Morgunblaðið - 26.11.1985, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 26. NÖVEMBER1985
7
Loðnuverð
hækkað
um 8,5 %
— hækknnin í samræmi við
hækkun afurðaverðs
VERÐ á loðnu upp úr sjó var hækkaö
í gær um 8,5% meö samkomulagi í
Verölagsráöi sjávarútvegsins. Verö-
hækkunin er í samræmi viö hækkun
afurðaverðs. Verð á hverri lest loðnu
til skipta er nú 1.400 krónur en var
1.290. Ofan á þetta verö er kaupend-
um gert að greiða 39%, sem ekki
koma til skipta, og er verðið þá 1.946.
Endanlegt verð með uppbótum og
endurgreiddum söluskatti verður
2.142 krónur fyrir hverja lest.
Verðið gildir frá 25. nóvember
til áramóta og miðast við 16%
fituinnihald og 15% innihald
fitufrís þurrefnis. Það breytist um
88 krónur til hækkunar eða lækk-
unar fyrir hvert 1%, sem fituinni-
hald breytist frá viðmiðun og um
94 krónur fyrir hvert 1%, sem
innihald þurrefnis breytist. Kaup-
endum er gert að greiða 2,50 krón-
ur af hverri lest til rekstrar loðnu-
nefndar.
Jón Reynir Magnússon, fram-
kvæmdastjóri Síldarverksmiðja
ríkisins, sagði í samtali við Morg-
unblaðið, að verð á lýsi og mjöli
hefði heídur þokazt upp á við að
undanförnu. Lýsislestin færi nú á
lágmark 13.600 krónur, 330 dali,
og hver lest mjöls að meðaltali á
rúmar 15.500 krónur, 378 dali. Nú
hafa veiðzt um 470.000 lestir og
taldi Jón Reynir, að líklega væri
búið að vinna úr rúmlega 400.000
lestum, sem gæfu um 64.000 lestir,
bæði af lýsi og mjöli. Hann sagði
að mjög lítið af þessum afurðum
væri nú óselt í landinu og líklega
væri búið að selja fyrirfram nán-
ast allt lýsi, sem framleitt yrði.
Mikil fyrirframsala íslendinga
hefði meðal annars átt sinn þátt
í því að toga verðið upp, þar sem
vissa kaupenda um miklar óseldar
birgðir leiddi yfirleitt til lægra
verðs en ella.
Mikil loðnu-
veiði við Kol-
beinseyna
— 470.000 lestir veiddar
frá upphafi vertíðar
LOÐNUVEIÐAR gengu vel um
helgina og hafa nú veiðst um
470.000 lestir. Á laugardag varð
aflinn 21.800 lestir af 27 skipum,
á sunnudag 9.590 af 13 skipum
og síðdegis á mánudag var aflinn
orðinn 12.430 lestir af 19 skipum
og voru flest með fullfermi. Þróar-
rými er því víðast á þrotum um
þessar mundir og á mánudag var
hvergi laust pláss nema við Faxa-
flóa og í Vestmannaeyjum.
Auk þeirra skipa, sem áður
hefur verið getið í Morgunblaðinu,
tilkynnti Júpíter RE um 1.300 lesta
afla á laugardag. Á sunnudag voru
eftirtalin skip með afla: Þórs-
hamar GK, 600, Keflvíkingur KE,
540, Guðrún Þorkelsdóttir SU, 700,
Örn KE, 580, Hilmir SU, 1.350,
Huginn VE, 600, Gullberg VE, 620,
Beitir NK, 1.350, Harpa RE, 630,
Sjávarborg GK, 800, Fífill GK,
650, Skarðsvík SH, 640 og Helga
II RE 530 lestir. Síðdegis á mánu-
dag höfðu eftirtalin skip tilkynnt
um afla: Heimaey VE, 530, Þórður
Jónasson EA, 500, Víkurberg GK,
570, Magnús NK, 540, Gígja RE,
750, Jöfur KE, 450, Jón Kjartans-
son SU, 1.120, Gísli Árni RE, 650,
Dagfari ÞH, 530, Erling KE, 440,
Hilmir II SU, 560, Albert GK, 600,
Svanur RE, 730, Rauðsey AK, 600,
Húnaröst ÁR, 620, Guðmundur
Ólafur ÓF, 600, Börkur NK, 1.240,
Höfrungur AK, 880 og Bergur VE
520 lestir.
tormerki
Svigskíði og gönguskíði við
hæfi hvers og eins.
gönguskíðastafir úr
fíber.
Svigskíðaáburður og
gönguskíðaáburður
handa þeim kröfuhörði
ásamt ýmiss konar tækj
um handa byrjendum
jafnt sem keppendum.
TYROLIA
Total diagonal
bindingar - meira öryggi
en áður þekktist. Svig-
stafir fyrir byrjendur og
keppendur. Gott tösku-
úrval.
adidas ^
gönguskíðaskór
sem hinn kröfuharði
göngumaður biður um.
DACHSTEIN
Skíðaskór sem koma
til móts við þínar þarfir.
Bindingar settar á meðan beðið er.
TOPPmerkin
í jkíóavörum
öfUS d CtxuxtiVzdöaum
ÞEKKING - REYNSLA - ÞJONUSTA
FÁLKIN N
SUÐURLANDSBRAUT 8 - SÍMI 91-84670
Adrir útsölustaðir:
Pipulagningarþjónustan Kaupf. Borgfirðinga
Ægisbraut 27 310 Borgarnes
300 Akranes versl.
Vélsmiðjan Þór Einars Guðfinnssonar h/f
400 fsafjörður 415 Bolungarvík
Versl. Húsið Bókaversl. Kaupf. Fram Jón Halldórsson
340 Stykkishólmur Þórarins Stefánssonar 740 Neskaupstað Drafnarbraut 8
Versl. Lín 640 Húsavík Skíðaþjónustan 620 Dalvík
625 Ólafsfirði Gestur Fanndal Fjölnisgötu 4. Versl. Skógar
580 Siglufjörður 600 Akureyri 70Q Egilsstaðir