Morgunblaðið - 21.08.1985, Blaðsíða 27
MORGUNBLADiÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 1985
27
Short komst bakdyrameg-
in í áskorendakeppnina
Skák
Margeir Pétursson
ÞEGAR þrjár umferðir voru til
loka á millisvæðamótinu í Biel
höfðu áreiðanlega allir afskrifað
þann möguleika að hinn tvítugi
enski stórmeistari, Nigel Short,
kæmist áfram, nema e.t.v. hann
sjálfur. Þá var hann í sjöunda sæti
og þurfti að vinna upp eins og hálfs
vinnings forskot keppinauta sinna
til að eiga möguleika á einu af
efstu sætunum fjórum. En í lok
mótsins gekk allt eins og í lyga-
sögu hjá Englendingnum. Hann
vann tvo af efstu mönnum, þá Van
der Wiel og Torre og í síðustu um-
ferð gekk honum allt í haginn er
Torre tapaði fyrir Sax, en jafntefli
hefði nægt Filippseyingnum til að
komast upp.
Short náði því 4.-6. sæti á
mótinu ásamt þeim Van der
Wiel og Torre og þessir þrír hófu
þegar að tefla tveggja vikna
aukakeppni um eitt sæti á áskor-
endamótinu, þegar aðrir kepp-
endur héldu heim. Flestum þótti
Short sigurstranglegastur, hann
tefldi mun betur en hinir tveir í
lok mótsins og að auki hafði
hann bezt stig úr aðalmótinu,
þannig að honum nægði að deila
efsta sætinu í aukakeppninni til
að komast áfram.
En strax í fyrstu umferð
hennar náði Van der Wiel að
hefna sín á Short, þannig að aft-
ur var Englendingurinn kominn
í þá aðstöðu að þurfa að vinna
upp forskot keppinautar síns.
Það tókst honum, því hann vann
allar þrjár skákir sínar gegn
Torre, og annað tap fyrir Van
der Wiel í lokin breytti engu, því
Hollendingurinn fékk aðeins
einn vinning úr þremur viður-
eignum sínum við Torre.
Úrslit aukakeppninnar urðu
því þau að þeir Van der Wiel og
Short hlutu 3 VSs vinning hvor, en
Torre rak lestina með 2 vinn-
inga. Innbyrðis úrslit í keppn-
inni eru athyglisverð og sýna
hversu afstæður skákstyrkleiki i
raun og veru er: Van der Wiel —
Short 2% — xk, Short — Torre
3—0, Torre — Van der Wiel
2-1.
Short komst því áfram vegna
hagstæðari stiga en Van der
Wiel í millisvæðamótinu sjálfu.
Að sjálfsögðu er Englendingur-
inn vel að sætinu kominn með
þessari gífurlegu baráttuhörku,
en samt er ekki hægt annað en
að hafa samúð með hinum
tveimur, sem lengi vel virtust
hartnær öruggir um að komast
áfram. Torre var í efsta sæti
ásamt Vaganjan þegar þrjár
umferðir voru til loka milli-
Van der Wiel vann Short 2V4 — Vt
í aukakeppninni, en það dugði
ekki til.
svæðamótsins, en hlaut aðeins
hálfan vinning á endasprettin-
um. Van der Wiel tefldi allra
manna skemmtilegast á mótinu
og vann hug og hjörtu áhorf-
enda, en i lokin virtist sem
spennan hefði slæm áhrif á hann
og tapskákina gegn Short í síð-
ustu umferð tefldi hann illa.
Van der Wiel má samt eiga
það að í aukakeppninni hristi
hann af sér slenið og burstaði
Short. Að vinna aðalkeppinaut-
inn 2'k — ‘k, en falla út vegna
óhagstæðari stiga verður að
flokkast undir meiri háttar
óheppni. Við skulum lita á þriðju
skák þeirra Van der Wiel og
Shorts úr aukakeppninni:
Hvítt: Van der Wiel (Hollandi)
Svart: Short (Englandi)
Rússnesk vörn
1. e4 — e5, 2. RÍ3 — Rf6, 3. Rxe5
— dfi, 4. Rf3 — Rxe4, 5. d4 — d5,
6. Bd.'t — Be7, 7. (H) — Rc6, 8. c4
Þessi leikur naut mikilla vin-
sælda fyrir einni öld og er nú
aftur kominn í tísku.
