Morgunblaðið - 04.12.1985, Page 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER1985
Ragnar Kjartansson, stjómarformaður Hafskips:
Hvetur viðskiptavini
Hafskips að beina við-
skiptum til Eimskips
RAGNAR KjartansMon stjórnarfor-
maður Hafskips hefði viljað sjá hærri
tölur í tilboði Eimskipafélagsins í
eigur íslenska skipafélagsins, en
beinir þeirri hvatningu til viðskipta-
vina Hafskips að þeir beini viðskipt-
um sínum til Eimskips. Þetta kom
fram f samtali Morgunblaðsins við
Ragnar í gærkveldi, er hann var
spurður álits á um 400 milljón króna
tilboði Eimskips í eignir íslenska
skipafélagsins.
„Allt frá því snemma í júlí að ljóst
var að Hafskip stcð frammi fyrir
vanda, og í kjölfar viðræðna við
(Jtvegsbanka fslands, var það sett
sem meginmarkmiö að leitast við
að spila þannig úr málum að hags-
munum Útvegsbanka fslands yrði
borgið. Það var engin tilviljun að
viðræður voru hafnar við Eimskipa-
félagið en ekki önnur skipafélög,"
sagði Ragnar. Hann sagði jafnframt:
„Þar er fyrir hendi traust fyrirtæki
sem með auknu umfangi ætti að
geta tryggt meiri hagkvæmni í sjó-
flutningum en nú er. Aukin stærð
gerir nú enn meiri kröfur til Eim-
skipafélagsins en ella. Félagið verð-
ur að leggja sig fram af alúð við að
sinna viðskiptafyrirtækjunum og
leita hagkvæmustu lausna."
Ragnar sagöi að einokunaryfir-
bragð fyrri ára gleymdist ekki, nema
með nákvæmu starfi þeirra Eim-
skipafélagsmanna. „Þar starfar
margt ágætis manna sem ég ber
gott traust til, bæði forstjóra og
margra samstarfsmanna hans,"
sagði Ragnar. „Á þessum tíma er
það mín persónulega hvatning til
viðskiptamanna Hafskips hf. að
beina viðskiptum sínum til Eim-
skipafélagsins, en hika jafnframt
ekki við aö sýna félaginu eðlilegt
aðhald og gera kröfur til málefna-
legrar þjónustu. Þeir vita sem er,
félagar okkar hjá Eimskip, að án
þjónustunnar má búast við nýju
Hafskipi og vafamál er að þeir viíji
ganga i gegnum nýtt 27 ára tímabil
af því tagi.“
Anna Guðmunds-
dóttir leikkona látin
ANNA Guðríður Guðmundsdóttir
leikkona lést á Landspítalanum sl.
laugardag, 30. nóv., 83ja ára aó
aldri. Anna var atkvæðamikil í ís-
lensku leikhúslífí, hóf leikferil sinn
árið 1923 hjá Leikfélagi templara og
lauk honum í Þjóðleikhúsinu þar
sem hún lék síðast í íslandsklukk-
unni nú í haust.
Anna fæddist 19. apríl 1902 að
Skálanesi í Vopnafirði. Foreldrar
hennar voru Guðmundur Ólafsson
og Stefanía Benjaminsdóttir.
Anna fluttist með foreldrum sín-
um til Reykjavíkur 1917 og bjó þar
alla tíð síðan. Hún lærði Ijósmynd-
un hjá-Ólafi Magnússyni konung-
legum hirðljósmyndara og stund-
aði það starf í 16 ár. Hún hóf leik-
feril sinn árið 1923, fyrst hjá Leik-
félagi templara, en frá 1929—50
var hún leikkona hjá Leikfélagi
Reykjavíkur. Hún var á B-samn-
ingi hjá Þjóðleikhúsinu frá stofn-
un þess 1950 til 1970, fastráðin þar
frá 1970—72, en þá lét hún af
störfum fyrir aldurs sakir. Anna
var á sérsamningi hjá Þjóðleik-
húsinu eftir að hún lét þar af föstu
starfi og lék nánast fram á síðasta
dag.
Sumarið 1948 fór Anna f leikför
með Gullna hliðið til Helsingfors
og hún var einnig þátttakandi í
leikför Þjóðleikhússins með sama
leikrit til Kaupmannahafnar og
Oslóar sumarið 1957. Hún stofnaði
Morgunblaðið/ÓI. K. Mag.
Útför Jóns Kjartanssonar
ÚTFÖR Jóns Kjartanssonar, forstjóra Áfengis- og
tóbaksverzlunar ríkisins, var gerð frá Háteigskirkju
í gær að viðstöddu miklu fjölmenni.
