Morgunblaðið - 19.09.1985, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR19. SEPTEMBER-1985
Morgunblaöið/Gunnlaugur Kögnvaidsson.
Bjarmi Sigurgarðarsson og Þórhallur
Kristjánsson standa hér viö Talbot
Bjarma, sem verið var að lagfæra
fyrir Ljómarallið. Þeir eru báðir
ofarlega í íslandsmeistarakeppni
ökumanna, sem setja mun svip á
keppnina.
Hörkukeppni verður um
íslandsmeistaratitilinn
ÍSLENDINGAR munu eiga við ramman reip að draga í Ljómarallinu sem
hefst við Glæsibæ kl. 17.00 í dag. Meðal 28 keppnisbíla eru kraftmiklir
bflar undir stjóm erlendra ökumanna. íslensku ökumennirnir munu ekki
ef að líkum lætur gefast upp fyrr en í fulla hnefana. Það mun örugglega
setja svip á keppnina að staðan í Islandsmeistarakeppninni er mjog tvísýn.
„Ég mun reyna að halda í við
útlendingana, sem eru þó á yfir-
burðabílum. Við höfum litla
reynslu miðað við þá Geitel, Lord
og Vierimaa, en kunnátta í ís-
lensku gæti vegið upp á móti því,“
sagði Bjarmi Sigurgarðarsson í
samtali við Morgunblaðið. Hann
er einn þeirra sem líklegur er til
að standa uppi í hárinu á útlend-
ingunum. Það eru margir sem ætla
sér slíkt eins og sést á ummælum
ökumanna hér á síðunni. Stiga-
keppnin um fslandsmeistaratitil-
inn er jöfn. Ásgeir Sigurðsson og
Pétur Júlíusson hafa forystu með
44 stig, Þórhallur Kristjánsson og
Sigurður Jensson 37, síðan Bjarmi
með 26. Með 20 stig eru fjölmargir
ökumenn og aðstoðarökumenn, en
keppnin er tvískipt. „Ég ætla að
svekkja hina strákana í stigasöfn-
uninni og keppa á lítt breyttum
Escort," sagði Asgeir. A tímabUi
leit út fyrir að hann myndi ekki
keppa í Ljómarallinu, sem hefði
gert öðrum auðveldara að ná for-
ystunni. „Við munum standa vel
að vígi ef við náum 5.-8. sæti,“
sagðiÁsgeir.
Ljómarallið er fjögurra daga
keppni. Eru eknir um 1.500 km,
þar af 656 á sérleiðum. Rásmark
og endamark verða við Uxann í
Glæsibæ, en þar koma keppendur
einnig í næturhlé á hverju kvöldi.
í kvöld koma þeir í mark kl. 20.30
eftir akstur um Reykjanes.
Staðan í íslandsmeistarakeppninni í
rallakstri:
Ökumenn Stig
Ásgeir Sigurðsson ........... 44
Þórhallur Kristjánsson ...... 37
Ómar Ragnarsson (1) ......... 35
Birgir Bragason (1) ....... 30
Rallökumenn telja
Geitel líklegastan
MORGUNBLAÐIÐ fékk nokkra getspaka rallökumenn til að spá fyrir um
úrslit í Ljómarallinu. Enginn þeirra er með í keppninni en þeir hafa verið
i fremstu röð á undanförnum árum. Spáðu þeir í fímm efstu sætin. Var
áberandi hve raikla trú kapparnir höfðu á Finnunum Peter Geitel og Errki
Vanhanen á Nissan 240RS sem sigurvegurum. Flestir töidu líklegt að Audi
Quattro Bretans Chris Lord og Birgis Viðars Halldórssonar myndi lenda í
vandræðum vegna bilana. Spáðu allir í fímm efstu sætin.
Ómar Ragnarsson, íslandsmeistari
ökumanna ’84.
