Morgunblaðið - 04.12.1985, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 04.12.1985, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLADIÐ, MIDVIKUDAGUR 4. DESEMBER1985 Um sjómannskonur — eftir Sigurveigu Guðmundsdóttur Ágætur maður, Guðmundur Hallvarðsson, formaður Sjó- mannafélags Reykjavíkur, skrifaði hér í Morgunblaðinu þ. 12. nóv- ember síðastliðinn umhyggjusam- lega grein um kjör sjómanns- kvenna. Hann bendir réttilega á að svo fremi sem ýmsir hópar hér geri ákafar kröfur um forréttindi til handa börnum sínum á allt of fáum barnaheimilum sem til eru, þá ættu sjómannskonur að rísa upp og gera samskonar kröfur handa börnum sjómanna. Þetta er vinsamlega hugsað og mætti minna sjómannskonur núna á að athuga þessi mál, hvar sem þær standa í flokkum og félögum. Við sjómannskonur höfum sem sé aldrei litið á okkur sem sameig- inlega stétt í félagslegum skiln- ingi. Helst má nefna fámenn stétt- arfélög sem kennd eru við einstök störf, svo sem konur loftskeyta- manna, konur vélstjóra, konur manna í Landhelgisgæslunni o.s.frv. En þetta þýðir á engan hátt að við sjómannskonur séum einhver gleymdur lýður, vanræktur af kvennahreyfingum íslands. Það er nú eitthvað annað. Á langri ævi er ég búin að vera í einum fimm- tán félögum og í þeim öllum hafa verið sjómannskonur og venjulega kraftmestu félagarnir. — Og því skyldu sjómannskonur vera svona sköruglegar? Ætli það sé ekki af sambúðinni við sjógarpana okkar sem löngum sigla um hiö sífrjóva haf. — Nú ætla ég að segja ykkur nokkrar sögur af sjómannsfjöl- skyldum: Eins og Guðmundur Hallvarðs- son satt segir, þá eru sjómanns- konur löngum einar heima, oft með fjölda barna, eða þannig var það á minni tíð. Okkur langaði stund- um til að lífga upp á einveruna með því að koma innanum fólk, einkum ungar konur sem höfðu gaman af að dansa. En það er lítið gaman að fara í hjónaklúbb ein síns liðs, með daufa von um að eiginmenn vinkvennanna snúi manni af kurteisi nokkra hringi á dansgólfinu. Þessvegna varð okkur brátt ljóst að vildum við gera okkur giaðan dag í einverunni þá voru kvenfélög af ýmsu tagi hinn rétti vettvangur. Skal þar fyrst telja kvennadeild- ir Slysavarnafélags íslands. Þar voru sjómannskonur alveg í essinu sínu því að fræg orð brautryðjand- ans, síra Odds V. Gíslasonar: Líf og lífsvon sjómanna urðu okkur leiðarljós. Slysavarnakonur og -karlmenn hugsuðu þá eingöngu um sjómenn. Dauðinn á þjóðvegunum var þá ekki kominn í slíkan algleyming sem nú er. — Við söfnuðum pen- ingum með ýmsum ráðum og þó að upphæðir væru ekki stórar í hverju plássi þá munaöi þó um þær. Gleðskapurá Patreksfirði Maðurinn minn, Sæmundur Jó- hannesson, var þá á öðrum togara Vatneyringa. Þar var mikið mann- val eins og þá var á öllum togurum hér. Sagt var frá ensku hafnar- bæjunum að íslenskir sjómenn bæru af öðrum þjóðum, bæði í út- liti, klæðaburði og hetjulegri framkomu. — En þegar þeir komu af sjónum voru þeir oftast það þreyttir af sjóvolki og þrældómi að þeir vildu vera kyrrir heima þá fáu daga sem landlegan varði. Þetta voru hátíðisdagar, börnin þvegin og strokin, hátíðamatur og allt heimilið prýtt eftir föngum. — Einstaka sinnum hittist svo á að báðir eða annar togarinn stóð það lengi við að slysavarnakonur gátu boðið sjómönnunum til fagnaðar í samkomuhúsinu Skjaldborg. Þær fundu upp skemmtiatriði, sungið var undir ríkmannlegum kaffi- borðum og síðan dansað, hver sem betur gat. Á þessum samkomum var bæði Sigurveig Guðmundsdóttir „Við sjómannskonur höfum sem sé aldrei lit- ið á okkur sem sameig- inlega stétt í félagsleg- um skilningi. Helst má nefna fámenn stéttarfé- lög sem kennd eru við einstök störf, svo sem konur loftskeytamanna, konur vélstjóra, konur manna í Landhelgis- gæslunni o.s.frv.