Morgunblaðið - 04.12.1985, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER1985
39
5 bátar enn
á síldveiðum
SÍLDVEIÐUM er nú aö ljúka og um
helgina voru aðeins óveiddar um 700
lestir. Alls hafa 45.000 lestir veiðzt á
vertíðinni, en úthlutað hafði verið um
50.000 lestum. 4.000 lestir verða því
óveiddar er vertíð líkur, væntaniega
í þessari viku.
Veiðin í síðustu viku var alls 1.850
lestir, þar af 653 lestir í reknet. Til
frystingar hafa farið 13.708 lestir,
en hitt hefur verið saltað. Síld hefur
á vertíðinni verið landað á 27 höfn-
um. Mestu hefur verið landað í
Grindavík, 6.860 lestum, í Vest-
mannaeyjum 5.471 lest og Eskifirði
4.872 lestum. Mest hefur verið fryst
af síldinni í Eyjum, 4.196 lestir,
Hornafirði 2.244 lestir og í Grinda-
vík 2.155 lestir. Tveir nótabátar og
þrír reknetabátar eru enn að veið-
um.
Fiskmarkaðurinn
í Bretlandi:
Aukið framboð
lækkar verðið
VERÐ á fiskmörkuðunum í Bretlandi
hefur lækkaði í upphafi þessarar viku
um nálægt 10 krónum á kíló að
meðaltali frá því, sem veriö hefur aö
undanförnu. Lækkunin kom þó að-
eins fram á markaðnum í Hull á
mánudag. í Grimsby hélzt sama verð
og undanfarið þann dag, en lækkaði
á þriðjudag. Talsvert framboð á
markaðnum er talið valda þessari
lækkun, en alls eru um 2.000 lestir
af fiski héðan þar til reiðu í vikunni.
Ólafur bekkur ÓF seldi á mánu-
dag 150,4 lestir, mest þorsk, ýsu
og kola í Grimsby. Heildarverð var
7.889.700 krónur, meðalverð 52,47.
Sama dag seldi Hólmatindur SU
150,4 lestir, mest þorsk í Hull.
Heildarverð var 6.720.000 krónur,
meðalverð 44,67. Loks seldi Birt-
ingur NK 174 lestir, mest karfa í
Cuxhaven á mánudag. Heildarverð
var 7.479.600 krónur, meðalverð
42,98.
Morgunblaðið/Júlíus
Hluti leikhópsins Svart og sykurlaust eftir að hafa sýnt nokkur atriði úr myndinni sem voru yfirfærð á myndband.
Myndin er annars í breiðtjaldsformi og í svart/hvítu. F.v. Þorgeir Gunnarsson, aðstoðarleikstjóri og leikararnir
Hanna María Karlsdóttir, Guðjón Pedersen, Edda Heiðrún Backman, Guðjón Ketilsson og Kolbrún Halldórsdóttir.
fram í því að bæði tungumálin er
töluð í myndinni, mismikið þó, því
stærstur hluti textans er fluttur á
ensku og íslensku, með einstaka
ítölskum orðum á milli. „Þetta var
m.a. gert með það í huga að sýna
myndina þar sem þessi tungumál
eru töluð,“ sagði Þorgeir Gunnars-
son, kvikmyndagerðarmaður og
aðstoðarleikstjóri myndarinnar,
og upplýsir að myndin hafi þegar
verið seld í tvær vestur-þýskar
sjónvarpsstöðvar. Einn þáttur í
kvikmyndinni er án talmáls og er
það leikrit sem hópurinn æfði
undir leikstjórn Péturs Einarsson-
ar leikara og við tónlist Egils ól-
afssonar tónlistarmanns. „Það var
ákveðið, svona með tilliti til ít-
ölskukunnáttunnar, að sleppa al-
farið samræðum í þessum hluta
eða hlutum myndarinnar," sagði
Guðjón um leikritið sem sýnt var
fyrir áhorfendur á ýmsum ítölsk-
um þorpstorgum og kvikmyndað
um leið.
Auk þeirra sem hér hafa verið
nefndir eru leikarar í kvikmynd-
inni „Svart og sykurlaust" þau
Edda Heiðrún Backman, Guðjón
Ketilsson, Hanna María Karls-
dóttir, Kolbrún Halldórsdóttir og
Þröstur Guðbjartsson, en auk
Kvikmyndin Svart og sykur-
laust frumsýnd um jólin
Leikhúsið Svart og sykurlaust frumsýnir í Regnboganum á annan dag jóia
sína fyrstu kvikmynd og verður það önnur tveggja íslensku jólamyndanna
í ár. Kvikmyndin ber heiti leikhússins og var gerð í samvinnu við v-þýska
kvikmyndafyrirtækis Optische Werke og Vestur-Þjóðverjann Lutz Koner-
mann, sem þessa dagana er að leggja síöustu hönd á eftirvinnslu myndar-
innar í Róm. Konermann leikstýrði, skrifaði handrit og klippti, auk þess
að koma við sögu í hlutverki þýsks áhugaljósmyndara á ferð um Italíu.
