Morgunblaðið - 19.09.1985, Síða 27

Morgunblaðið - 19.09.1985, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR19. SEPTEMBER1985 27 Haukur Svcinbjarnarson „Á ratvísi laxins er hægt aö treysta og það eru engar öfgar að sé nægt vatn, ómengað uppeldis- vatn, til staðar, gengur laxinn alla leið, í kerið sitt, sláturhúsið eða flutningagáminn.“ Böðvar, þú ert að gera það sama sem ég og margir aðrir hafa gert. Munurinn er sá að þú hefur enn betri aðstæður en nokkur sem ég þekki til. Þú ert formaður veiðifé- lags sem á mjög gott vatnasvæði, rennandi við fætur þér og getur nýtt þér meiri tækni nú en áður svo að skráning verður mun ná- kvæmari. Skráning sem er fróðleg og gagnleg til þekkingar á náttúru- lögmálunum en breytir ekki niður- stöðum á því hvað gera þarf. Ég ræð þér heilt, og þeim er svipaða aðstöðu hafa, að skoða t.d. Hafbeitarstöðina í Vogum á Vatnsleysuströnd. Fáðu þér tvö svipuð ker og þar eru, staðsettu þau fyrir neðan Laugarbakka, láttu Miðfjarðarárvatnið renna um þau og notaðu heita vatnið á Laugabakka til að ná kjörhita. Með aðstöðu þinni í Hólalax notar þú seiði úr hreinum Miðfjarðarstofni sem þú þrekelur í sleppistærð. Þú þarft ekki að byrja stærra og spá mín er sú að göngur og endur- heimtur verði jafnari, viðfangsefn- ið skemmtilegra, sem yrði að mestu fólgið í því að grisja klaklax að hausti. Allar aðrar mælingar og rannsóknir, með fiskifræðing til aðstoðar, munu veitast þér að auki og að vild: Þú gætir aflétt veiðitakmörkum og með því skap- að jafnari tekjur og eignast trausta viðskiptavini. Með bestu óskum og kærum kveðjum mæli ég fyrir hönd allra stangveiðimanna. Hiifundur er framkvæmdastjóri Bátalóns í Hafnarfirði. Elsta ferðafélag á Norðurlönd- um er „Den Norske Turistforen- ing“, stofnað árið 1868, og eru fé- lagsmenn nú um níutíu þúsund., „Svenska Turistforeningen" er stofnuð árið 1885 og eru félags- menn þar um 290 þús., „Finlands Turistforbund" er stofnað 1887 og hefur um 35 þús. félagsmenn og Ferðafélag íslands er stofnað 1927 og eru félagsmenn um 8.200. Norska ferðafélagið er fyrirmynd annarra ferðafélaga á Norður- löndum, en markmið allra þessara félaga er það sama, að kynna ferðalög og náttúruskoðun í eigin löndum og vekja áhuga fólks á heilbrigðri útiveru. Rekstur sælu- húsa er stór þáttur í starfi þessara félaga, fyrir utan ferðir til fjalla. Á þessum fundi var mikið rætt um að auka ferðalög milli Norður- landa. Leggja áherslu á kynningu ferða í óbyggðum hvers lands og þannig fá félaga ferðafélaganna til þess að heimsækja hvern ann- an í óbyggðum. (Úr rrétuiilkynninnu) Leikfélag Reykjavíkur: Dagskrá úr verk- um Jakobínu FYRSrA verkefni Leikfélags Keykjavíkur í vetur, Dagskrá úr verkum Jakobínu Sigurðardóttur, verður frumflutt í Gerðubergi nk. sunnudag kl. 20.30. Verkefni þetta er framlag Leikfélagsins til Listahá- tíðar kvenna. Bríet Héðinsdóttir tók dag- skrána saman og hefur umsjón með henni, en flytjendur auk Brí- etar eru Ingibjörg Marteinsdóttir, söngkona, Jórunn Viðar, tónskáld og leikararnir Margrét Ólafsdótt- ir, Valgerður Dan, Hanna María Karlsdóttir og Þorsteinn Gunn- arsson. Jakobína Sigurðardóttir fæddist í Hælavík á Hornströndum árið 1918, en flutti 17 ára gömul til Reykjavíkur þar sem hún stundaði ýmis störf. Árið 1949 fluttist Jak- obína að Garði í Mývatnssveit þar sem hún býr enn. Jakobína hefur gefið út smásagnasöfn, ljóð og barnabók ásamt fjórum skáldsög- um: Dægurvísu, Snöruna, Lifandi vatnið og 1 sama klefa. Önnur sýning Leikfélagsins verður á Kjarvalsstöðum 27. sept- ember og þriðja sýning í Gerðu- bergi 20. september. KrélUtilkyuÍBf. Við rýmum til fyrir nýrri árgerð og bjóðum Opel Corsa, Opel Kadett og Opel Ascona á vildarkjörum til 10. október eða á meðan birgðir endast. 60% lán er aðeins ein leið af mörgum sem við bjóðum nú til að auðvelda þér að eignast góðan bíl: • Verðlækkun Við bjóðum ríflega verðlækkun. Pannig lækkar t.d. Opel KadettLS úr 431.500 í 398.500!" • Gamli bíllinn tekinn upp í Pað kemur sér e.t.v. best fyrir þig að setja gamla bílinn upp I. Lítum á dæmi: Nýr Kadett LS (eftir lækkun) kr. 398.500 Sá gamli kostar t.d. kr. 175.000 Þá er útborgun kr. 143.500 og afganginn greiðir þú með jöfnum afborgunum á 6 mánuðum kr. 80.000 kr. 398.500 Allt að • 30.000kr. staðgreiðsluafsláttur ef bíllinn er greiddur innan 45 daga frá afhendingu. • 60% lánað Þú getur líka samið við okkur um lánafyrirgreiðslu. Dæmi: Nýr Kadett LS kr. 398.500 útborgun 40% kr. 159.400 Helming eftirstöðva lánum við síðan í 3 mánuði kr. 119.550 og afganginn í 12 mánuði kr. 119.550 kr. 398.500 • Þínar óskir Við erum alltaf til viðræðu um aðrar leiðir en þær sem hér hafa verið nefndar. Þú ættir að hafa samband og kanna málið. BÍLVAMGUR Sf= HÖFÐABAKKA 9 5ÍMI 687500 1) Miðað við gengi 18. sept. '85

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.