Morgunblaðið - 26.11.1985, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER1985
5
Rannsóknastofnun
landbúnaðarins:
Þorsteinn Tóm-
asson skip-
aður forstjóri
Landbúnaðarrádherra hefur skip-
að Þorstein Tómasson plöntuerfða-
fræðing í stöðu forstjóra Rannsókna-
stofnunar landbúnaðarins (RALA)
frá 1. desember næstkomandi.
Þorsteinn er 40 ára að aldri,
fæddur 17. júlí 1945 í Svíþjóð.
Foreldrar hans eru Tómas heitinn
Tryggvason jarðfræðingur og
Kerstin Tryggvason bankafulltrúi.
Árið 1970 lauk hann prófi í plöntu-
erfðafræði frá háskólanum I
Aberdeen í Skotlandi og hefur
síðan starfað sem sérfræðingur í
jurtakynbótum hjá RALA. Hann
var settur forstjóri stofnunarinnar
í mars síðastliðnum eftir lát Gunn-
ars ólafssonar, setts forstjóra
RALA, en var áður aðstoðarfor-
stjóri í rúmt ár. Þorsteinn er
kvæntur Sophie Kofoed-Hansen
kennara og eiga þau tvö börn.
Sex menn sóttu um stöðuna,
þeir voru auk Þorsteins: Bjarni
Helgason deildarstjóri hjá RÁLA,
Bjartmar Sveinbjörnsson prófess-
or við Alaska-háskóla, Björn Stef-
ánsson landbúnaðarhagfræðingur,
ólafur Guðmundsson settur deild-
arstjóri hjá RALA og Sturla Frið-
riksson deildarstjóri hjá RALA.
Nú býðst eigendum Wang PC
og Wang Micro VP tölva
stóraukið úrval af
haldgóðum hugbúnaði.
Hæfni og afkastamöguleikar tölva ráðast af þeim hugbúnaði sem þær geta notað. Á þessu sviði
hafa Wang-tölvur sterka stöðu. Á þær er hægt að vinna með fjölmörgum þrautreyndum forritum.
Við bjóðum m.a. eftirfarandi hugbúnað frá Softveri sf.,sem bæði Wang Micro VP og Wang PC
tölvur geta notað:
HTTir
• Fjárhagsbókhald / Aætlanagerð
• Viðskiptabókhald / Lánadrottnar
• Birgðabókhald
• Sölunótukerfi
• Pantanakerfi
• Launabókhald
Og nýtt Verkbókhald sem byggt er
á SMS- staðlinum.
s
=f
<a
>
Allar nánari upplýsingar veita söluaðilar.
Heimilistæki hf
TOLVUDEILD SÆTUNI8-SÍMI27500
SOFTVERsf
FORRITUNARÞJÓNUSTA
Skeifunni 3 f
Sími 68 71 45
777 hagsmunaaðila í
Gamla míðbænum
/ þessari viku munuð þið verða heimsótt
og ykkur boðin þátttaka í félagi
um Gamla miðbœinn
Sameiginleg verkefni eru margvísleg nú fyrir jólin.
Ef þiö fáiö ekki heimsókn einhverra hluta vegna en hafiö áhuga
vinsamlega hafiö samband viö skrifstofuna ísíma 18777. *
Sýmim samstöðu