Morgunblaðið - 04.12.1985, Side 32

Morgunblaðið - 04.12.1985, Side 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER1985 Timman teflir við Tal um fjórða sætið Jafntefli í fyrstu skákinni Montpellier, 3. desember. AP. FYRSTU skák Jans Timman og Mikhails Tal um þátttökurétt í áskorandaeinvígjunum í janúar og febrúar á næsta ári lyktaði í gær með jafntefli eftir 22 leiki. Um miðbik skákarinnar virtist Tal hafa betri stöðu, en þegar á leið jafnaðist taflið með hótunum á báða bóga og að endingu bauð Tal jafntefli. Tal og Timman voru jafnir að vinningum á áskorendamótinu í skák í Montpellier í Frakklandi fyrir skömmu, báðir í fjórða sæti. Þar sem fjórir efstu á mótinu tefla innbyrðis um næsta áskoranda heimsmeistarans í skák verða tví- menningarnir að tefla sex skákir um fjórða sætið. Timman hreppið hnossið, ef báðir hafa þrjá vinn- inga eftir skákirnar sex, þar eð hann vann fleiri skákir á áskor- endamótinu. Tal gerði aftur á móti fleiri jafntefli. Artur Youssoupov, Rafael Vag- anian og Andrei Sokolov voru í fyrsta til þriðja sæti á áskorenda- mótinu og vinni Tal nú eru aðeins Sovétmenn í hópi áskorendaefna. Filippseyjar: 16 ára fangelsi fyrir afglöp í bréfburði Manila, Filippseyjum, 3. desember. AP. LUCIO Iloipho, bréfberi á Filipps- eyjum, hefur verið dæmdur í sextán ára fangelsi vegna þess að honum láðist að bera tvö sendibréf til við- takanda. Dolpho var dæmdur af sama rétti og sýknaði á mánudag Fabian C. Ver, hershöfðingja, 24 hermenn og einn óbreyttan borgara af morðinu á Benigno Aquino. Ekki er nóg með að bréfberinn ólánsami þurfi að dúsa sextán ár í fangelsi, heldur var honum auk- inheldur gert að greiða þúsund peseta (um tvö þúsund íslenskar krónur) í sekt og verður hann ekki ráðinn til starfa hjá hinu opinbera næstu þrjátíu og tvö árin. Refsing Dolphos er sú þyngsta, sem hægt er að dæma fyrir brot af þessu tagi: óheilindi með opinber skjöl í fórum sínum. Amante Q. Alconsel, dómari, sagði að glæpur Dolphos væri alvarlegur, „vegna þess að hann firrir almenning trausti á þjón- ustu ríkisins, trausti, sem er bráð- nauðsynlegt í öllum geirum þjóð- félagsins". Upphafs málsins var að kona nokkur kvartaði yfir þýí að pen- ingasendingar frá syni hennar í Bandaríkjunum hefðu aldrei kom- ist á leiðarenda. Dolpho heldur fram að hann hafi sent bréfin aftur til sendanda, þar er við- takandi fannst ekki. Rétturinn hafnaði þessari staðhæfingu á þeirri forsendu að Dolpho gæti ekki sannað að hafa sent bréfin til baka. Bréfberinn var þó ekki dæmdur fyrir að stela peningunum í bréf- unum því stefnanda tókst ekki að sanna að um peningasendingar hefði verið að ræða. Enduruppbygging í Kólombíu Jarðýtur og trukkar vinna að endurbyggingu brúar til Armero en brúna tók af í aurflóði eftir eldgosið. Hhiti borgarinnar sem eyddist að mestu sést í baksýn. Svíþjóð: Afnota- gjöldin hækka Stokkhólmi, 2. desember. AP. Frá frétta- ritara Morgunblaósins, Erik Liden. ÞAÐ verður methækkun á af- notagjöldum sjónvarps á næsta ári. 1. júlí hækka afnotagjöldin úr 805 sænskum krónum í 902 og árið 1987 er gert ráð fyrir að gjaldið fari yfir þúsund krónur. Þá hækka bréfburðargjöld þann 3. febrúar næstkomandi um 10 aura, úr tveimur krónum