Morgunblaðið - 21.08.1985, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 21.08.1985, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLADIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 1985 Henson færir út kvíarnar: Á í viðræðum við fleiri lið Frá Baidvini Jónssyni, fréttamanni Morgunblaösins i Englandi. ASTON Villa sem leikur í 1. deild ensku knattspyrnunnar lék í Fækkun áhorfenda í England Frá Ðaldvini Jonssyni, fróttamanni Morgun- blaösins i Englandi. MIKLAR áhyggjur eru nú hjá for- ráðamönnum enskra félagsliða vegna áhorfendafækkunarinnar eftir fyrstu umferöina í ensku knattspyrnunni sem hófst um helgina. 40 þúsund færri áhorfendur komu á leiki fyrstu umferðar í ár en í fyrra. Hefur fjöldi áhorfenda ekki veriö svo lítill í heilli umferö í 40 ár. Ekkert var sjónvarpað eöa útvarp- aö frá leikjunum og hefur ekki tek- ist samkomulag viö útvarps- eöa sjónvarpsstöövar. Bannaö er aö selja bjór eöa áfengi á öllum knattspyrnuvöllum í Englandi og er þaö mikill tekju- missir fyrir félögin. Bjórsalan hefur veriö umtalsverö tekjulind knatt- spyrnufélaganna, en í kjöifar óláta á völlum hefur nú verið skrúfaö fyrir bjórinn. fyrsta sinn í búningum frá Hens- on í leik gegn Manchester United á laugardag. Liöinu gekk ekki sem best, tap- aöi 4—0 á útivelli. Þaö má segja aö þaö eina sem liöiö sýndi voru nýju búningarnir frá Halldóri Ein- arssyni (Henson) og vöktu þeir veröskuldaöa athygli. Forráöamenn Henson-fyrirtæk- isins eru ytra og fylgdust meö leik liösins gegn Manchester United og veröa ytra einnig er Aston Villa mætir Liverpool á heimavelli á miövikudagskvöld. Þá veröur Henson með blaöamannafund, ásamt Flugleiöum sem hafa efnt í sameiningu til getraunar hjá einu stærsta dagblaöinu í London. í verölaun veröa feröavinningar til islands auk sportfatnaöar frá Hen- son. Henson hefur veriö í viöræðum viö þrjú önnur liö sem hafa áhuga á aö leika í búningum frá fyrirtæk- inu, þaö eru Oxford United, Dun- dee og Ayr United. Landsleikir viö Færeyjar ÍSLENSKA landsliðið í knatt- spyrnu undir 18 ára leikur tvo landsleikið við Færeyinga nú á næstunni og veröa báðir leikirnir háðir ytra. Fyrri leikurinn er í kvöld en sá síðari á föstudaginn. Lárus Loftsson, þjálfari, hefur valiö 16 leikmenn til fararinnar. Ólafur Gottskálksson ÍBK og Eiríkur Þorvaldsson UBK munu sjá um aö verja markiö, en aörir leikmenn eru: Hannes Smárason Fram, Lúövík Þorgeirsson Fram, Þorsteinn Guöjónsson KR, Einar Páll Tómasson Val, Siguröur Val- týsson KR, Heimir Guöjónsson KR, Arnljótur Davíösson Fram, Stefán Viðarsson ÍA, Þórhallur Víkingsson Fram, Páll Guömundsson Selfossi, Alexander Högnason ÍA, Ólafur Kristjánsson FH, Hlynur Birgisson Þór Ak. og Kjartan Einarsson ÍBK. Reykjavíkurmaraþon: Fundur Reykjavíkurmaraþon verður haldíð hér í borg á sunnudaginn og í því tilefni fylgir blaðinu í dag sérstakt átta síöna aukablað meö margs konar efni um maraþon- hlaup og upplýsingum um keppnina hérna á sunnudaginn. Á fimmtudaginn þann 22. ágúst veröur haldinn fundur með kepp- í kvöld endum í Reykjavíkurmaraþoni á Hótel Esju og hefst hann kl. 20. Þar munu Sighvatur Dýri Guö- mundsson og Siguröur Pétur Sig- marsson, maraþonhlauparar, mæta og gefa hlaupurunum góö ráö. Auk þess verður sýnd kvik- mynd frá maraþonhlaupinu í Lond- on fyrr á þessu ári. •Haukur kemur fyrstur i mark í undanrásum 100 m hlaupsins. Evrópumót fatlaóra: Haukur náði góðum árangri UM SÍDUSTU helgi var haldiö í Belgíu fyrsta Evrópumeistara- mótið í frjálsum íþróttum fyrir fatlaða. Haukur Gunnarsson náöi mjög góðum árangri í mótinu, varö annar í tveimur greinum og fjóröi í tveimur. Haukur keppti i flokki spastiskra (CP) og keppti hann alls í fjórum greinum; 100, 200 og 400 metra hlaupum auk langstökks og stóö hann sig mjög vel í öllum greinun- um sem áöur segir. I 100 m hlaupinu náöi