“ gamla fólkið og unglingarnir í plássinu. Þetta liktist stórkostleg- um fjölskylduhátíðum. Mér er enn í minni kaffiborðin sem við lögðum á fínu postulíns- bollastellin og allt enska silfrið sem menn okkar höfðu komið með úr siglingunum. Þar voru silfur- könnur og silfurker, silfurdiskar og silfurskeiðar, fínustu blúndu- dúkar og skínandi damask. Þetta mikla silfur hefði fyllt myndarlega silfurbúð. Annað bindi af Gesti IÐUNN hefur gefið út annað bindi af Gesti, safnriti um þjóðlegan fróð- leik, í samantekt Gils Guðmunds- sonar. í fréttatilkynningu frá Iðunni segir m.a.: „Efnið er að mestu sótt í gömul blöð og tímarit sem nú munu fáum kurin. í þessu bindi eru m.a. eftirtaldar frásagnir: „Bíttu á jaxlinn, Breiðfirðingur" fjallar um þrekraun lítils drengs er hafðist við aleinn í stórhríð í beitarhúsum heila viku árið 1919. „ömurleg nótt á Fróðárheiði" greinir frá hrakn- ingsför ungrar stúlku árið 1937. Þá eru bernskuminningar frá Viðey eftir miðja nitjándu öld og þáttur um lífið í Reykjavík um likt leyti. Hér eru þættir um ferð í verið, fjárrekstur fyrir Ok og há- karlaveiðar á Ströndum. Einnig má iesa persónusögu sérstæðra hæfileikamanna, Ámunda Jóns- sonar smiðs og Brynjúlfs Jónsson- ar frá Minna-Núpi. Ennfremur er hér rakin söguleg deila úr sálma- bók 1801, og er þá margt ótalið." í kynningu forlagsins segir m.a.: Gestur er hugsaður sem nokkurs konar framhald þjóðfræðiritsins Heimdraga sem kom út á árunum 1964—72, segir í fréttatilkynningu Iðunnar. Oddi hf. prentaði Gest og kápa er hönnuð á Auglýsinga- stofunni Octavo. Gils Guðmundsson En þetta var harðsóttur fengur Fegnar hefðum við orðið að mega skipta á einfaldri búshlutum sem ekki hefðu kostað það sálar- stríð sem siglingarnar voru í síðari heimsstyrjöldinni. En lífsbaráttan varð að hafa sinn gang, skipin sigldu hlaðin úr höfn til Reykja- víkur. Þaðan kom síðasta fréttin að nú væru þeir lagðir af stað út á slóðir feiknlegustu átaka sem þá höfðu þekkst. Engar fréttir mátti senda af skipunum frá því að þau fóru frá Reykjavík þangað til eftir fjögurra daga siglingu að þeir náðu höfnum á Englandi. Sú bið var þung hið innra þeim sem heima sátu. En aldrei man ég til að nokkur sjómannskona mælti æðruorð þessa dimmu daga óviss- unnar. Hefði einhver kona verið hlaup- andi í hús með æðrur hefði slíkt verið talið henni til vansa. Það var siður þeirra Vatneyrarbræðra að senda telpu í húsin þegar hin góða frétt loksins kom. Þegar við sáum Brynhildi, dóttur Garðars Jóhann- essonar, koma hlaupandi við fót, létti af öllum þungum steini. Hefði presturinn verið á ferð, hefði alla grunað að nú væri einhver skelfing í vændum. Engum var betur trú- andi en síra Einari Sturlaugssyni til að veita þá huggun sem í mannlegu valdi stóð. Skuggi styrjaldarinnar Sjómannskonurnar voru sér þó þess vissulega meðvitandi að okkar hlutur var léttur, ósegjanlega létt- ur, samanborið við þær ógnir sem