Morgunblaðið - 21.08.1985, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.08.1985, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 1985 3 Galdurinn að vera ætíð með góðan físk — segir Ólafur Örn Jónsson, skipstjóri á Viðey RE og tvöfaldur fisk- sölumethafi Ólafur Örn um borð í Viðey. — ÓLAFUR Örn Jónsson og ihöfn hans á togaranum Viðey RE fengu í síðustu viku hæsta heildarverð, sem greitt hefur verið fyrir afla upp úr skipi í Englandi, 10,4 millj- ónir króna eða 184.556 pund. Áhöfnin á Viðey á líka sölumetið í Þýzkalandi. í byrjun síðastliðins aprílmánaðar fengust 14 milljónir króna fyrir aflann, 338 tonn, þar í landi eða rúm ein milljón marka. Guðbjörg ÍS seldi afla sinn í Eng- landi í gær og dag og var talið líklegt að hún slægi met Viðeyjar- innar. Árangur Viðeyjarinnar er engu að síður glæsilegur enda fá- títt að sama skipið eigi sölumet í tveimur löndum. En hver er gald- urinn bak við svona árangur? Morgunblaðið hitti Ólaf Örn um borð í Viðey og spurði hann um það. „Galdurinn er að vera með góðan fisk, ef galdurinn er ein- hver, sérstaklega í Englandi. Þar skipta gæðin öllu máli,“ sagði Ólafur örn. „Skip, sem ætlar að byggja afkomu sína á siglingum, verður að leggja áherzlu á gæð- in. Það er mikilvægt að vera þekktur fyrir að koma ávallt með góðan fisk á markaðinn. Það er auðvitað gaman að selja svona vel og koma heim með ávísun upp á 10 milljónir króna, en þetta getur allt verið tilvilj- unum háð. Þessi sala var ekki sérstaklega skipulögð en það hjálpaðist allt að, meiri afli og hærra verð en við bjuggumst við og framboð á markaðnum ekki mjög mikið. Við eigum skilyrðislaust að leggja mikla áherzlu á fersk- fiskmarkaðina í Englandi og Þýzkalandi. Fjölbreytni í mark- aðsmálum hefur alltaf verið til góðs. Englandsmarkaðurinn hef- ur líka bjargað miklum verð- mætum fyrir okkur í sumar. Við verðum að sjá þessum mörkuð- um fyrir vissu magni af fiski, helzt eins mikinn tíma ársins og hægt er. Það ætti ekki að skemma fyrir útgerðinni að fá fjór- til fimmfalt hærra verð fyrir aflann en fæst hér heima með hinu furðulega ákveðna fiskverði, sem í gildi er. Þetta er líka mikil búbót fyrir áhöfnina. Þegar verið er með góðan fisk vill hún oftast sigla. Þá treystir áhöfnin á gæfuna og eigin frá- gang á fiskinum og undan frá- gangi hefur ekki þurft að kvarta hér um borð. Það stendur til að sigla eitt- hvað meira á þessu ári, en nú verðum við að fara að fella okkur inn í fáránlegt kvótakerfi. Við verðum að fórna 2 tonnum af karfa fyrir hvert eitt tonn af þorski, sem við tökum og það af takmörkuðum karfakvóta. Við ætlum þó að bregða okkur á þorskgönguna fyrir vestan að þessu sinni. Aflahrotan á öllum miðum, og þó sérstaklega fyrir vestan, ætti að opna augu manna fyrir því hve fáránlegt þetta kvótakerfi var frá upphafi. Ein- staka talsmaður kvóta stendur nú uppi eins og nátttröll með allt niður um sig og neitar að viður- kenna tilgangsleysi kvótans. öll þessi þorskveiði hefði getað orð- ið kærkomin hvíld fyrir lang- þreytt karfamið sunnan lands og austan eftir undanfarin þrjú þorskleysisár. I stað þess erum við nú neyddir úr óþrjótandi aflahrotu fyrir vestan á skrap- fiskirí, sem gefur minna af sér fyrir alla aðila," sagði ólafur