8. — Rb4, 9. cxd5 — Rxd3, 10.
I)xd3 — I)xd5, 11. Hel — Bf5, 12.
Rc3 — Rxc3, 13. Dxc3 — Be6!
Þekkt gildra er 13. — c6?, 14.
Bh6! - gxh6, 15. He5 - Dd7,16.
Hael — Be6,17. d5.
14. He5
I 3. einvígisskák Hiíbners og
Smyslovs í Velden 1983 þáði
hinn fyrrnefndi peðsfórnina: 14.
Dxc7 - Bd6, 15. Dc2 - 0-0, 16.
Bd2 - Bf5, 17. Db3 - Dxb3, Í8.
axb3 — f6 með bótum fyrir peð-
ið.
14. — Dc6, 15. Del
Nú hótar hvítur 16. d5 og 15.
— Hd8 er svarað með 16. Bg5.
Svartur verður því að langhróka.
15. — 0-0-0, 16. Bg5
Að öðrum kosti leikur svartur
16. — Bd6 og stendur vel.
16. — Bxg5, 17. Hxg5 — Bd5, 18.
Re5 — Db6, 19. Hxg7
Það þýddi auðvitað ekkert að
bíða átekta. Þá stæði svartur vel
að vígi vegna staka peðsins á d4.
19. — Hhg8!, 20. Hg3 — Dxb2, 21.
Hdl — Hxg.3, 22. hxg3 — Bxa2?!
Þarna spennir Short bogann
of hátt. Ekki sízt með tilliti til
stöðunnar í keppninni hefði
hann átt að leika 22. — Kb8 og
skákin er u.þ.b. í jafnvægi. Eftir
peðsránið nær Hollendingurinn
sókndjarfi að hrifsa til sín frum-
kvæðið.
23. Da5! - Kb8
E.t.v. hefur Short yfirsést að
23. — Hxd4 gengur ekki vegna
24. Rd3 - Dc2, (eða 24. - Hxd3,
25. Df5+) 25. Hcl.
24. Rd3! - I)b3, 25. Hcl
Hótar bæði 26. Dxc7+ og 26.
Rb4.
25. - b6, 26. De5 — Hc8, 27. Rf4!
Tekur e6- og d5-reitina af
svörtum. Menn svarts standa nú
hver öðrum afkáralegar.
27. - Db2, 28. Hc6 — Kb7, 29.
Kh2! - Dxf2
Auðvitað ekki 29. — Kxc6? 30.
d5+ og vinnur drottninguna.
30. Rd3 — Dd2, 31. De4 — Kb8,
32. Re5 — Hd8
33. Rd7+! — Kc8, 34. Hd6! og
svartur gafst upp. Það verður að
segja Short til hróss að hann lét
þetta slæma tap ekkert á sig fá.
Hann vann Torre strax daginn
eftir og það dugði.
<
Atvinnumál aldraðra
— eftir Hrafn
Sæmundsson
Árið 1982 gáfu heilbrigðisyfir-
völd út ávarp í tilefni af alþjóða-
heilbrigðisdeginum 7. apríl það ár.
Þetta ávarp bar yfirskriftina
„Gæðum ellina lífi“.
Dr. Jón Sigurðsson, fyrrverandi
borgarlæknir, tók þetta ávarp
saman með hliðsjón af gögnuni
Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar.
í þessu ávarpi er að finna eftirfar-
andi kafla um öldrun:
„Öldrun er eðlilegur þáttur í lífi
manna, en breytingar, sem henni
fylgja, eru ekki einvörðungu í lík-
ama heldur einnig í hugarfari.
Komið hafa fram hugmyndir um,
að í vændum séu grundvallar-
breytingar í sinni aldraðra. Þeir
eru í auknum mæli farnir að líta á
sig sem einstaklinga með marg-
breytilegar þarfir sem aðrir þjóð-
félagsþegnar. Þeir sætta sig ekki
við að vera álitnir eldri en þeim
sjálfum finnst þeir vera, una því
ekki að vera álitnir sérstakur hóp-
ur, sem haldinn er kvillum, sem
ekki verður gert við, hópur sem
kominn er á grafarbakkann, ófær
til ástarlífs, ófær um að sjá um sig
sjálfur, hvað þá um aðra. Aldraðir
benda á, að þegar tækifæri hafi
gefist, hafi þeir margsinnis sýnt
fram á, að þeir geta skilað góðu
Afmæli
í DAG, 21. ágúst, er sextug Rósa
Anna Bjarnadóttir, Vallartúni 6,
Keflavík. Hún ætlar að taka á
móti gestum nk. laugardag, 24.
