Morgunblaðið - 04.12.1985, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER1985
9
Jólamarkaður
Bergiðjunnar við Kleppsspítala,
Sími38160
Aðventukransar, huröahringir, jólahús,
gluggagrindur, skreytingar og fleira.
Opiö alla daga frá 9-18.
Fundur 5. des. um
EM á ísl. hest um
og Evrópusamb.
Fræöslunefnd Fáks efnir til fundar fimmtudaginn
5. des. í Félagsheimili Fáks kl. 20.30.
Fundarefni:
Erindi um viðhorf til Evrópusamb. og alþjóöasam-
starfs. Skýrt veröur frá keppni og tilhögun EM-
mótsins í Várgárda. Mynda- og kvikmyndasýning
af umræddu móti.
Allirvelkomnir.
Fræðslunefnd Fáks.
DÍMHM SÖLllIHIU
Rll Saltkex 200 gr ^ SaltKex með osti 150 gr
U SI8AEB Flögur rrieð papriku 70 gr Flögur með salti og jtr# pipar 70 gr ; Hringir með bacon 70 gr
^ Súpukraftur
KSk gp Hrísgrjón 1 ibs Hrísgrjón 2 ibs
Jarðarber 1 850
LEI JT Eldhúsrúllur 2 stk T pk ***’
1 ij Appelsínu — jj marmelaði Ji 450 gr
...vöruverð í lágmarki SAMVtNNUSÓUtaOONR 19
Fréttir af
Hafskipsmálum
Alþýðublaðið fjallar um
Hafskip í forsíðuramma í
gær og segir m.a.:
„Þáttur DV í skrifum
um Hafskipsmálið hefur
verið með æði sérkennileg-
um hætti. Blaðið hefur
sagt sáralítið frá þróun
máLsins, og nánast ekkert
frumkvæði haft um upplýs-
ingaöflun. Lítið hefur borið
á leiðaraskrifum um máliö;
nánast eingöngu skýrt frá
því, sem blaðið hefur
neyðst til að greina frá.
I gær birtir blaðið þó
forsíðufrétt undir fyrir-
sögninni: „Stefnir I eitt
stærsta gjaldþrot hér á
landi.“ Ynrfyrirsögnin cr:
„Kimskip krefst gjald-
þrotaskipta Hafskips.“
Engu er líkara en Eimskip
sé orðið aðal-sökudólgur-
inn í málinu.
DV, frjálst, óháð dag-
blað hefur ekki séð ástæðu
til að fylgjast með og
greina vandlega frá máli,
sem að þess mati er nú að
verða eitt stærsta gjaldþrot
hér á landi. Ástæðuna fyrir
þessari afstöðu blaðsins
þekkja flestir, sem einhver
deili vita á tengslum for-
ráöamanna DV við Haf-
skip og íslenzka skipafé-
lagið.
Nú virðist blaðið ætla að
hafa þann háttinn á, að
koma sökinni af forráða-
mönnum Hafskips yfír á
einhverja aðra. Þetta mátti
m.a. greina, þegar Haf-
skipsmenn lýstu yfír því,
að nú biðu þeir bara
ákvarðana Útvegsbankans
um hvað gera skyldi. Það
var þá orðið mál Útvegs-
bankans að bjarga skipafé-
laginu úr þeirri klípu, sem
Hafskipsmenn hafa stofn-
aö til og valdið hefur Út-
vegsbankanum gífurlegum
erfíðleikum, sem ekki sér
fyrir endann á.“
Svo mæhi Alþýðublaðið.
Vextir og
launafólk
Bolli Héðinsson, hag-
fræðingur, segir m.a. í
grein f NT í gær:
Mál sem um er rætt
Meðal mála sem verið hafa í almennri
umræöu síðustu vlkur eru Hafskipsmálið
og vaxtastefnan. Alþýöublaöiö fjallar um
hið fyrra málið í forsíöuramma í gær en
NT um það síðara, bæði í grein eftir Bolla
Héðinsson, hagfræöing, og leiðara. Stak-
steinar glugga i þessi skrif í dag.