sjómennirnir urðu að fást við, siglandi um dimmt haf, morandi í tundurduflum, óvinaherskipum og manndrápsflugvélum. Sannar- lega varð íslenska sjómannastéttin að greiða sinn toll í skipssköðum og mannfalli. En í friðsældinni á Patreksfirði voru öll þessi ókjör ekki í sjón- máli. Voðinn kom allur fréttaleið- ina. Þó sáum við einu sinni nokkur merki stríðsins. Einn morgun í besta veðri stefndi undarleg sigl- ing inn fjörðinn, það var stærðar herskip með eitthvert ferlíki í togi. Siglt var langt inn á fjörð og ferlík- ið lagt við akkeri en herskipið fór sína leið. Ferlíkið var framstafn af tugþúsund tonna skipi sem hafði verið í skipalest og sprengt um þvert þannig að framhlutinn einn var á floti. Við fórum á báti til að skoða þetta. Þar sáust ógnar- lega sverir bjálkar undnir í sundur eins og sprek. Við horfðum á þetta bákn orðvana. Hvað um litlu tog- arana okkar, þegar þessi tröll- aukni skrokkur varð svona illa leikinn? — Viku síðar kom herskip og dró flakið eitthvað út á haf. Einhverjir úti á ystu nesjum höfðu heyrt feiknarlegar þrumur úti á hafi. Þar höfðu Þjóðverjar sökkt hinu mikla enska orustuskipi Hood með þúsundum sjóliða. — Já, þannig varð illska mannanna til þess að skyggja á stórviðrin sem auðvitað héldu vana sínum. En þar var náttúran að verki, slíku voru menn vanir. Síðan kom önnur tíð Stríðinu lauk og sjómannastétt- in reri áfram til þess að færa björg í bú og stuðla að framförum hjá íslenskri þjóð. Margar sjómannafjölskyldur fluttu suður og Sæmundur bóndi minn vann áfram á togurum, bæði vestra og í Hafnarfirði. Tengslin við sjóinn urðu minni hjá okkur sem heima sátum, þar sem ekki sást til sjávar þegar skipin voru að koma og fara. Félagsskapurinn í þéttbýlinu er á vissan hátt minni, þrátt fyrir öll samkomuhúsin. — Engar stórfjölskyldusamkomur þar sem ungir og gamlir skemmta sér saman, allt er dregið sitt í hvern dilkinn. Eins og áður getur höfum við Ný ljóðabók eftir Stein- gerði Guðmundsdóttur Bókaútgáfa Menningarsjóðs hef- ur gefið út Ijóðabókina Fjúk eftir Steingerði Guðmundsdóttur. Fjúk er fimmta ljóðabók Stein- gerðar Guðmundsdóttur. í frétta- tilkynningu frá útgefanda segir: Hér gerist þessi listræna og vand- virka skáldkona skapheitari en áður og næsta hreinskilin og ber- sögul þegar vandi lands og þjóðar og raunar mannkyns og alheims verður henni að yrkisefni. Megin- einkenni ljóða Steingerðar Guð- mundsdóttur er samt enn sem fyrr einlæg trú á fegurð og göfgi, en réttlætiskennd hennar vísar leið þegar skáldkonunni dimmir fyrir augum og hún tekur afstöðu til nútíma og framtíðar. Ljóð Stein- gerðar eru og kliðmjúk og blæfög- ur líkt og kvæði föður hennar, Guðmundar Guðmundssonar skólaskálds." Fjúk er 123 bls. að stærð. Kápu gerði Sigurður örn Brynjólfsson, en Prentsmiðja Hafnarfjarðar annaðist setningu, prentun og bók- band. Ný kynslóð SöoMmögjQJHr Vesturgötu 16, sími 13280. Combac Solona 700 heimilissól Sólarlampar fyrir heimili meö 7 x 100 W perum. Búiö til ykkar eigin sólbaösaöstööu heima. Útsölustaöir. K. Auöunsson, Grensásvegi 6. Jón Friögeir Einarsson, Bolungarvík. Kaupfélag Eyfiröinga, Akureyri. Akurvik, Akureyri. Kaupfélag Borgfiröinga. Kaupfélagiö Þór, Hellu. Verzl. SveinsGuömundss.. Egilsstööum. Heildsölubirgöir Hverfisgötu 105, Sími621640.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.