Morgunblaðið - 06.09.1985, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1985
Minning:
Bryndís Kolbrún
Sigurðardóttir
Fndd 7. nóvember 1938
Dáin 24. ágúst 1985
Föstudaginn 6. september verð-
ur jarðsungin frá Hafnarfjarðar-
kirkju Bryndís Kolbrún Sigurðar-
dóttir, Miðvangi 93 í Hafnarfirði.
Hún lést þann 24. ágúst sl. er hún
var á ferðalagi erlendis ásamt eig-
inrnanni sínum.
Bryndís fæddist á Siglufirði 7.
nóvember 1983 og var því aðeins
46 ára að aldri er hún lést. Hún
var dóttir hjónanna Sigurðar
Arnljótssonar og Jóhönnu Jó-
hannesdóttur, áttunda í röðinni af
tíu systkinum.
Bryndís naut ekki lengi sam-
vista við foreldra sína því móðir
hennar lést í blóma lífsins frá
barnahópnum sínum stóra.
Eftir lát móður sinnar fluttist
Bryndís til Akureyrar á heimili
föðursystur sinnar, Jónínu Arn-
ljótsdóttur, og manns hennar,
Guðmundar Jónssonar og ólst hún
upp hjá því góða fólki til fullorð-
insára. Voru þau henni sem sínum
eigin börnum og alla tíð mikið
ástríki með þeim frænkum. Guð-
mundur er látinn fyrir nokkrum
árum en Jónína dvelur nú í
Reykjavík, orðin öldruð og hefur
átt við erfið veikindi að stríða.
Hún er stórbrotin og mikilhæf
kona sem nýtur ástar og virðingar
allra sem til hennar þekkja.
Bryndís dvaldi sín uppvaxtarár
á Akureyri og þar kynntist hún
þeim manni sem varð hennar lífs-
förunautur til hinstu stundar. Það
var mikill hamingjudagur í lífi
hennar, 17. maí 1959, þegar hún
gekk í hjónaband með Ævari Þór-
hallssyni frá Hjalteyri. Hann er
sonur hjónanna Þórhalls Krist-
jánssonar og Þórönnu Rögnvalds-
dóttur. Þau eru nú bæði látin.
Ungu hjónin hófu búskap á Ak-
ureyri en fluttu síðan til Reykja-
víkur þar sem þau bjuggu nokkur
ár. Þaðan lá leiðin til Hafnar-
fjarðar. Þar sköpuðu þau sér fag-
urt heimili að Miðvangi 93.
Þau hjón eignuðust fjóra
mannvænlega syni. Elstur er Guð-
björn Þór, giftur Sveinsínu Ág-
ústsdóttur, Sigurður Emil, giftur
Halldóru Hinriksdóttur, Árnar
Haukur og Jóhannes Þór, tólf ára
gamall, báðir heima í föðurgarði.
Bryndís var myndarleg hús-
móðir og ásamt sínum góða eig-
inmanni bjó hún börnum þeirra
fagurt og gott heimili. Hún tók
fjölskylduna og heimilið fram yfir
allt annað. Hugur hennar var ætíð
hjá eiginmanni og börnum hvar
sem hún var stödd. Það eiga vel
við líf hennar orð þjóðskáldsins
sem kvað:
*
Hvað er ástar og hróðrar dís
eða góður engill í paradís
hjá góðri og göfugri móður.
Það var ætíð ánægjulegt að
koma á heimili þeirra Bryndísar
og Ævars. Þar ríkti hlýleg glað-
værð, samskipti fjölskyldunnar
einkenndist af gagnkvæmri ást og
kærleika.
Þegar þau Bryndís fluttu suður
á land þá gáfust fleiri tækifæri en
áður til að auka sambandið milli
systkinanna sem höfðu verið að-
skilin að miklu leyti frá láti móður
þeirra. Þó oft væru allmiklar
vegalengdir á milli þá lögðu öll
systkinin og faðir okkar á meðan
hann lifði mikla áherslu á að hitt-
ast sem oftast og bæta þannig að
nokkru aðskilnaðinn á æskuárun-
um. Þessar samverustundir eru
ógleymanlegar og átti Bryndís þar
stóran hlut, meðfædd glaðværð og
hlýleiki gerðu það að verkum að
öllum leið vel í návist hennar. Við
eftirlifandi systkini hennar þökk-
um fyrir allar samverustundir á
liðnum árum.