Örn Jónsson. Afli trillusjómanna umfram kvóta: Verðmætið um 220 þús. kr. að meðal- tali á mann — segir Kristján Ragnarsson „MÉR reiknast til, aö nú sé hver trillusjómaöur að meöal- tali búinn aö afla fyrir um 220.000 krónur umfram leyfi- legan heildarkvóta. Trillurnar eru þegar komnar 8.000 tonn framyfir leyfilegan kvóta og verða sennilega komnar 11.000 lestir framyfir 1. september,“ sagði Kristján Kagnarsson, formaöur LIÚ, í samtali viö Morgunblaðið. Kristján sagði, að svo væri þetta þeir menn, sem mest kvört- uðu undan kvótakerfinu og segðu að verið væri að beita þá ein- hverjum órétti. Þeir væru búnir að fiska tvöfaldan leyfilegan kvóta sinn og það hefði enginn annar fengið að gera. Þetta væru að auki að stórum hluta menn i öðrum störfum, jafnvel opinber- um og hefðu þetta sem aukatekj- ur. Kröfuharka þessara manna væri ótrúleg og sömuleiðis skiln- ingsleysi þeirra á hagsmunum sjómanna á stærri bátum og skipum. Á sama tima væri öðrum sjómönnum bannað að fara á sjó og því væri þetta misrétti farið að krauma verulega í mönnum, sem eingöngu lifðu af fiskveiðum og hefðu ekki aðra fasta vinnu sem bakhjarl. fttgyfflmftlafrifr Metsölubktd á hverjum degi! Skip Greenpeace farið frá íslandi: Kemur Síríus aftur í sept.? SÍRÍUS, skip Greenpeace-samtak- anna, lét úr höfn í Reykjavík kl. 14.10 á laugardag. Ferð þess er heitið til Amsterdam í Hollandi, samkvæmt upplvsingum sem fengust á skrif- stofu Greenpeace-samtakanna þar í borg í gær og ætti því að vera á áfangastað um miðja vikuna. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins eru mjög skiptar skoð- anir innan Greenpeace um hver næstu skrefin skuli vera í barátt- unni gegn vísindalegum hvalveið- um íslendinga. Sumir, einkum þeir sem tilheyra Ameríkudeildum samtakanna, vilja láta sverfa til stáls, bæði hér á miðunum með því að trufla veiðarnar og einnig með því að beita íslendinga viðskipta- þvingunum á Bandaríkjamarkaði. Aðrir, einkum þeir sem tilheyra Evrópudeildum samtakanna, vilja hvorki trufla hvalveiðar Islend- inga né beita þá viðskiptaþvingun- um, heldur telja aukna fræðslu um markmið og tilgang samtakana með baráttuni gegn hvalveiðum I atvinnuskyni, best til þess fallna að hafa áhrif á viðhorf Islendinga. Það mun ráðast á næstu vikum hver niðurstaðan verður, en ein þeirra hugmynda sem varpað hef- ur verið fram, er að Síríus komi hingað til lands aftur í september og trufli veiðar íslensku hvalveiði- bátanna á sandreyði. Raunar var hluti áhafnar Síríusar andvígur því að fara frá íslandi og vildi bíða þar til hvalveiðarnar hæfust á nýj- an leik og trufla veiðarnar þá, er eins og kunnugt er hefur verið hl« á hvalveiðum nú um skeið, eftir af veiðum á langreyði lauk og sand- reyði ekki enn komin á miðin. Þeim hluta áhafnarinnar fannst lítið hafa áunnist í ferð Síríusar hingað. Það kann að hafa endur- speglað þennan ágreining að brottfarartími Síríusar var nokkuð á reiki og því til dæmis haldið fram í hádegisfréttum útvarps á laugardag að brottför skipsins hefði verið frestað til sunnudags. '-.ŒRÐUÞÉR • GLAÐAFÍ DAG Njóttu kurminqaruerös aaoöukexi. w • • ! 'SÚKIÍULAÐI MARIE Gildiríjúlíogágúst í öllum góöum verslunum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.