Morgunblaðið - 01.09.1985, Blaðsíða 65
MORGUNBLAPIÐ, SUNNUDAGUR l. SEPTEMBER 1985
65 c
Hann sagði að farþegarnir
hefðu ekki vitað hvort þeir ættu
að sitja, standa eða færa sig þegar
eldurinn kom upp. Slökkviliðs-
menn hefðu komið mjög fljótt á
vettvang, en eldurinn verið jafnvel
enn fljótari að breiðast út.
„Reykjarmökkurinn i flugvél-
inni var svo þykkur að hún var
kolsvört að innan," sagði einn af
starfsmannaslökkviliðsins á
flugvellinum, Harold Jones.
Minnstu munaði að tveir slökkvi-
liðsmenn, sem komust inn í far-
þegaklefann, þeyttust strax út aft-
ur vegna sprengingar í súrefnis-
hylki.
„Ef þeir hefðu farið nokkrum
metrum lengra inn í flugvélina
þegar hylkið sprakk kynnu þeir að
hafa látizt," sagði Jones. „Þegar ég
heyrði sprengingu hrópaði ég til
þeirra og skipaði þeim að snúa við.
Síðan varð önnur sprenging og
þeir þeyttust út.“
Að sögn Jones leið hálf mínúta
frá því neyðarkall barst og þar til
hafizt var handa um að úða froðu
á flugvélina, sem var 200 metra
frá slökkviliðsstöðinni. Eldur í
eldsneyti, sem lak úr flugvélinni,
var slökktur á tæpri mínútu með
froðu, en það tók 10—15 mínútur
að slökkva eldinn í farþegaklefan-
um.
Flugfreyja við opnu dyrnar ýtti
einum þeirra sem af komust, Just-
in Milne, út. „Þegar ég reis á fætur
var ég ringlaður og leit í kringum
mig,“ sagði Milne. „Nokkrir tugir
farþega höfðu þá forðað sér út úr
flugvélinni.
Eg sá vin minn og við stigum
upp í rútuna. Meðan ég beið sá ég
sprengingarnar. Eldurinn læsti
sig um alla flugvélina og stélið
datt af. Ég var dasaður — þetta
var eins og að horfa á sjónvarp."
Flugfreyjan sem hjálpaði hon-
um, Joanna Toff, dró nokkra aðra
farþega út úr flugvélinni og ýtti
öðrum út til að bjarga lífi þeirra.
Hún lét sem hún heyrði ekki þegar
hún var hvött til að forða sér frá
vítislogunum.
Troðfull vél
Frásagnir farþeganna hafa vak-
ið ýmsar spurningar, t.d. hvort
farþegarnir hafi ekki verið of
margir og sætin of mörg með
hliðsjón af öryggi.
í flugvélinni voru eins mörg
sæti og leyfilegt var. í venjulegum
Boeing-737-flugvélum eru notuð
115 sæti í áætlunarflugi, en í
leiguflugi er bætt við 15 sætum. f
flugvélinni, sem fórst í Manchest-
er, voru 129 farþegar.
í rannsókn slyssins verður spurt
að því hvort of mörgu fólki sé
troðið 1 farþegaflugvélar, hvort
aðferðum við að flytja fólk úr
flugvélum þegar hættu ber að
höndum er ábótavant og hvort
reglur um handfarangur séu nógu
strangar. Einnig verður spurt
hvort eldhætta stafi af efninu í
sætunum og hvort flugvélabenzín-
ið, sem notað er, sé of eldfimt.
Flugvallarstjórinn, G.L.
Thompson, sagði að slökkviliðs-
Brunnið flak farþegaþotunnar eftir sprenginguna í hreyflinum.
mennirnir hefðu aldrei séð eld
breiðast eins hratt út.
Komið hefur í ljós að slökkvi-
liðsmennirnir höfðu ekki nægar
birgðir af froðu til að kæfa eldinn.
Greiðlega gekk að að slökkva eld-
inn í vinstra hreyflinum og stélinu
og í benzínspollinum umhverfis
flugvélina og gera þannig farþeg-
unum kleift að komast undan.
En þegar farþegarnir forðuðu
sér úr flugvélinni gaus aftur upp
eldur. Froðu var úðað á bálið og
eitthvað fór á nokkra farþega.
Eldurinn var slökktur í annað
sinn, en blossaöi upp aftur.
Þá var öll froða slökkviliðsins á
flugvellinum á þrotum og slökkvi-
liðsmennirnir urðu að nota hand-
slökkvitæki til að reyna að bjarga
þeim 54 farþegum, sem enn voru
inni í flugvélinni.
Fimm mínútur liðu áður en liðs-
auki barst frá slökkviliði Stór-
Manchestersvæðisins. Þegar hann
var kominn liðu enn tíu mínútur
áður en allur eldurinn var kæfður.
Froðubirgðir slökkviliðsins voru
um 50% meiri en reglur segja til
um. Ef það hefði aðeins haft lág-
marksbirgðir hefði ástandið orðið
ennþá alvarlegra.
Átján menn eru í slökkviliðinu á
flugvellinum og þeir hafa aldrei
áður þurft að glíma við neyðar-
ástandi sem þetta. Yfirvöld segja
að ef það hefði tekið flugstjórann
lengri tíma að fá flugvélina til að
nema staðar og ef engir flugvall-
arstarfsmenn hefðu beðið hennar
við öllu búnir hefði enginn komizt
lífs af.
Dularfull bilun
Flugvélin var með 15.000 lítra af
eldsneyti i geymum í vængjunum
og í einum geymi undir skrokkn-
um. Brot frá hreyflinum, sem
sprakk, rifu geyminn á vinstra
vængnum og hundruð lítra af
steinolíu skvettust á afturhluta
flugvélarinnar.