1. Geitel, Nissan. 2. Lord, Quattro.
3. Bjarmi, Talbot. 4. Viierima,
Opel. 5. Jón R., Escort.
Halldór Úlfarsson, íslandsmeistari
ökumanna '83.
1. Bjarmi, Talbot. 2. Jón R., Escort.
3. Geitel, Nissan. 4. Eiríkur, Es-
cort. 5. Ríkharður, Toyota.
Birgir Bragason, hefur tvívegis náð
öðru sæti í keppni ’85.
1. Geitel, Nissan. 2. Ríkharður,
Toyota. 3. Jón R., Escort. 4. Bjarmi,
Talbot. 5. Lord, Quattro.
Steingrímur Ingason, keppnisstjóri
Ljómarallsins.
1. Geitel, Nissan. 2. Bjarmi, Talbot.
3. Viierima, Opel. 4. Ríkharður,
Talbot. 5. Þorsteinn, Toyota.
Óskar Ólafsson, var framarlega í
íslandsmeistarakeppninni ’82.
1. Lord, Quattro. 2. Geitel, Nissan.
3. Bjarmi, Talbot. 4. Þórhallur,
Talbot. 5. Jón R., Escort.
Eggert Sveinbjörnsson, var framar-
lega í flokki ’80—’81.
1. Geitel, Nissan. 2. Bjarmi, Talbot.
3. Lord, Quattro. 4. Þórhallur,
Talbot. 5. Viierima, Opel.
Hálfur sólarhringur til stefnu og allt óklárt. Dæmigert ástand hjá rallöku-
mönnum daginn fyrir keppni! Þau Ásta Dís t.v. Sigmar og Alli voru þó
hvergi banginn. Það á bara eftir að setja, vél, gírkassa, hásingu, sæti og
svona ýmislegt annað í bílinn...“
A síöasta snúningi
HÁLFUR solarhringur til stefnu. í
bílinn vantar, vél, gírkassa drifskaft,
vatnskassa, hásingu, sæti og fl. og
fl. Ósköp venjulegt ástand hjá rall-
ökumönnum sem oftast eru tilbúnir
í keppni nokkrum mínútum áður en
ræst er af stað. Svona var a.m.k.
ástandið hjá þeim Sigmari Gunnars-
syni, Ástu Dísu Ingibergsdóttur og
Aðalsteini Símonarsyni fyrsta kvöld-
ið. Þau fyrmefndu keppa á Lancer í
Ljómarallinu. Morgunblaðið leit inn
í bílskúr hjá þeim kvöldið áður en
þau áttu að skila bílnum í skoðun.
„Þetta er ekkert mál við náum
þessu alveg,“ sögðu þau eldhress, öll
útmökuð í olíu og öðrum óhreinind-
um. Hlutar úr bílnum voru á víð og
dreif í skúrnum. „Við verðum hérna
þar til bíllinn er tilbúinn í skoðun, í
alla nótt og fram á dag ef með þarf.
Á sunnudaginn sauð ég saman bíl úr
tveimur, það varð einskonar samr-
uni. Upphaflegi keppnisbíllinn hafði
skemmst það mikið hjá mér um
daginn. Það er búið að ganga á ýmsu,
við vorum langt fram á nótt í fyrra-
kvöld. Ég fékk flís í augað í dag,
þegar ég var að slípa bretti. Á slysa-
varðstofunni var mér sagt að fara
sofa, en það kemur ekki til mála
núna,“ sagði Sigmar. „Annaðhvort
er að vera í ralli eða sleppa þessu.
Við klárum þetta og mætum í keppn-
ina.“
„Keyrum eins og druslan
kemsta segja keppendur
Keppendum er raóað í rásröð
1. Peter Geitel/Errki Vanhanen,
Nissan 240RS, 268 hö.
„Ökum á fullu, en skynsamlega.
Ætlum að ná árangri."
2. Asgeir Sigurðsson/Pétur Júlíus
son, Ford Escort, 109 hö.
