Morgunblaðið - 01.09.1985, Side 67
MOKGUNBLAEHÐ, SCTNNUDAGUR l. SEPTEMBKR 1985
um Varmárlandsins, melinn sunn-
an við Álafossverksmiðjuna og
nefndi nýbýlið Meltún. Nú hófust
ræktunarstörfin að græða upp ör-
foka mel og þetta tókst á tiltölu-
lega skömmum tima og þar hafa
þau hjón búið notadrjúgu búi en
mestur bústofn var hjá þeim 11
kýr og 40 ær og tvö til þrjú hundr-
uð varphænsni.
Öllum leið vel í návist Eiríks og
til þess var tekið hve natinn hann
var með búfé sitt en það skilaði
honum góðum afurðum og efna-
hagur þeirra fór batnandi. Síðustu
árin fækkaði Eiríkur við sig fén-
aðinn er aldurinn færðist yfir og
nú átti hann aðeins fáar kindur og
hænsni til heimilisnota.
Það þrengist nú óðum að litla
nýbýlinu þeirra Siggu og Eiríks en
hann byggði öll húsakynni sjálfur
og bera húsin vitni hagleik og
smekkvísi þeirra hjóna.
Baráttan á lífsleiðinni var hörð
en kjarkur Eiríks og þeirra beggja
mikill en augljóst er að heilsuleys-
ið var Eiríki fjötur um fót því
fjórum sinnum varð hann að
dvelja á Vífilsstöðum. Aldrei var
kvartað en stöðugt álag vegna
vanheilsu bar Eiríkur svo að fáir
vissu hvað leið. Kjarkur hans og
dugnaður færði honum sigur í
hverri raun, þar til hann féll af
völdum elli kerlingar.
Við samferðafólkið þökkum Ei-
ríki nú á skilnaðarstundinni góða
viðkynningu og hin mörgu farsælu
handtök við fegrun og viðhald
húsakynna okkar á liðnum ára-
tugum. Þessi prúði hæglætismað-
ur sagði fátt en hélt sínu striki í
strangri lífsbaráttu þar til yfir
lauk. Við færum eftirlifandi ætt-
ingjum hans samúðarkveðjur en
minningin um góðan dreng lifir.
Útför hans verður gerð mánu-
daginn 2. september frá Lága-
fellskirkju.
Jón M. Guðmundsson
Þegar Eiríkur Guðmundsson er
allur og kvaddur hinztu kveðju,
þykir okkur við hæfi að minnast
hans nokkrum orðum og þakka
meira en hálfrar aldar kynni,
tengdir, vináttu og samfylgd. Hér
í Bæ er hugur fólks allur á einn
veg þegar Eiríks er minnzt, um
hann á fólk ekki nema góðar og
ánægjulegar minningar. Og römm
var sú taug er tengdi Eirík og Sig-
ríði konu hans heimiíunum í Bæ,
vinátta og velvild sem aldrei bar
neinn skugga á.
Hann mun hafa verið fæddur að
Botni í Súgandafirði 20. maí 1907
og af vestfirzku bergi brotinn,
tvímenningur að skyldleika við þá
þjóðkunnu bræður frá Kirkjubóli í
Valþjófsdal. Það duldist engum,
að Eiríki stóðu styrkir og sterkir
stofnar, svo sem fram kom hvar-
vetna þar sem hann kynnti sig.
Kynni Bæjarfólks af Eiríki hófust
með því, að hann kom sem ungur
maður til þess að setjast á skóla-
bekk við Alþýðuskólann á Hvítár-
bakka haustið 1927, þar sem hann
var við nám í tvo vetur, var eftir
það lítið í sínum heimahögum,
utan að líkindum eitt ár með
frænku sinni og fjölskyldu hennar
að Kirkjubóli. Eftir dvöl sína á
Hvítárbakka var hann við störf
hér um Borgarfjörð og hér kynnt-
ist hann konu sinni, Sigríði Þór-
mundsdóttur frá Bæ. Sú samfylgd
er orðin 55 ára löng nú er Sigríður
sér á bak maka sínum. Það er eft-
irtektar- og eftirbreytnivert,
hvernig hjónaband þeirra ein-
kenndist af friðsemi, ástúð og
virðingu hvors fyrir öðru og sam-
heldni í því að láta góðan anda
rikja og leika um umhverfi sitt og
breytti þar engu þótt segja megi
með sanni, að lífið léki ekki alltaf
við þau, því langdvölum voru þau
sjúklingar, annað eða bæði. Það
sem landsmenn nefndu „hinn
hvíta dauða", berklarnir, barði á
dyr þessara ungu hjóna og mark-
aði líf þeirra og einmitt þau árin
sem margur telur bezt úr ævi
sinni. Slíkt skilur stundum eftir
djúp sár sem fólki gengur mis-
jafnlega að græða. Aldrei varð það
fundið á þeim hjónum, erfiðleik-
arnir hertu þau, styrktu og þrosk-
uðu til betri vegar, til að hlúa að
því sem veikt var og láta gott af
scr leiða. Eiríkur naut þess og
gladdist yfir að sjá og taka þátt í
því að sjá þennan vágest lúta í
lægra haldi fyrir samtökum sjúkl-
inganna sjálfra, sem tóku berkla-
varnir og lækningar meira og
minna í sínar eigin hendur. Afrek
sem er einstætt, a.m.k. hér um
norðurálfu.