Ég votta eiginmanni og börnum
innilega samúð. Missir þeirra er
mikill en þau eiga minningu um
ástríka eiginkonu og móður.
Blessuð sé minning Bryndísar.
Ari Sigurðsson
Skin
og skúrir
skiptastá
lífið
líktogannað
líður hjá.
Það er sólskin og bíða þegar ég
sest við að setja kveðjuorð á blað
og mér finnst það gott, því fylgir
sami ylur og öllum minningum um
ástkæra mágkonu mfna og vin-
konu sem verður kvödd í dag.
Þau voru ung hann Ævar bróðir
minn og Bryndís, þegar þau
ákváðu að fylgjast að og hann kom
með hana heim til móður okkar.
Frá þeirra fyrstu kynnum leit hún
á hana sem dóttur og þeirra vin-
átta var heil og góð. Mér fannst
drengurinn of ungur og var ekkert
mjög hrifin, en það stóð ekki lengi
og fyrr en varði var orðin með
okkur sú vinátta sem aldrei bar
skugga á. Oft voru rifjuð upp
fyrstu kynnin og hlegið að því
hlutverki sem ég setti mig í, að
verða eins og tengdamamma í
sögubók.
Lengst af höfum við Ævar, tvö
af sex systkinum, verið búsett
sunnanlands og mörg fyrstu bú-
skapaár okkar voru hann og mað-
urinn minn til sjós og tengdumst
við mágkonurnar þá traustum
böndu. En það voru fleiri bönd sem
toguðu en vináttuböndin, ekki var
fyrr farið að vora en við vorum
komnar á stað norður í land með
börnin okkar, heim til Hjalteyrar,
þar vorum við meira og minna á
sumrin. Eitt sumarið vorum við
saman í gömlu húsi með sex börn,
þar var ekki 'vatn, göt á gólfum
og annað eftir því, en mér finnst
að sólin hafi skinið allt þetta
sumar. Mannlífið var líka elsku-
legt og gott á þessum litla stað á
þeim árum og þar bjó mamma og
rak matsölu í mörg ár. Við hjálp-
uðum henni og hún okkur svo við
gætum skroppið í síld. Á þessum
árum unnu konur yfirleitt ekki úti
og samskipti voru meiri á milli
heimila en nú er. Minningarnar
eru margar og góðar eftir 30 ára
samveru, margt rætt og mannlífið
krufið.
Fyrir sex árum fluttum við hjón-
in út fyrir höfuðborgarsvæðið og
þá lauk eðlilega daglegum sam-
skiptum, en ég held ég megi full-
yrða að það hafi ekki skeð nema
í eitt skipti þegar ég var í bæjar-
ferð að ekki gafst tími til að koma
við á Miðvanginum hjá Dísu og
Ævari, það var eins eðlilegt og að
koma til barnanna minna. Þær
geymast líka í minni heimsóknir
þeirra til okkar og þá sérstaklega
laufabrauðs- og tertubakstur fyrir
jól, það voru hátíðarstundir.
Á þessum tíma árs erum við
gjarnan á ferð og flugi í lang-
þráðum sumarfríum, bróðir minn
og mágkona voru stödd á Benid-
orm, þaðan barst sú sorgarfregna
að Dísa væri dáin. Það ríkir sorg
á heimili bróður míns þessa daga.
Dísu og Ævari leið vel saman,
áttu elskulegt og gott heimili, fjóra
syni, elstan þrjátíu ára og yngstan
tólf ára, tvær tengdadætur og
fjögur barnabörn. 011 voru þau
umvafin elsku sem Dísu var svo
eiginleg og alltaf var til staðar,
þau fundu hennar mörgu ættingj-
ar og vinir og öll börnin sem svo
eðlilega hændust að henni.
Bryndís Kolbrún var fædd á
Siglufirði 7. nóvember 1938, dóttir
hjónanna Jóhönnu Jóhannesdótt-
ur og Sigurðar I. Arnljótssonar.
Hún var þriðja yngst af tíu systk-
inum, þegar móðir þeirra dó og
heimilið leystist upp. Á þeim alls-
leysisárum átti fólk ekki margra
kosta völ. Sigurður kom börnum
sínum í fóstur. Hann hélt alltaf
sambandi við þau og þau lögðu sig
eftir að hafa hvert upp á öðru og
kynnast þegar árin liðu.