þ.m.
dagsverki og þar með þjóðfélaginu
talsverðum arði og þannig verið
nýtir þjóðfélagsþegnar, þeir hafa
jafnvel í einstökum tilvikum unn-
ið afreksverk, t.d. á sviði lista og
vísinda."
Hér kemur raunar fram í hnot-
skurn sú viðhorfsbreyting sem nú
er að verða á félagslegum og
heilsufarslegum þætti öldrunar.
Þarna eru túlkuð viðhorf hinna
öldruðu sjálfra og þetta viðhorf
kemur ætíð fram í einhverri mynd
þegar talað er við fullorðið fólk.
Þó að þetta mál hafi margar
hliðar, eru þó vissir þættir þess
sem brenna á fullorðnu fólki öðru
fremur. Hér er m.a. um að ræða
skort á vinnu og heppilegum verk-
efnum fyrir fólk á lífeyrisaldri og
vanda margra að nýta vaxandi fri-
tíma. Þessir tveir þættir eru
greinar á sama meiði. Atvinnumál
og tómstundamál þeirra sem lokið
hafa starfsævi sinni á almennum
vinnumarkaði eru oft sami hlutur-
inn.
Allir sem til þekkja, eða hafa
einhver afskipti af atvinnumálum
almennt, vita um þá gífurlegu þörf
sem er á heppilegri vinnu fyrir
ellilífeyrisþega. Ég leyfi mér að
fullyrða að fáir þjóðfélagshópar
séu skildir eftir í jafn lausu lofti
og þetta fólk.
Það er beinlínis yfirþyrmandi
að heyra nánast á hverjum degi
sögur þessa fólks. Að fylgjast með
því hvernig kjarkurinn minnkar,
hvernig vonleysið fer vaxandi og
hvernig beiskjan grefur um sig og
hvernig heilsunni hrakar.
I mörgum tilvikum er hér ekki
um peningamál að ræða nema að
litlu leyti. Það er hinsvegar sú
höfnun sem fólk upplifir. Það van-
þakklæti sem fólk telur sig finna.
Það er verið að hafna einstakl-
ingnum. Henda honum eins og
brunninni eldspýtu.
Hvað varðar atvinnumál full-
orðins fólks hafa íslendingar haft
nokkra sérstöðu meðal þjóðanna.
Fram undir þennan dag hafa
flestir íslendingar sem eru heilsu-
hraustir á ellilífeyrisaldri fengið
að halda áfram að vinna meðan
starfsorkan hefur leyft. Þetta er
að breytast og á örugglega eftir að
breytast meira. Harðari sam-
keppni og nýtt skipulag í fyrir-
tækjum og breyttir atvinnuhættir
Hrafn Sæmundsson
„Allir sem til þekkja,
eða hafa einhver af-
skipti af atvinnumálum
almennt, vita um þá gíf-
urlegu þörf sem er á
heppilegri vinnu fyrir
ellilífeyrisþega.“
m.a. vegna aukinnar tæknivæð-
ingar, verða til þess að fólki er í
vaxandi mæli ýtt út af vinnu-
markaði 67 ára eða jafnvel fyrr.
Víða er þó enn reynt að hafa
sveigjanleika til 70 ára aldurs.
Þetta nægir þó ekki í mörgum til-
vikum og algengt er að fólk á þess-
um aldri sem býr við góða heilsu
hafi nokkra eða verulega starfs-
orku jafnvel áratug eftir að lög-
boðnum ellilífeyrisaldri er náð.
Það þarf að finna verkefni fyrir
þetta fólk. Og það er augljóst I
Ijósi þróunarinnar að það verður
ekki lengur gert nema að litlu
leyti inni á hefðbundnum almenn-
um vinnumarkaði.
Hér verður annað að koma til.
Það þarf að finna nýjar leiðir. Það
þarf að hugsa. Það þarf að finna
nýjar hugmyndir og framkvæma
þær.
Eins og áður er sagt telur margt
fullorðið fólk, ellilífeyrisþegar, að
peningar skipti ekki öllu máli.
