Morgunblaðið - 21.08.1985, Blaðsíða 22
22_______
Grikkland:
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 1985
Engar upplýsingar
gefnar um sjúklinga
með ónæmistæringu
Aþenu, 20. áfpuit AF.
GRÍSK stjórnvöld sögðu í dag, að
engar upplýsingar yrðu gefnar um
sjúklinga, sem haldnir væru
ónæmistæringu eða grunur léki á
að hefðu tekið sjúkdóminn. Hefði
þetta verið ákveðið með það fyrir
augum að vernda viðkomandi að-
ila og fjölskyldur þeirra.
Aðstoðarheilbrigðisráðherra
landsins, Ioannis Floros, sagði,
að það ylli bæði sjúklingunum
og fjölskyldum þeirra ómældum
félagslegum erfiðleikum, ef upp-
lýsingar um þá yrðu látnar í té.
Fyrr í þessum mánuði til-
kynntu stjórnvöld að átta
manns hefðu dáið úr ónæmis-
tæringu, fjórir Grikkir, tveir
Bandaríkjamenn og tveir Afr-
íkubúar.
Skákmót Bandaríkjanna:
Spassky deilir sigri með
Seirawan og Benjamin
l'KÍR menn urðu efstir og jafnir á
opna bandaríska meistaramótinu (
skák, sem lauk um helgina, en í frétt
Al’-fréttastofunnar frá borginni
Ifollywood í Flórída, þar sem mótið
var háð, var ekki getið um vinn-
ingafjölda sigurvegaranna.
Yasser Seirawan, Bandaríkjun-
um, hlaut sigurinn, en sigurlaun-
unum var skipt jafnt milli hans,
Boris Spassky, fyrrum heims-
meistara, og Joels Benjamin,
Bandaríkjunum.
Leiknar voru 12 umferðir á mót-
inu, sem hófst 4. ágúst sl., en i því
tóku þátt 502 skákmenn víðsvegar
úr heiminum.
Seirawan og Spassky verða
meðal þátttakenda í áskorenda-
móti í Sviss í október og er Seir-
awan eini Bandaríkjamaðurinn,
sem unnið hefur sér rétt til þátt-
töku í því móti. Sigurvegarinn
keppir síðan við heimsmeistarann
í skák um heimsmeistaratignina.
Afríkuför páfa lokið
Tíu daga ferðalagi Jóhannesar Páls páfa um nokkur I (lugvellinum í Kinshasa við komu páfa þangað og er
ríki Afríku er nú lokið. Meðal þeirra landa, sem það unglingsstúlka, sem býður hann velkominn til
hann sótti heim, var Zaire. Myndin var tekin á I landsins.
íkveikjur til að efna til óróa
Aþcnu, (irikklandi, 20. ágúst. AP.
í SKÓGAR- og kjarreldunum, sem
geisað hafa í Grikklandi undanfarna
tíu daga, hafa sjö manns látið lífið
og yfir 32 þúsund hektarar skóg-
lendis og ræktarlands eyðilagst, auk
þess sem fjöldi íbúðarhúsa hefur
brunnið, að því er yfirmenn slökkvi-
liðsins sögðu um helgina.
Talsmaður varnarmálaráðu-
neytisins sagði, að enn brynni á 15
stöðum í sjö héruðum, þar af réð-
ist ekkert við eldana á 11 stöðum.
Talsmaðurinn kvað elda hafa
logað á 59 stöðum samtímis víðs
vegar um landið síðastliðna tíu
daga og hefði fjöldi þorpa verið i
hættu, auk borgarinnar Kavalla í
norðausturhluta landsins.
Flugvélar, búnar slökkvitækj-
um, slökkviliðsmenn- og þúsundir
hermanna berjast við að hemja
eldana, að sögn talsmannsins.
Andreas Papandreou forsætis-
ráðherra hefur látið þau ummæli
falla, að eldarnir séu verk
íkveikjumanna, sem stefni að því
að koma af stað pólitískum óróa í
Grikklandi.
Efnahagsmál í Chile:
Frjálshyggjuhagfræð-
in fær annað tækifæri
CHILE HEFUR verið eins konar til-
raunastofa í hagfræói undanfarin 15
ár. Á valdaskeiói marxistans Salva-
dors Allende var stundaður sjálfs-
þurftarbúskapur í landinu og þegar
Allende var steypt af stóli tók pen-
ingamagnsstefna (monetarismi) hag-
fræóinganna frá Chicago við. í þeirri
tilraun mistókst fleira en heppnaðist
og fóru hlutirnir fyrst úr böndunum
þegar herforingjastjórnin virti lög-
mál peningamagnskenningarinnar
að vettugi. En ýmislegt bendir til
þess að Chicago-skólinn í hagfræði
fái nú annað tækifæri til að sanna
eða afsanna ágæti sitt.
