Morgunblaðið - 19.09.1985, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR19. SEPTEMBER1985
43
Minning:
Óskar Nielsson
frá Svefneyjum
Á fertugsaldri fór Valberg að
kenna lasleika og treysti sér ekki
til að vinna erfiðisvinnu. Fór hann
þá að hafa kindur og gat sinnt
þeim með aðstoð konu sinnar og
dóttur. Um 1963 fékk hann svo að-
stöðu í Viðey fyrir fé sitt og hafði
æ síðan. Þá kom báturinn í góðar
þarfir. Það sagði hann mér að í
Viðey ætti hann margar ánægju-
stundir og það væri sér ómetan-
legt að fá að vera þar með féð. Oft
réttu vinir og frændur honum
hjálparhönd þegar á lá.
Nú seinasta árið var Valberg
sjúkur og í vor og sumar gekkst
hann undir tvær aðgerðir en ekki
varð við neitt ráðið. Hann tók ör-
lögum sínum með hugrekki og
óttaðist ekki dauðann, enda trúað-
ur maður og þess fullviss að líf er
að loknu þessu. Sár er söknuður-
inn hjá fjölskyldu hans, en það má
vera þeim huggun að hafa ætíð
verið honum stoð og stytta í lífinu.
Guð blessi minningu hans.
Inga Straumland
í dag, 19. september, þegar hið
fagra sumar er að kveðja, og rökk-
ur haustsins að færast yfir, verður
til hinstu hvílu borinn minn kæri
föðurbróðir, Kristinn Valberg Sig-
mundsson. Þessi fátæklegu orð
eiga aðeins að vera kveðja, en ekki
æviágrip. Kveðja og þakkir fyrir
allt það, sem hann og hans góða
fjölskylda gerðu fyrir mig á erfið-
um tímum.
Ávallt var opið hús I Hraun-
bænum, mér og manni mínum sál-
aða, sem átti við mikinn sjúkleika
að stríða, og þurftum við þess
vegna oft að dvelja hér syðra,
langtímum saman, en bjuggum úti
á landi. Já, þar var bæði húsrými
og hjartarúm.
Valli frændi var mér alltaf ákaf-
lega kær, við vorum bæði af sama
jarðvegi komin, fædd og uppalin
fyrir vestan, áttum sama æsku-
heimilið að Fossá, og þangað leit-
aði hugurinn oft, er við ræddum
saman. Er ég heimsótti hann á
sjúkrahúsið þar sem hann háði
sína síðustu baráttu, var það oft
það síðasta sem hann sagði, „ég
bið að heilsa, ef þú heyrir í þeim
fyrir vestan".
Hann var dulur maður, og flík-
aði ekki sínum tilfinningum, en
traustur var hann og tilfinninga-
ríkur, og brosið hans náði til augn-
anna, þegar hann brá á sína góð-
látlegu glettni.
Minnist ég þess hve oft hann gat
hrifið manninn minn sálaða upp úr
sínum erfiðu hugsunum, um sína
fötlun og aðra erfiðleika, einmitt
með þessari góðlátlegu glettni í
rólegheitum. Settust þeir þá gjarn-
Þann 8. september 1985 lést í
Landspítalanum minn góði vinur
Þórður Hermannsson skipstjóri.
Já, menn koma og fara, nú hefur
hann lagt upp í sína hinstu ferð
yfir móðuna miklu og kvatt þenn-
an synduga heim. Nú er hann
kominn til Guðs sem gaf hann og
þar veit ég að hann hefur átt góða
heimkomu. Ég undirritaður var
svo gæfusamur að kynnast þessum
góða dreng fyrir 20 árum og er ég
bæði glaður og þakklátur fyrir að
hafa notið þess.
