Morgunblaðið - 04.12.1985, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 04.12.1985, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER1985 f. | > * ♦ $ Unglingabók eftir Helgu Ágústsdóttur KOMIN er út hjá Iöunni bók fyrir unglinga eftir Helgu Ágústsdóttur útvarpsmann. Nefnist hún Ekki kjafta frá. Bókin er kynnt á þessa leið í fréttatilkynningu útgefanda: „Hvernig er að vera hrifin af þeim sem vill mann ekki eða uppgötva leyndarmál foreldra sinna? Hvað gerist í skólanum, frítímum og forboðnum partíum? Af hverju hafa flestir eitthvað að fela, eitt- hvað sem ekki má kjafta frá? Hvernig upplifa unglingarnir for- eldra sína og hverjar eru leyndustu hugsanir þeirra? Hvernig á að bregðast við ástinni? Höfundur- inn, Helga Ágústsdóttir, leiðir lesandann inn í heim reykvískra unglinga í dag. Atburðarásin er hröð og spennandi frá upphafi til enda. Varpað er nýju ijósi á heim unglinganna, þeim er fylgt eftir í sorgum og gleði þegar átökin við lífið eru að hefjast." Oddi hf. prentaði bókina og auglýsingastofan Octavo hannaði kápu. Helga Ágústsdóttir •jKlæðum og bólstrumj igömul húsgögn. Gott<^ ,úrval af áklæðum jjjj BÓLSTRUN^ ÁSGRÍMS, Bergstaðastræti 2, Sími 16807, } 5 I í i 1 Prufu-hitamælar + 50 til + 1000 C í einu tæki meö elektrón- ísku verki og Digital sýn- ingu. SfluafímcDiyr VESTURGOTU 16 — SÍMAR 14630 - 2 U80 Morgunblaðið/Emilía Frá vinstri: Þorsteinn Jónsson forstöðumaður Listasafns ASÍ, Aðalsteinn Ingólfsson listgagnrýnandi, Jóhannes Geir listmálari með bókina, prófessor Sigurjón Björnsson, Sverrir Kristinsson bókaútgefandi, Knútur Sig- narsson skrifstofustjóri Prentsmiðjunnar Odda og Leifur Agnarsson framkvæmdastjóri Kassagerðar Reykja- víkur. Listaverkabók um Jóhannes Geir LISTAVERKABÓK um Jóhannes Geir listmálara er komin út. Það eru Listasafn ASÍ og Lögberg-bókaforlag sem standa að útgáfu bókarinnar, en hún er fimmta bókin í ritröðinni fslensk myndlist. Aðrar bækur í þessari ritröð eru um Ragnar í Smára, Eirík Smith, Jóhann Briem og Mugg — Guðmund Thorsteinsson. I bókinni eru tvær ritgerðir um Jóhannes Geir. Sigurjón Björnsson prófessor, æskufélagi Jóhannesar Geirs og náinn vinur hans, ritar um bernskuslóðir þeirra á Sauðárkróki, uppruna og æskuheimili Jóhannesar Geirs, listfylgjuna í ætt hans, tvísýna skólagöngu hér heima, listnám í öðrum löndum og starf listamannsins. Þegar bókin var kynnt á blaðamannafundi sagði Jóhannes Geir að þetta væri í raun önnur bók þeirra Sigurjóns. Á barnaskólaárunum gáfu þeir út bókina „Rósa ráðagóða". Sig- urjón skrifaði bókina en Jóhann- es myndskreytti hana. Bókin kom aðeins út í einu eintaki og er það í eigu Sigurjóns. Áðalsteinn Ingólfsson fjallar um sérkenni Jóhannesar Geirs meðal íslenskra listmálara í rit- gerð sinni. Þar segir hann m.a.: „Á síðastliðnum áratug má hiklaust segja að málaralist Jó- hannesar Geirs rísi hátt. Við- fangsefni hans hafa ekki breyst ýkja mikið frá þeim tíma er hann hóf að mála. Landslag, sjávar- þorp, hestar og bátar eru hans ær og kýr, en þessi mótíf eru nú stærri í sniðum, mikilfenglegri en fyrr. í olíumálverkum sínum byggir hann upp mótíf af festu sem sjálfur Jón Stefánsson gæti verið fullsæmdur af, teflir hrein- um flötum gegn yrjóttum, vold- ugum mössum gegn síkvikri teikningu. Enn lætur samviskan hann ekki í friði og bannar hon- um að gera undirmálsverk." Bókin er 88 bls. að stærð. í henni eru 49 litprentaðar myndir af verkum Jóhannesar Geirs auk teikninga. Einnig er i bókinni fjöldi ljósmynda. Kristján Pétur Guðnason ljósmyndaði listaverk- in. Torfi Jónsson sá um tilhögun bókarinnar, litmyndir voru lit- greindar í Kassagerð Reykjavík- ur hf. og Prentsmiðjan Oddi hf. annaðist prentun og bókband. Sverrir Kristinsson bókaút- gefandi sagði að undirbúningur fyrir útgáfu bókarinnar hafi staðið hátt í þrjú ár og reynt hefði verið að vanda til útgáfunn- ar eftir föngum. „Með útgáfu á listaverkabókum vonumst við til að áhugi almennings á slíkum bókum aukist. Við höfum ákveðið að halda áfram og næst kemur út bók um Ásgrím Jónson" sagði Sverrir. Yfirlitssýning á verkum Jó- hannesar Geirs, sem opnuð var í listasafni ASI í tilefni af út- komu bókarinnar, stendur tii 