Morgunblaðið - 26.11.1985, Síða 42

Morgunblaðið - 26.11.1985, Síða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER1985 fclk í fréttum Ætlar að verða myndhöggvari ELIZABETH Taylor er lítið hrifin af klæðaburði dóttur sinnar Lizu Todd sem þykir mikið augnayndi líkt og móðir hennar. Liza hefur þó síður en svo í hyggju að feta í fótspor hennar heldur er staðráðin í að verða myndhöggvari. Cher í fylgd með frönskum SÖNGKONAN og leikkonan Cher opinberaði fyrir skömmu samband sitt við franska fatahönnuðinn Claude Montana. Prentist myndin af þeim skötuhjúum vel, má sjá nýstárlega hárgreiðslu Cher sem þekkt er fyrir áberandi útlit. „Ætla mér ekki að verða leikkona“ — segir Selma Baldursson, 11 ára, sem fer með eitt af aðalhlutverkunum í vestur-þýskum sjónvarpsmyndaflokki „MÉR FINNST mjög gaman að leika í þessum myndaflokki enda fjórir aðrir krakkar sem fara með aöalhlutverk", sagði Selma Bald- ursson 11 ira, er blaðamaður sló i þriðinn til hennar til Þýskalands i dögunum. Selma, sem er hilf íslensk, fer með eitt af aðalhlut- verkunum í framhaldsmynda- flokknum „Lindenstrasse nr. 3“ sem vestur-þýska sjónvarpið hóf tökur i nú í haust og sýningar verða hafnar i í Þýskalandi í des- ember. Myndaflokkurinn er ætlað- ur fyrir alla fjölskylduna, og meðal aðalleikara eru sem fyrr segir fimm krakkar. Voru mörg hundruð börn prófuð iður en leikstjórinn, Hans W. Geissenwörfer, taldi sig hafa fundið þau réttu. Nylega skýrði þýska dagblaðið Express frá hinum nýja sjón- varpsþætti og birti myndir af krökkunum fimm sem eru meðal aðalleikara. Segir dagblaðið að þegar sé búið að ákveða að taka upp 52 þætti af „Lindenstrasse nr. 3“ og vel sé hugsanlegt að þeir verði fleiri. Selma Baldursson, sem búsett hefur verið í Þýskalandi frá fæðingu, er dóttir Gunnlaugs Baldurssonar arkitekts og Liesel Hambach Baldursson leikkonu. Fjölskyldan er nú búsett í bæn- um Brúhl sem liggur milli Kölnar og Bonn. Selma tjáði blaðamanni að hún kynni dálítið í íslensku en kaus þó að samtalið færi fram á þýsku. „Leikstjóranum Hans W. Geissenwörfer var bent á mig þegar verið var að leita að réttum krökkum í hlutverkin og bauð hann mér að koma í prufu," sagði Selma. „Ég vissi að búið var að prófa mjög marga krakka og bjóst satt að segja aldrei við því að fá hlutverkið. Prufan fór þannig fram að ég var látin læra stuttan texta utan að og síðan þurfti ég að flytja hann fyrir leikstjórann. Mér fannst það ekkert ofsalega erfitt en var dá- lítið spennt “. Um hvað fjallar „Linden- strasse nr. 3“? Selma Baldursson Das sind (fie Kinder EXPRESS stellt CKe Ideinen StarstíefSuper-Serievor! Vwv ANGEUKA 3»£S ■ UndwwtraU* Nr. 3" - dl* gröðM TimMliwli, oab Burvö* 15 MtHKx •Mlto ómr WDR tör bMlang 52 Folgwv mut dt Dm Mrvjdg* wm noch tmhHm, warw Wrvf kMn* TV- S(æ» t*M sucMa Ham W. Ottiwowftd* unt*r lauMmMn von BMrortxm m„Tmim- Klndor". J«txl hat m tím amtuoOmc. EXPRESS •talit dh ktmtnmn Stmrm dmr Supmr-Smrlm, álm w6- ohantrtcM mb S. Omtmmbmr, vor... SHaf -MUif*r, r.aben' oewuwteri ru mmiómiy %n rv.ch(. Srw %r.<l \tb-1 nictií r»»r>drUCio h«ft. nítúnlcfi, aungt , ,/cr. hMe, ytrr, «»l •prodvpn UmtHir.swirri i ii,o Roil* ilmi Júoín Auch w*r,r. Mortlz1 Aone Tifui* (jespióí'“ Sachi óm' jOrvgste.! %«í/' vm ‘hr Hauphn. artn ö*ftch*r, ichmom , tmtmo*m afcor j«1 6or woi'. or Timrnmr, ammr.t-í TAuoik .teh worten *<nl ,.ich wtSJ anc Bíockfió- Cah rr,.r (• Nach óm SchuW vorMM(.“ Omt Ttltmqmi tíadwre icn Mu»*. • stwett dmn r.iaus, m>n! A.&mim* SmUAuimmsiP ohw.ta«wc*v*ö(M /(TTTWIWwBw m kino nwt 2Wh«r>M •«nt Þ>.v»f rrieii » aoch .Arr, Kebaten t'Auml •oenhM** ntchf Úrklippan úr þýska dagblaðinu Express þar sem sagt er frá nýja sjónvarpsþættinum og birtar myndir krökkunum fimm sem eru meóal aðalleikara. Selma er neóst til hægri. „Myndaflokkurinn fjallar um íbúa eins fjölbýlishúss. Tvær af fjölskyldunum eiga börn og í þáttunum er sagt frá daglegu lífi þessa fólks og ýmsum ævintýrum sem börnin lenda í.“ Gætirðu hugsað þér að verða leikkona? „ Nei, það gæti ég alls ekki. Síðastliðin ár hef ég leikið nokk- ur smáhlutverk í sjónvarpsþátt- um og finnst gaman að leika við og við, en atvinnuleikkona ætla ég mér ekki að verða. Mamma er leikkona og mér hefur alltaf fundist leiðinlegt hvað hún hefur þurft að ferðast mikið vegna vinnunnar. Mér finnst gaman að ferðast í sumarfríum en leiðist að sitja lengi í bíl eða járnbraut- arlest og það þarf maður oft að gera þegar maður er leikkona." Fer mikill tími I æfingar og upptökur á „Lindenstrasse nr. 3“? „Ekki mjög mikill, ég fer upp í stúdíó svona tvisvar til þrisvar í viku. Annars er nóg að gera hjá mér fyrir utan skólann því ég er bæði að læra ballett og á píanó og þarf mikið að æfa mig.“ Hefurðu komið til Islands? „Já, en ekki oft. Ég fór til ís- lands þegar ég var lítil og svo aftur sl. sumar með pabba. Mér finnst ísland vera fallegt land og gaman að vera þar, en vil samt heldur búa í Þýskalandi,“ sagði hina unga leikkona Selma Baldursson að endingu. Tilbúin í slaginn Þessi hópur hnefaleikamanna varð á vegi ljósmyndara Morgunblaðsins sl. miðvikudag. Ekki reyndust þar vera atvinnu- hnefaleikarar á ferð, heldur nokkr- ir nemendur Menntaskólans við Hamrahlíð sem voru að „dimitt- era“. Búast má við að þessi bros- mildu ungmenni sitji nú við lestur námsbóka sinna enda farið að styttast í prófin — og þá væntan- lega einnig það að námsfólkið fái stúdentsprófsskírteini sín í hend- ur. Við óskum þeim góðs gengis í prófunum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.