Morgunblaðið - 21.08.1985, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 21.08.1985, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 1985 19 Myndir og texti: HELGI BJARNASON Morgunbladid/Didrik Jóhannsson. Stjórn Landssamtaka sauðfjárbænda: Rúnar á Þverfelli, Eysteinn á Arnarvatni, Jóhannes á Höfðabakka formaður L.S., Sigurður á Stóra-Fjarðarhorni, og Aðalsteinn á Vaðbrekku. lækkunar áburðarverðs. Taldi fundurinn brýnt að þegar verði létt á fjárhagsvanda þeirra sauð- fjárbænda sem ramba á barmi gjaldþrots vegna óhagstæðra verðtryggðra lána. Fundurinn taldi „ ... tímabært að endurskoða skipulagsmál afurðasölu bænda innan samvinnuhreyfingarinnar. Fundurinn telur að búvörudeildin stakrar lúxusvöru sem boðin er á allháu verði. Það táknar að við verðum að leita fyrir okkur á mörkuðum þar sem fólk hugsar minna um peninga en gæði. Takist ekki að selja kjötið með þessum hætti eigum við litla von með gömlu aðferðunum, því búið er að reyna þær til fullnustu," sagði Pálmi á Akri. Sveinn Hallgrímsson: „Dauðadómur fyrir sauðfjárræktina ef út- flutningur leggst aP‘ „Ég hef talið að það væri sama og dauðadómur yfir sauðfjárrækt á íslandi ef hætt verður að flytja kindakjöt út og meðal annars þessvegna tel ég stofnun þessara samtaka nauðsynlega," sagði Sveinn Hallgrímsson skólastjóri Bændaskólans á Hvanneyri og fyrrverandi sauðfjárræktarráðu- nautur Búnaðarfélags íslands. „Innanlandsmarkaðurinn er lít- ill og fer minnkandi vegna breyt- inga á neysluvenjum sem hefur í för með sér samdrátt og hækkað verð varanna sem þýðir frekari eigi að vera sölufyrirtæki afurða- stöðvanna með sjálfstæðan fjár- hag og undir stjórn framleið- enda.“ Ályktað var um gróðurvernd- armál og landnýtingu. Fundurinn gerði kröfu um að samtökin fái fulltrúa í Framleiðsluráð land- búnaðarins samkvæmt nýju land- búnaðarlögunum og stjórn sam- samdrátt í neyslu. Þetta verður þannig vítahringur sem ekki verð- ur ráðið við, ekki síst þegar verð á dilkakjöti er komið upp fyrir verð svínakjöts og kjúklinga. Sam- drátturinn þýðir aukinn fram- leiðslukostnað og fækkun fjár á búunum gerir bændur kauplausa og þá fækkar í sauðfjárbænda- samfélaginu, sem líka hefur í för með sér aukinn kostnað fyrir þá sem eftir eru. Ef fénu fækkar niður í 3—400 þúsund verður svo strjálbýlt að ýmisleg verkefni, svo sem smalamennska, verður hér um bil óframkvæmanlegar. Einnig mun faglegt sauðfjárræktarum- hverfi hverfa og það kemur ekkert í staðinn og því hætta á að sú sauðfjárrækt sem hér hefur verið stunduð glatist. Ég tel m.a. af þessum ástæðum nauðsynlegt að flytja út kjöt. Út- flutningsverðið er einnig eina verðið sem hægt er að miða fram- leiðslukostnaðinn við og skapar þannig óbeint aðhald. Þessi við- miðun er nauðsynlegt því ég tel að verðið á kindakjötinu sé orðið of hátt. Ein stærsta skyssan sem gerð hefur verið í íslenskum stjórnmál- um var þegar við gengum í EFTA. takanna var einnig falið að vinna að því að samtökin eigi fulltrúa í tilraunaráði landbúnaðarins. Ál- yktað var um framtíðarstefnu í sauðfjárrækt þar sem m.a. er