Morgunblaðið - 04.12.1985, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 04.12.1985, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER1985 37 Hið nýja hús Hjálparsveitar skáta á Fljótsdalshéraði. Morgunblaðið/Ólafur Egilsstaðir: Hjálparsveit skáta eignast hús undir starfsemi sína KgilsNtöAum, 27. nóvember. LIÐSMENN Hjálparsveitar skáta á Fljótsdalshéraði fógnuóu því sídast- liðinn laugardag að þeir hafa nú eignast hús undir starfsemi sína. Hér er um að ræða 64 fermetra timburhús að Lyngási 6 sem Hjálp- arsveitin keypti af verktakafyrirUek- inu Véltækni hf. fyrir skömmu. Að sögn Þórhalls Pálssonar, formanns Hjálparsveitar skáta á Fljótsdalshéraði, hentar húsið vel fyrir starfsemi hjálparsveitar- manna. Þar er dágóð fundarað- staða, skrifstofuherbergi, eldhú- skrókur og salerni. Húsið hvílir á stálbitum og því tiltölulega auðvelt að flytja það — en hjálparsveitar- menn hafa fengið lóð við Miðás og þangað hyggjast þeir flytja húsið að ári. Þá er ætlunin að byggja við það geymslur fyrir tækjakost hjálparsveitarinnar. Hjálparsveitin á nú Lapplander- jeppa og tvo snjósleða auk nauð- synlegs útbúnaðar til björgunar- starfa við breytilegustu aðstæður. Þá er í bígerð að festa kaup á nýrri jeppabifreið, Toyota LandCruis- er-diesel. Hjálparsveit skáta á Fljótsdals- héraði hefur fyrst og fremst tekjur af flugeldasölu, sölu SOS-nistisins og sjúkraþjónustu á Atlavíkur- hátíð UÍA um verslunarmanna- helgar. Ennfremur fær hjálpar- sveitin hluta af ágóða happdrættis Landssambands hjálparsveita skáta. Hjálparsveit skáta á Fljótsdals- héraði var stofnuð í nóvember 1979 og munu liðsmenn sveitarinnar nú vera um 18 talsins. Tvær aðrar hjálparsveitir eru starfandi á Austuriandi. Hjálparsveit skáta á Fjöllum og Hjálparsveit skáta á Norðfirði. Fjöldi gesta var við opnun hinn- ar nýju félagsaðstöðu Hjálpar- sveitar skáta á Fljótsdalshéraði og nutu þeir gestrisni hjálparsveit- armanna. Þá bárust hjálparsveit- armönnum á Héraði árnaðaróskir víða að og erindreki Landssam- bands hjálparsveita skáta, Nína Hjaltadóttir, færði Hjálparsveit skáta á Héraði sjúkrabörur að gjöf fráLHS. - Ólafur Egilsstaðir: Tískuverslunum fjölgar KgilNNiöóum, 27. nóvember. TÍSKUVERSLUNUM fjölgaði hér á Egilsstöðum nú fyrir helgina. Þá opnaði tískuverslunin „Okkar á milli“ að Tjarnarbraut 17 þar sem veitingastaðurinn Tjarnarbær var áður til húsa. Héraðsbúar virtust kunna vel að meta þessa grósku í tískuverslun hér um slóðir því að viðskiptamenn „Okkar á milli“ urðu fjölmargir á fyrsta opnunar- degi verslunarinnar. Eygló Gunnþórsdóttir, sem undangengin 4 ár hefur unnið við auglýsingateiknun í Reykjavík, er eigandi hinnar nýju verslunar. Hún kvaðst bjartsýn á viðgang verslunarinnar, enda verður þar eingöngu á boðstólum tískufatnað- ur sem Austfirðingar hafa þurft að sækja til Reykjavíkur til þessa, svo sem fatnaður frá Fais, Jeff, Elísabetu Dahl og Gordon King. Auk tískufatnaðar á karla og konur falbýður „Okkar á milli“ eyrnalokka, axlabönd, hálsbindi, sokka og fleira því um líkt. Seinna meir mun ennfremur verða boðið Morgun blaðið/Olaf u r Eigandi tískuverslunarinnar Okkar á milli, Eygló Gunnþórsdóttir. upp á leðurfatnað í „Okkar á milli". Eygló Gunnþórsdóttir, eigandi verslunarinnar, hefur sjálf hannað verslunarrýmið og skemmtilegt merki hinnar nýju tískuverslunar. Ólafur ... með Aá prófunum SelfoHHi, 29. nóvember. wVið ætlum úr skólanum með A á prófunum," sungu verðandi stúdentar Fjölbrautaskóla Suð- urlands sem héldu upp á það f dag að kennslu er að ljúka og próf að hefjast. íklæddir fanga- búningum gengu þeir á milli húsa skólans og sungu, glaðir í bragði yfir að losna brátt úr prísund prófa en að þeim loknum hyggja þeir á Lundúnaferð. Sig. Jóns. GERÐU VERÐ SAMANBURD Valsa súkkulíkið er aldeilis tilvalið í baksturinn. Það fæst bæði Ijóst og dökkt og 400 grömmin kosta aðeins 80 krónur, eða eitthvað þaðan af minna! Kynntu þér verðið!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.