Morgunblaðið - 04.12.1985, Síða 16
16
upphafi
varð aíít tiC
Guð skapaBi
heiminn okkar
BamaBibíían er bók sem
stendur undir nafni. Hún
endursegir bókina heígu
á einfaldan og eixdceqan
fiátt. Hver síða er ríku-
Cega myndskreytt. Þetta
er bók tií að íeas upp fiátt,
en fientar ekki síður þeim
börnum sem búin eru að
ícera stafina.
Séra KarC Sigurbjömsson
þýddi bókina.
BamabiSUan
- góð jóCagjöf
\
________MORGUNBLADID, MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER1985_
Andlit borgarinnar
Bókmenntir
Erlendur Jónsson
Hafliði Vilhelmsson.
BEYGUR. 191 bs.
Hlöðugil, 1985.
Fyrsta skáldsaga Hafliða Vil-
helmssonar, Leið 12 — Hlemmur-
Fell, var bæði raunsæ og hressileg.
Helgalok var síðri, vantaði fastan
punkt. Með Beyg tekur Hafliði
annan pól á hæðina. Hér kemur
hann fram endurnýjaður. Beygur
er ekki unnin upp af samfelldum
söguþræði eins og Leið 12 —
Hlemmur-Fell. Miklu fremur er
þetta atriðasafn sem með ýmsu
móti er fellt saman og gert að
heild. Með hliðsjón af byggingu
getur þetta minnt á Guðberg og
Thor. Þetta er ekki saga sem dreg-
ur slóða að einni niðurstöðu. Held-
ur lifir hvert atriði af sjálfu sér.
Eins og títt er í skáldsögum af
þessu tagi er mikið lagt i stílinn
Neyðarlegar athugasemdir og
hvassbrýndar samlíkingar marka
andstæðurnar í hverri svipmynd
fyrir sig. Þessi mörgu og oft
óvæntu líkingatengsl gera lestur-
inn dálítið erfiðan í byrjun, rugla
mann í ríminu nema maður fylgist
því betur með almanaki frásagnar-
innar.
Þegar á líður koma endarnir
saman. Maður kemst á sporið og
fer að rekja sig eftir dálítið hlykkj-
óttum söguþræði.
Galli sögunnar er dreifing efnis-
ins og óljós stefnumið framan af.
En Hafliði er hugkvæmur höfund-
ur og raunsærri en svo að hann
fari með allt sitt verk út í mýri.
Skot hans hitta betur og betur I
mark. Hika ég þó ekki við að segja
að samfelldari söguþráður hefði
ekki dregið safann úr þessari sögu;
þvert á móti styrkt í henni bak-
fiskinn.
Hafliði jtr prýðilega fundvís á
Hafliði Vilhelmsson
hið kómíska í daglega lífinu. Per-
sónurnar í þessari sögu eru venju-
legt reykvískt hversdagsfólk,
vinnusamt — og misjafnlega
reglusamt eins og gerist og gengur.
Og sumir geta ekki komið fram
eðlilega vegna þess að þeir telja
sig hafa eitthvað að fela.
Kynslóðabilið, sem alltaf hefur
verið, er og verður (þó kynslóð ’68
teldi sig hafa fundið það upp),
blasir hér við. Börnin vona að þau
verði ekki eldri en fjórtán. Því eftir
það sýnist lífið vera gagnslaust og
gleðisnautt — af framkomu full-
orðinna að dæma. Á skólaaldri er
leitað að hinni einu og sönnu ást
sem á að vara lífið á enda. Hins
vegar verða foreldrar ekkert yfir
sig hrifnir þegar ungur stúdent
kemur arkandi inn í stofu með
kærustu. Hvað á þá að verða með
námið?
En lengur lifir í glóðum tilfinn-
inganna en unglingana órar fyrir.
Eldri herra getur tekið upp á því
að gera hosur sínar grænar fyrir
eldri dömu. Þá klæðist hann fínu
fötunum, kemur með blóm — kött-
inn sem hann hefur verið svo
heppinn að finna. — Allt er þetta
fært í stílinn og skemmtilega
skrítið hjá Hafliða. Lífið hvarflar
þetta milli raunveruleika og fárán-
leika, stundum á ystu nöf hins
fyrrnefnda.
Lilli er prýðileg táknmynd fyrir
ráðvillta karlmenn í nútímanum
sem misst hafa fótfestuna and-
spænis kvenkyninu og vita ekki
lengur hvar þeir standa. Gulla er
á hinn bóginn kvenímyndin nýja,
drykkjusvoli og hvergi feimin við
að hafa frumkvæði að því sem
henni dettur í hug að taka sér fyrir
hendur. Brynki er karlmaður af
gamla skólanum. Reglusemin er
kjölfesta hans í lífinu. Hólmfríður
er hin dæmigerða sígilda hús-
freyja, örlítið draumlynd í hug-
skotinu en hagsýn þegar til kast-
anna kemur.
