Morgunblaðið - 01.09.1985, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.09.1985, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER 1985 Bandaríkjamarkaður: Karfafrysting 50 % minni en í fyrra — aflinn fyrstu 6 mánuðina 62,5% af aflanum á sama tímabili síðasta árs FRAMLEIÐSLA á frystum karfa fyrir Bandaríkjamarkaö hjá SH og Sam- bandinu er nú um 50% minni en á sama tima í fyrra. Nemur samdrátturinn talsvert meiru en samdráttur í veiðum milli þessa árs og síðasta, en fyrstu 6 mánuói ársins var karfaaflinn aóeins 62,5% af því, sem hann var á sama tíma í fyrra. Mikil aukning hefur verið á frystingu karfa fyrir Japansmarkað og talsvert hefur verið flutt út ferskt, bteði með skipura, gámum og flugi. Karfaaflinn fyrstu 6 mánuði ársins nam 40.500 lestum, en var 64.800 árið áður og 65.500 1983. Þessum mismun veldur fyrst og fremst mun meiri sókn í þorsk á þessu ári en hin árin og ennfrem- ur óttast menn að karfastofninn sé á niðurleið. GERT er ráð fyrir að framkvcmdar verði 100—120 hjartaskurðaðgerðir árlega á Landspítalanum þegar hjarta- skurðbekningadeildin tekur til starfa hér á landi nssta vor. Hópur lækna og hjúkrunarfólks er á rörum til Uppsala í Svíþjóð til þjálfunar og búið er að panta hjarta-lungnavél, sem nauðsyn- leg er til slíkra aðgerða, að sögn Dav- íðs Á. Gunnarssonar aðstoðannanns beilbrigðisráðberra. Þann 24. ágúst síðastliðinn nam karfafrysting hjá frystihúsum Sambandsins 4.290 lestum, sem er 21% minna en á sama tíma í fyrra. Á Bandaríkjamarkað hafa verið frystar um 750 lestir, sem er um 50% minna en á sama tíma á síðasta ári. Á Rússlandsmarkað starfsbræðrum sínum ekkert að baki. Við eigum hér til dæmis sér- fræðinga í heilaskurðlækningum, sem standa mjög framarlega.“ Davíð sagði að um 20 manna hóp- ur lækna og hjúkrunarfólks kæmi til með að tengjast starfsemi deild- arinnar, en reiknað væri með 11—12 nýjum störfum vegna þessarrar starfsemi. hafa verið frystar 2.200 lestir, sem er heldur minna en í fyrra, og tæpar 1.000 lestir fyrir markað i Japan. Sigurður Markússon, fram- kvæmdastjóri Sjávarafurðadeild- ar Sambandsins, sagði í samtali við Morgunblaðið, að nokkuð jafn- ræði væri með þessum mörkuðum. Hins vegar virtist framleiðsla á Rússlandsmarkaðinn koma bezt út fyrir framleiðendur, hún væri þægileg í vinnslu og fljótunnin. Þeirri framleiðslu væri nú lokið, þar sem kvóti Sambandsfrystihús- anna á Rússland væri fylltur. Frystihús innan SH hafa fryst um 10.000 lestir af karfa það sem af er árinu og hafa einnig lokið við að framleiða upp í Rússlandskvóta sinn. Alls hafa á þessu ári verið frystar um 6.000 lestir af karfa fyrir Rússa, sem er um 18,5% minna en á sama tíma í fyrra. Fyrir Bandaríkin hafa verið fryst- ar um 2.000 lestir, sem er 55% minna en á sama tíma í fyrra. Frystihús innan SH hafa fryst um 1.100 lestir fyrir Japan, en á sama tíma í fyrra nam frysting á þann markað aðeins 80 lestum. Stjórnendur íslenzku fisksölu- fyrirtækjanna í Bandaríkjunum hafa lýst yfir ótta um markaðstap vegna þessarar þróunar og hvatt framleiðendur hér heima til að auka framleiðslu sina. Hjartaskurðlækningar hefjast í vor: Rúmlega hundrað aðgerðir árlega Morgunblaðið/JS. „Vinatréð" afhent á aðalfundi Skógræktarfélagsins AÐALFUNDUR Skógræktarfélags íslands er nú haldinn á Blönduósi. Á fundinum, sem hófst á föstudag, afhenti Niels Lauritz Dahl, sendi- herra Noregs á íslandi, Jónasi Jónssyni búnaðarmálastjóra og fyrrver- andi formanni Skógræktarfélagsins „Vinatréð**, en þessi viðurkenning er veitt ýmist Norðmanni eða fslendingi, sem unnið hefur að skógrækt- armálum í samskiptum landanna á því sviði. Fram til þessa hafa slikar skurð- lækningar á Islendingum aöallega verið gerðar í Bretlandi, en nokkrar i Bandaríkjunum, og hefur Trygg- ingarstofnun ríkisins staðið straum af kostnaðinum við þær. Davíð sagði að það væri fjárhagslega hagkvæm- ara að framkvæma þessar skurðað- gerðir hér heima, auk þess sem það gerði mögulegt að fylgjast með þróun nýrrar tækni við lækningar á æðaþrengslum, eða æðablástri, sem mjög er að ryðja sér til rúms. „Forsenda þess að hægt sé að blása æðar hérlendis er að hafa hjartaskurðlækningadeild til stað- ar, svo hægt sé að taka sjúklinga ■ strax á skurðarborðið ef á þarf að halda,“ sagði Davíð. Davíð var spurður hvort 100—120 aðgerðir árlega væri nægur fjöldi til að halda starfsliði slíkrar skurð- stofu í góðri þjáfun. „Ég kvíði engu í því efni,“ sagði Davíð, „öll sérhæfð þjónusta