Morgunblaðið - 26.11.1985, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER1985
t
Bréf Konráðs
Gíslasonar
Bókmenntir
Sigurjón Björnsson
Bréf Konráðs Gíslasonar. Aðalgeir
Kristjánsson bjó til prentunar.
Reykjavík. Stofnun Árna Magnús-
sonar, 1984 XXX + 299 bls.
Enda þótt ártalið 1984 standi á
titilblaði þessarar bókar, er ég
ekki fullviss um hvort hún er í
rauninni komin út enn, a.m.k. er
hún ekki sjáanleg á söluborðum
bókaverslana. En þessi hægagang-
ur er víst í samræmi við sköpunar-
sögu bókarinnar, sem mun vera
orðin æði löng að því að mér skilst.
Á þessa bók eru prentuð öll
sendibréf sem fundist hafa frá
Konráði Gíslasyni til íslenskra
manna, 346 talsins. Sum þeirra eru
mjög löng, önnur ekki meira en ein
til tvær línur. Gildir þetta síðar-
nefnda um orðsendingar til vina
og samstarfsmanna á efri árum
Konráðs. Viðtakendur bréfanna
eru þrjátíu alls. Ber þar hæst
Brynjólf Pétursson, Jónas Hall-
grímsson, Björn M. Ólsen, Gísla
Brynjólfsson, Gísla Konráðsson,
Jón Þorkelsson yngra, Stefán
Þorvaldsson, Benedikt Gröndal og
Isleif Einarsson. Bréfin eru prent-
uð stafrétt eftir frumtexta og í
neðanmálsgreinum er gerð grein
fyrir öllum breytingum og leiðrétt-
ingum sem Konráð gerði á texta
um leið og hann skrifaði bréfin.
Bókin hefst á stuttum inngangi
þar sem æviferill Konráðs er rak-
inn og greirt gerð fyrir útgáfunni.
Þar kemur fram að ráð er fyrir
því gert að í framhaldi af þessu
riti verði gefin út bréf íslenskra
manna til Konráðs. Er fyrirhugað
að skýringar fyrir bæði bindin
komi þar svo og sameiginleg
nafnaskrá. Þessa er nauðsynlegt
að geta, þar eð lesandinn hlýtur
að sakna þess tvenns í þessari út-
gáfu. Til hagræðis fyrir lesandann
má þó nefna að árið 1961 gaf Bóka-
útgáfa Menningarsjóðs út úrval
bréfa Konráðs Gíslasonar (Undir
vorhimni), sem Aðalgeir Krist-
jánsson sá um. Þar eru allítarlegar
efnisskýringar við hvert bréf.
Allmargar myndir eru í þessari
bók bæði af frumbréfunum svo og
aðrar myndir.
Vera má að mörgum nútíma-
manni þyki lítt áhugavert að lesa
sendibréf frá manni sem látinn er
fyrir nærfellt einni öld, einkum
þar sem bréfin fjalla oftast um
persónuleg málefni eða smámuni.
Bréf Konráðs Gíslasonar eru fá-
gætlega snauð af fræðslu um mál-
efni líðandi stundar. Þar er nálega
aldrei vikið að stjórnmálum, bók-
menntum eða fræðum. Bréfin til
Brynjólfs og Jónasar eru afar
efnislítil, en full af skringilegheit-
um og frásögnum sem hafa lítið
almennt gildi. Isleifi velgerða-
manni sínum skrifar hann af
bljúgri undirgefni og miklum fag-
urgala. Til Stefáns vinar síns ritar
hann af mikilli ástúð og um-
hyggjusemi og léttir á tilfinning-
um sínum.
Sendibréf Konráðs hafa því
framar öðru gildi sem drög að
mannlýsingu og veltur þvi á mestu
hvort Konráð Gíslason var þeirrar
stærðar og gerðar að við teljum
ómaksins vert að kynnast honum.
Því hygg ég að verði að svara ját-
andi. Hann var framarlega i flokki
um endurreisn íslenskrar menn-
ingar um miðbik síðustu aldar. Og
ómæld eru þau áhrif sem hann
hafði á viðreisn íslenskrar tungu.
Konráð var um margt óvenjuleg-
ur maður og sendibréf hans gefa
djúpa innsýn í hinn margslungna
persónuleika hans. Mér birtist
hann sem fluggáfaður maður,
hugkvæmur og á suma lund frjór,
trölltryggur vinur vina sinna, i
senn viðkvæmur og auðtrúa, svo
að jaðraði við „naivitet", tortrygg-
inn og kaldur á ytra borði, félags-
lyndur og gamansamur, en samt
sem áður mæðufullur einfari
mestan hluta ævi sinnar. Undar-
lega virtist sjónhringurinn þröng-
ur hjá þessu fjölmenntaða gáfu-
menni. Ög þessi smekkvísi fagur-
keri var afar lítt lesinn i bók-
menntum samtiðar sinnar. Samt
virðist hann hafa haft unun af
samskiptum við „alætur" eins og
Benedikt Gröndal. Um þetta teygi
ég ekki lopann lengur. Læt nægja
að geta, að hvað sem öðrum finnst,
varð mér lestur þessara gömlu
sendibréfa minnisstæður.
Innan þeirra marka sem áður
getur virðist mér vönduglega og
fræðilega að þessari útgáfu staðið.