Þegar efnahagskerfi Chile
hrundi 1982 fengu gagnrýnendur
peningamagnskenningarinnar byr
undir báða vængi og sögðu að hér
væri gott dæmi um hvernig færi
þegar hún væri notuð í ríki undir
herforingjastjórn. En ímugustur
manna á harðstjórn Pinochets
hefur blásið tveimur veigamiklum
atriðum í skuggann: í fyrsta lagi
átti efnahagsstefna herforingja-
stjórnarinnar lítið sameiginlegt
með peningamagnskenningunni
og í öðru lagi væri þjóðin fátækari
og horfur verri ef ekki hefðu verið
gerðar tilslakanir og breytingar á
frjálsu markaðskerfi landsins.
Skipbrot
efnahagsundursins
Efnahagsundrið i Chile á seinni
hluta áttunda áratugarins var
einsdæmi í Suður-Ameríku. Ár-
legur hagvöxtur var 7,1 prósent
frá 1975 til 1981. Strákarnir frá
Chicago voru f essinu sínu. Þeir
voru áhrifamiklir skriffinnar sem
lærðu hagfræðikenningar sínar í
bandarískum háskólum, einkum í
Augusto Pinochet, herforingi.
Chicago þar sem Milton Fried-
man, einn helsti fulltingismaður
peningamagnskenningarinnar,
var hagfræðiprófessor um árabil.
Pinochet herforingi, þessi aftur-
haldssami einræðisherra, reyndist
móttækilegur fyrir nýjum hag-
fræðihugmyndum þeirra, sem
reyndar voru ekki ýkja nýjar, og
flestar virtust þær gefa góða raun.
En hagstefnan beið skipbrot
1982: landsframleiðsla féll um 14
prósent á einu ári. Afleiðingar
skuldasöfnunar erlendis sögðu til
sín. Blóramenn voru reknir úr
starfi og strákarnir frá Chicago
urðu lágværari. Andstæðingar
herforingjastjórnarinnar heima
fyrir og erlendis fylgdust kald-
hæðnir með bröltkenndum til-
raunum stjórnarinnar til að bæta
úr málum og blíðka lánardrottna
sína.
Peningamagns-
stefnan endurvakin?
Núverandi fjármálaráðherra, sá
fimmti á þremur árum, er Hernan
Búchi, lærður verkfræðingur.
Ráðuneytisstjóri hans útskrifaðist
í hagfræði úr Chicago-háskóla og
er af síðari kynslóð Chicago-
hagfræðinga sem undanfarið hafa
fengið áhrifastöður í opinberum
stofnunum og seðlabankanum f
Chile.
Þessar uppstokkanir benda til
þess að endurskoða eigi efna-
hagsstefnu þjóðarinnar 1973—81.
En væntanlega verður erfitt að
nota niðurstöður þessarar endur-
skoðunar í efnahagsmálum og
óvíst að Pinochet herforingi taki
þá pólitísku áhættu.
Þjóðkjörin vinstri stjórn Salva-
dors Allende stundaði sjálfsþurft-
arbúskap og fylgdi efnahagsstefnu
sem ekki gaf góða raun . Þegar
henni var steypt af stóli og herfor-
ingjastjórnin tók við völdum var
frjáls samkeppni á innlendum og
erlendum markaði hafin til vegs.
Reglur um „launaþak" voru af-
numdar og verðlagning gefin
frjáls. Rúmlega 200 fyrirtæki og
nokkrir bankar, sem voru ríkis-
reknir í valdatíð Allende, voru
seld einkaaðilum undir nafnvirði.
Einnig voru aðflutningsgjöld
lækkuð.
Fjármagn streymdi í iðngreinar
sem voru samkeppnisfærar á al-
þjóðamarkaði. Utflutningur á
kopar tvöfaldaðist á átta árum og
verðmæti útfluttra fiskafurða
fimmtánfaldaðist á sama tíma.
Hlutur kopars í heildarútflutningi
þjóðarinnar minnkaði úr 80 pró-
sentum í 40 prósent.