byggir á mikilli sérþekkingu og viö höfum margsýnt það að íslenskir læknar og hjúkrunarfólk stendur erlendum Framleiðendur útflutningsafurða: Fái afurða- og rekstrarlán í fleiri gialdmiðlum en SDR MATTHÍAS Á. Mathiesen viðskiptaráðherra hefur mælst til þess við Seðlabanka íslands að gerðar verði ráðstafanir sem stuðli að því að framleiðendum útflutningsvara verði gefinn kostur á að fá afurða- og rekstrarlán í öðrum gjaldmiðli en SDR. „Mér hefur verið ljóst að fram- eðlileg og hef látið athuga með leiöendur útflutningsafurða hafa óskað eftir því að geta valið um gjaldmiðil þegar þeir eru að veðsetja afurðir sinar. Mér hefur fundist þessi ósk þeirra afar hvaða hætti staðið yrði að slíku,“ sagði Matthías Á Mathiesen er Morgunblaðið spurði hann um gang þessara mála. „Það þótti hins vegar rétt að bíða með að þessi breyting yrði gerð þangað til viðskiptabankarnir hefðu yfirtekið endurkeyptu afurða- og rekstarlánin frá Seðlabank- anum. Það er vitaskuld mikið hags- munamál fyrir útlytjendur að hafa slíkt val og geta samræmt gjaldmiðil afurðalána þeim gjaldmiðli sem varan er svo seld Bátaflotinn: Yfirmönnum með undanþág- ur hefur fækkað um 35 % Um 250 afla sér réttinda fyrir áramót • Skipstjórnarmönnum og vélstjórum sem hafa starfað á undanþágum hefur fækkað verulega miðað við sl. ár eftir að mjög var hert á undan- þáguveitingum, en miðað við sl. ár hefur undanþágum meðal skipstjórnar- manna fekkað um 33%og vélstjóra um 38%. Að sögn Magnúsar Jóhann- essonar siglingamálastjóra, formanns undanþágunefndar, kvaðst hann telja að meginástæðurnar fyrir þessari breytingu væru allverulega hertar reglur um undanþágur ma væri nýjum mönnum ekki veitt undanþága. Nú væri að öllum líkindum vélstjóraréttindi ánámskeiðum. ekki sótt um undanþágur nema að menn ætluðu að nota réttind- in, þv( nú þarf að greiða 1000 kr. fyrir hvern mánuð á undanþágu, en áður fengu margir undanþágu án þess að nota þær í reynd. Þá kvað siglingamálastjóri að um 80 menn hefðu á þessu ári öðlast Sagði Magnús að fyrir lægju umsóknir að minnsta kosti 100 manna á vélstjóranámskeið í haust og þeim gæti fjölgað, manna sem flestir hefðu verið á undanþágum. Þá kvað hann mikinn áhuga vera fyrir nám- skeiðum skipstjórnarmanna sem nú væru að hefjast og væri útlit fyrir að tugir manna sæktu fyrstu námskeiðin. Á siðasta vél- stjórnarnámskeiðinu fékk hver maður að meðaltali 40 þús. kr. í styrk tii þess að öðlast full rétt- indi en upphæöin fer eftir fjöl- skyldustærð. Komið var í mesta óefni meö fjölda undanþágu- manna og voru slik réttindi frem- ur regla en undanþága. t júnílok höfðu undanþágu- nefndinni borist 970 umsóknir fyrir árið 1985 vegna yfirmanna á skipum, alls 813 menn, þar af 273 til skipstjórnar og 540 til vélstjórnar. Nefndin hafði þá samþykkt 635 undanþágur, þ.e. til 211 skipstjóra og 424 vél- stjóra. Á sama tímabili í fyrra voru veittar undanþágur til 316 skipstjóra og 681 til vélstjóra. Undanþágugjöld renna í sér- stakan styrktarsjóð fyrir þá sem vilja öðlast réttindi og frá ára- mótum var búið að innheimta 3,7 millj. kr. í styrktarsjóðinn, en á timabilinu var undanþágunefnd- in búin að veita námsstyrki að upphæð 700 þús kr. Sfðustu vélstjóranámskeiðin verða á vorönn næsta ár en miðað er við að undanþágur verði ekki veittar eftir það. Námskeið fyrir skipstjóraréttindi verða framávorönn 1987 á. Til þess stendur sú breyting sem framundan er. Ég hefi beint þeim tilmælum til Seðlabankans að hann taki þessi mál upp við viðskiptabankana og gerðar verði ráðstafanir til þess að framleiðendum gefist kostur á afurða- og rekstrarlánum vegna útflutningsins í öðrum gjald- miðli en hinum svokallaða SDR. Ég vonast til þess að þetta verði til hagræðis fyrir útflytj- endur. Um síðustu mánaðamót var reglum um gjaldeyri breytt og framleiðendum útflutnings- vara veitt heimild til að leggja hluta af andvirði afurða sinna inn á gjaldeyrisreikning í ákveð- inn tíma og geta með því mætt erlendum kostnaði sem þeir verða fyrir án þess að eiga von á að gengishreyfing geti valdið þeim auknum kostnaði," sagði viðskiptaráðherra að lokum. Þyrla sótti sjúkan mann í Þórsmörk ÞYRLA frá varnarlióinu á Keflavík- urflugvelli fór I sjúkraflug í Þórs- mörk í gærmorgun. Beiðni um að fá þyrluna barst um kl. 10.00, en maður sem staddur var í Þórsmörk hafði veiktst alvar- lega. Læknirinn á Hvolsvelli var sóttur og fór hann með þyrlunni í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.