Morgunblaðið - 21.08.1985, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 21.08.1985, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 1985 37 Guðrún Halldórs- dóttir - Minning Fsdd 11. júlí 1903 Dáin 14. ágúst 1985 Þegar litið er aftur til æskuár- anna er breytilegt hvað minnis- stætt verður. Misjafnt er hvaða augnablik hinnar liðandi stundar marka lífsreynslu og minningar. Yfirleitt gleymist okkur þjark og afskiptasemi. Það er gráminn hvunndagsins. Hann var okkur til ama og oftast fram settur að lítt athuguðu máli. Eins og vond skissa að góðri mynd. Fremur minnumst við sjálfs listaverksins. En það er bernskuminningin, mál- uð sterkum, lífþrungnum litum. Það eru góðar miningar og ánægjulegar. Gleðiríkar stundir, þar sem barn og unglingur nutu sannmælis. Óvæntar uppákomur, hlýlegt viðmót fullorðinna í garð ómótaðs barnshugans og leitandi unglingsins. Og síðast en ekki síst; óvenjuleg ljúfmennska og hnyttn- ar ellegar óvæntar athugasemdir um atburði líðandi stundar og vandamálin óleysanlegu. Kosti þessa alla átti Guðrún Halldórs- dóttir í ríkum mæli. Birtunni sem stafar af minning- unni um þessa góðu konu má líkja við svo fagurlega dregna bernsku- minningu. Guðrún var einn þeirra Iistamanna, sem drógu upp þá ljúfu og björtu mynd. Því þegar skarst í odda meðal barnanna bar hún klæði á vopnin. Gjarna með allsendis óvæntum þriðja kosti. Ellegar að við komum þreytt og þvæld frá hita leiksins og okkar beið heitt súkkulaði, pönnukökur og kleinur. Hún spurði okkur útúr um afrek dagsins og misgjörðir. Óhreinu börnin Evu voru misk- unnarlaust dregin fram í dagsljós- ið. Við skildum við hana glöð og þakklát — en í hjartanu falin sú heitstrenging að gera betur næst. Misgjörðirnar gleymdust. En löngu síðar ympraði hún á því hvort tiltekin misklíð væri ekki jöfnuð. Guðrún fæddist á Kvíabryggju í Grundarfirði 11. júlí 1903. Systk- inin urðu ellefu talsins. Foreldrar hennar voru Halldór Indriðason og Dagfríður Jóhannesdóttir. Fað- ir hennar andaðist ungur frá stór- um hópi barna og má nærri geta hvort ráðdeild og útsjónarsemi þurfti ekki í öndvegi að sjá fjöl- skyldunni farborða. Þessi mann- kostir voru enda einkennandi fyrir hana alla tíð og tvímælalaust kenndi hún okkur krökkunum eitthvað af þvi. Það var okkur börnunum á Tómasarhaganum keppikefli að taka af henni snúninga. Þetta var í þann tíð er mjólk var seld í sér- stökum mjólkurbúðum. Og sjálfur ég, rétt þrítugur maðurinn, man tíð og harðsnúin mjólkurverkföll. Þá var skammtaður rjóminn og eigi óalgengt að útsjónarsamir færu á Selfoss að verða sér út um þessa munaðarvöru sem ómiss- andi var, einkum í fermingunum. Rjómaferðirnar fyrir Guðrúnu voru okkur arðbærar er svo stóð á og vikadrengi vantaði hana aldrei. Hún gaukaði stundum að okkur lítilræðinu fyrir snúninginn, hreinum auðæfum, ungum börn- um. Hún var ein þeirra kvenna, sem einlægt áttu nýbakað — og bauð upp á heitt súkkulaði. Líklega man þó unglingurinn hana bezt. Þegar sjálfsleit og önn- ur einkenni unglinsáranna sóttu á hugann varð gjarna lítið um leik og gleði. Þau bauð hún gjarna til stofu og veitti vel að vanda. Það var furða hvað hún vissi hvað í huganum bjó. Aldrei ól hún á vorkunnsemi, en stappaði í okkur stálinu. Að minnsta kosti fór ég frá henni bjartsýnn og reiðubúinn til átaka. Hún var hnyttin í tilsvörum, oft óvægin, stundum dálítið hæðin, en alltaf sanngjörn. Þrengdi aldrei skoðunum sínum á aðra, en lét það flakka sem henni þótti ef um var spurt. Hún var álengdar, greip inn í líf okkar ef henni þótti þörf á. Hún var alltaf til taks, en þó í fjarlægð. Guðrún var gift öndvegismanni, Brandi Búasyni, sem látinn er fyrir nokkrum árum. Minningin um hann er sömuleiðis gleðirík og björt. Bæði voru skaprík — en barngóð og heiðarleg. Sé sleginn strengur minningarinnar um þau hjón mun hljóma tregafullur ómur, en þó gleðiþrunginn. Dóttur þeirra, Guðrúnu Ásu, og manni hennar, Ólafi Ó. Halldórs- syni, votta ég mína dýpstu samúð á þessari stundu. Sömuleiðis Ás- rúnu Lailu og Sylvíu, sem kveðja nú ömmu sína hinztu kveðju. Er ég lít yfir ævi Guðrúnar og kynni mín af henni kemur mér að- eins eitt í hug. Hún var góð kona. Góð manni sínum og dóttur, henn- ar börnum og tengdasyni. Góð vin- um og óvenzluðum. Hvers má fremur óska í fallvöltum heimi. Ilaraldur G. Blöndal Árni Sveinbjörnsson Maður er manns gaman. Enn er mér í fersku minni er ég kynntist tengdamóður minni Guð- rúnu Halldórsdóttur