„Háir vextir eiga að
koma öllum þorra laun-
þega til góða fremur en
lágir vextir. Kannanir sem
fram hafa farið á uppruna
sparifjár sýna að lang-
stærsti hhiti þess kemur
frá almenningi, sem þann-
ig nýtur góðs af háum
vöxtum. Almennt séð hlýt-
ur það að vera hagur
launafólks að hafa mögu-
leika á að safna fé til
kaupa á tilteknum vörum
og láta vextina vinna með
til að ná settu marki. Þetta
gildir um kaup á fíestu
nema ibúðarhúsnæði, þar
sem verða aö koma til sér-
stakar ráðstafanir hins op-
inbera. Verðbólguárin
brengluöu svo verömæta-
skyn fólks aö sjálfsagt og
eðlilegt þótti að græða á
því að skulda en tapa á því
að spara. Með hækkuöum
vöxtum hefur þessu loks-
ins verið snúið við.
Það skýtur því skökku
við að samtök launafólks
skuli setja fram kröfu um
lægri vexti í stað þess að
einbeita sér að húsnæðis-
lánakerfínu og krefjast úr-
bóta þar.“
Framboð og
eftirspurn
fjármagns
Forystugrein NT í gær
er frekari útlegging á grein
Bolla Héðinssonar, hag-
fræðings. Þar segir orðrétt:
„Þar bendir hann (Bolli)
réttilega á að lýöskrumarar
notfæri sér ástandið,
blandi saman þrem
óskyldum atriðum ís-
lenzkra peningamála og
hrópi svo um torg, að
hverfa verði frá raunvaxta-
stefnunni. Þessi þrjú atriði
eru hæð vaxtanna, okur og
vandi húsbyggjenda. Bolli
bendir á, að framboð og
eftirspurn ráði ávöxtunar-
kjörum á fjármagni og því
séu vextir háir nú. Eini
möguleikinn til að lækka
vexti sé að draga úr eftir-
spurninni eftir fjármagni
og það verði ekki gert með
einfoldum stjórnskipunum.
Okur hverfur úr sögunni
þegar löglegum innláns-
stofnunum verður kleift að
anna eftirspurn eftir fjár-
magni með nægjanlega
háum vöxtum, segir Boili í
grein sinni. Skiljanlegastir
eru erfíðleikar |>eirra, sem
stóðu í húsbyggingum í
þann mund, sem raun-
vaxtastefnan var upp tekin.
Þótt aldrei hafi verið gert
eins mikið í húsnæðismál-
um til þess að létta byrð-
arnar og í tíð núvcrandi
húsnæðismálaráðherra,
þarf meira að koma til.
Stærsti vandinn þar er að
gera fólki kleift að greiða
niður fjárfestingu í íbúðar-
húsnæði á a.m.k. 40
árum.“
Þannig gerir NT orð
Bolla að sínum.
Þegar fram-
boðið fullnæg
ir eftirspurn
Bolli Héðinsson, hag-
fræðingur, segir i grein
sinni:
„Eina leiðin til að koma
í veg fyrir aö slík starfsemi
(þ.e. okur) nái að þrífast
er auðvitað að gera lögleg-
um innlánsstofnunum
kleift að anna eftirspurn
eftir lánsfé.... Segja má
að ekki sé komið fullt
jafnræði á milli lántak-
enda og lánveitenda fyrr
en sá síðarnefndi sárbænir
fólk um að taka lán hjá
sér. Vilji hinsvegar enginn
iánin þá lækka vextirnir.
Þessi framtíðarsýn kann
að þykja fjarlæg, en þarf
ekki að vera það, hækki
vextimir nógsamlega."
Ef framboð á að full-
nægja fjármagnseftirspurn
þarf og að byggja upp inn-
iendan peningasparnað,
sem hrundi á veröbólguár-
unum. Þá hófst hin of-
vaxna erlenda skuldasöfn-
un, sem kostar þjóðina í
greiðslubyrði fjórðung út-
flutningstekna hennar —
og samsvarandi rýrð lifs-
kjör í iandinu.
Modelsmíði er heillandi tómstundagaman, sem stundað er af
fólki á öllum aldri.
Vönduðu plastmódelin frá REVELL fáet nú i geysilegu úrvali:
Plugvélar, bílar, mótorhjól, bátar, geimfðr, lestir og hús í öllum
mögulegum gerðum og stærðum.
TÓmSTUDDPIHÚSIÐ HP
loisaue? 164-fleutjauit: »31901