gert ráð fyrir að framleiðslan verði ekki dregin saman frá því sem nú er og útflutningsbótaréttur verði 10% af heildarverðmæti búvö ruframleiðslunnar. Við vorum á þeim tíma hreinir matvælaframleiðendur en fengum leyfi til útflutnings á öllu öðru en kjöti og fiski. íslenskir bændur væru vel settir í dag ef samið hefði verið um útflutning á kjöti og þyrftu enga styrki til framleiðslu sinnar,“ sagði Sveinn Hallgríms- son. Rúnar á Þverfelli: „Framtíö okkar stendur og fellur með þessum samtökum“ „Ég er alveg sannfærður um að stofnun sauðfjárbændafélaganna er rétt stefna. Ég verð að segja eins og er að ég held að framtíð okkar sem ætlum að lifa af sauð- fjárrækt — en það er ekki hægt í dag — standi og falli með þessum samtökum. Það hefur sýnt sig að við náum ekki saman öðruvísi. Ég hef trú á að þessi félög nái árangri,“ sagði Rúnar Hálfdánar- son á Þverfelli í Lundareykjadal í Borgarfirði. Rúnar var kosinn í stjórn Landssamtakanna á stofn- fundinum. „Ég bind mestar vonir við að með aukinni vöruþróun verði hægt að auka neyslu kindakjöts á inn- anlandsmarkaði. Það væri auðvit- að spennandi að geta flutt út, en innlendi markaðurinn er miklu tryggari," sagði Rúnar. „Ég lít mest til markaðsmálanna því sauðfjárbændur lifa á því að selja vöru sína; til að geta framleitt kjötið þarf að vera hægt að selja það. Ég hef ekki komið auga á neitt það sem tryggt getur búsetu í landinu jafn vel og sauðfjárrækt- in, vegna þess að hún byggir á nýt- ingu landsins. Búsetu í landinu tel ég að sé mjög háð viðgangi sauð- fjárræktarinnar. Nauðsynlegt er orðið að breyta svolítið félagslegri uppbyggingu stéttarsamtakanna, m.a. þannig að Stéttarsamband bænda verði fulltrúi allra bænda í landinu, hvaða tegund af fram- leiðslu sem þeir stunda og aðal- fundur þess verði að stærstum hluta kosinn frá búgreinafélögun- um,“ sagði Rúnar á Þverfelli. Nýr yfirlögreglu- þjónn í Keflavík Dómsmálaráöherra hefur sett Þóri Maronsson yfirlögregluþjón í Keflavík til eins árs frá 1. júlí. Hann var áður aðstoðaryfirlögregluþjónn í Keflavík og tekur við stöðunni af Sigtryggi Árnasyni, sem gegnt hafði henni um áratugaskeið. Þá hefur Herbert Árnason, varðstjóri, verið settur aöstoðaryfirlögregluþjónn frá 1. ágúst að telja. Þrír umsækjendur voru um stöðuna auk Þóris. Guðfinnur Bergsson, varðstjóri í Grindavík, Skarphéðinn Njálsson, aðstoðar- varðstjóri í Reykjavík, en einn óskaði nafnleyndar. Samkvæmt upplýsingum Hjalta Zóphóníassonar í dómsmálaráðu- neytinu er venjan sú að yfirmenn innan lögreglunnar séu skipaðir en ekki settir, en þessa séu þó for- dæmi. Þórir Maronsson, yfirlögregluþjónn í Keflavík. Hitaveita Selfoss: Nýja borholan tryggir nóg vatn á komandi vetri Selfossi, 16. ágúsl BORUN nýrrar holu fyrir Hitaveitu Selfoss er lokið og Ijóst er að holan mun bæta vatnsöflun hitaveitunnar til muna og koma í veg fyrir að neyð- arástand skapist á komandi vetri vegna vatnsskorts eins og gerðist sl. vetur. Nýja holan, hola 13, er 1715 m á dýpt og gefur ekki minna vatn en aðalhola veitunnar, hola 10, sem gefur 70 sekúndulítra af 