fyrir 12 ár- um. Hafði ég þá kynnst eiginkonu minni Ásu nokkrum mánuðum á undan og þar kom að eins og venja er að ég skyldi kynntur fyrir for- eldrum hennar og boðinn til kvöldverðar að Tómasarhaga 53. Ég man ég var kvíðinn fyrir þessa kynningu. Hafði lesið og heyrt um erfiðar og tannhvassar tengda- mæður sem töluðu sí og æ um óheppni dætra sinna og létu tengdasynina finna óspart en óbeint að dóttirin hefði valið illa. Er ég hafði komið mér fyrir við kvöldverðarborðið þetta kvöld var ég fljótur að sjá hversu rangar hugmyndir ég hafði gert mér um mína væntanlega tengdamóður. Ég sá strax að hér var á ferðinni skemmtileg kona sem var hún sjálf og kom til dyranna eins og hún var klædd. Allur kvíði hvarf, húsmóðirin lék á als oddi og sagði frá atvikum frá hinum gömlu góðu dögum. Milli mín og Guðrúnar myndað- ist strax órjúfanlegt vináttuband sem var sterkt til leiðarloka. Aldr- ei hallmælti Guðrún mér á nokk- um hátt og ég veit að hún talaði vel um mig og hrósaði í návist annarra. f margmenni naut Guðrún sín og var þá greinilega í essinu sínu. Þegar hún birtist í sölum á góðra vina fundum var oft vikið frá al- varlegum efnum, tekið upp léttara hjal og framkölluð glaðværð. Skemmtileg hreinskilni hennar og kímni skapaði stemmningu í hópnum og oft var hún hrókur alls fagnaðar. Guðrún fæddist að Kvíabryggju í Grundarfirði 11. júlí 1903. For- eldrar hennar voru Halldór Ind- riðason og Dagfríður Jóhanns- dóttir. Þau áttu alls 11 börn. Hall- dór lést um fertugt og ól Dag- fríður upp börnin við erfið skilyrði og með hjálp góðra manna. Geri ég mér og í hugarlund að sam- staða systkinanna hljóti að hafa ráðið miklu. Þau studdu Guðrúnu dyggilega í veikindum hennar með heimsóknum og uppörvun hvenær sem færi gafst. Get ég mér til að þessi samstaða og umönnun hvort fyrir öðru sé fengin á æskuheimil- inu í Grundarfirðinum. Slíkar gjafir bera ávöxt. Á Tómasarhaga 53 kynntist ég hlýlegu heimili sem Guðrún og maður hennar Brandur Búson (hann lést 1982) höfðu skapað. Þegar mig bar að garði var ellin að berja að dyrum og þau voru þá ein. Heyrði ég þá að hér hafi oft margir notið húsaskjóls, náms- menn um vetur, samsveitungar Brands úr Hrútafirði svo og öldr- uð móðir Brands sem Guðrún ann- aðist einnig. Guðrún var hin lifandi hjúkr- andi hönd og þó erilsamt hafi ver- ið þá fann ég í frásögnum hennar að hún saknaði þeirra daga er margir gistu og nóg var að gera. Henni þótti mjög vænt um barna- börnin sín Ásrúnu Lailu 18 ára og Sylvíu Kristínu 4 ára. Börn finna slíka umönnun og hlýhug og leita til þeirra sem þykja vænt um þau ósjálfrátt. Ásrún Laila hélt fast í hönd ömmu sinnar í Landakotsspítala til hinnar hinstu stundar og var ekki vikið frá eitt augnablik. Það var fallegt og eftirminnilegt að sjá þarna æskuna styðja hið fallandi tré ellinnar á lokastundinni. Guðrún átti góðan granna hér að Tómasarhaga 53, Ingunni Blöndal sem var henni reyndar mikil vinkona þrátt fyrir mikinn aldursmun. Það var sönn vinátta og væntumþykja sem Ingunn sýndi og létti henni stundirnar með tíðum heimsóknum að Grund þar sem Guðrún dvaldi síðustu ár- in. Við hjónin erum einnig þakklát starfsfólki á EHiheimilinu Grund fyrir umönnun og hlýhug. Sér- stakar þakkir viljum við færa starfstúlkunni Fjólu fyrir gott starf. Einnig skal þakka læknum og hjúkrunarfólki Landakotsspítala fyrir styrkjandi viðmót og stuðn- ing á lokastund. Þar var að finna persónulega og hlýlega stofnun með mannlegt hugarfar. Megi hún haldast þannig til næstu kynslóða. Ólafur Ó. Halldórsson Birting afmælis- og minningar- greina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu til- efni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. Hið sanna ítalska bragð. Unnendur ítalskrar matargerðar vita að Pizza Pronto erjafn nauðsynlegt krydd í hinar dœmigerðu itölsku kjötsósur og okkur finnst saltið í soðninguna. Pizza Pronto er ómissandi á flatbökuna (pizzuna), nýstárlegt krydd í kjöthakkið og hreint ómótstœðilegt innlegg í glóðaða ostabrauðið. Njóttu hins ósvikna ítalska bragðs af Pizza Pronto í aýju umbúðunum. Stjörnunnar Námskeiö fyrir byrjendur og lengra komna í íþrótta- húsinu Ásgarði, Garðabæ, dagana 21.—27. ágúst. Tveir af fremstu þjálfurum landsins leiöbeina, þeir Stefán Konráðsson og Albrecht Ehmann. Spaöar og kúlur á staðnum. Innritun í síma 43132 og 79977. Betri bordtennisvörur. Stjarnan notar Butterfly.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.