Þórður var einn af þeim mönn-
um sem ég mat mikils, hann bar
af þeim mönnum sem stóðu að
einstaklingsframtakinu og sýndi
það með dugnaði sínum og bjart-
sýni strax á unga aldri enda af
sterkum stofni kominn. Ég ætla
mér ekki að rekja æviferil hans,
það hafa aðrir gert en hins vegar
vil ég kveðja þennan vin minn með
nokkrum orðum. Þórður var stál-
velgefinn maður eins og hann
sýndi svo ekki varð um villst á
sinni stuttu ævi, hann var bæði
skipstjóri og útgerðarmaður og
einn af eigendum togaranna Ögra
og Vigra. Þórður var mikill heimil-
isfaðir og átti sér indæla konu,
Vigdísi Birgisdóttur, sem stóð eins
og klettur við hlið mannsins síns
og ekki síst í veikindum hans. Þau
an niður og ræddu um kindurnar
í Viðey, Úða, bátinn hans Valla,
og annað sem báðum var hugleikið.
Ekki fór frændi minn varhluta af
erfiðleikum lífsins. Er hann var
aðeins 36 ára að aldri átti hann
við mikil veikindi að etja, og má
segja að þótt hann næði allgóðri
heilsu aftur á löngum tíma, hafi
hann aldrei gengið heill til skógar
eftir það. Ef til vill hafa margir
ekki gert sér grein fyrir þeim erfið-
leikum eins og þeir voru, því ekki
var hann orðmargur um líðan sína,
dró sig þá frekar í hlé. En við hlið
hans stóðu ávallt hans góða kona
og dóttir, allt til hinstu stundar.
Það var hans hamingja.
Ekki má gleyma tengdasynin-
um, sem alltaf reyndist honum
mjög vel, ekki síst í vor og sumar
þegar mest á reyndi, létti hann af
honum öllum þeim áhyggjum sem
hann gat.
Dóttursynirnir á Kópavogs-
brautinni voru í miklu uppáhaldi
hjá afa sínum, og fylgdist hann
af áhuga með þroska þeirra. Ekki
voru þeir háir í loftinu, tveir þeir
eldri, þegar þeir fóru að skreppa
með ömmu og afa á bátnum út i
Viðey. Þar áttu þau margar
ánægjustundir saman, sá yngsti
hafði ekki aldur til.
Ég minnist þess er ég heimsótti
frænda minn á heimili hans í vor.
Daginn áður hafði hann komið
heim af sjúkrahúsi eftir að hafa
gengið í gegnum erfiða aðgerð og
legu. Ég gat ekki annað en dáðst
að því, hvað hann var yfirvegaður.
Þó hafði hann hlotið sinn dóm,
vissi að hann gekk með ólæknandi
sjúkdóm. Hann ræddi lengi við
mig, ég hlustaði, en gat lítið sagt.
Hvað getur maður sagt? Við deil-
um ekki við dómarann mikla. Eitt
af því sem hann sagði var: „Maja
mín, ég kvíði ekki fyrir því að
deyja, en ég kvíði fyrir því stríði
sem ég þarf að ganga í gegnum
áður, ég er búinn að sjá svo margt."
Þess vegna þakka ég nú góðum
guði fyrir að hann þurfti ekki að
stríða lengur, hann andaðist í
Landspitalanum þann 11. septem-
ber eftir mánaðar legu. Þar fékk
hann frábæra hjúkrun, og allt var
fyrir hann gert sem hægt var. Ég
efast ekki um að frændi minn
hefur hlotið góða heimkomu á það
æðra svið sem hann er nú, laus
við allar jarðneskar þjáningar.
Guð blessi hann. Bið ég góðan guð
að styrkja og blessa fjölskyldu
hans. Ég enda svo þessi orð með
þessúm ljóðlínum:
Ég lít til þín drottinn og sé þar sól,
og sælurík lönd.
Ég vona að ég fái að finna þar skjól,
á friðsælli strönd.
María Haraldsdóttir
Þórður og Vigdís áttu fjögur börn
sem öll eru mannvænleg og góðir
þjóðfélagsþegnar.