Mannlífsmyndasafnið er hér
fjölskrúðugt. Fundvísi Hafliða á
myndir og líkingar stefnir þó ekki
alfarið að þvi að skerpa drættina
í svipmóti persónanna. öllu frem-
ur er stíllinn rammi utan um heild-
ina. Þetta er borgarlífssaga. Borg-
in hefur sitt andlit og sína kæki.
Að mínum dómi er Hafliði með
þeim hressilegri í hópi ungra
skáldsagnahöfunda. Með jafnöld-
rum á hann það sameiginlegt að
hann hallar sér að endurminninga-
sviðinu. Bernsku- og æskuár í
höfuðstaðnum er kjörnefni hans
eins og fleiri slíkra.
En Hafliði hefur mikið að segja;
meira en margur sem sendir frá
sér skáldverk þessi árin. Hann er
kraftmikill. Og hann er tiltölulega
óháður. Hann er hugmyndaríkur í
besta lagi. Stfll hans ber líka vott
um ágæta fagkunnáttu.
Vonandi týnir hann ekki þessum
góðu eiginleikum þó aldurinn eigi
eftir að temja hann til meiri ögun-
ar, þroska og jafnvægis.
Dagur Sigurðarson
Það er eng-
inn vandi
að yrkja
Bókmenntir
Jóhann Hjálmarsson
Dagur:
FYRIR LAUGAVEGSGOS
Þursaútgáfan 1985
Dagur Sigurðarson hefur sent
frá sér dálítið handskrifað kver
sem hann kallar Fyrir Laugavegs-
gos. Kverið hefur Dagur látið fjöl-
rita. Skrift Dags hefur alltaf verið
læsileg svo að það kemur ekki að
sök þótt ljóð hans séu ekki í við-
hafnarútgáfu.
Eftir Dag liggja margar bækur,
en að undanförnu hefur hann eink-
um látið að sér kveða sem list-
málari og vitanlega sem ólæknandi
kaffihúsamaður. Það er staðreynd
að skáldskapur Dags hefur haft
gildi fyrir önnur skáld, hið op-
inskáa og einlæga tungutak hans
höfðar til þeirra sem eru ungir,
líka þeirra sem eru síungir.
Atburðir, hugmyndir og saga
Bókmenntir
Guömundur H. Frímannsson
Hugmyndasaga eftir Ólaf Jens
Pétursson. Mál og menning, 1985,
252 bls.
Hugmyndasaga er ný grein
sagnfræði. Það þýðir ekki að
sagnfræðingar hafi ekki greint
og rakið hugmyndir manna um
hvað sem vera skal á ólíkum
timum, fyrr en tiltölulega nýlega.
Það gerðu þeir skilmerkilega.
Það, sem hefur gerst, er að sagn-
fræðingar og aðrir áhugamenn
um efnið hafa einbeitt sér að
hugmyndunum og samhengi
þeirra.
En hvað eru þá hugmyndir?
Um hvað fjallar þessi tegund af
sögu? Hugmyndir geta verið um
hvað sem vera skal. í vissum
skilningi er öll saga hugmynda-
saga, því það er óhjákvæmilegt
að segja frá hugmyndum manna
um sjálfa sig og heiminn, þegar
sögð er saga atburða í stjórn-
málum, efnahagslífi, eða af öðrum
sviðum þjóðlífsins. En hug-
myndasaga, sem sérstök grein
sagnfræði, leitast við að greina
frá þróun hugmynda, útbreiðslu,
uppruna, grafast fyrir um orsakir
breytinga á hugmyndum manna
og þjóða. Þetta er ekki einfalt
verk og fyrsti vandinn, sem fyrir
verður á þessu sviði, er skilgrein-
ingarvandi. Áður en byrjað er
verður að átta sig með sæmilega
skilmerkilegum hætti á því, hvað
greinin fæst við.
Mér hefur virst, að höfundar
svari þessari spurningu þannig í
verkum sínum, sem er náttúru-
lega það svar, sem taka ber mest
mark á, að hugmyndasaga sé
sambland að heimspekisögu, trú-
arbragðasögu, vísindasögu, bók-
menntasögu og almennri sam-
félagssögu. Hver höfundur velur
sér svið eftir sínu höfði. Þótt svo
sé, þá er yfirleitt reynt að finna
þann kjarna hugmynda, sem
sköpum skiptir fyrir hvern tíma.
Þá verður að grípa til hugmynda
úr ólíkum greinum. Þá nægir ekki
að binda sig við eina fræðigrein
heldur verður að átta sig á heild-
armyndinni. Þá kemur oft í ljós,
að hugmyndir lifa sjálfstæðu lífi.
Þær eru ekki endurspeglun efna-
hagsástands, samfélagsgerðar-
innar eða einhvers enn annars.