„Spilum þetta skynsamlega. Aldrei
að vita hvenær við sleppum okkur
lausum."
3. Sakari Vierimaa/Tapio Eirtov-
aara, Opel Manta 1200, 220 hö.
„Málið að ljúka keppni, sem er erf-
ið. Keyrum þó hratt."
4. Chris Lord/Birgir V. Halldórsson,
Audi Quattro, 360 hö.
„Keyra hratt, en örugglega. Stefn-
um að sjálfsögðu að sigri.“
5. Eiríkur Friðriksson/Þráinn Sverr-
isson, Ford Escort, 150 hö.
„Reynum að „kyssa" afturendann á
Quattro-bílnum, „teikann“ eitt-
hvað.“
6. Kíkharður Kristinsson/Atli Vil-
hjálmsson, Toyota Corolla, 150 hö.
„Auka hraðann á seinni hlutanum.
Vinna flokkinn og ná einu af fimm
efstu sætunum."
7. Bjarmi Sigurgarðarsson/Úlfar
Eysteinsson, Talbot Sunbeam, 260 hö.
„Klára keppnina, taka hverja leið
fyrir sig. Halda í við kraftmikla
bíla útlendinganna."
8. Þorsteinn Ingason/Sighvatur Sig-
urðsson, Toyota Corolla, 124 hö.
„Taka allt útúr bílnum, sem hann á.
Þetta er sterkur en kraftlítill bíll.
9. l>órhallur Kristjánsson/Sigurður
Jcnsson, Talbot Sunbeam, 200 hö.
„Ánægður ef við náum þriðja sæti,
mjög ánægður."
10. Hættir
11. Birgir Vagnsson/Gunnar Vagns-
son, Ford Cortina, 163,8 hö.
„Aldrei stefnt á minna en fyrsta
sæti. Cortinan aldrei betri.“
12. Guðmundur Jónsson/Sæmundur
Jónsson, Subaru Justy, 60 hö.
„Reyna að láta ekki keyra yfir
okkur. Þriðji dagur okkar dagur.“
13. Marjo Salonen/Tuula Karkkula-
inen, Toyota Corolla, 150 hö.
„Erum mjög spenntar. Ætlum að
ljúka keppni og keyrum á okkar eig-
in tempói, ekki annarra."
14. Örn Ingólfsson/Halldór Arnars-
son, Trabant 601, 42 hö.
„Ánægður með 5—7 sæti af þeim 9
sem klára. Nýtum hestöflin."
15. Júlíus Ólafsson/Franz Jezorskí,
Lada, 100 hö.
„Koma bílnum í gegn. Bílaflotinn
rosalegur erfiðir andstæðingar."
16. Ólafur I. Sigurjónsson/Halldór
Sigurjónsson, Ford Escort, 150 hö.
„Keyrum skynsamlega, stíft en án
hættu. Reynum að halda jöfnum
hraða.“
17. Charlie Nichols/Hilmar Karlsson,
Talbot Sunbeam, 115 hö.
„Dóla í gegn og hafa gaman af.“
18. Bjarni Haraldsson/Þórður Þór-
mundsson, Lancer, 110 hö.
„Heilan bíl í mark. Gerum engar
stórrósir."
19. Helga Jóhannsdóttir/Þorfínnur
Ómarsson, Toyota Tercel 4WD, 85.
„Lofa að velta ekki eins og í fyrra.
Kvíði dálítið fyrir núna.“
20. Jón R. Ragnarsson/Kúnar Jóns-
son, Ford Escort, 250 hö.
„Númer 1,2 og 3 að ljúka keppni.
Ekki neðar en fimmta sæti þó.“
21. Þorvaldur Jensson/Pétur Sigurðs-
son, Lada Sport, 85 hö.
„Vinna standardflokkinn. Halda
jöfnum hraða til endamarks."