Ég sakna vinar míns mikið, en
auðvitað er söknuðurinn mestur
hjá konu hans, börnum og systkin-
um. Ég votta þeim öllum samúð
mína og bið Guð að styrkja þau í
þeirra miklu sorg.
Jóhann Þórólfsson
Fæddur 12. maí 1895
Dáinn 9. september 1985
Afi var orðinn gamall þegar
hann dó. Síðustu árin hrörnaði
hann jafnt og þétt, undir lokin var
hann lagstur í kör. Ekki duldist að
hverju stefndi, og var hann sjálfur
sáttur við það. Engu að síður er
það sárt að geta ekki lengur hugs-
að til hans í rúminu á Framnes-
vegi og geta ekki lengur litið til
hans svolitla stund og virt hann
fyrir sér og minnst hans eins og
hann var. Hann leiddi mig lítinn
niður að sjó, sýndi mér fjöruna,
eiðið og grandann. Þegar ég var
kominn til nokkurs vits og ára
spjölluðum við um karla og kerl-
ingar sem hann hafði þekkt og
búskaparhætti í Breiðafirði fyrr á
öldinni eða hann talaði rámri
röddu um verðbólguna, Framsókn
og stjórnmálaástandið. Einatt bar
hann það saman við atburði sem
lýst er í Sturlungu og Biblíunni.
Þá sat hann í stólnum sínum í
stofunni, með gluggann og tréð til
hægri handar, tók í nefið og
þurrkaði sultardropann og saug
brjóstsykur svo hálsinn héldist
mjúkur. Amma átti kaffi eða
mjólk og hafði stundum bakað
ástarpunga. Alltaf var mér tekið
vel, en kom of sjaldan.
Afi fæddist í Bjarnareyjum í
Breiðafirði 12. maí 1895. Foreldrar
hans voru Níels Gíslason bóndi
þar og Ingveldur Magnúsdóttir.
Níels drukknaði árið 1905. Þau
fluttu í Bíldsey þegar afi var sjö
ára og þar bjó hann með móður
sinni til þrítugs. Einu sinni sagði
hann mér að sig hefði langað í
bændaskóla, en hann hefði ekki
Oxsmá sýnir
kvikmyndir í
Regnboganum
OXSMÁ-samsteypan endursýnir
kvikmyndir sínar „Oxsmá plánelan"
°g „Sjúgðu mig, Nína“ ■ F-sal Regn-
bogans í kvöld og þrjú næstu kvöld.
Hýningar hefjast öll kvöldin kl.
21.00.
I fréttatilkynningu frá Oxsmá
segir að myndirnar séu nú endur-
sýndar vegna gífurlegrar aðsókn-
ar um síðustu helgi. Eru þeir sem
áhuga hafa hvattir til að tryggja
sér miða í tíma, því hér sé um
tækifæri að ræða til að sjá mynd-
irnar, sem fjalli um undirheima
Reykjavíkur í framtíð og fortíð.
65.000
lestir
af loðnu
ALLS eru nú komnar um 65.000
lestir af loðnu á land frá því vertíð
hófst í ágúst. 25 skip eru komin á
veiðarnar og hefur loðnan heldur
verið að þoka sér nær landi af Jan
Mayen-svæðinu.
Síðastliðinn laugardag til-
kynntu eftirtalin skip um afla,
samtals 2.520 lestir: Örn KE, 580,
ísleifur VE, 740, Júpíter RE, 750,
Erling KE, 450. Á sunnudag var
aflinn 1.690 lestir af eftirtöldum
skipum: Rauðsey AK, 620, Keflvík-
ingur KE, 530 og Magnús NK, 540
Iestir. Á mánudag var aflinn 2.260
lestir af eftirtöldum skipum:
Skarðsvík SH, 630, Hrafn GK, 670,
Gísli Árni RE, 600, og Sæberg SU,
300 lestir. Eftirtallin skip til-
kynntu svo um afla á þriðjudag:
Pétur Jónsson RE, 800, Erling KE,
450, og Grindvíkingur GK, 950
lestir.
komist af því að hann þurfti að
vinna við búið. Afi hóf síðan eigin
búskap í Svefneyjum árið 1924.