Sr. Ólafur Skúlason, vigslubiskup, og sr. Tómas
Sveinsson önnuðust athöfnina. Viðar Gunnarsson
söng einsöng og ljóðakórinn söng. Organleikari var
Guðni Þ. Guðmundsson, Björn Árnason lék á fagott
og Þorvaldur Steingrímsson á fiðlu. Úr kirkju báru
Þorsteinn Gíslason, stjórnarformaður SR, Ólafur
Ragnarsson, bókaútgefandi, Höskuldur Jónsson,
ráðuneytisstjóri, Erling Eðvald, lyfsölustjóri, Þrá-
inn Valdimarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri
Framsóknarflokksins, Sigurður Jónsson, fyrrver-
andi forstjóri SR og Sjóvá, Jóhann Steinsson,
starfsmaður ÁTVR, og Ragnar Jónsson, settur
forstjóri ÁTVR.
Ollu starfsfólkí
Stálvlkur sagt upp
Tímabundnir erfiðleikar gera okkur
erfitt fyrir, segir Jón Sveinsson forstjóri
ÖLLU starfsfólki skipasmíðastöðvarinnar Stálvíkur í Garðabæ hefur verið
sagt upp störfum, en uppsagnarfrcstur er allt að þremur mánuðum. Stafar
þetta af tímabundum erfíðleikum fyrirtækisins að sögn Jóns Sveinssonar,
forstjóra Stálvíkur. Hann segir erfíðleikana að mestu stafa af stöðvun ný-
smíði skipa og því, að kaupendur að raðsmíðaskipi fyrirtækisins hafa ekki
fengið lánafyrirgreiðslu til kaupanna og skipið ekki fengið aflakvóta. Verið
væri að endurskipuleggja rekstur fyrirtækisins og vonaðist hann til að ekki
þyrfti að koma til þess, að starfsfólkið missti vinnuna.
Jón sagði, að Stálvík hefði fyrst og væri þar helzt að nefna upphaf
Leikfélag templara og var formað-
ur þess fyrstu árin. Anna tók
ennfremur þátt í stofnun Félags
íslenskra leikara 1941 og var gjald-
keri þess félags 1950—55. Hún var
sæmd silfurmerki Fél. ísl. leikara
1966 og gullmerki félagsins 1976.
Anna giftist Páli Þorleifssyni
bókhaldara hjá SÍF árið 1927.
Hann lést 1961. Þau voru barnlaus.
og fremst verið nýsmíðastöð og nú
væru tvö og hálft ár síðan nýsmíði
hefði verið stöðvuð og komið í veg
fyrir sölu á raðsmíðaskipi fyrir-
tækisins. Segja mætti að skipið
hefði verið selt 12 sinnum, en opin-
berir sjóðir hefðu ætíð neitað lána-
fyrirgreiðslu og engin kvóti fengizt
á skipið. Þetta eitt kostaði fyrir-
tækið 30 til 40 milljónir króna, þótt
skipið seldist á endanum. Þetta
væri svipað og banna útgerð að
veiða nytjafiska i sama tíma. Nú
væri verið að undirbúa aðra hluti
viðgerðar- og viðhaldsþjónustu og
framleiðslu lífræns blómaáburðar.
Hann mæti því stöðuna svo að
næsta hálfa árið yrðu áframhald-
andi erfiðleikar, en úr því færi að
rætast úr stöðunni. Búið væri að
byggja viðlegukant við fyrirtækið,
sem auðveldaði til muna alla vinnu
við viðgerðir og viðhald skipa, sem
á næstunni hlyti að verða veiga-
mikill þáttur í starfi skipasmíða-
stöðva. Ennfremur væri fram-
leiðsla á blómaáburðinum í þann
veginn að hefjast og ætti hún
Hollenskt fjölmiðlafyrirtæki skopast
að íslandi í hollenskum blöðum
Fréttir um vespu- og mauraplágu aðaluppistaða landkynningariiuiar
UNDARLEG mynd hefur verið dregin upp af þjóðlífínu á íslandi í hol-
lenskum blöðum undanfarna mánuði. Er helst á fréttum hollensku
pressunnar að skilja að íslendingar eigi í höggi við þrjár meginplágur:
vespur, maura og bjórleysi. í grindálkum blaðanna má lesa frasagnir
af geðshræringu Islendinga vegna vespuhreiðra sem fundist hafa á eyj-
unni og vangaveltur um það hvort ísland sé endanlega búið að stinga
sér í vespuhreiður.
