Morgunblaðið - 26.11.1985, Side 15

Morgunblaðið - 26.11.1985, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER1985 15 Ætt, auður og vald Bókmenntir Erlendur Jónsson Játvaröur Jökull Júlíusson: SAGAN AF SIGRÍÐI STÓRRÁÐU. 213 bls. Víkurútgáfan. 1985. Bók þessi hefur undirtitil: •Skarðverjaríki og Reykhólaauð- ur, Látraætt og Skáleyjasystkin*, sem lýsir betur efni hennar en heitið sjálft. Hér er mikil ættfræði saman dregin og sögufróðleikur margs konar. Staðfræði og saga Breiðafjarðareyja og byggðanna norðan og austanvert við Breiða- fjörð er sem runnin höfundi i merg og bein. Samhengið í lífinu hélst þarna lengur en annars staðar. Og auður safnaðist mönnum og ættum meiri þar um slóðir en annars staðar á landinu. Því gegn- ir engri furðu þó saga þeirra ætta, sem getið er á titilblaði, freisti fræðimanna sem leitast við að rýna inn í rökkur fortíðar. Sjálf tekur sagan af Sigríði stórráðu ekki yfir nema síðasta þriðjung bókarinnar. Eins og segir í kápuauglýsingu er »saga hennar sögð þangað til hún kveður þennan heim í Kaupmannahöfn, eftir stormasama ævi konu sem aldrei lét bugast og vildi helst sjálf ráða ferðinni hvar sem leið hennar lá«. Og leið Sigríðar stórráðu lá nokkuð viða. Hún var í heiminn borin 1833. Forræði gróinna ætta stóð þá enn með fullu veldi á landi hér. Eigi að síður hillti undir nýja tíma. Og kalli þeirra tíma svaraði Sigríður að sínu leyti með því að fara til Danmerkur og læra þar mjólkurfræði og sitthvað fleira. Upp úr miðri nitjándu öld þurfti að sjálfsögðu meiri kjark og fram- tak til að leggja í þess háttar ferða- lag en unnt er að gera sér ljóst nú. Ung stúlka, sem með þeim hætti hugðist koma undir sig fót- unum, var auðvitað langt á undan sinni samtíð. Nokkru eftir að heim kom gerðist Sigríður ráðskona hjá ríkasta bónda landsins, Sigurði í Möðrudal. Sigurður var að vísu kvæntur maður. En kona hans virðist hafa þolað honum hvort tveggja (eða kannski orðið að þola): að hann tæki sér þessa bú- stýru sem þar að auki átti eftir að ala honum barn. Með hinu síð- ara sýndi sig að Sigríður var of stóru skrefi á undan samtíðinni — hún varð að hrekjast frá þessu landsfræga stórbýli og reyna fyrir sér nær heimahögum. Sannaðist á Játvarður Jökull Júlíusson henni að eitt er gæfa en annað gervileiki. Hvar sem hún kom sér fyrir stóð hugur hennar til að taka að sér lyklavöld, og til þess hlut- skiptis virtist hún borin, öðrum konum fremur. Erfiðara reyndist að öðlast slík völd með fullum rétti. Sem kona er vildi fara sínu fram og hasla sér völl ein og óstudd í þjóðfélaginu var hún því að minnsta kosti öld of snemma á ferðinni. Játvarður Jökull hefur — auk þess að kanna æviferil Sigríðar — aflað sér álits sérfróðra manns á því hversu fagþekkingu Sigríðar kunni að hafa verið háttað. Er sá kafli fróðlegur út af fyrir sig. Sigríður hélt námskeið þar sem hún kenndi ostagerð og aðra með- ferð mjólkur og var þess framtaks getið í blöðum. Efni það, sem höfundur hefur dregið saman í æviferil Sigríðar, er þó minna en skyldi. Hefur hann, ef til vill af þeim sökum, lengt mál sitt með almennum hugleið- ingum um aldarhátt og jafnvel um mannlífið yfirleitt. Sýnist mér sá vera helstur galli þessarar annars ágætu samantektar hversu mikið fer fyrir umbúðum sem eru út af fyrir sig spaklega hugsaðar og vel meintar en koma efninu sjálfu lítið við — nema þá óbeint. Engu að síður mun bók þessi lengi lifa sem merkilegt framlag til breiðfirskra fræða. Rannsóknastofnun uppeldismála: Fyrirlestur um starfsval iðnnema Kristín ísaksdóttir uppeldisfræð- ingur flytur fyrirlestur í dag á vegum Rannsóknarstofnunar uppeldismála í Kennaraskólahúsinu við Laufásveg kl. 16.15. Fyrirlesturinn nefnist „Starfs- val iðnnema með hliðsjón af fé- lagslegri stöðu þeirra“. Öllum er heimill aðgangur. Hárgreiðslu- stofa opnuð á Siglufirði Siglunrdi, 23. uóvember. HÉR hefur verið opnuð hársnyrti- stofa, bæði fyrir kvenmenn og karlmenn og var ekki vanþðrf á. Siglfirðingar hafa ekki notið slíkr- ar þjónustu í nokkur ár. Það er Jóhanna Ragnarsdóttir, sem opnað hefur Hárgreiðslustofuna Hlín og er hún til húsa á Aðalgötu 9. Kréttaritari Nýjar gardínur á 50 krónur! Ef gardínurnar þínar þola vatn þá þola þær líka Bio-tex - undraþvotta- efni sem gerir gömlu gardínurnar sem nýjar á 15 mínútum. Þú setur ylvolgt vatn í bala eða baðker og 1 dl af bláu Bio-tex í hverja 10 1 af vatni. Þegar duftið hefur blandast vatninu leggur þú gardínurnar í. Eftir að hafa dregið gardínurnar fram og til baka í vatninu í u.þ.b. 10 mín. skolar þú þær í hreinu vatni og hengir til þerris. Árangurinn er augljós, gardínurnar verða sem nýjar og íbúðin fyllist ferskara lofti. Undraefni í allra hendur. Fæst í næstu verslun. Halldor Jónsson hf. Dugguvogi 8-10, sími 686066 Blátt Bio-tex í allan handþvott og grænt Bio-tex í þvottavélina (forþvottinn). tr I

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.