Morgunblaðið - 19.09.1985, Page 58

Morgunblaðið - 19.09.1985, Page 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR19. SEPTEMBER1985 ást er... að heppnina sér. TM Refl. U.S. Pat. Otf.—all rights reserved Los Angeles Times Syndicate »19 Með morgunkaffinu l>ad er eitthvað að rafmagn- inu hér. Hreint með ólík- indum hve oft öryggin springa hér á þessu heimili. HÖGNI HREKKVlSI © - - þú etZT AP K.OMA TIU.' Með því að segja að Megas og Bubbi afvegaleiði æskuna er ver- ið að hengja bakara fyrir smið Ljóðaunnandi skrifar: í Velvakanda um daginn birtist stórt og mikið bréf um að Bubbi og Megas væru að afvegaleiða æskuna með ömurlegum söngtext- um. Þessu vil ég mótmæla harð- lega. Að vísu hefur Bubbi lengst af samið texta sína á einhverskonar götumáli, en það getur tæplega skaðað málvitund æskunnar þegar talað er til hennar á sama máli oghúnsjálf talar. Á þeim fimm árum sem Bubbi hefur verið á toppnum hefur texta- gerð hans hins vegar fágast mjög mikið, og á hans síðustu plötu er t.d. að finna eftirfarandi lýsingu á fíkniefnaneytendunum Rómeó og Julíu: „Uppi í risinu lágu og ófu sinn vef, óttann þræddu upp á þráð. Ekkert gat skeð því það var ekkert ef — efvel varaðgáð.” Þetta er slungin lýsing á hugar- heimi eiturlyfjaneytandans. Orða- leikur í fáum en hnitmiðuðum orðum. Þessi texti og aðrir á síðustu hljómplötu Bubba eru fullboðlegir hverjum sem er. Þeir standa fram- ar flestum öðrum dæguriagatext- um. Jafnframt er rétt að benda á að Bubbi hefur verið duglegur við að kynna yngri skáld þessa lands, eins og til dæmis Þórarinn Eldjárn og Magnús Ásgeirsson, ásamt fleiri skáldum. Um Megas er það hins vegar að segja að textar hans eru mjög ólík- ir textum Bubba. Þarf sérstaka kímnigáfu til að átta sig á hvað hann á við í textum sínum. Á plötunni „The Boys from Chicago" sem bróðir Bubba, Tolli, á mestan heiður af, syngur Megas: „Vinirnir mínir og vinurnar smá með vatnsbláu ýsuaugun sín úr þáinu, núinu, nándinni firðinni sem neysluvarningur er ég lögvernduð einkaeign min & ég þekki ykkur ekki.“ Með því að kenna Megasi og Bubba um að afvegaleiða æskuna er verið að hengja bakara fyrir smið. Sökudólgana er að finna hjá annarri og eldri kynslóð. Eþíópíuplatan framlag skrópara og skallapoppara Rokkunnandi skrifar: Mig langar að koma á framfæri hneykslun minni á hinni svoköll- uðu Eþíópíuplötu. Þar eru að verki gamlir skallapopparar sem skróp- uðu í fyrrasumar á tónleikum sem Æskulýðsráð hélt í Laugardals- höllinni til styrktar svöngum í Afríku. Samt höfðu þessir skallapoppar- ar látið auglýsa sig fyrir hundruð þúsundir króna en mættu síðan ekki, enda höfðu Band Aid-hljóm- leikarnir og „USA for Africa" ekki slegið í gegn. Og það að halda að tveggja laga plata á íslandi skili gróóa er alveg út í hött. Það hefur líka komið á daginn að allir popparar með metnað, eins og Stuðmenn, Ragnhildur Gísla- dóttir, Megas, Kukl, Grafík, Bubbi Morthens og Björk Guðmunds- dóttir ætla að hunsa þennan fíg- úrugang, sem íslenska Eþíópíu- platan kemur til með að verða. Þessir hringdu . . . Hermenn í Hollywood Fastagestur í Hollywood hringdi og hafði eftirfarandi að segja: Hvað er eiginlega að gerast í Hollywood? Eg lagði leið mína þangað um síðustu helgi, eins og mín var von og vísa, en hvað var á seiði? Allt fullt af hermönnum ofan af Keflavíkurflugvelli, a.m.k. 50 talsins. Það er svo sem engin nýlunda að sjá útlendinga í Hollywood því þeir eru meðal fastagesta staðarins, að því er virðist, ásamt unglingum á aldrin- um 16—18 ára. Að koma inn í Hollywood þetta föstudagskvöld var eins og að koma inn í aumustu hermanna- búllu því þessir hermenn voru bók- staflega út um allt, slefandi og snuðrandi. Vonandi verður gerð bragarbót á þessum stað áður en allt um þrýtur. Er til dæmis ekki hægt að hafa eitt kvöld í viku fyrir fólk um tvítugt eins og mér skilst að hafi verið hér einu sinni, eða reyna á annan hátt að laða fslendinga að þessum stað. Illfærasti vega- spotti landsins er fyrir ofan Fossvogskapellu Halla Guðmundsdóttir hringdi og hafði eftirfarandi að segja: Athygli skal vakin á að einn illfærasta vegarspotta landsins er að finna á afar fjölfarinni leið, rétt ofan við Fossvogskapellu. Vegna einhverra framkvæmda á nýja Bústaðaveginum er umferð úr bænum beint um gamla Hafnar- fjarðarveginn og út í móa á kafla. Sá kafli er orðinn nærri ófær. Mér er spurn: Hver á að laga þetta, borgin eða verktakinn?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.