í 2,10. Frönsk hjálparsamtök rekin frá Eþíópíu Iddia Ahaha 1 doasmher AP Addis Ababa, 3. desember. AP. FRÖNSK hjálparsamtök lækna hafa verið rekin frá Eþíópíu, eftir að hafa sinnt hjálparstarfi þar und- anfarið. Er það vegna deilna sam- takanna við ríkisstjórn landsins, sem hefur ásakað samtökin fyrir að grafa undan aðstoðarstarfínu vegna þurrkanna með því að Ijúga og rangherma það sem embættismenn hafa sagt og fyrir að hafa tekið þátt í fjölmiðlaáróðri gegn hjálparstarf- inu. Michael Fiszbin, yfirmaður Medecins Sans Frontieres- sam- takanna í Etiópíu (MSF), sagði að brottreksturinn hefði komið á óvart, þeir hefðu ekki talið að þeir yrðu reknir á brott, heldur yrði þeim gert ófært að sinna verkefn- um sínum í landinu. Yfirmaður hjálparstarfsins í Eþíópíu sagði að samtökunum yrði gefinn nægi- legur tími til að yfirgefa landið og sagði að sérhverjum meðlimi samtakanna yrði gefinn kostur á aðstoðarstarfi með öðrum samtök- um, að því tilskyldu að hann segði sig úr MSF. Leðurblökur eyði- lögðu morgunkaffið (>sló, 2. desember. AP. ÖYVIND Klöv átti sér einskis ills von er hann hugóist hella upp á kaffíkönnuna á sunnudagsmorgun, en er hann kveikti Ijósin í eldhús- inu réöst á hann mergð leðurblaka. Eyvindur vissi í fyrstu ekxi hvaðan á sig veðrið stóð og fékk vott af taugaáfalli. í Ijós kom að nær 200 leðurblökur höfðu flogið inn um opinn eldhúsglugga á húsi hans í Ryfylki við Stavanger. Ekkert varð af því að Eyvindur færði konu sinni kaffisopa í rúmið, því um leið og hann opnaði eld- húsið leituðu leðurblökurnar það- an og lögðu húsið undir sig á augabragði. Þótti fjölskyldunni ráðlegast að yfirgefa húsið hið snarasta og kalla á hjálp. Líklegast hafa leðurblökurnar á heimili Eyvindar vaknað af vetr- ardvala vegna óvenjulegra hlýinda að undanförnu. Leðurblökur eru friðaðar í Noregi en eina leiðin til að koma þeim út úr húsi Eyvindar er að svæfa þær með því að dæla gasi inn í húsið og verður líklega veitt undantekning frá friðunar- ákvæðunum í þessu tilviki. Kemur kalsíum í veg fyrir ristilkrabba? KALSÍUM getur e.Lv. komið í veg fyrir krabbamein í ristli, að því er fram kemur í skýrslu, sem birt var nýlega í bandaríska læknatímaritinu New England Journal of Medecine. Hópur vísindamanna undir forystu dr. Martin Lipkin, hef- ur komist að raun um, að kals- íum getur komið í veg fyrir breytingar, sem eru undanfari krabbameins í ristli. Eru áhrif efnisins að öllum líkindum fólgin í því að gera matarfitu skaðlausa, en fitan liggur sterklega undir grun fyrir að vera krabbameinsvaldandi. Önnur rannsókn, sem gerð var í San Diego-háskólanum i Kaliforníu, leiðir í ljós, að fólki, sem drekkur mikla mjólk og neytir að öðru leyti kalsíum- og D-vítamínríkrar fæðu, hætt- ir síður til að fá ristilkrabba- mein en öðrum. Kalsíum er í ríkum mæli í mjólk, osti og kornmat. D-vít- amín stuðla að kalsíumupptöku í líkamanum. Danmörk: TVeir menn ræna 70 millj. kr. Annar ræningjanna í hjólastól Kaupmannahöfn, 3. desember. AP, TVEIR menn, annar þeirra í hjóla- stól, rændu í dag 70 milljónum danskra króna (um 240 milljónum íslenskra króna) í reiðufé og ávísun- um af peningaflutningamönnum í borginni Herlev skammt norður af