Að sögn Sunday Times varð dul-
arfull bilun í hreyflinum þegar
flugvélin kom frá Aþenu kvöldið
áður en slysið varð. Flugvélin var í
viðgerðaskýli um nóttina.
Blaðið segir að við rannsókn
slyssins sé gert ráð fyrir að óstöð-
ugt streymi eldsneytis kunni að
hafa átt þátt í sprengingunni í
brunaholinu. Mælir, sem sýnir
hitastig útblásturs, virðist hafa
verið óstöðugur og það gefur til
kynna að eitthvað hafi verið að
hreyflinum.
Nú hefur British Airways
ákveðið að leggja fjórum þótum,
sem eru búnar Pratt & Whitney
JT8D-hreyflum, meðan skoðun á
þeim fer fram.
Stórar sprungur fundust í
brunaholi hreyfla á sex Boeing-
737-flugvélum, sem voru skoðaðar
í kjölfar flugslyssins. Eyðing í
brunaholi virðist hafa valdið
ofhitun á ytra málmbyrði holsins.
Rannsókn á fleiri Boeing-737-
flugvélum hefur leitt í ljós hreyf-
ilskemmdir og sprungur, þótt ekki
sé nákvæmlega vitað hvað olli bil-
uninni í brennsluholinu.
Rannsóknin varð til þess að flug
óskoðaðra flugvéla með slíkum
hreyflum í Bretlandi var bannað.
Bannið nær einnig til Boeing-727-
flugvéla og DC-9-flugvéla, sem eru
búnar hreyflum frá Pratt &
Whitney.
Jafnframt hefur bandaríska
flugmálastjórnin (FAA) fyrirskip-
að skoðun á um 2.000 hreyflum af
gerðinni Pratt & Whitney JT8D-
15 með svipuðu brennsluholi og í
hreyflinum, sem brotnaði á flug-
vellinum í Manchester, til þess að
Mark Tatlock (isamt móður sinni
( sjúkrahúsi); slapp með skrámur.
Debra Walley: „Við héldum að
allt yrði í lagi.“
(tlr Observer)
Hreyflllinn, sem var af gerðinni Pratt & Whitney JT8D, sprakk á viðkvæm-
asta stað: rétt hjá vængnum. Stórt gat kom á eldsneytisgeyminn á vængnum.
Hundruð lítra af flugvélabenzíni streymdu yflr hreyfilinn, flugvélarskrokk-
inn og á jörðina.
afstýra að svipuð sprenging og þar
varð endurtaki sig. Skoðunin nær
til mörg hundruð flugvéla.
Hreyfillinn Pratt & Whitney
JT8D knýr ekki aðeins Boeing-
737-þotur, heldur einnig
Boeing-727 og DC9-þotur
McDonnell Douglas-flugvélaverk-
smiðjanna. Rúmlega 12,000
hreyflar eru í notkun í heiminum
og tvær af hverjum þremur far-
þegaþotum Bandarikjanna nota
þær.
Ein Boeing-727-þota Flugleiða
er búin hreyfiltegundinni Pratt &
Whitney JT8D-15 og Boeing-737-
þota Arnarflugs er búin tegund-
inni JT8D-9A. Starfsmenn FAA
hafa lagt áherzlu á að skoðunin
Justin Milne: flugfreyja
bjargaði honum.
nái aðeins til tegundarinnar
JT8D-15., sem er með sams konar
brennsluhol og var í hreyflinum,
sem brotnaði í Manchester.
Þetta er önnur rannsóknin á
slíkum hreyflum á stuttum tíma.
Fyrir tíu mánuðum fyrirskipaði
Pratt og Whitney leynilega rann-
sókn á hreyflinum í Bandaríkjun-
um. Hún var fyrirskipuð vegna
gruns um bilun í skífu, sem heldur
saman hverflum eða túrbínum, en
lítið virðist gert úr því atriði nú.
Ákveðið var að rannsaka þetta
vegna þess að hverfilskífur í sjö
Pratt & Whitney hreyflum höfðu
bilað síðan 1981. í Bretlandi og
víðar hefur orðið vart bilunar í
hverfilskífum í öðrum tegundum
hreyfla og þeir hafa verið teknir
úr umferð.
Fyrirtækið Pratt & Whitney
tekur þátt í rannsókn slyssins í
Manchester og segir að enn sem
komið sé bendi ekkert til þess að
hverfilskífan hafi átt þátt í slys-
inu nú. Rúmlega 300 Boeing-737-
flugvélar eru búnar þessari hreyf-
iltegund, þar af 70 í Bretlandi.
Bandarískum flugfélögum var
skipað að gera breytingar á
hreyflinum eftir rannsóknina
fyrir tæpu ári, m.a. á hverfilskíf-
unni. Slíkar breytingar virðast
ekki hafa verið gerðar á hreyflum
af þessari gerð í brezkum flugvél-
um, en afrit af skipun bandarískra
loftferðayfirvalda voru send til
allra landa, þar sem hreyfillinn er
notaður. Bandarísk yfirvöld munu
ekki telja að þessi hluti hreyfilsins
hafi átt þátt f slysinu f Manchest-
er.
Eldsneytis Fyrsti hverfill
Hreyfilhlíf
Annar hverfill
Þurr hluti •
Fyrsta stig
loftþjöppunar
Lágþrýstiþjappa
loftþjöppunar
Háþrýstiþjappa
Brennarar
Þotuhreyfill
(JT8D-15 Turbofan)
— GH tók umu