Um leið og þetta er sagt, verður
að taka vara fyrir því, að hug-
myndasaga byggist á eða ýti undir
hughyggju í þeim skilningi að
heimsandinn eða mannssálin sé
undirstaöa alls annars eða innsta
eðli veruleikans. Það, sem hér er
einungis verið að segja, er að
hugmyndir gegna eða geta gegnt
sjálfstæðu hlutverki í sögulegri
þróun og það er verðugt viðfangs-
efni að átta sig á þvl hvert það er.
Nú er nýkomin út Hugmynda-
saga eftir ólaf Jens Pétursson,
sem nær yfir tímabilið frá því rétt
fyrir daga Forn-Grikklands og
fram á okkar daga. í ekki stærri
bók er farið yfir mikið efni og
ekki mikið svigrúm til að gera
hverju efni góð og mikil skil. Slíkt
er náttúrulega ævinlega ákvörð-
unarefni höfundar hverju sinni.
Einnig ber að taka tillit til þess
að bókin er ekki enn fullsamin
og ætlunin mun vera sú, að hún
komi út næsta haust í lokagerð.
Þessa sér nokkurn stað í bókinni,
þar sem fyrri hlutinn er mun
betur unninn en seinni hlutinn,
ítarlegri og skipulegri. Aftast í
þessari bók er skrá yfir íslensk
rit, sem fjalla um það efni, sem
rakið er í bókinni. Mikill fengur
er að henni.
Mér virðast vera í meginatrið-
um tvær aðferðir notaðar við
samningu bóka af þessu tæi, sem
eru fyrst og fremst hugsaðar sem
kennslubækur. í fyrsta lagi er
sagan rakin í nokkurn veginn
réttri tímaröð, gerð grein fyrir
helstu nöfnum, straumum og
stefnum. í öðru lagi er sagan
rakin eftir efni, athyglinni beint
að einu eða fáum atriðum og
hvernig reynt hefur verið að leysa
þau í tímans rás. Dæmi um slík
efni væru samband sálar og lík-
ama, samband Guðs og manns,
þekking. Þessi efni hafa hinir
mætustu menn glímt við og veitt
ólík svör við þeim.
Á íslensku er til ein klassísk
hugmyndasaga. Það er Saga
mannsandans eftir Ágúst H.
Bjarnason. Hún er skrifuð með
fyrri aðferðinni og hefur heppn-
ast mjög vel. Hún er enn prýðileg
aflestrar, þótt ekki sé hægt að
taka allt gott og gilt, sem í henni
stendur. Á íslensku er ekki til
nein bók af seinna tæinu. Bók
Ólafs Jens Péturssonar er skrifuð
með sömu aðferð og bók Ágústs.
Hún er ekki eins vel heppnuð enn
að minnsta kosti og miklu minni
umfangs.
Hér verður ekki reynt að i
neinn endanlegan dóm um bók
ólafs. Hún er á köflum ágæt af-
lestrar, sérstaklega framan af en
verður slitróttari, þegar fornöld-
inni lýkur. Það er sjálfsagt að
bíða þess að bókin sé fullfrágeng-
in, áður en kveðið er upp úr með
kosti hennar eða lesti. Þó er sjálf-
sagt að benda á fáein atriði af
handahófi, sem verður að laga
fyrir endanlega útgáfu. Á bls. 144
er sagt að Marteinn Lúther hafi
aðhyllst fyrirhugunarkenningu
Ágústínusar. Þessi kenning hefur
verið nefnd á íslensku náðarút-
valningin. Á bls. 224 er kenning
Karls Marx nefnd efnaleg sögu-
skoðun. Hún hefur venjulega
verið nefnd söguleg efnishyggja.
Á næstu síðu er talað um verð-
mætisauka, sem verkalýður skapi
með vinnu sinni. Þetta hefur verið
nefnt gildisauki, að minnsta kosti
í Úrvalsritum Marx og Engels.
Eitt atriði enn vildi ég nefna. Á
bls. 61 er sagt frá rökfræði Arist-
ótelsear. „Rökfræði Aristótelesar
var fornrökfræði í raun. Oftrú á
henni gat leitt til þess að menn
létu sér nægja að hugsa rökrétt
miðað við gefnar forsendur, þótt
niðurstaðan þyrfti ekki að vera
raunrétt og nægir að minna á
þverstæður eleatans Zenóns."
Það, sem hér er verið að tala um,
er að skynsemin geti komist að
öðrum niðurstöðum en skynjunirt,
og ég er ekki viss um að orðaparið
„raunrétt og rökrétt" sé heppilegt.
En það, sem er verulega um-
hugsunarvert við þessar setning-
ar, er, að það er of einfalt að
afgreiða þverstæður Zenóns með
þessum hætti. Það er nefnilega
alls ekki augljóst við fyrstu sýn,
hvernig á að leysa þær. Og vafðist
raunar lengi fyrir hinum mæt-
ustu mönnum. Ég held því, að
þetta efni hefði verðskuldað ögn
ítarlegri frásögn en ólafur hefur
látið frá sér fara á þessari bók.