hann bestum tíma allra keppenda í und- anúrslitum, hljóp á 13,5 sekúndum en i úrslitahlaupinu varö hann aö láta í minni pokann fyrir dönskum hlaupara sem hljóp á 12,9 sekúnd- um en Haukur varö annar á 13,4 sekúndum. Haukur komst í úrslit í 200 metra hlaupinu og hafnaöi þar í fjóröa sæti, hljóp á 28,1 sekúndu en þaö var sami tími og hann náöi í undanúrslitunum. i 400 metra hlaupinu varö Hauk- ur í ööru sæti eftir mikla keppni viö franskan hlaupara. Sá franski hljóp á 63,4 sekúndum en Haukur á 66,0 sekúndum. I undanúrslitun- um hljóp Haukur á 64,4 sekúndum. Haukur keppni einnig í lang- stökki á þessu móti og þar hafnaöi hann í fjóröa sæti, eins og i 200 metra hlaupinu. Haukur stökk 4,37 metra og kórónaöi þar meö frá- bæra frammistööu sína á þessu móti. Heimsmeistarakeppnin í kappakstri: Slagurinn um stigin ÞEGAR aðeins sex keppnum af sautján er ólokið í heimsmeist- arakeppninni í kappakstri er orð- in spurning um hvaða keppnislið hefur taugarnar í lagi, því spenn- an er oröin gífurleg. Tveir öku- menn eru efstir og jafnir. ítalinn Michele Alboreto á Ferrari og Frakkinn Alain Prost hafa báöir 50 stig til heimsmeistaratitils. Enginn annar á möguleika í titil- inn. Leikur Svíans Stefan Johans- son, félaga Alboreto hjá Ferrari var því þeim síóarnefnda til góös, er þeir kepptu báöir í Austurríska kappakstrinum á sunnudaginn. Prost sigraöi keppnina, eins og sagt var frá í blaöinu i gær og hlaut fyrir þaö 9 stig í stigakeppninni. Brasilíumaöurinn Ayrton Senna varö annar og hlaut 6 stig, en Al- Stigin í Formula 1 í ár í- \. x' % % Or ’or > % \S \ % % \y % % X Michele Alboreto 6 6 6 9 4 6 9 4 50 Alain Prost 9 9 4 4 9 6 9 50 Elio de Angelis 4 3 9 4 2 2 2 2 28 Stefan Johansson 1 6 6 3 3 19 Keke Rosberg 3 9 6 18 Ayrton Senna 9 15 Nelson Piquet 1 9 3 13 Patrick Tambay 2 4 4 1 11 Jaques Laffite 1 1 4 4 10 Thierry Boutsen 6 3 9 Nigell Mansell 2 2 1 2 6 Niki Lauda 3 3 5 Stefan Bellof 1 3 4 Dereck Warwick 2 2 4 René Arnoux 3 3 Andrea de Cesaris 3 3 Marc Surer 1 1 2 • Stefan Johansson ræðir við keppnisstjóra Ferrari. Hann hélt sig fyrir aftan Ferrari Alboreto í austurríska kappakstrinum, svo sá síöar- nefndi fengi sem flest stig til heimsmeistaratitils. Spennan er nú gifurleg því Alboreto og Prost hafa báðir 50 stig til heimsmeistara. boreto varö þriöji og fékk 4 stig. En fyrir aftan hann varó Johansson og hlaut 3 stig. En alia keppnina átti Johansson möguleika á aó fara framúr Alboreto, en sleppti því. Þaö var mikilvægara fyrir Al- boreto aó fá fleiri stig, en hann átti í erfiöleikum í þessari keppni, þar sem hann þurfti aö aka vara- keppnisbíl sínum, en venjulegi bíll hans skemmdist er nokkrir bílar lentu í einni kös í rásmarkinu. Jo- hansson hélt sig af miklum öð- lingsskap fyrir aftan Alboreto, enda ekki ólíklegt aö Svíinn vilji hafa allt gott á milli sín og Ferrari- stjóranna þegar keppnistímabilinu er aö Ijúka og samningaviöræóur fyrir næsta ár fara í hönd. Bæöi Ferrari og McLaren hafa reynslu í því að berjast um heims- meistaratitilinn, í fyrra vann síóar- nefnda liöið bæöi keppni öku- manna og framleiöenda, en Niki Lauda varö heimsmeistari. Hann varö aðeins hálfu stigi á undan Al- ain Prost félaga sínum hjá McLar- en. Sést þar best hve dýrmætt hvert stig er. Prost er því örugg- lega ákveöinn aó sigra núna, en undanfarin þrjú ár hefur hann orö- iö í ööru sæti. Alboreto er ekki síóur ákveöinn í aö sigra, hann hefur lokiö öllum keppnum í ár nema tveimur. Þaö setur örugg- lega mikla pressu á hann aö Prost hefur náó honum aö stigum, en hann hefur leitt keppnina i ár til þessa. Taugastriöiö veröur þvi ör- ugglega mikiö í næstu keppnum og munu kapparnir tveir örugglega beita ýmsum sálfræöibrellum, bæöi fyrir keppni meö yfirlýsingum í blööum og í akstri á kappakst- ursbrautunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.