1 framhaldsfrétt er sagt að nú
séu íslendingar búnir að finna
sér nýtt áhyggjuefni, því 73 hús-
maurar hafi fundist í klóakrör-
um og húsgrunnum og jafnvel
baðherbergjum, „þar sem vel fer
um maurana". Þá er hæðst að
íslendingum fyrir bjórleysi
þeirra, sagt að þörf eyjaskeggja
fyrir mjöðinn fari nú vaxandi,
en þrátt fyrir viðleitni þorstlátra
hafi ekki tekist að fá lögunum
breytt.
Það mun vera þarlend fjöl-
miðlaskrifstofa Osterheert, sem
setur fréttirnar saman í nafni
Ferðamálaráðs íslands. í Ham-
borg er starfandi skrifstofa á
vegum Ferðamálaráðs, sem ann-
ast kynningu á íslandi á megin-
landi Evrópu, og réð hún viðkom-
andi fjölmiðlaskrifstofu í Hol-
landi til að dreifa þar fréttum
frá íslandi. Forstöðumaður
skrifstofunnar í Hamborg, ómar
Benediktsson, sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær, að hinn
hollenski blaðafulltrúi þeirra hjá
Osterheert hefði með þessum
fréttum gjörsamlega brugðist því
trausti sem honum var sýnt og
væri nú búið að segja upp við-
skiptum við hann og fyrirtæki
hans.
„Margir eru kannski þeirrar
skoðunar að illt umtal sé betra
en ekkert, en þessar fréttir um
vespurnar og maurana eru auð-
mýkjandi og fáránlegar og bera
vott um óvönduð vinnubrögð
fjölmiðlaskrifstofunnar," sagði
Omar. „Við sendum Osterheert
fréttir og efni sem við vildum
að kæmi fram í fjölmiðlum í
Hollandi, en gáfum þeim jafn-
framt nokkuð frelsi til að setja
í blöðin að eigin frumkvæði
annað jákvætt efni um ísland.
Þessu trausti hefur skrifstofan
gjörsamlega brugðist, og við
höfum sagt upp viðskiptum okk-
ar við hana frá og með næstu
áramótum," sagði ómar Bene-
diktsson.
bæði að geta skilað góðri afkomu
og gjaldeyristekjum, þar sem
megnið af áburðinum yrði flutt út.
Jón sagði að mjög hefði verið
vegið að tilveru skipasmíðastöðva
með stefnuleysi í endurnýjun fiski-
skipaflotans. Miklar sveiflur í
henni hefðu valdið því, að tilvera
stöðvanna yrði ótraust og fólk
héldist ekki í vinnu þar. Slíkt væri
mjög miður, þar sem skipaiðnaður-
inn væri undirstaða járnsmíða í
landinu og lærlingum færi nú til
dæmis verulega fækkandi. Þegar
að því kæmi að stöðvanna yrði að
nýju þörf skorti þær hæfan mann-
afla til að takast á við nauðsynleg
verkefni. Af þeim sökum væri
hætta á þvl að nýsmíði og end-
urnýjun færðist úr landi vegna
lítillar afkastagetu heima fyrir.
Að þessum þáttum yrði að gæta
þegar litið væri til framtíðarinnar.
Verð á íslenzkum skipum væri
sambærilegt við verð á góðum
skipum að utan, en ódýrari og
jafnframt lakari skip væri auðvelt
að fá erlendis. íslenzku skipin
hefðu reynzt afburða vel og því
hæpinn akkur í því, að kaupa ódýr-
ari en lakari skip að utan.
Ekki lengur
í lífshættu
SAUTJÁN ára Snæfellingur slasaóist
alvarlega í umferðarslysi skammt fró
Saurbæ á Hvalljarðarströnd um mið-
nætti sl. föstudagskvöld. Hann liggur
nú á sjúkrahúsi í Reykjavík.
Pilturinn, sem er við nám á Akra-
nesi í vetur, hafði verið á dansleik
í félagsheimilinu Hlöðum þá um
kvöldið og var á gangi meðfram
þjóðveginum um miðnættið. Hann
varð fyrir bíl, sem ekið var vestur
Hvalfjarðarströnd og slasaðist
mikið, hlaut m.a. höfuðkúpubrot.
Pilturinn var fluttur á sjúkrahús
á Akranesi en þaðan með þyrlu til
Reykjavíkur, þar sem hann gekkst
undir skurðaðgerð strax um nóttina.
Hann er ekki lengur talinn vera í
lífshættu.