Morgunblaðið - 04.12.1985, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER1985
37
Hið nýja hús Hjálparsveitar skáta á Fljótsdalshéraði.
Morgunblaðið/Ólafur
Egilsstaðir:
Hjálparsveit skáta eignast
hús undir starfsemi sína
KgilsNtöAum, 27. nóvember.
LIÐSMENN Hjálparsveitar skáta á
Fljótsdalshéraði fógnuóu því sídast-
liðinn laugardag að þeir hafa nú
eignast hús undir starfsemi sína.
Hér er um að ræða 64 fermetra
timburhús að Lyngási 6 sem Hjálp-
arsveitin keypti af verktakafyrirUek-
inu Véltækni hf. fyrir skömmu.
Að sögn Þórhalls Pálssonar,
formanns Hjálparsveitar skáta á
Fljótsdalshéraði, hentar húsið vel
fyrir starfsemi hjálparsveitar-
manna. Þar er dágóð fundarað-
staða, skrifstofuherbergi, eldhú-
skrókur og salerni. Húsið hvílir á
stálbitum og því tiltölulega auðvelt
að flytja það — en hjálparsveitar-
menn hafa fengið lóð við Miðás
og þangað hyggjast þeir flytja
húsið að ári. Þá er ætlunin að
byggja við það geymslur fyrir
tækjakost hjálparsveitarinnar.
Hjálparsveitin á nú Lapplander-
jeppa og tvo snjósleða auk nauð-
synlegs útbúnaðar til björgunar-
starfa við breytilegustu aðstæður.
Þá er í bígerð að festa kaup á nýrri
jeppabifreið, Toyota LandCruis-
er-diesel.
Hjálparsveit skáta á Fljótsdals-
héraði hefur fyrst og fremst tekjur
af flugeldasölu, sölu SOS-nistisins
og sjúkraþjónustu á Atlavíkur-
hátíð UÍA um verslunarmanna-
helgar. Ennfremur fær hjálpar-
sveitin hluta af ágóða happdrættis
Landssambands hjálparsveita
skáta.
Hjálparsveit skáta á Fljótsdals-
héraði var stofnuð í nóvember 1979
og munu liðsmenn sveitarinnar nú
vera um 18 talsins. Tvær aðrar
hjálparsveitir eru starfandi á
Austuriandi. Hjálparsveit skáta á
Fjöllum og Hjálparsveit skáta á
Norðfirði.
Fjöldi gesta var við opnun hinn-
ar nýju félagsaðstöðu Hjálpar-
sveitar skáta á Fljótsdalshéraði
og nutu þeir gestrisni hjálparsveit-
armanna. Þá bárust hjálparsveit-
armönnum á Héraði árnaðaróskir
víða að og erindreki Landssam-
bands hjálparsveita skáta, Nína
Hjaltadóttir, færði Hjálparsveit
skáta á Héraði sjúkrabörur að gjöf
fráLHS.
- Ólafur
Egilsstaðir:
Tískuverslunum fjölgar
KgilNNiöóum, 27. nóvember.
TÍSKUVERSLUNUM fjölgaði hér á
Egilsstöðum nú fyrir helgina. Þá
opnaði tískuverslunin „Okkar á
milli“ að Tjarnarbraut 17 þar sem
veitingastaðurinn Tjarnarbær var
áður til húsa. Héraðsbúar virtust
kunna vel að meta þessa grósku í
tískuverslun hér um slóðir því að
viðskiptamenn „Okkar á milli“
urðu fjölmargir á fyrsta opnunar-
degi verslunarinnar.
Eygló Gunnþórsdóttir, sem
undangengin 4 ár hefur unnið við
auglýsingateiknun í Reykjavík, er
eigandi hinnar nýju verslunar.
Hún kvaðst bjartsýn á viðgang
verslunarinnar, enda verður þar
eingöngu á boðstólum tískufatnað-
ur sem Austfirðingar hafa þurft
að sækja til Reykjavíkur til þessa,
svo sem fatnaður frá Fais, Jeff,
Elísabetu Dahl og Gordon King.
Auk tískufatnaðar á karla og
konur falbýður „Okkar á milli“
eyrnalokka, axlabönd, hálsbindi,
sokka og fleira því um líkt. Seinna
meir mun ennfremur verða boðið
Morgun blaðið/Olaf u r
Eigandi tískuverslunarinnar Okkar á milli, Eygló Gunnþórsdóttir.
upp á leðurfatnað í „Okkar á milli".
Eygló Gunnþórsdóttir, eigandi
verslunarinnar, hefur sjálf hannað
verslunarrýmið og skemmtilegt
merki hinnar nýju tískuverslunar.
Ólafur
... með
Aá
prófunum
SelfoHHi, 29. nóvember.
wVið ætlum úr skólanum með A
á prófunum," sungu verðandi
stúdentar Fjölbrautaskóla Suð-
urlands sem héldu upp á það f
dag að kennslu er að ljúka og
próf að hefjast. íklæddir fanga-
búningum gengu þeir á milli
húsa skólans og sungu, glaðir í
bragði yfir að losna brátt úr
prísund prófa en að þeim loknum
hyggja þeir á Lundúnaferð.
Sig. Jóns.
GERÐU
VERÐ
SAMANBURD
Valsa súkkulíkið
er aldeilis tilvalið
í baksturinn.
Það fæst
bæði Ijóst og dökkt
og 400 grömmin
kosta aðeins 80 krónur,
eða eitthvað þaðan af minna!
Kynntu þér verðið!