Morgunblaðið - 26.11.1985, Page 40

Morgunblaðið - 26.11.1985, Page 40
40 MORGUNBLAÐID, ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER1985 Elísabet Einars- dóttir — Minning Látin er í Reykjavík listakonan Elísabet Einarsdóttir, 88 ára að aldri. Hún hélt reisn sinni til síð- asta dags, málhress og með drottn- ingarfas. Ekki skal þó álykta, að bak við slétta húð, bjart yfirbragð og spaugsyrði á hraðbergi, hafi verið kona sem dansaði á rósum allt lífið. Ævisaga hennar er lífs- reynslusaga konu, sem ein og óstudd barðist áfram af ótrúlegri vinnusemi, þrautseigju og hug- rekki, sem aldrei brást henni þótt oft blési þungt á móti. Elísabet hlaut í vöggugjöf sér- stæða hæfileika á mörgum sviðum, sem hún nýtti vel við erfiðar að- stæður. Hún var allt í senn, söng- kona, hárgreiðslukona, kaupkona, hannyrðakona og móðir, sem kom þremur sómabörnum til manns. Söngrödd hennar var frá náttúr- unnar hendi ein sú glæsilegasta sem hér hefur heyrst. Stórt radd- svið með tindrandi tónhæð og þrátt fyrir hljómmikla rödd, söng hún undurfallega veikan söng. Auk þess hafði hún næmt tóneyra og meðfædda túlkunarhæfileika. Elísabet var alin upp á söng- elsku heimili. Hún var dóttir merkishjónanna Kristínar Árna- dóttur og Einars Magnússonar, kaupmanns og útvegsbónda í ól- afsvík. Fjölskyldan fluttist til Reykjavíkur þegar Elísabet var tólf ára gömul og gerðist faðir hennar ráðsmaður við holds- + Fósturfaðir minn, SIGURDUR ÁSGEIRSSON, Skipholti 18, andaöist í Landspítalanum 22. nóvember. Fyrir hönd vandamanna. Hulda Valdimarsdóttir. Eiginkonamín, + STEINUNN ÞORBJÖRNSDÓTTIR, andaöist aö heimili sínu Hæöargaröi 22, laugardaginn 23. nóvember, Jón Rósmundsson. Eiginmaöur minn, fósturfaöir, afi og langafi, ADOLFALBERTSSON, lést í Borgarspítalanum 22. nóvember, Soffía Jónssdóttir, Kristján Júlíusson, Soffía Andersen, barnabörn og barnabarnabörn. + Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir, afi og langafi, JÚLÍUS EGGERTSSON, Sólvallagötu 6, Keflavík, lést í Borgarspítalanum hinn 23. nóvember. Guórún Bergmann, Guðlaug Bergmann, Valgeir Helgason, Rúnar Júlíusson, María Baldursdóttir, Ólafur E. júlíusson, Svanlaug Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Faöir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞORSTEINN HANNESSON, Laugateig 3, andaöist í Borgarspítalanum 25. þessa mánaöar. Jaröarförin ákveðin síöar. Ásdís Þorsteinsdóttir, Woifgang Strosa, Hrefna Þorsteinsdóttir, John Milner, barnabörn og barnabarnabarn. Legsteinar Ýmsar gerðir Marmorex Steinefnaverksmiðjan Helluhrauni 14 sími 54034 222 Hafnarfjöröur. veikraspítalann í Laugarnesi. Meðal sjö systkina hennar voru söngvararnir Einar og Sigurður Markan og hin fræga óperusöng- kona María Markan, sem er nú ein eftirlifandi af systkinunum. Elísabet var eftirsótt í kóra og einsöng fyrr á árum. Við allar stór- hátíðir þar sem söngur kom við sögu, var Elísabet fremst í flokki, eins og fjallkona, í sínum fagra skautbúningi. Mér er það ógleym- anlegt þegar ég, barn að aldri, hlýddi á „Sköpunina" eftir Haydn, fyrstu óratoríu sem flutt var í heild hér á landi, undir stjórn Páls ísólfssonar, í bílaskála Steindórs. Þá stóðu þær Elísabet Einars- dóttir og Guðrún Ágústsdóttir, þeirra tíma „prímadonnur", og sungu hinar erfiðu Haydn, sópran- aríur með glæsilegum léttleika, báðar íklæddar íslenskum búning- um. Elísabet söng einnig oft í út- varpi og í söngleikjum og árum saman við jarðarfarir. Elísabet stundaði hárgreiðslu- störf um árabil með Kristínu dótt- ur sinni. Hin næma tilfinning, sem hún hafði fyrir öllu sem hún tók sér fyrir hendur, kom vel fram í því hve mjúk handtök hún hafði við greiðslu. Hún stundaði einnig kaupskap og hafði gott verslunar- vit og gaman af viðskiptum. Elísabet giftist kornung Bene- dikt G. Waage kaupmanni og íþróttafrömuði. Þau eignuðust þrjú bðrn, Helgu Weisshappel Forster, listmálara, Kristínu B. Waage, hárgreiðslumeistara, og Einar B. Waage, hljóðfæraleikara, sem