Kaupmannahöfn. Sendlarnir voru á leið frá póst- húsinu í Herlev með afrakstur gærdagsins er þeir óku fram á hjólastól á miðri götunni. Ræn- ingjarnir þvinguðu sendlana til að afhenda sér öll verðmæti í bryn- vörðum sendibílnum með „odd- hvössu vopni" og flúðu því næst niður göngugötu og gegnum göng fyrir fótgangandi, annar þeirra í hjólastólnum, sem leiddi peningas- endlana í gildruna. Að sögn danska útvarpsins var aðeins ein milljón fjárins í reiðufé. MSF hefur harðlega gagnrýnt þá stefnu stjórnvalda að flytja fólk frá þurrkahéruðunum í norðri til frjórri suð- og vesturhéraðanna. Stjórnvöld segja að sé ekki gripið til þess ráðs að flytja fólk frá þurrkahéruðunum muni það deyja hungurdauða, en í skýrslu MSF sem gerð var opinber nýlega kem- ur fram að fólksflutningarnir kunni að kosta 300 þúsund manns lífið. A-Þjóð- verjar selja þegnana Bonn, 2. desember. AP. ÞAÐ sem af er þessu ári hafa stjórnvöld í Austur-Þýskalandi selt úr landi 2.180 pólitíska fanga og eru kaupendurnir Vestur-Þjóðverjar. Embættismaöur í ráðuneyti, sem fer með samskipti ríkjanna, skýrði svo frá í dag. Fyrr í dag kom út skýrsla frá samtökum í Vestur-Berlín, sem kallast „13. ágúst“, eftir deginum þegar fyrst var byrjað á Berlín- armúrnum, og er þar nefnd sama tala yfir þá, sem austur-þýsk stjórnvöld hafa selt úr landi á ár- inu. Embættismaðurinn, sem ekki vildi láta nafns síns getið, stað- festi, að rétt væri með farið. í skýrslu samtakanna segir einnig, að á síðasta ári hafi Vestur-Þjóð- verjar keypt alls 2.341 pólitískan fanga í Austur-Þýskalandi. Samkvæmt vestur-þýsku stjórn- arskránni eru Austur-Þjóðverjar einnig borgarar í Vestur-Þýska- landi og verja stjórnvöld árlega milljónum eða tugmilljónum marka til að kaupa pólitískum föngum frelsi. Joseph Dolezal, talsmaður ráðu- neytisins, sem fer með málefni beggja ríkjanna, sagði, að ekki væri venjan að borga í reiðufé. „Stjórnvöld í Austur-Þýskalandi benda okkur á hvað þau vilja fá fyrir frelsi mannanna og yfirleitt er um að ræða einhverjar neyslu- vörur, t.d. olíu,“ sagði Dolezal og bætti því við, að fangarnir hefðu oftast gerst sekir um „starfsemi, sem beindist gegn ríkinu, haft samband við útlendinga eða reynt að flýja vestur“. Stærstu flokkarnir njóta jafn mikils fylgis London, 2. desember. AP. ÍHALDSFLOKKURINN og Verka- mannaflokkurinn njóta jafn mikils fylgis meðal bresks almennings, að því er fram kejnur í skoðanakönnun breska blaðsins The London Stand- ard í dag. Báðir flokkarnir fengu 36%, en kosningabandalag Sósíal- demókrata og frjálslyndra fékk 25%. Skekkjumörk könnunarinnar voru sögð plús eða mínus 3%. í umsögn breska blaðsins um könnunina kemur fram að erfitt sé að segja um framtíðina og ekki þurfi mikið til að kjósendur skipti um skoðun. Þó kosningabandalag- ið hafi ekki bætt við sig frá því í kosningunum 1983, þá búi samt það mikið í því að það geti haft mikil áhrif á þróunina. Næstu kosningar verður að halda fyrir mitt ár 1988, en því er almennt trúað að Thatcher muni boða til kosninga árið áður. íhalds- menn fengu 44% atkvæða í síðustu kosningum, en fengu í skoðana- könnun í október 37%. Þá fékk Verkamannaflokkurinn einnig 36%.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.