Árið 1939 komu þau sér upp
smáhýsi í landi Reykjahvols og
nefndu Hverabakka. Á þeim árum
stunduðu þau vinnu á Álafossi en
1947 byggðu þau nýbýlið Meltún í
Mosfellssveit og hafa búið þar æ
síðan, bæði með kýr, fé og hænsni.
Umhyggjusemi Eiríks var jöfn
fyrir mönnum sem málleysingj-
um. Hún náði lengra en til þeirra
sem bágt áttu og minna máttu sín,
hann var svo elskur að öllum bú-
peningi og húsdýrum, að það var
sem þau hændust að honum. Hirti
hann raunar svo vel um búpening
sinn að til sóma var. Hafði hann
fyrir bragðið ávallt góðan arð af
honum, þótt búskapurinn væri
ekki stór í sniðum. Lifandi áhugi
hans fyrir búskap yfirgaf hann
ekki fram til síðasta dags og eðlið
leyndi sér ekki, hann var íslenzkur
bóndi eins og þeir beztir gerast. í
þessu umhverfi kom Eiríkur sér
afar vel og naut trausts og trúnað-
ar þar sem og annars staðar og
var vinsæll maður. Einstök ljúf-
mennska hans og notalegheit i
framgöngu, þroskað skopskyn,
góðsemi og gestrisni drógu fólk
ósjálfrátt að honum.
Auk þess var hann greindur vel,
naut þess að lesa góðar bækur, um
marga hluti vel að sér, sagði vel
frá og heiðarlega. Eiríkur hafði
augljóslega þegið margar góðar
gáfur að gjöf og lét þær ekki liggja
í vanhirðu en ræktaði þær sjálfum
sér og öðrum til gagns og gæfu og
mun mörgum hafa þótt notalegt
að koma að Meltúni og eiga þaðan
góðar minningar. óhætt er að
segja, að hér í Bæ er Eiríks sakn-
að, hér voru þau hjón bæði au-
fúsugestir. Raunar heyrðist oft í
Meltúni, „við biðjum að heilsa
heim“ eða „hvað er að frétta
heiman frá Bæ“, átthaga- og vin-
áttutaugin var aldrei slitin og
mun ekki slitna. Eiríkur og Sigríð-
ur komu hér síðast seinni hluta
júlímánaðar, það var síðasta för
Eiríks og hann reiknaði ekki með
því, vegna heilsu sinnar, að honum
auðnaðist að koma aftur. Dauðan-
um bjóst hann við og það fyrr en
seinna og var sáttur við. Þann gest
hafði hann oft áður horfst í augu
við af karlmennsku og sigrað en
nú var aldur Eiríks farinn að
vinna með gestinum þeim og það
lagði hann. Þau örlög eru búin öllu
holdi, hvenær kallið kemur vitum
við hins vegar aldrei. Eiríkur
hafði lengi barizt og aldrei bugazt
og haft betur og segir það býsna
vel, hverja persónu hann bar. Þótt
okkur finnist skarð fyrir skildi í
Meltúni, minnumst við Sigríðar og
afkomenda þeirra og Ijúkum þessu
með því að segja: Megi nú Guð
leggja líkn með þraut, blessa þau
og minningu drengskaparmanns.
Kveðja frá Bæjarfólki
+
Konan mín og móöir okkar,
ÞÓRHEIÐUR JÓHANNSDÓTTIR,
Lönguhlíö 21,
Reykjavík,
lést aö morgni föstudagsins 30. ágúst.
Ágúst Eyjólfsson,
Hanna Þ. Ágústsdóttir,
Ólöf Lára Ágústsdóttir.
+
HJÖRTUR LÍNDAL GUNNARSSON
lést þann 13. ágúst sl. Jaröarförin hefur fariö fram.
Þökkum auðsýnda samúö.
Gunnar Baldur Guönason,
Hreindís Elva Siguröardóttir
og systkini hins látna.
+
Sambýliskona mín og móðir okkar,
GUORÚN ANTONSDÓTTIR,
Ásvallagötu 16,
lést í Landakotsspítala 29 þ.m.
Jaröarförin ákveöin síöar.
Guöni Guönason,
Sigríður Gestsdóttir, Guðmundur Gestsson,
Gestrún Gestsdóttir, Erla Gestsdóttir.
+
Eiginmaöur minn, faöir, fósturfaðir, tengdafaöir og afi,
EIRÍKUR E.F. GUOMUNDSSON,
bóndi,
Meltúni, Mosfellssveit,
veröur jarösunginn frá Lágafellskirkju mánudaginn 2. september
kl. 14.00.