Þann 11. mars 1925 kvæntist hann
Önnu Magnúsdóttur frá Svefneyj-
um. Þau eignuðust tvær dætur,
Önnu, sem fæddist 20. desember
1927, og Guðnýju, sem fæddist 14.
desember 1929. Anna, kona afa,
lést eftir fimm ára hjónaband, 6.
janúar 1930. Hann kvæntist öðru
sinni fimm árum síðar, 13. ágúst
1935, eftirlifandi konu sinni, Guð-
ríði Sveinbjarnardóttur. Þau eign-
uðust fjögur börn: Jón, fæddist 15.
maí 1936, Þorkatla, fæddist 21.
mars 1939, Ólafur Aðalsteinn
fæddist 15. maí 1942, og Níels,
fæddist 23. ágúst 1944. Ólafur lést
11 ára gamall. Afi og amma
bjuggu í Svefneyjum til 1939. Þá
fluttu þau til Flateyjar, höfðu
búskap og afi var hreppstjóri. Til
Reykjavíkur fluttu þau strax þeg-
ar stríðinu lauk, vorið 1945. Þau
bjuggu í Engey í nokkur ár en
fluttu alkomin til Reykjavíkur ár-
ið 1956. Á Framnesveginn komu
þau haustið 1958. Afi vann hjá
Sambandinu til 1962 að hann
komst á eftirlaun. Eftir það var
hann mest heima; góður við börn
og barnabörn og konuna sína.
Mási
+
Þökkum af alhug öllum þeim sem sýndu okkur samúö og vináttu
við fráfall og útför
SIGURBJARGAR JÓNSDOTTUR,
fyrrum húsfreyju é Ófeigsstööum.
Guö blessi ykkur öll.
Svanhildur Baldursdóttir, Einar Kristjénsson,
Baldvin Baldursson, Sigrún Jónsdóttir,
Þorbjörg Snorradóttir,
og aörir vandamenn.
t
Þökkum innilega hlýhug og samúö við fráfall
MARGRÉTAR SVEINBJARNARDOTTUR.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á öldrunardeild Landspítalans,
Hátúni 10B, 4. hæö, fyrir góöa umönnun.
Jóna Sveinbjarnardóttir, Ólafur Helgason,
Benedikt Sveinbjarnarson, Ólöf Helgadóttir,
systkinabörn og aðrir aðstandendur.
+
innilegustu þakkir sendum viö öllum sem sýndu okkur samúö og
vinarhug viö andlát og jaröarför eiginmanns míns og fööur okkar,
ADALSTEINS METUSALEMSSONAR,
Hjaltabakka 10, Reykjavík.
Jérngeröur Einarsdóttir,
Sméri Aöalsteinsson,
Regína Aöalsteinsdóttir,
Leifur Aðalsteinsson.
+
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúö og vinarhug
viöandlát og útför
ÞORVALDS ÁSMUNDSSONAR,
Hverfisgötu 47,
Hafnarfiröi.
Sérstakar þakkir til starfsfólks hjartadelldar Landspítalans sem
önnuöust hann í veikindum hans.
Júlía Valsteinsdóttir,
Henning Þorvaldsson, Steinunn Alfreösdóttir,
Birna Þorvaldsdóttir, Jón R. Jónsson,
Valdís Þorvaldsdóttir, Steinar Haröarson,
Sigurbjartur Þorvaldsson, Sveinsína Jónsdóttir,
Guömundur Þorvaldsson, Helga Þóröardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn-
ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum
fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið-
vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á
mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minn-
ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess
skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort
ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð-
um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð
og með góðu línubili.
Þórður Hermanns-
son — Kveðjuorð