Ég get þó ekki neitað því að sem
lesandi hefði ég kosið að annar
háttur hefði verið á hafður. Kosið
hefði ég að sjá tvö væn bindi koma
út samtímis með bréfum til Kon-
ráðs og frá honum. Þar hefði mátt
vera mun rækilegri ævisaga Kon-
ráðs, skýringar við hvert bréf og
nafnaskrá í lokin. Þykir mér súrt
í broti að hugsa til þess að fram-
hald þessarar útgáfu komi seint
og um síðir (sbr. hægagang þessa
bindis, líklega 6—8 ár) eða alls
ekki. Sérstaklega er þetta leitt þar
sem dr. Aðalgeir Kristjánsson er
að öllum líkindum manna færastur
til að vinna þetta verk svo að vel
fari, en óvíst hvort honum endist
aldur og heilsa fram yfir næstu
aldamót.
KINGSLEY
AMIS
STANLEY
ANDTHE
Konurnar eru síst
verri en karlmenn
Erlendar bækur
AnnaBjarnadóttir
Stanley and the Women
eftir Kingsley Amis
Hutchinson 1984,256 bls.
Stanley and the Women vakti
nokkra athygli þegar hún kom út
á Bretlandi í fyrra. Kingsley Amis
þótti hafa þorað að sýna jafnrétt-
iskonum í tvo heimana með því
að skrifa bók um erfiðleika karl-
manns i samskiptum við konur i
„kvenbókmenntastíl". Það gekk
svo langt i Bandaríkjunum að tvö
bókaútgáfufyrirtæki ákváðu að
hafna bókinni af ótta við mótmæli
kvenréttindakvenna, hið þriðja
greip gæsina meðan hún gafst og
bókin kom út i Bandarikjunum nú
í haust, án þess þó að kveikja í
háværum púðurkerlingum.
Enda þurfa konur ekki að kippa
sér upp við jjessa bók. Hún er ótta-
lega máttlaus ef hún á i raun og
veru að vera atlaga að jafnréttis-
konum eða svar við „kvenbók-
menntum". í bókum eftir konur,
þar sem raunir kvenna eru raktar
og karlmönnum kennt um allt sem
aflaga fer, hafa konurnar yfirleitt
eitthvað sér til ágætis og bera af
körlunum sem þær standa í stríði
við. En í Stanley and the Women eru
karlpersónurnar engu skárri en
kvenpersónurnar, og þær eru auð-
vitað alveg vonlausar: sjálfselskar,
frekar og illskiljanlegar fyrir karl-
menn í fölskum samskiptum sínum
hver við aðra. Karlarnir eru drykk-
felldir, þeir láta konurnar vaða
ofan i sig til að halda friðinn og
eiga samt erfitt með að halda þeim
og þeir virðast ófærir um að takast
á við hluti á ákveðinn og röggsam-
an hátt. Kannski að nýfundið
sjálfsöryggi og kraftur kvenna
hafi átt að hafa þessi áhrif á þá.
Bókin fjallar um Stanley og
erfiðleika hans þegar 19 ára sonur
hans kemur óvænt heim seint um
kvöld og er orðinn geðklofi. Stan-
ley ritstýrir bílasíðu í bresku blaði
og hefur verið farsællega giftur
Súsan í fjögur ár. Hún er bóka-
gagnrýnandi, komin af finu fólki
og er menntasnobb. Hún útbjó
hreiðrið, sem þau hjónakornin lifa
i, og ræður lifsstílnum. Stanley
nýtur hvors tveggja en passar þó
ekki inn i myndina. Hann huggar
sig við viskísopa og drekkur það
daginn út og daginn inn. Friðurinn
er úti þegar Steve, sonurinn, veik-
ist. Það þarf að hafa samband við
Nowell, móður hans, og Susan
fellur það ekki nema passlega vel.
Nowell er misheppnuð leikkona,
gift drykkfelldum manni með
sambönd í kvikmyndaheiminum.
Hún hefur ekki skipt sér mikið af
Steve en hún og sálfræðingurinn
koma sér saman um að veikindi
Stevens stafi af því að Stanley
varð ekki hæstánægður þegar
Nowell varð ófrísk af honum
skömmu eftir að þau giftu sig.
Sálfræðingurinn er kona. Hún
er þreytandi og tekur ákvarðanir
sem eru rangar. En karlmennirnir
sem Stanley leitar til, heimilis-
læknirinn og sálfræðingurinn, er
ekki síður þreytandi. Og það eru
reyndar þeir sem láta piltinn í
hendurnar á þessari kvenpersónu,
þótt meiningin hafi verið að koma
honum undir öruggar karlmanns-
hendur. Þeir eru lítil hjálp þegar
Stanley leitar til þeirra og er að
gefast upp á sálfræðingnum.
Lausnin er að fá sér drykk, flana
ekki að neinu, og sjá hvað setur.
Það er erfitt að sjá hverjir eru
með öllum mjalla í bókinni. Það
er ekki bara sonurinn sem er
ruglaður, það er eitthvað bogið við
flestar persónurnar. Bókin vekur
mann til umhugsunar um hið
stutta bil milli heilbrigðis og geð-
veiki. Sálfræðingamir í bókinni
eru síður en svo traustvekjandi
dómarar um heilbrigðisástand
yfirleitt þar sem þeir virðast ekki
vera alveg með „fulle fem“ sjálfir
og það er ekki síður f klónum á
þeim sem Stanley á í erfiðleikum
en í klónum á konum.