Sigriöur Þórmundsdóttir,
Sigurbjörg Eiríksdóttir, Svavar Sigurjónsson,
Sigmar Pétursson, Þrúóur J. Kristjánsdóttir,
Guóný J. Hallgrímsdóttir, Björn Haraldsson
og barnabörn.
+
Eiginkona mín, móöir okkar, tengdamóöir og amma,
LOVÍSA HELGADÓTTIR,
Drekavogi 6,
Reykjavfk,
sem lést 22. ágúst sl. veröur jarösungin frá Fossvogskirkju þriöju-
daginn 3. september kl. 13.30.
Magnús Pálsson,
Helgi Þór Magnússon, Kristin Guömundsdóttir,
Elin Magnúsdóttir, Siguröur Ingimarsson.
Þuriöur Magnúsdóttir.
Barnabörn.
67
+
Utför mannsins míns, fööur, tengdafööur og afa,
ÞORVALDS ÁSMUNDSSONAR,
Hverfisgötu 47, Hafnarfirói,
fer fram frá Hafnarf jaröarkirkju þriöjudaginn 3. september kl. 13.30.
Júlía Valsteinsdóttir,
Henning Þorvaldsson, Steinunn Alfreösdóttir,
Birna Þorvaldsdóttir, Jón Ragnar Jónsson,
Valdis Þorvaldsdóttir, Steinar Haröarson,
Sigurbjartur Þorvaldsson, Sveinsína Jónsdóttir
Guómundur Þorvaldsson, Helga Þóröardóttir
og barnabörn.
Ástkær eiginmaöur minn + faöir okkar, tengdafaöir og afi
ÓSKAR J. SANDHOLT
sem andaöist þann 22. ágúst sl. veröur jarösunginn frá Langholts- kirkju mánudaginn 2. sept. nk. kl. 10.30. Blóm vinsamlegast afþökkuö en þeir sem vildu minnast hans vin- samlegast látiö Krabbameinsfélagið njóta þess.
Þórdís J. Sandholt,
Þórunn Sandholt, Magnús Hilmarsson,
Geröur Sandholt, ivar Þ. Björnsson,
Guöbjörg Sandholt, Jón R. Sígmundsson,
Jens Sandholt, Elín Lára Edwards,
jón G. Sandholt, Katrín H. Reynisdóttir,
Óskar J. Sandholt og barnabörn.
<>
+
Ástkær móðir okkar, tengdamóöir og amma,
DAGMAR GUOMUNDSDÓTTIR,
Skúlagötu 53,
Reykjavík,
veröur jarösungin frá Fossvogskirkju þriöjudaginn 3. september
kl. 15.00. Blóm vinsamlegast afþökkuö, en þeim sem vildu minnast
hennar er bent á Blindrafélagiö.
Auöur Gísladóttir,
Áslaug Gísladóttir,
Jóhannes H. Jóhannesson,
Guömundur Æ. Jóhannsson
og barnabörn.
+
Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför
ÞORBJARGAR STEFANÍU GUÐJÓNSDÓTTUR,
Króki, Garóahverfi.
Ragnheiður Vilmundardóttir,
Gísli Vilmundarson, Sigríöur Stefánsdóttir,
Elín Vilmundardóttir, Stefán Ólafur Jónsson,
Vilborg Vilmundardóttir, Þorsteinn Gíslason,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Innilegustu kveöjur og þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu
okkur samúö og vinarhug viö andlát og útför eiginmanns míns,
fööur, tengdafööur og afa,
HERVARS S. ÞÓRÐARSONAR
frá Súðavík,
Suöurgötu 122,
Akranesi.
Guömunda Eiríksdóttir, börn,
tengdabörn og barnabörn.
+
Innilegar þakkir fyrir auösýnda samuö og hlýhug viö andlát og útför
móöur okkar, tengdamóöur og ömmu,
LILJU Þ. JÓSEFSDÓTTUR,
Birkiteig 4.
Keflavik,
áður til heimilis aö Norðurgötu 25, Sandgeröi.
Ingibjörg Óskarsdóttir, Daniel Arason,
Vilborg Guóný Óskarsdóttir,
Reynir Martensen, Margrét Jónsdóttir
og barnabörn.
t
Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur samúö og hlýhug við
andlát og útför eiginmanns míns, fööur, fósturfööur, tengdafööur,
afa og langafa.
ÞÓRÐAR HJÁLMSSONAR
framkvasmdastjóra,
Skólabraut 22, Akranesi.
Guö blessi ykkur öll. Quövaröardóttir
Birgir Þóróarsson, Þóróur Magnússon,
Sigríður Svavarsdóttir, Halldóra Böövarsdóttir,
Jónína Birgisdóttir, Svava H. Þóröardóttir,
Anna S. Jóhannesdóttir, Jón Þór Þóröarson,
Berglind Þóróardóttir.