Borgarinnar bestu steikur. Gott verð — góð þjónusta. Opið alla dagafrá kl. 11—15. Opnum aftur kl. 18 á hverjum degi. Diskótek á hverju kvöldi til kl 1.00. Rúllugjald. (Föstud. og laugard. frá kl. 10—3.) Aldurstakmark 20 ár. HOTEL BORG kvöid Komið \ ognjótið Kvoldsins við Alsturvöllinn við pianoið situr Jon Olafsson og Stefán Hjörleifsson með gítarinn og flytja þeir félagar létt lög m.a. eftir Lennon og McCartney, Simon oa Garfunkel * HOTELBORG

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.