22. desember. Farþegum úthlutað sætum í innan- landsflugi FLUGLEIÐIR eru þessa dagana að taka upp þá nýjung að úthluta far- þegum sætum í innanlandsflugi með sama hætti og gert er í milli- landaflugi. Fyrst í stað verður þetta einungis gert á leiðunum milli Reykjavíkur og eftirfarandi staða: Til Akureyrar, Egilsstaða, Vest- mannaeyja, ísafjarðar og Hafnar. Einar Helgason forstöðumaður innanlandsdeildar Flugleiða sagði að þetta væri tekið upp til þess að auka þjónustu við farþega. Hann sagði að oft hefði viljað brenna við að þeir sem ferðuðust saman fengju ekki sæti saman og myndi þetta að mestu koma í veg fyrir það. Einnig gæti þessi breyt- ing orðið til þess að fólk mætti frekar tímanlega út á flugvöll fyrir brottför. Ályktun frá Samtökum um kjarnorkuvopnalaust ísland MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun frá Samtökum um kjarnorkuvopnalaust Island vegna þingmannafundar í Kaup- mannahöfn í lok nóvember um kjarnorkuvopnalaust svæði á Norð- urlöndum: „Samtök um kjarnorkuvopna- laust ísland telja að kjarnorku- vopnalaus svæði séu mikilvægt skref í átt til friðar og afvopnunar. Samtökin vænta þess að fulltrúar íslands á þingmannafundinum fylgi eftir ályktun Alþingis frá síðastliðnu vori þess efnis að á íslandi verði ekki staðsett kjarn- orkuvopn og taki einarða afstöðu með hugmyndinni um kjarnorku- vopnalaust svæði á Norðurlöndum." Fyrsti fræðslufund- ur Fáks í FRÆÐSLUNEFND Fáks heldur sinn fyrsta fund á vetrardagskránni í nýja félagsheimilinu á Víðivöllum fímmtudaginn 5. desember. Fundur- inn hefst kl. 20.30. Til umræðu verður viðhorf til Everópusambandsins og alþjóða- samstarfs. Skýrt verður frá keppni og tilhögun EM í Várgárda í Sví- þjóð, en eins og kunnugt er urðu vetur þar ýmsar uppákomur. Gæðinga- skeið var t.d. dæmt eftir öðrum reglum en íslensku keppendurnir hafa farið eftir hér heima. Að loknum umræðum og fyrir- spurnum verða sýndar ljósmyndir og kvikmynd af Evrópumótinu. Fræðslunefndin hvetur Fáks- félaga og aðra áhugamenn um hesta að fjölmenna á fundinn. (Frétutilkjnning) Kvenfélag Mývatns- sveitar 80 ára — öllum fullorðnum Mývetn- ingum boðið í afmælishóf Vojfum, MývatnsHveit, 2. desember. KVENFÉLAG Mývatnssveitar bauð öllum fullorðnum Mývetningum í 80 ára afmælishóf í Skjólbrekku í gær, sunnudag, klukkan 14. Formaður Félagsins, Margrét Lárusdóttir, setti samkomuna og bauð gesti vel- komna. Gat hún þess, að einn stofn- andi félagsins væri enn á lífí, Sól- veig Jónsdóttir á Grænavatni. Hún er nú 98 ára gömul og gat því miður ekki verið viðstödd þetta hóf. Að loknu ávarpi formanns tók Hólmfríður Pétursdóttir við stjórn samkomunnar og kynnti hún síðan öll skemmtiatriðin. Félagskonur lásu ýmsa fróðlega þætti úr sögu félagsins. Þá voru og lesnar tvær greinar, sem konur, er lengi störf- uðu í félaginu, höfðu ritað, þær Hólmfríður Pétursdóttir á Arnar- vatni og Védís Jónsdóttir á Litlu- strönd. Einnig var lesið kvæði eftir Arnfríði Sigurgeirsdóttur á Skútu- stöðum. Sýndir voru íslenzkir þjóðbúningar, mikil listaverk. Þá söng kvennakór undir stjórn séra Arnar Friðrikssonar. Elín Árna- dóttir á Brún flutti ávarp og færði Kvenfélagi Mývatnssveitar blóm- vönd frá stjórn Kvenfélagasam- bands Suður-Þingeyinga. Einnig bárust blóm frá Kiwanisklúbbnum Herðubreið. Þráinn Þórisson flutti nokkur þakkarorð til Kvenfélags- ins. Ennfremur flutti Bára Sigfús- dóttir kveðjur frá Hringnum, Slysavarnadeild kvenna í Mý- vatnssveit. Öllum viðstöddum var boðið upp á kaffi og meðlæti af mikilli rausn og myndarskap. Að því loknu voru sýndir dansar, það er Vefari. Virtust margir skemmta sér ágætlega. Síðast var stiginn dans. Hér með eru Kvenfélagi Mý- vatnssveitar færðar beztu árnaða- róskir í tilefni þessara merku tímamóta í sögu félagsins. Kristján slensku keppnishestarnir á Evrópumótinu í Várgárda á bryggjunni í Reykjavík skömmu áður en lagt var af stað. Bladburóarfólk óskast! Úthverfi Langholtsvegur 110—150 Sólheimar (stöku húsin) Laugarásvegur 37—77 Blesugróf Vesturbær Tjarnargata frá 39 Suöurgata 29—41 Faxaskjól Skerjafjörður Gnitanes Hörpugata og Fossagata fyrir noröan flugvöllinn. JHtfgmiÞIfiMfc
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.