Morgunblaðið - 26.11.1985, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER1985
29
Rskjunni landað í Hafnarfirði.
MorgunblaÖið/Fridþjófur
Rækjutogarinn Tasiilaq í Hafnarfirði:
Landaði rækju
fyrir 50 millj.
RÆKJUTOGARINN Tasiilaq landaði 170 lestum af rækju í Hafnarfirði
síðastliðinn þriðjudag. Verðmæti farmsins var um 50 milljónir króna og
náðist hann í 42 daga veiðiferð. Togarinn er næst stærstur sinnar tegundar
í Vestur-Evrópu og er í eigu danskra aðilja á Bornholm og Grænlendinga,
skráður í Angmagssalik á austurströnd Grænlands. Skipstjóri er Basse
Mortensen.
UEKONfl
HflKQREIWW
fTnFd starmýri 2 -
J 1 V/l n Sími 31900
Býður þér alla almenna hársnyrtingu:
Klippingu • Permanent • Litanir • Skol
• Strípur • Djúpnæringu • Lagningu • Blástur.
Ath.: 20% AFSLÁTTUR fyrir ellilífeyrisþega
á þriðjudögum.
OPIÐ FRÁ 9-17 ALLA VIRKA DAGA
OPIÐFRÁ 10-14 Á LAUGARDÖGUM.
UERONfl
50LMÖJ
fjnF/l starrr,ýri2-
J 1 V/l rl Sími 31900
Fullkomnustu sólbekkir sem völ er á.
Nýjar og viðurkenndar perur.,
B-geislun í lágmarki.
t\lboð
kort
Andlitsperur. Góð kæling. 1 Bióbom'- 800
áKr
tram
ti\
áramóta.
OPIÐ VIRKA DAGA FRÁ KL. 9-21.
LAUGARDAGA FRÁ KL. 10-14.
Pantiðtímanlega. Þægilegtafslappaðumhverfi. Næg bílastæði.
Morgunblaðsmenn litu um borð
í togarann og hittu þar meðal
annars útgerðarmanninn Ole
Basse Mortensen og Kell Nicolai-
sen aðstoðarútgerðarmann, en við
þetta tækifæri var ýmsum aðilj-
um boðið að skoða togarann, þar
á meðal sjávarútvegsráðherra,
Halldóri Ásgrímssyni. Kell Nic-
olaisen sagði, að farmur skipsins
væri að verðmæti um 50 milljónir
króna og veiðin hefði gengið þol-
anlega á Dornbankanum. Skipið
væri að hluta til fjármagnað af
grænlenzku landsstjórninni til að
tryggja aukna atvinnu í Ang-
magssalik. Því væru 70% áhafn-
arinnar Grænlendingar, þar af 15
frá Angmagssalik en alls væru
30 manns í áhöfninni. Skipið væri
einnig byggt sem ísbrjótur og
rannsóknarskip og 10% af tekjum
um farmgjöld yrði varið til rann-
sóknarstarfa og leitar nýrra
rækjumiða við Grænland. Skipið
væri 6 mánaða gamalt og byggt
hjá Örskov AS í Frederikshavn í
Danmörku. Ole Basse Mortensen
ætti Vg í skipinu og legði hann
meðal annars til þekkingu og
reynslu, en hann ætti fyrir tvö
rækjuskip.
Skipið kostaði fullbúið um 400
milljónir króna og er 14,5 metrar
á breidd, 70 á lengd og 1.400
brúttólestir að stærð. Hægt er að
vinna um 76 lestir af rækju á
sólarhring um borð, en til þessa
hefur mesti afli á sólarhring verið
21 lest. Skipið er búið miklum
þægindum fyrir áhöfn, meðal
annars gufubaði og sal og tækjum
fyrir líkamrækt.
Ole Basse Mortensen sagði, að
útgerðin gengi vel. Hún hefði um
1.000 lesta rækjukvóta við Græn-
land. Þegar væri búið að veiða 650
lestir við Kanada og 230 við
Grænland. Til að dæmið gengi
upp þyrfti- að fiska fyrir um 275
milljónir króna á ári, en hann
væri fullviss um að tvöfalt meira
verðmæti næðist. Það væri þvi
góð og mikil framtíð í rækjuveiði.
Ole Basse Mortensen er einn
þeirra fyrstu, sem hóf rækjuveiði
á þessum slóðum árið 1971 og
laxveiðar í reknet hóf hann árið
1967. Hann er allumsvifamikill
útgerðarmaður og er meðal ann-
ars með eigin flugvél til að flytja
áhöfn milli staða, en skipt er um
hana eftir hvern túr.
Ole Basse Mortensen sýnir Halldóri Ásgrímssyni, sjávarútvegsráðherra o
Arna Kolbeinssyni, ráðuneytisstjóra, rækjuverksmiðju skipsins.