Morgunblaðið - 21.08.1985, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 21.08.1985, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 1985 fclk í fréttum „Glimmersystur“ limmersystur" kalla þær sig þessar yngismeyjar sem skemmt hafa Akureyringum af og til með söng, glens og gamni og á Hundadagahátíðinni tróðu þær upp og sungu nokkur vel valin lög gestum til ómældrar ánægju. Blaðamaður hitti þær stöllur að máli á ferð sinni um Norðurlandið fyrr í mánuðinum. „1 fyrra vorum við í leikhópnum Svartfugli og í kabarett sem hét Sólskríkjurnar því það var nú sól- skin í fyrrasumar hér á Akureyri. Við vorum fimm sem þarna átt- um hlut að máli en það hættu tveir meðlimirnir svo við urðum þrjár stelpurnar eftir, „Gréta you know who“, „Belle before" og Dór- is alone". Þegar við komum svo fram í sviðsljósið í flóabátnum Drangi í fyrra þá höfðum við sett þessi lif- andis býsn af glimmeri í hátíð og nýtt nafn festist við okkur, „Glimmer-systur". Við æfum ekkert reglulega sam- an og oftast bara nokkrum dögum áður en við höfum átt að koma fram því undirleikarinn sem við gætum ekkert gert án. Jón Árna- son frá Syðri-Á, býr í Olafsfirði og þangað þurfum við alltaf að fara núorðið þegar við æfum.“ — Hvers konar tónlist syngið þið aðallega? „Við syngjum við íslenska texta, en höfundur þeirra vill alls ekki láta nafns síns getið. Gömlu ástandslögin eru í miklu uppá- haldi og lagið sem veldur hvað mestum múgæsingi er „Það er draumur að vera með dáta“. Við höfum að vísu endurbætt lagið smávegis og það bregst varla að aðdáendur okkar fyrirgefa okkur öll fyrri mistök um leið og þetta lag hljómar." — Eru aðdáendurnir margir? „Það er starfandi aðdáenda- klúbbur hérna en enn eru meðlim- irnir ekki orðnir mjög margir, reyndar einungis einn.“ — Ætlið þið að halda áfram að syngja saman? „Ein okkar ætlar að draga sig í hlé (Margrét Blöndal) því hún er það feimin og hlédræg að þetta þýðir bara ekkert. Hún skelfur þessi ósköp á sviðinu og fær iðu- lega hæsi áður en hún á að koma fram. Við hinar ætlum að halda áfram á framabrautinni og okkur hefur boðist mjög heillandi tilboð frá veitingahúsi á höfuðborgarsvæð- inu. Hólmfríður Bjarnadóttir, Sigríður Pétursdóttir, Margrét Blöndal og undirleikarinn Jón Árnason frá Syðrí-Á. Það var erfítt að yfirvinna fordóma lögreglu og tollara sem ekki vildu heyra nefnt að dragast með svín í bandi út um allt. Svínið Louise í vinnu hjá tollinum Um aldir hafa Frakkar notað grísi til að leita fanga í jarð- vegi og finna verðmætar rætur til matar. Lyktarskyn þeirra er aldeilis frábært. Þessa eiginleika villisvín- anna ákvað Werner Franke í Neðra-Saxlandi að brúka þegar hann fann villtan grís í skóginum. Werner er dýravinur mikill og ver lífi sínu til að þjálfa eiturleitar- hunda fyrir lögreglu og tollyfir- völd. Werner tók svínið heim og nefndi það Louise og hóf að temja hana til eiturþefjunar. Er ekki að orðlengja það að bet- ur tókst til með Louise á allan hátt en hundana. Verra reyndist að ráða við fordóma lögreglu- og tollþjóna sem vildu ekki sætta sig við að dragast með svín í bandi við eftirlitsstörf sín. Þó er nú svo komið að Louise er byrjuð í tollin- um enda ekki unnt að ganga fram- hjá þeim árangri sem hún nær í leit að smyglefnum vegna ótrúlegs lyktarnæmis síns. Kelly McGillis fór og bjó á meðal fólksins og sagði það hafa verið mikla lífsreynslu. KELLY MCGILLIS Bjó á meðal amish-fólksins áður en hún tók að sér hlutverkið r Imyndinni Vitnið sem verið er að sýna hér á höfuðborgar- svæðinu þessa dagana leika þau Harrison Ford og Kelly McGillis aðalhlutverkin. Kelly, sem leikur í myndinni unga ekkju af svokölluðum amish-trúflokki, (strangtrúaður flokkur af mennonítum, stofnað- ur á 17. öld, sem settist að í Pennsylvaníu-ríki upp úr 1720), fór og bjó á meðal fólksins um tíma áður en hún ákvað að taka að sér hlutverkið. „Amish-fólkið er ákaflega ein- angrað og lifir ekki í sama heimi og við þó svo að það búi meðal okkar hér í Bandaríkjunum. Ég • *« Harrison Ford og Kelly McGillis. fór og bjó með þessu fólki um tíma því mig langaði að vita hvernig það væri að vera einn af því og lifa á þennan hátt. Ég vildi í raun ekki taka að mér þetta hlutverk nema vita hvað ég væri að fara að túlka. Þetta var mikil lífsreynsla. Þarna bjó ég með fólki sem t.d. klæðist svört- um ákaflega einföldum fötum og á þeim eru ekki einu sinni tölur því það er talið ónauðsynlegt pjatt. Allir utanaðkomandi eru meðhöndlaðir með mikilli varúð og varkárni og þessi heimur sem fólkið lifir í er einfaldur, frið- samur en fallegur."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.