Morgunblaðið - 01.09.1985, Page 68

Morgunblaðið - 01.09.1985, Page 68
68 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. SEPTEMBER 1985 ISLENSKIR ATVINNUMENN I KNATTSPYRNU Líður mjög vel hér — segir Siguröur Grétarsson í Sviss „OKKUR hefur gengiö mjög vel þaö sem af er og raunar framar öllum vonum. Viö erum í ööru sæti í deildinni núna eftir fimm umferöir og þaö er mun betra en búist var við,“ sagði Siguröur Grétarsson, sem leikur meö Luz- ern í Sviss. „Ég hef leikiö alla leikina og mér hefur gengiö nokkuö vel, er búinn aö skora tvö mörk. Knattspyrnan hérna er alveg þokkaleg. Ég haföi alltaf heyrt aö hérna væri knatt- spyrnan annars flokks, en mér sýn- ist aö þaö sé hægt aö bera hana saman viö Belgíu, en þaö er tómt mál aö tala um hana i sama oröinu og Þýskaland. Knattspyrnan a.m.k. á mikilli uppleiö hérna í Sviss. “ - Er leikið allt ériö hjá ykkur? „Nei, þaö er þriggja mánaöa frí um áramótin, fram í lok febrúar. Viö fáum þriggja vikna frí þá og ég reikna meö aö ég komi heim, en síöan er fariö í sólina og veriö í æfingabúöum þar til mótiö hefst aftur. Þaö er atvinnumenska hér hjá Luzern, en ekki hjá öllum liöun- um. Þaö er nýr þjálfari hjá okkur sem er aö gera liðiö aö atvinnu- mannaliöi. Það er mjög fallegt hérna í Luz- ern og mér líöur mjög vel hérna og ekki dregur þaö úr ánægjunni aö þaö gengur vel í knattspyrnunni. Vetrarfríiö er vegna þess aö þá á allt aö vera á kafi í snjó og þaö eru talsverö viöbrigði fyrir mig, því ég lék á Grikklandi í fyrra og þar var mjög heitt, sáum aöeins einu sinni nokkur snjókorn þrátt fyrir mjög harðan vetur í Evrópu. Þaö er samt ekki orðið kalt hérna núna, þó svo þaö sé ekki eins heitt og var í Grikk- landi, þá er þetta mjög hæfilegur hiti, og þaö er mjög gott aö leika knattspyrnu hérna, því þaö er mjög veöursælt,“ sagöi Siguröur Grét- arsson, sem leikur í 1. deildinni í Sviss meö Luzern, en þeir sem til þekkja þar vita hve fallegt er í ná- grenni Luzern=vatns og í þorpinu sjálfu. Hálfgert neyðarástand — segir Guðbjörn Tryggvason um ástandið hjá Start „ÞETTA gengur allt saman mjög illa. Ég hef ekki fengiö tækifæri til að leika með liöinu og liöiö er nú ( neösta aæti deildarinnar. Ég hef ekki einu sinni komist á vara- mannabekkinn í síöustu þremur leikjum,“ sagöi Guöbjörn Tryggvason, knattspyrnumaöur frá Akranesi, sem leikur meö Start í 1. deildinni í Noregi. „Þaö er hálfgert neyöarástand hjá liöinu, viö töpum og töpum og þaö er alltaf veriö aö prófa ein- hverja nýja leikmenn eöa þá leik- menn eru látnir skipta um stööur til þess aö reyna aö knýja fram sigur, en ekkert gengur. Ég veit ekki hvers vegna ég fæ ekki tækif æri. “ Guöbjörn sagðist ekki vera van- ur því aö vera svona neöarlega í baráttunni og hann sagöi jafnframt aö ein af ástæöum fyrir því aö illa gengi væri sú aö leikmenn þekktust varla. „Þaö er ekkert féiagslegt hjá þessu liöi. Menn hittast á æfingum og í leikjum en aldrei utan þess og því má segja aö leikmenn séu ekki kunnugir hverjir öörum. Félags- andinn er alveg í núlli, þaö er mikið rifist og nöldraö og allt gengur á afturfótunum.“ Keppni hér lýkur um miöjan okt- óber og ég reikna fastlega meö aö eftir þaö komi ég heim. Ég kann mjög vel viö mig hér, þaö er gott aö búa hérna í Noregi en þaö hefur ekki gengiö nógu vel hjá mér þann- ig að ég reikna meö aö koma heim,“ sagöi Guöbjörn aö lokum. • Pétur Péturason leikur sinn fyrsts Mk (1. dsUd á 8péni (dag • Guöbjðrn Tryggvason Mkur f Noregi. • Siguröur Grétarsson kann val viö sig í Sviss an þar Mkur hann maö Luzera. Atli Eövaldsson sam leikur meö Uerdingen liggur á jöröinni en myndin af þeim er tekin (landsMk gegn Spáni. Knattspyman er öðruvísi — segir Pétur Pétursson sem leikur sinn fyrsta leik í dag „Deildarkeppnin byrjar í dag, sunnudag, og viö eigum fyrsta leik viö Saragossa á útivelli, síöan eigum viö leik viö Atletiko Madrid á miövikudaginn,“ sagöi Pétur Pétursson, knattspyrnumaöur, sem nú leikur á Spáni. „Ég er laus allra mála hjá And- erlecht, í bili aö minnsta kosti. Ég geröi eins árs samning viö Herkules og ætla síöan aö sjá til hvort ég framlengi þeim samningi um tvö ár, þaö fer allt eftir því hvernig mór líkar hórna." Pétur sagöist kunna vel viö sig svona viö fyrstu sýn, en honum fannst ansi heitt þar ytra. „Þaö er alveg rosalegur hiti hérna og þaö háir mór enn þar sem óg er ekki kominn í nógu góöa æfingu. Ég er i byrjunarliðinu á sunnudaginn og þaö eina sem gæti komiö í veg fyrir aö ég leiki er aö þaö vantar ennþá einhverja pappíra frá sambandinu hérna á Spáni, en þeir eiga víst aö vera komnir fyrir leikinn." „Knattspyrnan er talsvert ööru- vísi hérna en til dæmis í Hollandi og Belgíu. Menn hanga meira á knettinum hérna og ég reikna meö aö þaö eigi eftir aö veröa erfitt í framtíöinni, því þegar þeir gefa loksins knöttinn þá eru allir komnir í vörnina. Mér finnst þeir óþarflega seinir aö losa sig viö knöttinn, leik- urinn er allur mun rólegri en þar sem óg þekki til. Annaö sem er líka áberandi hérna er hvaö heimavöllur og útivöllur hafa geysilega mikil áhrif,“sagði Pótur. 3* •

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.