Að vísu eru þessar tölur villandi
því að kopar hrundi í verði 1970 til
1983 þannig að selja þurfti þrisvar
sinnum meira af málminum úr
landi til að kaupa sama magn inn-
flutningsvöru.
Hins vegar kom babb í bátinn
þegar herforingjastjórnin fram-
fylgdi stefnu sinni í bankamálum.
Þvert á peningamagnskenninguna
um að hafa hemil á verðbólgu með
því að stjórna peningamagni í um-
ferð, ákvað herforingjastjórnin að
leiðrétta það sem hún taldi pen-
ingaskort í efnahagskerfi lands-
ins.
Eftir 1975 gátu bankar hagað
vöxtum og útlánum að vild.
Peningaeftirspurnin var slík að
vextir hækkuðu í 40 prósent 1976
og árið 1977 voru þeir komnir í 80
prósent án þess að útlánum linnti.
Verðbólga var 150 prósent 1975 og
var peningamagn í umferð aukið
um 270 prósent það ár og aftur um
200 prósent 1976.— Peninga-
magnsstefna? kynnu margir að
spyrja.
Ástandið var þannig að upp
spruttu fyrirtækjasamsteypur og
rak sami hringurinn banka og
iðnfyrirtæki sem leiddi til fyrir-
hyggjulausra lánveitinga innan
hringsins og jafnvel fjársvika.
Bankarnir tóku erlend lán í
dollurum og lánuðu áfram til
fyrirtækja sem höfðu pesótekjur
og erlendum lánardrottnum yfir-
sást að þeir fengju lánin ekki
endurgreidd ef pesóinn félli í
verði.
Eftir júnímánuð 1979 var fjár-
streymi þessu ekki lengur veitt í
útflutningsgreinar. Stjórnin gerði
í þeim mánuði stærstu mistök sín
í efnahagsmálum: Gengi pesósins
var látið fylgja gengi dollarans.
Dollarinn styrktist, pesóinn sigldi
í kjölfarið og sakir meiri verð-
bólgu í Chile en Bandaríkjunum
var raungildi pesósins mun minna
en skráð gengi hans. Þetta bitnaði
á útflytjendum, innflutningur
færðist í aukana og framleiðsla
jókst aðeins á vörum fyrir innan-
landsmarkað.
Kopar hrundi aftur í verði 1982
og jafnframt urðu vestrænir
bankar tregir til að veita löndum
Suður-Ameríku lán, Chile var þar
engin undantekning. Gengi pesós-
ins féll um 50 prósent á nokkrum
vikum og var eftir það fljótandi.
Bankarnir urðu gjaldþrota og
voru þjóðnýttir á nýjan leik.
Nýi fjármálaráðherrann hefur
það verkefni að koma fjármálum
landsins aftur í samt horf og fá
aðgang að alþjóðlegum gjaldeyr-
isstofnunum.
Borga skuldir
með kopar
Aukinn koparútflutningur gæti
að mestu leyti staðið straum af
skuldum þjóðarinnar, þótt málm-
urinn sé verðlítill. Það er helmingi
ódýrara að framleiða kopar í Chile
en Bandaríkjunum. En verndun-
arsinnar í Washington vilja lög-
gjöf þar sem skorað yrði á yfirvöld
í Chile að minnka koparútflutning
og hóta þingmenn hærri innflutn-
ingstollum ef ekki verður farið
eftir því.
1 Chile hefur verið ákveðið að
fjölga koparnámum í trássi við
allar hótanir, en þær laða að sér
erlent fjármagn.
Stjórn Pinochets hefur brennt
sig á því að treysta á eina útflutn-
ingsvöru: koparinn. Nú er því
reynt að ýta undir erlenda fjár-
festingu í öllum iðngreinum lands-
ins.
Síðan gengi pesósins var fellt
1982 hefur samkeppnisaðstaða
iðngreina í Chile á alþjóðamark-
aði batnað um 70 prósent. En ekki
er víst hvort tilraunir herforingja-
stjórnarinnar til að efla útflutn-
ing nægi til að fleyta þjóðarskút-
unni yfir skuldahöf næstu ára.
Stjórnin virðist hafa samið um
vopnahlé við lánardrottna sína og
hefur hún fengið greiðslufrest á
einhverjum skulda sinna.
Eitt er þó víst: Aðgerðir herfor-
ingjastjórnarinnar í frjálsum
markaðsmálum hafa styrkt efna-