85°C heitu vatni. Jón örn Arnarson veitustjóri sagði að nýja holan kæmi til meö að tryggja vatnsöflun hitaveit- unnar á komandi vetri og um nokkur ár. Hún verður aðalhola veitunnar ásamt holu 10 og mun að sögn Jóns anna eðlilegri vetr- arnotkun. Neyðarástand á ekki að þurfa að skapast þó óhapp verði eins og gerðist á sl. vetri þar sem hola 9 er til vara en hún gefur 30 sek.ltr. af 65°C heitu vatni. Hoí- urnar nýta allar vatn af sama svæðinu og hitinn í þeim fer eftir niðurdrætti á öllu svæðinu. Jón sagði að stefnt væri að því að tengja nýju holuna við veitu- kerfið nú á haustdögum, fyrir vet- urinn. Hann sagði og að stefnt yrði að því að setja hraðastýringu á daeluna í holunni en slíkt er nauðsynlegt til að nýting vatnsins verði sem mest. Þá verður hraði dælunnar í hlutfalli við vatnshæð í miðlunartanki veitunnar og óþarft að dæla vatni framhjá kerfinu. Einnig kemur hraðastýr- ingin í veg fyrir að dælurnar þyrli upp óhreinindum þegar þær eru ræstar. Stefnt er að því að setja slíka stýringu á allar dælur veit- unnar til þess að ná fram fullri nýtingu vatnsins á svæðinu. Hjá hitaveitunni er stefnt að því að setja flotmottu í miðlunar- tankinn á komandi vetri, til þess að koma í veg fyrir að súrefni blandist vatninu, en súrefni í vatninu veldur tæringu á leiðslum verði það of mikið. Reikna má með því að gjaldskrá hitaveitunnar hækki nokkuð vegna borunarframkvæmdanna en á móti kemur að hitastig vatns- ins til neytenda hækkar, sem er að þakka holu 13. Það var borinn Dofri sem notað- ur var við borunina á Selfossi og var hann að frá því í marslok. Næsta verkefni hans mun vera að bora fyrir Hitaveitu Reykjavíkur við Kolviðarhól. Sig. Jóns. Hagstofan: 2,77 % hækkun á byggingarvísitölu HAGSTOFAN hefur reiknað vísitölu byggingarkostnaðar eftir verðlagi í ágúst 1985. Reyndist hún vera 226,05 stig (desember 1982 = 100). Samsvarandi vísitala miðuö við eldri grunn (október 1975 = 100) er 3.350 stig. Frá því vísitala byggingarkostn- aðar var síðast reiknuð í júlí 1985, hefur hún hækkað úr 219,95 stig- um í 226,05 stig eða um 2,77, sem jafngildir 38,8% árshækkun. Und- angengna þrjá mánuði hefur vísi- talan hækkað um 9,9%, sem svar- ar til um 46% árshækkunar. Frá ágúst 1984 til jafnlengdar á þessu ári hefur vísitalan hins vegar hækkað um 37,1%. Af 2,77% hækkun vísitölunnar frá júlí til ágúst stafa 1,2% af hækkun á töxtum útseldrar vinnu hinn 1. ágúst sl. Hækkun á verði sements og steypu olli 0,8% hækk- un vísitölunnar og ýmsir aðrir efnisliðir jafnt innlendir sem inn- fluttir ollu um 0,8% hækkun vísi- tölunnar. Tekið skal fram, að við uppgjör verðbóta á fjárskuldbindingar samkvæmt samningum þar sem kveðið er á um, að þær skuli fylgja vísitölu byggingarkostnaðar, gilda hinar lögformlegu vísitölur, sem reiknaðar eru fjórum sinnum á ári eftir verðlagi í júní, september, desember og mars, og taka gildi fyrsta dag næsta mánaðar. Vísi- tölur fyrir aðra mánuði en hina lögboðnu útreikningsmánuði skipta hér ekki máli, segir í frétt frá Hagstofunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.