Morgunblaðið - 21.08.1985, Blaðsíða 28
- 28
V í» f 1 ’ \ '\ f' ' 4 J \ I f t I ! ' I ' < - 1 f/ I 1 l; i /i I > [ / 1 1 t 1 >11 I l-r
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 1985
*
>
Líkan af Skuggahverfinu eins og það liti út eftir breytingarnar.
Skipulag Skuggahverfis kynnt:
„Reynt að flétta saman form
gömlu og nýju byggðanna“
— segja höfundar skipulagsins, sem borgarráð tekur afstöðu til á fóstudaginn
Skipulag svokallaós Skugga-
hverfis í Reykjavík var fyrir helg-
ina kynnt í ráðum og nefndum
Reykjavíkurborgar og verður
kynnt íbúum hverfisins á opnum
fundi nk. fimmtudagskvöld klukk-
an 20.00 í risinu á Hverfisgötu 105.
Skipulagið hefur einnig verið til
kynningar á tveimur síðustu fund-
um borgarráðs, sem mun taka af-
stöðu til þess á næsta fundi sínum
á fostudaginn kemur.
Frumdrög skipulags að
stærstu reitum svæðisins voru
lögð fyrir skipulagsnefnd
Reykjavíkurborgar í janúar sl.
Síðan hafa tillögurnar verið þró-
aðar og segir í greinargerð með
þeim, að komið hafi verið til
móts við ábendingar sem fram
komu úr ýmsum áttum eftir
fyrstu kynningu. Hefur skipu-
lagsnefnd þegar samþykkt
skipulagið i megindráttum með
þriggja atkvæða meirihluta, en
bókunum og mótatkvæðum full-
trúa Alþýðubandalagsins og
Kvennalistans. Skipulag
Skuggahverfis var unnið á veg-
um Borgarskipulags á arkitekta-
stofu Guðmundar Kr. Guð-
mundssonar og Ólafs Sigurðs-
sonar. Verkið vann Björn Halls-
son, arkitekt, ásamt aðstoðar-
mönnum.
f skýrslu arkitektastofunnar
þar sem grein er gerð fyrir
helstu breytingum er orðið hafa
á skipulaginu síðan í janúar seg-
ir m.a.: „Fyrirkomulag í janúar-
tillogu var byggt upp á smáum
einingum og mælikvarða. Hver
þyrping var hins vegar að miklu
leyti sambyggð sem heild eða
bygging. Hætt var við að slíkt
verkaði framandi í umhverfinu.
Nú hefur verulega verið sveigt
að því fyrirkomulagi og formi
sem fram kemur í umhverfinu,
ásamt því að hagnýta smáar ein-
ingar og smáan mælikvarða sem
fyrr, þrátt fyrir háa nýtingu."
„Eg tel þetta skipulag hag-
kvæmt fyrir lóðaeigendur á
svæðinu og Reykjavíkurborg,
bæði frá fjárhags- og skipulags-
legu sjónarmiði," sagði Þorvald-
ur S. Þorvaldsson, forstöðumað-
ur Borgarskipulags, er hann
kynnti blaðamanni Morgun-
blaösins megindrætti hins nýja
skipulags. Þorvaldur kvað hins
vegar ógjörning að nefna neinar
Morgunblaöid/ Emilia
Björn Hallsson arkitekt og Þorvaldur S. Þorvaldsson, forstöðumaður Borgarskipulags, við teikningar af nýja
skipulaginu.
Eitt meginmarkmið höfunda hins nýja skipulags er að þétta byggðina við
gamla miðbæinn. Á þessu líkani er Þjóðleikhúsið lengst til hægri.
tölur um kostnað á þessu stigi
málsins.
„Það er mikilvægt að þétta
byggðina við gamla miðbæjar-
kjarnann. Þarna gæti orðið 2000
manna byggð að þeim meðtöld-
um sem fyrir eru. íbúðir í hverf-
inu efru nú 250 en stefnt er að því
að við bætist 480 nýjar íbúðir og
það leiðir af sjálfu sér hvílík
áhrif slík fjölgun íbúa hefur á
mannlífið í gamla bænum. Þá
hefur borgin sýnt áhuga á að á
einhverjum lóðanna verði þjón-
ustumiðstöð og íbúðir fyrir aldr-
aða. Einnig eru uppi hugmyndir
um hótelbyggingu við Skúlagöt-
una og þegar hafa komið fram
tillögur um að reisa utanríkis-
ráðuneyti á ríkislóðunum við
hliðina á Fiskifélagshúsinu við
Skúlagötu, þar sem útvarpið er
til húsa,“ sagði Þorvaldur.