Systir Sigurðar, Jónína, og
maður hennar, Guðmundur Ándr-
ésson, tóku Dísu að sér og ólu upp.
Jónína má nú háöldruð kveðja sína
_________________________45^
elskuðu fósturdóttur og frænku,
votta ég henni samúð mína.
Með þessum fáeinu orðum kveð
ég kæra mágkona mína. Hvíli hún
í friði.
Elsku Ævar, synir, tengdadætur
og afabörn, mínar hjartans kveðj-
ur á þessari sorgarstund. Guð
varðveiti ykkur og styrki.
Magga.
Kveöja frá barnabörnum
Hún amma er dáin. Hvernig
eigum við að skilja að við sjáum
hana ekki aftur? Alltaf var gott að
koma til afa og ömmu á Miðvang-
inn eða í sumarbústaðinn þeirra.
Og þrátt fyrir annríki dagsins var
alltaf tími til að leika og gantast
við okkur smáfólkið. Aldrei fórum
við frá afa og ömmu án þess að
hafa fengið eitthvað góðgæti úr
skápnum „góða“. Við þökkum
ömmu alla hlýjuna og umhyggj-
una sem hún bar fyrir okkur.
Elsku afi, við missum mikið en
þú þó mest, en endurminningin
um ömmu mun ætið ylja okkur um
hjartarætur. Við biðjum góðan
Guð að veita okkur styrk í okkar
miklu sorg. Þrátt fyrir að við er-
um enn ung að árum, er tilfinning-
um okkar best lýst með eftirfar-
andi Ijóði:
Þá vissi’ ég fyrst, hvað tregi er og tár,
sem tungu heftir, — brjósti veitir sár —
er flutt mér var sú feigðarsaga hörð,
að framar ei þig sæi’ ég á jörð.
Er flutt mér var hin sára sorgarfregn,
— er sálu mína og hjarta nísti’ í gegn —
að þú hefðir háð þitt hinzta stríð
svo harla fjarri þeim sem þú varst blíð.
Ég veit hver var þín hinzta hjartans þrá,
hugljúf móðir — börnin þin að sjá,
ég veit þau orð, er síðast sagðir þú,
sem sorgleg mér i eyrum hljóma nú.
Nú er mér Ijóst, hvað átt ég hefi bezt,
hver unni mér og hjálpaði mér mest,
sem stríddi, svo ég fengi ró og frið
og fúsast veitti mér í þrautum lið.
(Móðir mín: Jóh. M. Bjarnason.)
Eva Sóley, Ágúst Ævar, Hin-
rik Þór og Bryndís Kolbrún.
Minning:
Brynjólfur Guð-
mundsson — vélstjóri
Fæddur 10. janúar 1919
Dáinn 29. ágúst 1985
Hann tengdafaðir okkar og afi
er dáinn. Jafnvel þó að afar erfið-
ur sjúkdómur í liðlega ár hafi að
lokum fellt tengdaföður okkar,
tengdó eins og við kölluðum hann,
er erfitt að sætta sig við að hans
njóti ekki lengur.
Brynjólfur Guðmundsson var
fæddur á Flateyri við Önundar-
fjörð 1919. Foreldrar hans voru
Guðmundur Sigurðsson sjó- og
verkamaður og kona hans, Mar-
grét Guðleifsdóttir. 1 húsinu
Litla-Holti á Flateyri komust
einnig systur hans til manns, þær
Guðrún, Kristín og María. Guðrún
lést snemma á síðastliðnu ári hér í
Hafnarfirði, en Kristín og María
eru búsettar í Seattle í Bandaríkj-
unum. Þegar tengdafaðir okkar
komst á legg vann hann almenn
störf til sjós og lands, en fékk
snemma áhuga á vélum og hlutum
þeim tengdum. Árið 1940 tekur
hann hið svokallaða minna mót-
orvélstjóranámskeið á ísafirði.
Þessi réttindi til vélstjórnar
nægðu ágæta vel i upphafi stríðs
og stríðsárin, breytingar lágu þó í
loftinu. Þetta skynjaði tengda-
pabbi og drífur sig 1946 á hið
meira mótorvélstjóranámskeið
hjá fiskifélaginu í Reykjavík.