látinn er fyrir nokkrum árum. Þau hjón slitu samvistir. Sam- bandið milli Elísabetar og barna hennar var alla tíð mjög náið. Þegar litið er yfir margvíslegan starfsferil hennar, er ótrúlegt að hún hafi komið í verk að „kúnst- brodera" fleiri samfellur en mér + KONRÁÐ DAVÍÐ JÓHANNESSON, til heimilis aö Blikahólum 4, erlátinn. Börn, tengdabörn og aórir aöstandendur. + Eiginmaður minn, faöir okkar og tengdafaöir, RUNÓLFURJÓNSSON pípulagningameistarí, erlátlnn. Útförin veröur auglýst síöar. Þórdís Magnúsdóttír, Gunnar Runólfsson, Ingibjörg Elíasdóttir, Jón Hilmar Runólfsson, Ragnheiöur Haraldsdóttir, Brynja Dís Runólfsdóttir, Vatnar Viðarsson. Bróöirokkar, ÍVAR AXEL EINARSSON, Vesturgötu 66 B, veröur jarösunginn frá Fossvogskapellu miövikudaginn 27. nóv- ember kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuð. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Hjartavernd. Sigríöur Einarsdóttir, Olöf Einarsdóttir, Siguröur Einarsson. + Eiginmaöur minn, faöir, tengdafaöirog afi, HENRIK SV. BJÖRNSSON, % veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn 28. nóv- emberkl. 10.30. Gróa Torfhildur Björnsson, Sveinn Björnsson, Guðný Hrafnhildur Björnsson, Helga Björnsson, tengdabörn og barnabörn. + Þökkum innilega auösýnda samúö og hlýhug vegna andláts og útfarar, SIGURÐAR G.l. GUÐMUNDSSONAR, Hamarsbraut 17, Hafnarfiröi, Kristjana Hannesdóttir, Hulda Hansen, Gilbert W. Hansen, Vilborg Áslaug Sigurðardóttír. Barnabörn og barnabarnabörn. er óhætt að segja nokkur ein kona önnur á íslandi. Hún „kúnstbrod- eraði" um ævina þrjátíu og þrjá skautbúninga, allt listsaumað með hárfínni tækni, þykkt og þétt, svo blómin og laufin lyftast upp úr efninu í ótrúlega fallegri litagleði og listrænt saman sett. Við sem eigum skautbúning eftir Elísabetu Einarsdóttur, eigum mikinn dýr- grip. Ómögulegt er að meta slíkan grip til fjár, enda mun Elísabet ekki hafa auðgast á þessari sér- stæðu handavinnu. Öðru nær. En henni þótti mjög vænt um íslenska þjóðbúninginn og klæddist honum alla ævi sjálf þegar hún gat því við komið. Hún var hrifin af teikn- ingum Sigurðar Guðmundssonar listmálara af íslenska skautbún- ingnum og álit hann hafa gert búninginn léttari og fegurri en áður var. Hún notaði mikið hin þekktu mynstur Sigurðar við gerð búninga sinna. Elísabet Einarsdóttir hlaut aldrei heiðursmerki og styrk af neinu tagi. Hún stóð ein af sér stórviðri lífsins, gat ætíð miðlað öðrum og alltaf stóðu dyr hennar opnar gestum og gangandi. Hún hafði ævinlega nægan tíma til að taka á móti fólki, enda framúr- skarandi gestrisin og tryggust vina. Hún var ómyrk í máli, en hrókur alls fagnaðar á gleðistund- um og oft bráðfyndin. Á sorgar- stundum, eins og þegar hún missti ástkæran einkason sinn, sýndi hún æðruleysi og sálarstyrk. Síðustu tuttugu árin bjó hún í sambýli og með dóttur sinni og tengdasyni, Kristínu og Gunnari Gíslasyni, sem reyndust henni með afbrigð- um vel. Þrátt fyrir þrjátíu ára aldurs- mun vorum við Elísabet nánar vinkonur í tugi ára. Vil ég hér með þakka henni einstaka tryggð og góðvild í minn garð. Hún var trúuð kona og þess fullviss, að okkur væri öllum fyrirfram ákveðnir hérvistardagar. Hún dó í sátt við guð og menn og fékk þá ósk upp- fyllta, að halda andlegri vöku fram í andlátið. Ég votta dætrum Elísabetar, tengdabörnum, afkomendum þeirra og systur hennar dýpstu samúð. Við kveðjum sérstæða konu, sem var svipmikill og þekkt- ur persónuleiki í reykvísku bæjar- lífi um árabil, sökum hæfileika sinna og glæsileika. Hvili hún í friði. Þuríður Pálsdóttir Birting afmælis- og minningar- greina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast i í miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir bádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu til- efni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. Kransa- og kistuskreytingar • • Raykjavikurvogi 60. •tvni AMwimtfm I, aimi 13171.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.