Svæðið sem um ræðir markast
annars vegar af Snorrabraut og
Kalkofnsvegi og hins vegar af
Hverfisgötu og Sætúni, sex ak-
reina hraðbraut sem verið er að
leggja á uppfyllingu neðan
Skúlagötu. Sem dæmi um það
hve utarlega Sætúnið mun liggja
má nefna að bensínstöðin á
Klöpp kemur til með að verða á
eyju milli gatnanna. Gert er ráð
fyrir Skúlagötu í núverandi
götustæði og er ráðgert að ný-
byggingar rúmist innan núver-
andi lóðamarka við hana. En það
er breyting frá frumdrögum
skipulagsins þar sem gert var
ráð fyrir að stækka yrði stærstu
lóðir til norðurs, út á núverandi
stæði Skúlagötu. Milli Sætúns og
Skúlagötu verða grasi grónir
hljóðtálmar og milli þeirra með
reglulegu millibili lágreistar
þjónustubyggingar. Umferð
verður í báðar áttir á Hverfis-
götu, sem tengibraut milli
Snorrabrautar og Kalkofnsveg-
ar. Samkvæmt því verður Skúla-
gata „dreifigata", eða „safn-
braut“ eins og það er orðað í
greinargerðinni, fyrir umferð á
götur á holtið að Hverfisgötu.
Skúlagata og Hverfisgata verða
því aðkomugötur í hverfinu, en
tengibrautarhlutverk, sem áður
var ætlað Vitastíg og Klappar-
stíg, er fellt niður.
Gert er ráð fyrir að vel flest
íbúðarhús innan svæðisins
standi áfram en allt iðnaðar-
húsnæði við Skúlagötu víki. Er
þar um að ræða byggingar Völ-
undar, Garðars Gíslasonar og
Hörpu og skemmur Eimskipafé-
lagsins og Sláturfélags Suður-
lands. En íbúðarhús, sem gert er
ráð fyrir að víki af núverandi
lóðum, eru Sölvhólsgata 14,
Klapparstígur 10 og hús við
Lindargötu númer 18, 21, 39, 49,
61, 63 og 63a. Fyrir utan ný-
byggingar er gert ráð fyrir
endurbyggingarrétti á mörgum
húsum sem eftir verða og eru
ýmsar hugmyndir uppi um
endurbætur og nýsköpun í
tengslum við gömul hús á svæð-
inu, t.d. Bjarnaborgina. Bak við
hana er hugmyndin að hafa hús
undir verslanir, sem ef til vill
yrði yfirbyggt með gleri og
tengdist Bjarnaborginni.
Að sögn arkitekta hins nýja
skipulags og forstöðumanns
Borgarskipulags verður reynt að
hafa svipaða þakhalla og í gömlu
byggðinni og þjappa byggðinni
þannig saman að aðeins verði
um fáa háa turna að ræða, til
þess að sem minnst útsýni fari
forgörðum. Hallinn á svæðinu
verður nýttur þannig að byggðar
verða plötur á lóðunum og bíla-
stæði höfð undir þeim og sumir
efstu reitirnir á svæðinu verða
upphækkaðir þannig að þeir
lendi ekki í skugga húsanna við
Hverfisgötu. Til dæmis er gert
ráð fyrir upphækkun við Veg-
húsastíg.
„Þessi þétting íbúðarbyggðar
er í samræmi við hugmyndir um
íbúðarbyggðir í nágrenni mið-
borga almennt," sagði Þorvaldur
S. Þorvaldsson. „En jafnframt
verður reynt að láta form gömlu
og nýju byggðanna fléttast sam-
an með því að nýta þau stærð-
arhlutföll sem fyrir eru. Lægstu
húsin verða næst eldri byggðinni
og niður undir Skúlagötu, þar
sem þau fara upp í nokkra
„toppa", sem verða frá þriggja
til fjögurra hæða upp í tíu til
ellefu hæða háir. En það er
fryggt að útsýni haldist, bæði
frá Skuggahverfi og eins frá sjó
yfir hverfið. Einnig verður reynt
að ganga frá því að allar íbúðir
og útivistarsvæði njóti sólar og
að skjól sé fyrir helstu vindátt-
um.“
Fræðsluráð hefur ályktað að
allt grunnskólastarf fyrir hverf-
ið skuli fara fram í Austurbæj-
arskóla, sem eigi að geta rúmað
þann fjölda barna sem áætlað er
að bætist í hverfið. Höfundar
skipulagsins gera tvær tillögur
um staðsetningu á dagheimili
barna á lóðum, sem eru að mestu
í eigu borgarinnar. Er annar
möguleikinn talinn vera að hafa
dagheimili á jarðhæð fjölbýlis-
húss austan gatnamóta Skúla-
götu og Frakkastígs, með leik-
svæði á lóð borgarinnar á horn-
inu. Sá seinni er staðsetning
dagheimilis á lóð milli Skúlagötu
og Sætúns, austan við Baróns-
stíg. I báðum tilfellum er gert
ráð fyrir að leiksvæði og heimili
verði vel varin fyrir umferð-
arhávaða frá Sætúni, ásamt
norðanvindum, innan við hljóð-
tálma og skjólveggi.
Skúlagata að sunnan. Dæmi um útlit milli Frakkastígs og Klapparstígs.