Fleira lagðist tengdapabba til en
mótorkeyrsluréttindi, því tengda-
mamma, Sigríður Engilberts-
dóttir frá Hnífsdal, verður á vegi
hans. Þau hefja búskap á ísafirði
og með þeim byrjar strax búskap-
inn fósturdóttirin Hjördís er
tengdamamma hafði áður tekið að
sér. Síðan fóru börnin að koma
eitt af öðru: Guðmunda fyrst, síð-
an Þórdís, þá Elín og síðust Ingi-
björg. Allar fimm giftar mæður í
dag.
Ekki fóru sorgirnar hjá garði
hjá tengdaforeldrunum því í upp-
hafi hjúskapar misstu þau telpu
og síðast í barnaröðinni var
drengur er einnig lést við fæðingu.
Þessar raunir eru miklar og sárar
en ekki var annað að gera en halda
sínu striki gagnvart þeim er eftir
stóðu. Tengdapabbi sigldi sem vél-
stjóri á bátum frá Isafirði. Þar
starfaði hann í mörg ár. Sam-
viskusemi var aðalsmerki tengd-
apabba og að vera trúr í starfi. Því
drífur hann sig fyrir hvatningu
samstarfsmanna, vina og fjöl-
skyldu, vel fertugur í kvöld- og
helgarnám í Iðnskóla ísafjarðar.
Honum fannst hann þurfa að hafa
tilskilin vinnuréttindi og þekkingu
til að valda starfi sínu fullkom-
lega. Sveinsprófi lýkur hann 1966 í
vélvirkjun og hafði þá m.a. setið
með einni dóttur sinni á skóla-
bekk. Það vita allir er vilja vita
hvaða augum margt fólk á þessum
árum leit lærdómsbrölt fólks yfir
fertugt, á fyrstu árum endur-
menntunar t.d. við öldungadeildir
menntaskólanna. Hvað þá þegar
ofaná bættist auraleysi vegna
kvöld- og helgarvinnutaps.
Tengdapabbi mundi þó lítið eftir
þessu basli en dró iðuiega fram
skemmtilegar minningar eða þá
eina og eina teikningu úr skúffu
til að sýna okkur tengdasonunum.
1972 fer tengdapabbi að hugsa
sér til hreyfings. Góð vinna bauðst
í Kópavogi. Þegar þarna er komið
eru þrjár dætur flognar úr hreiðr-
inu, búsettar á ísafirði, en tvær
þær yngstu komnar í sjúkraliða-
nám til Reykjavíkur. Hann flyst
því suður til Hafnarfjarðar í janú-
ar 1973, nánast í miðju Eyjagosi
og öllu því raski á högum margra
er því fylgdi, og hefur störf hjá
Blikksmiðjunni Vogi hf. í Kópa-
vogi. Þar starfaði hann sleitulaust
fram á mitt síðastliðið ár er hann
kenndi þess meins er að lokum dró
hann til dauða. Hann undi sér
mjög vel hjá Vogi hf. Marga góða
samstarfsmenn og vini hafði hann
eignast í smiðjunni. Það kom ber-
lega í ljós í veikindum hans og
eiga þeir bæði þakkir og heiður
skilinn.
Tengdapabbi var fyrst og
fremst vélstjóri og það af gamla
skólanum, ekkert nema samvisku-
semin. Það sást í bílskúrnum sem
leit út eins og verkstæði í skipi,
svo og húsi og umhverfi þess.
Grasið varð að slá presis hálf-
smánaðarlega annars færi allt úr
böndunum. Oft fengum við tveir
af tengdasonunum sem erum vél-
stjórar orð í eyra fyrir lausungina
og trassaskapinn er honum fannst
stundum ríkja í kringum vélar og
skip. Bar hann þá gjarnan saman
nýtni fyrri ára hjá honum sjálfum
og þeirra er hann þekkti til, og svo
þess er við hefðum jú hér fyrir
augum á þessum og hinum staðn-
um.
Barnabörnin sjá á eftir góðum
afa sem alltaf átti þvottabala með
sandi í til að leika sér að í bíl-
skúrnum, já eða annað snöfl af
öðru tagi þarna úti.
Afa er sárt saknað af barna-
börnunum og tengdasonum.
Hvíli hann í Guðs friði.
Tengdasynir og barnabörn.
Birting afmælis- og
minningargreina
ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn-
ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum
fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið-
vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á
mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minn-
ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess
skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort
ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð-
um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð
og með góðu línubili.