Morgunblaðið - 21.08.1985, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 21.08.1985, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 1985 17 Samdráttur í bygg- ingariðnaði á Selfossi SelfoHsi, 16. igúsL VERULEGS samdráttar gstir í byggingariðnaði á Selfossi miðað við fyrri ár. Eftirspurn eftir bygg- ingarlóðum er áberandi minni en í fyrra og var hún þá lítii. Fyrr á þessu ári var úthlutað 7 lóðum við Vallholt en 4 þeirra hefur verið skilað aftur. Frá því í vor hefur engin umsókn um byggingarlóð borist og frá 24. júní hefur aðeins verið mælt fyrir tveimur húsum á Selfossi. Þessi samdráttur fylgir þeim almenna samdrætti sem er í byggingariðnaði á landinu og byggingafyrirtækin fara ekki varhluta af því. Nýlega sagði fyrirtækið SG-einingahús upp 15 manns, lausráðnu fólki og ófag- lærðum iðnaðarmönnum og er ástæðan almennur samdráttur einkum á höfuðborgarsvæðinu. Hjá öðrum byggingaverktökum hefur ekki komið til uppsagna enda eru þau með fjölbreyttari verktakastarfsemi en eininga- húsafyrirtækin. Guðmundur Sigurðsson fram- kvæmdastjóri SG-einingahúsa sagði að 70% af verkefnum fyrir- tækisins væru á höfuðborgar- svæðinu og þar sem þeir hefðu verið stutt á þeim markaði bitn- aði samdráttur þar meira á þeim. „Svo hefur það líka áhrif,“ sagði Guðmundur, „að 1. maí féll niður sú eðlilega lánafyrirgreiðsla til kaupenda einingahúsa frá Bygg- ingasjóði ríkisins sem fólst í því að fyrsti hluti lánsins var greidd- ur út V4 mánuði eftir fokheldi, annar hlutinn þremur mánuðum SG-eingahús hefur sagt upp 15 manns síðar og þriðji hlutinn eftir 10 mánuði. Þegar þetta var afnumið gerði það fólki sem keypti hús af okkur eðlilega erfitt fyrir." Guð- mundur benti á að sá kostnaður sem einingahúsin bera við fok- heldi umfram steinsteypt hús nemur 6—700 þúsundum og felst í því að þau eru mun meira frá gengin, með gleri, fullbúin að utan og með einangruð loft og veggi. Guðmundur sagði að svo virtist sem fólk væri hrætt við að fara út í að byggja. Sala á húsum hefði verið dræm og væri það af- leiðing hins almenna samdráttar sem nú yrði vart. „Til að bæta stöðu okkar munum við hiklaust leita nýrra verkefna tengdum þeirri starfsemi sem við erum með og þeim vélakosti sem við búum yfir,“ sagði Guðmundur „og auðvitað halda áfram að knýja á um að lánakjör til kaup- enda einingahúsa verði leiðrétt til fyrra horfs." Jón G. Bergsson hjá Samtaki hf., sem m.a. framleiðir eininga- hús, sagði að fullbókað væri hjá þeim út október og samdráttar hefði ekki orðið vart enda væri fyrirtækið ekki að öllu leyti háð framleiðslu einingahúsa. Hann sagði að þeir hefðu verulegar áhyggjur af lánakjörum til kaup- enda einingahúsa og allar líkur bentu til að þeir yrðu að breyta sínum kjörum til jafns við þau kjör sem fólkið fengi lánin á. Jón sagði að verkefnin væru næg en fjármálin gætu orðið ansi erfið og dæmi um að menn væru 5 mánuðum á eftir áætlun með lánin frá Byggingasjóði ríkisins. „Þróunin er þannig núna að þetta er að koðna niður hér á Selfossi," sagði Sigfús Kristins- son byggingaverktaki um ástandið í byggingariðnaði á Sel- fossi. „Það borgar sig ekki að byggjá til að selja og ekki fyrir fólk að kaupa því fasteignaskatt- ar eru hér 50% hærri en I Reykjavík og svo er verð á fast- eignum hér lægra en á höfuð- borgarsvæðinu. Þegar svo er dregst