ÞAÐ verða örugglega skemmtileg
tilþrif sem ökumenn Ljómarallsins
munu sýna á sérleiðum. Aka kepp-
endur þar í kapp við klukkuna á
leiðum, sem hafa verið lokaðar
almenningi. Sérstök ástæða er til
að vekja athygli á sérleið á Fífu-
hvammsvegi í svokölluðum Kópa-
vogsgryfjum. Þar aka bllarnir kl.
17.16 í dag og kl. 19.20 á laugar-
daginn. Ættu hraðinn og sveiflurn-
ar á bílunum í beygjum að kæta
áhorfendur. í dag verður einnig
ekið á Reykjanesi, en stutt frá höf-
22. Halldór Gíslason/Karl ísleifsson,
Vauxhall Chevette, 120 hö.
„Enginn sýningaratriði hjá okkur.
Erum kolryðgaðir í akstri núna eft-
ir hvíld."
23. Daníel Gunnarsson/Valsteinn
Stefánsson, Opel Kadett, 90 hö.
„180 hestafla vélin fór í mask í vik-
unni. Ljúka keppni því aðalmálið."
24. Hermann Hermannsson/Ragnar
Bárðarson, Ford Escort 130 hö.
„Reynum að ljúka keppni."
25. Brynjólfur V. Júlíusson/Ólafur
Olafsson, Ford Escort, 150 hö.
„Farið til skemmtunar. Sættum
okkur við það sem við náum.“
26. Sigmar H. Gunnarsson/Inga Dísa
Ingibjörg, Lancer, 85 hö.
„Keyra eins og druslan kemst —
Nýta kraftinn."
27. Michael Keynis/Konráð G. Vals-
son, Subaru, 85 hö.
„Klára keppnina og reyna að vinna
standardflokkinn. Fara varlega"
28. Arnar Theódórsson/Gunnar
Gunnarsson, Lada, 86 hö.
„Klára fyrstu leið, ef það tekst þá
ljúka keppni.“
29. Pétur Ástvaldsson/Guðmundur
Stefánsson, Ford Pinto, 100 hö.
„Skila bílnum í endamark aðalmál-
ið.“
uðborginni er sérleið rétt austan við
Álverið í Straumsvík. Þar verður
ekið kl. 20.00.
Leiðarlýsing, fímmtudagur: Fífu-
hvammsvegur kl. 17.16, Isólfsskáli
kl. 18.12, Reykjanes kl. 18.43, Stapa-
fell kl. 19.35, Hvassahraun I kl.
20.00.
Föstudagur: Lyngdalsheiði kl. 8.01,
Kjölur kl. 09.00, Kjölur frá Hvera-
völlum kl. 13.00, Lyngdalsheiði kl.
15.35, Esjuleið kl. 16.29, Reykjanes-
leið kl. 18.33, Isólfsskálavegur kl.
19.00.
Áhorfendaleið í
Kópav ogsgry fjum
Bjarmi Sigurgarðarsson ..... 26
óskar Ólafsson (1) ......... 20
Jón Ragnarsson ............. 20
Þorsteinn Ingason .......... 20
Aðstoðarökumenn
Pétur Júlíusson ............ 44
Sigurður Jensson ........... 37
Jón Ragnarsson (2) ......... 35
GesturFriðjónsson(l) ....... 30
Árni ó. Friðriksson (1) .... 20
Birgir Viðar Halldórsson ... 20
RúnarJonsson ............... 20
Sighvatur Sigurðsson ....... 20
(1) keppa ekki í Ljómarallinu
(2) keppir nú sem ökumaður
Stigagjöf er þannig: Fyrir fyrsta
sæti fást 20 stig, annað 15 stig,
þriðja 12, fjórða 10, fimmta 8,
sjötta 6 og síðan færri fyrir næstu
á eftir. Árangur útlendinga hefur
ekki áhrif á stigagjöfina.