Þetta fólk segir að ef það fengi
eitthvert starf, lítið hlutastarf,
sem væri þó arðbært, þjónaði
þessi vinna ekki síður félagslegri
þörf. Margt fullorðið fólk býr við
verulega einangrun. Lítið hluta-
starf myndi í mörgum tilvikum
rjúfa þessa einangrun. Slíkt starf
gæfi deginum tilgang. Það þarf að
fara út og á vinnustað og þar hitt-
ast fleiri. Og vel að merkja þá er
einangrun fullorðins fólks ekki
alltaf bundin við að það búi eitt.
Fullorðið fólk getur hæglega ein-
angrast inni í fjölskyldum ef það
hefur ekkert hlutverk.
Og það kemur fleira til. Þó að
peningamál séu kannski ekki aðal-
atriði þá skipta þau máli. í fyrsta
lagi býr margt fullorðið fólk með
óskerta tekjutryggingu við þröng-
an kost. í öðru iagi kemur sú staða
oft upp að litlar tekjur, frá lífeyr-
issjóði eða öðrum aðila, verða til
þess að jafnvel Htilsháttar kaup
fyrir vinnu ellilífeyrisþega skerðir
tekjutrygginguna. Þá fer þetta
fólk að vinna kauplaust eða kaup-
lítið, og það er ekki gott, bæði
vegna fjárhagsins og sjálfs-
virðingarinnar.
Þetta er raunar sama vandamál
og öryrkjar eiga við að glíma. Það
þarf að fá siðferðilegan botn í
þetta.
Mikið er talað um fyrirbyggj-
andi starf. Það starf sem beinist
að því að gera elli sem besta, sem
beinist að því að þau skörpu skil
þurfi ekki að verða á ævinni, sem
þau tímamót að hætta vinnu,
bjóða upp á, slíkt fyrirbyggjandi
starf hlýtur að skila heilladrjúg-
um árangri.
Þetta starf á auðvitað að vinna í
sameiningu af því fólki sem orðið
er fullorðið og stjórnvöldum,
sveitarfélögum og aðilum vinnu-
markaðarins. Og heilladrýgst yrði
trúlega að fólk, einstaklingar og
samtök byrjuðu að vinna að þessu
verkefni áður en það er komið á
algert óefni.
Fólk sem er á miðjum aldri,
hvar sem það er starfandi í þjóð-
félaginu, á að hugsa um þessi mál.
Við ættum að hafa eina staðreynd
í huga. Það eldast allir. Það ætti ef
til vill ekki að þurfa þessa brýn-
ingu. En lögboðinn ellilífeyrisald-
ur nálgast óðum þá kynslóð sem
nú stendur í blóma Hfsins. Og eins
og nú er háttað er engin elsku
mamma þegar fólk fer úr starfi.
Höfundur er atvinnumálafulltrúi í
Kópavogi.
Moiyunblaðið/J.S.
Sigurður G. Daníelsson við eitt
verka sinna.
Málverka-
sýning á
Blönduósi
Blönduósi, 18 igúsL
SUNNUDAGINN 11. ágúst
opnaði Sigurður G. Daníelsson
sína fyrstu málverkasýningu á
Hótel Blönduósi og sýnir þar 18
olíumálverk, mestallt landslags-
myndir. Flestar myndirnar eru
málaðar á þessu ári.
í hugum Austur-Húnvetn-
inga er Sigurður þekktastur
fyrir tónlistarstörf sín enda er
hann tónmenntakennari,
kirkjuorganisti og kórstjóri á
Blönduósi. Það eru þó allmargir
Austur-Húnvetningar sem
þekkja Sigurð af myndmennt
hans því hann hefur lítilsháttar
fengist við að festa stórbrotn-
ustu andlit sýslunnar á blað.
í stuttu spjalli við Morgun-
blaðið sagði Sigurður að mynd-
listaráhugi sinn væri ekki nýr
af nálinni. Frá barnæsku hefði
tilhneigingin til að teikna verið
fyrir hendi. Nám í myndlist-
arskólanum t Reykjavík og nám
við myndlistarbréfaskóla Her-
mods í Svíþjóð ásamt fimm ára
kennslu í teiknun væri sú und-
irstaða sem þessi sýning væri
byggð á.
Um eitt hundrað manns eru
búnir að sjá sýninguna en hún
mun standa til mánaðamóta.
Allar myndirnar á sýningunni
eru til sölu.
iS.