fólk til Reykjavíkur," sagði Sigfús. Sigfús er verktaki að þeim áfanga nýbyggingar Fjölbrautar- skóla Suðurlands sem er í bygg- ingu og þar vinna 15 menn. Þeim áfanga lýkur í október en ekki bólar á útboði næsta áfanga. Sig- fús sagði að sér sýndist stefna í samdrátt. Það væri ekkert spurt um hús til sölu en hann hefur byggt einbýlishús og raðhús og selt. Það væri meira spurt um hvort hann hefði íbúðir til leigu. Sigfús er með 35 manns í vinnu. Hann sagðist ekki segja mönnum upp fyrr en í fulla hnefana. Það væri frekar að smiðir segðu sjálfir upp og færu til Reykjavík- ur að vinna, þar sem hærra kaup væri í boði sem ekki væri hægt að keppa við, m.a. vegna þess að “Fólk virðist hrætt við að byggja.“ Guðmundur Sigurðsson fram- kvæmdastjóri SG-einingahúsa. fasteignir á Reykjavíkursvæðinu gæfu meira af sér hvort sem byggt væri til sölu eða til leigu. Bygging félagsheimilis á veg- um Selfosskaupstaðar er annað stórverka í byggingariðnaði á Selfossi og vinna þar 20 manns við pípulögn og múrverk innan húss. Raflögn hússins hefur verið boðin út og áætluð verklok eru vorið 1986. Á Selfossi eru margir sem byggja afkomu sína á byggingar- iðnaði, bæði með beinni vinnu og einnig af þjónustu við bygginga- fyrirtæki. Þannig verður allur samdráttur íbúunum þungur í skauti og getur valdið mikilli lá- deyðu á öllum sviðum. Sig. Jóns. Vanir menn Thermopane menn hafa staðið. lengst allra í sölu eínangrunarglers á Islandi. Og hin frábæra reynsla af glerinu er orðin meira en 30 ára löng. Thermopane máttu treysta. LhÆ/imofii Glerverksmiðjan Esja hf. * Völuteigi 3 270 Mosfellssveit, Sími 666160. O *< 3 Básendi Guilfallegt einbýlishus tvœr hæöir og kjallari byggt 1958. Samtals um 230 fm ásamt 32 fm bílsk. Glæsilegur garöur Húsiö allt í toppstandi. V. 5,9 millj. Skipti möguleg á minni eign. Barrholt V. 4,6 millj. Bergstaöastr. V. 6,0 millj. BrúnastekkurV. 5,8 millj. Einarsnes V. 2 millj. Frakkastígur V. 2,9 millj. Garöabær Garðaflöt Granaskjól Heiðarás Hólabraut Hellisgata Hf. Kársnesbr. Logafold Nýi miöbær Laugarásv. Lindarbraut Vesturhólar Vesturbrún Vogasel V. 4,0 millj. V. 5,0 millj. V. 6,5 millj. V. 4,8 millj. V. 4,6 millj. V. 2,9 millj. V. 2,6 millj. V. 5,0 millj. V. 4,3 millj. V. 4,2 millj. V. 4,3 millj. V. 5,9 millj. V. tilb. V. 7,8 millj. Einiberg Hafnarfirði Hús nMð tvsimur íbúðum byggt 1980. Fallegt timburhus á 2 hæöum. Samtals 150 fm Góóur garöur Laust nú þegar. Verö 2650 þús. Sérhæðir Grænatún V. tilb. Digranesv. V. 2,3 millj. Grafarvogur V. 3,4 millj. 4ra—5 herb. Leifsgata Góö 110 fm ib. á 2. hæö 2 stofur, 4 svefnherb. Verö 2,5 millj. Framnesvegur Falleg 4ra-5 herb. íb., 120 fm, á 3. haBÖ í nýt. húsi. Verö 2,6 millj. Digranesv. V. 2,3 millj. Engihjalli V. 2,1 millj. Holtsgata V. 2,5 millj. Kleppsvegur V. 2 millj. Miðstræti V. 2 millj. 3ja herb. Logafold Glæsil. 100 fm neöri sérhæö. Afhendist fokh. aö innan, en fullgerö aö utan i des. '85. Verö 1.7 millj. Fast verö. Bragagata Hellisgata Hringbraut Kvisthagi Logafold Njálsgata Óðinsgata V. 2,2 millj. V. 1,7 millj. V. 1,8 millj. V. 1,6 millj. V. 1,7 millj. V. 1,7 millj. V. 1,8 millj. Sléttahraun V. 2,0 millj. Vantar allar stærðir eigna á skrá. Skoðum og verömetum samdægurs. VIOAR FRlORlKSSON so'usi ^NAHS SiGuHJONSSON v •-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.