Morgunblaðið - 19.09.1985, Page 26

Morgunblaðið - 19.09.1985, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR19. SEPTEMBER1985 Fjölbreytt námskeiö og snyrtivörur fyrir ungar og djarfar konur á öllum aldri Einkaumboð fyrir No Name snyrtivörur, Bal A Versalles ilmvötn, Escapade húð- og hárkrem með blóma- fræflum Laugavegi 27 ■ Sími 19660 Getum nú aftur innritaö nýja nemendur á hin vinsælu námskeið okkar í dag- og kvöldmálun. Viö bjóöum glæsilegt úrval af nýjum og fjölbreyttum snyrtivörum og þjónustu fyrir ungar og djarfar konur áöllumaldri. BJÓÐUM EINNIG UPP Á LJÓSABEKKI. Dansskólarnir eru margir en aðeins einn Um viðhald á iaxastofni Miðfjarðarár Bréf til Böðvars Sigvaldasonar, Barði — eftir Hauk Sveinbjarnarson Hafnarfírði 9.9.1985. Kæri samherji! Með aðdáun hefi ég fylgst með verkum þínum, framkvæmdum og tilraunum sem þú hefur og ert að gera til viðhalds laxastofninum í Miðfjarðará. Hins vegar þykir mér það leitt að þú skulir ekki hafa ráðist beint að vandanum, sem er að koma í veg fyrir þær miklu sveiflur niður á við sem verða munu öðru hverju um ókomna tíð. Þú munt komast að sömu niður- stöðu og ég að í slæmu árferði drepast sleppiseiði (og lögð hrogn) ekki síður en þau náttúrulegu. Þú munt einnig komast að því að í góðu árferði gerir þú betri heimtur og ef að heppnin er með þér geta heimturnar orðið mjög góðar og þá við þau skilyrði þegar náttúru- klak bregst og önnur ytri skilyrði fara batnandi. Það sem á væntanlega eftir að hryggja þig( ekki síður en mig, forðum, er að þú hefur engan möguleika á að mæla það hugsan- lega tjón sem þú veldur með seiða- sieppingum eins og þær eru fram- kvæmdar. Allar mælingar eru þér í hag og hver endurheimta á merktu seiði er talin jákvæð, þar til að í slæmu árferði verða endur- heimturnar engar. Þú munt komast að því að þú átt engin svör við sívinnandi og síbreytilegum náttúruöflunum en það sem ég kalla „Staðareldi"; sem er: seiði fóðruð og þrekþjálfuð í vatni árinnar. Ég vitna til greinar minnar um „Staðareldi", sem þú hefur lesið en þar getur þú undir- strikað það sem skiptir máli, fóðr- un, þrek, ratvísi, en greinin er löng og ætluð mun stærri lesendahóp en þeim sem hafa sökkt sér ofan í þessi mál/fræði. Hvaða gagn er af seiðabanka? Getur hann verið tiltækur? Hvað er seiðamagnið í ánni fyrir slepp- ingu? Eru ætisskilyrðin nógu góð og verða þau það? Fóðrun, þrek, ratvísi Máli mínu til stuðnings á þessum þrem þáttum vil ég benda þér á tvær hafbeitarstöðvar, (Vogalax) Laxeldisstöðin í Vogum á vegum Fjárfestingafélagsins og Pólarlax í Straumsvík. t fyrrnefndu stöð- inni hafa seiði verið aðkeypt, fóðr- uð og þrekuð í kerjum við Voginn í sleppistærð. Vatnið er blanda, hitaveituvatn og kalt staðarvatn. Frá kerjunum rennur vatnið í tjörn og úr tjörninni rennur vatnið í laxastiga niður í Voginn. Sjó er dælt upp í tjörnina til að auka rennsli í stiganum. Ætlunin var að laxinn gengi upp stigann í tjörn- ina sem hann gerði ekki. Ástæður geta verið margar, t.d. þar sem lax gengur upp stiga, í jafnvel minna vatni, þá er hann þegar kominn í ferskt vatn og snýr ekki til baka. Það þyrfti því að vera ferskvatns- lón fyrir neðan stigann og fersk- vatnsrennslið þyrfti að auka að mun. Öll mannvirki, laxastigar o.fl. nýhönnuð forðast laxinn í lengstu lög, þar til vatnið hefur eytt öllum efnum og annarlegri lykt. Laxinn á því sennilega eftir að ganga upp stigann við breyttar aðstæður. En laxinn gengur í Voginn og alla leið upp að stiga. í fyrstu náðist hann ekki og hvarf á haf út og heimtur voru litlar en til þess að ná laxinum varð að króa hann af á flóði og láta fjara undan honum og endurheimtur eru nú með því besta. í síðarnefndu stöðinni, Pólarlax, er dæmið enn áþreifanlegra. End- urheimtur voru nánast engar. Rennsli var frá stöðinni til sjávar sem enginn lax gekk upp í. Síðar var búið til lón og steypt renna sem laxinn gekk heldur ekki upp í. Að lokum var búin til ný renna inní lónið, meðfram þeirri steyptu, með jarðýtu og er óhætt að segja að ýtan hafi varla verið farin úr för- um sínum þegar laxinn fór að ganga í lónið. Litlu síðar fór laxinn einnig að ganga í steyptu rennuna sem bendir til þess að annarleg efni hafi runnið úr steypunni enda var gróður byrjaður að setjast í rennuna. Sjórinn fyrir utan Pólarlax kraumar stundum af laxi og mergðin getur orðið svo mikil að sjórinn er ekki lengur blár af laxi heldur svartur og alls staðar þar sem vatn rennur frá berginu reyn- ir laxinn að troða sér. Enginn veit hvað hefur orðið af þessum laxi undanfarin ár og væri það verðugt rannsóknarefni. Á ratvísi laxins er hægt að treysta og það eru engar öfgar að sé nægt vatn, ómengað uppeldis- vatn, til staðar, gengur laxinn alla leið, í kerið sitt, sláturhúsið eða flutningagáminn. „Fjallafundur“ á íslandi FJALLAFUNDUR norrænu ferðafé- fundur" er haldinn á fslandi, en þeir laganna var haldinn hér í Reykjavík eru haldnir annað hvert ár. Ferðafé- dagana 29. ágúst til 1. sept. sl. Þetta lag íslands hefur verið með í þessu er í fyrsta sinn sem slíkur „fjalla- samstarfí sl. 10 ár.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.