Myndin gerist að mestu á Ítalíu nefnd “road-movie“ á kvikmynda-
og unnu 9 meðlimir flokksins Svart
og sykurlaust þar í tvo mánuði sl.
sumar við gerð hennar. Þangað var
haldið að loknum kvikmyndatök-
um á Snæfellsnesi.
“Svart og sykurlaust" er svo-
málinu, en þar er um að ræða
mynd sem er kvikmynduð á ferða-
lagi og tekin í sömu atburðaröð
og gerist í handriti. Þannig hefst
saga leikhópsins á fslandi „þar
sem hann gefst upp á að fara þetta
ólafsvík, Akranes . . . og ákveður
að freista gæfunnar á Ítalíu," eins
og Guðjón Pedersen leikari sagði
á blaðamannafundi um myndina.
Frá Snæfellsnesi víkur sögunni að
ítölskum landamærum, þaðan sem
hópnum er fylgt á leikferðalagi til
Sikileyjar, en þangað var farið á
langferðabifreiðinni „Skúla T.“,
Volvo, árgerð ’54, sem einnig hefur
gert víðreist með leikhópnum hér
heima.
Afrakstur þýsk-íslensku kvik-
myndasamvinnunnar kemur m.a.
Þorgeirs starfaði Hilmar Oddsson
kvikmyndagerðarmaður sem að-
stoðarhljóðmaður við myndina og
Matthías Jóhannsson var matráðs-
maður hópsins. Kvikmyndagerðar-
hópurinn var að öðru leyti skipað-
ur Þjóðverjum, auk Konermann,
þeim Tom Fáhrmann og Herbert
Linkesch á bak við kvikmynda-
tökuvélina, Dominikus Probst, sem
annaðist lýsingu og Barböru
Fliickiger hljóðmanni. Þá samdi
Adrian von Willer þá tónlist í
myndinni sem ekki er í leikritinu.
Dómur yfír aðstandendum „fsafjarðarútvarpsins**:
Ekkí fallíst á að emkarétturinn
hafi faJlið niður vegna verkfalls
— né heldur að neyðarréttur hafí réttlætt starfsemina, segir í forsendum
fyrsta dómsins í máli ólöglegra útvarpsstöðva í BSRB-verkfallinu
SEGJA MÁ, að „leitað hafi verið þeirra leiða, sem lög leyfa, til að haida
uppi skyldu ríkisvaldsins til útvarps. Verður því ekki á það fallist, að
einkaréttur ríkisvaldsins á útvarpi hafí fallið niður við það að starfs-
menn ríkisútvarpsins lögðu niður störf sín. Með hliðsjón af þeirri starf-
semi Ríkisútvarpsins, sem haldið var uppi þá daga er „ísafjarðarútvarp-
ið“ starfaði, verður ekki á það fallist að neyðarréttur hafi átt við hátt-
semi ákærðu,“ segir m.a. í niðurstöðum héraðsdóms á ísafírði í máli,
sem ákæruvaldið höfðaði gegn tíu einstaklingum þar í bæ fyrir að hafa
rekið ólöglega útvarpsstöð þar í t\
fyrra. Ólpfur K. Ólafsson fógetafull
I niðurstöðu dómsins segir
ennfremur: „Með gögnum máls-
ins er leitt í ljós, að allir hinna
ákærðu tóku, með einum eða
öðrum hætti, þátt i starfrækslu
útvarpsstöðvar á ísafirði undir
heitinu „í safj arðarútvarpið",
föstudaginn 5. október og laugar-
daginn 6. október 1984. Starf-
rækslu útvarpsstöðvarinnar
hættu ákærðu síðan laugardags-
kvöldið 6. október í kjölfar þess
að Ríkisútvarpið hóf fréttaút-
sendingar klukkan 19:00. Ekki
verður i ljós leitt svo tvímæla-
laust sé hvenær kvöldsins „ísa-
fjarðarútvarpið" hætti.
Krafíst sýknu
vegna neyðarréttar
Verjandi ákærðu krefst sýknu
af kröfum ákærðuvaldsins í máli
þessu. f fyrsta lagi er sýknu-
daga í verkfalli BSRB í október í
úi kvað upp dóminn síðdegis í gær.
krafan studd þeim rökum, að
einkaréttur Ríkisútvarpsins á
útvarpi hafi fallið niður þann
tíma, sem útsendingar Ríkisút-
varpsins lágu niðri. í öðru lagi
er sýknukrafan studd þeim rök-
um, að háttsemi ákærðu sé refsi-
laus vegna neyðarréttar.
Fyrri sýknuástæðan tekur til
kröfu um refsingu fyrir brot á
2. gr. sbr. 24. gr. útvarpslaga nr.
19/1971. Síðari sýknuástæðan
tekur til kröfu um refsingu á 1.
msgr. 2. gr. sbr. 1. msgr. 23. gr.
laga um fjarskipti nr. 73/1984.
Einnig tekur hún til kröfu um
refsingu fyrir brot á útvarpslög-
um þyki fyrri sýknuástæðan ekki
taka til kröfu um refsingu fyrir
brot á þeim lögum. Um fyrri
sýknuástæðuna segir m.a. svo í
vörn: „í 2. grein útvarpslaga nr.
19/1971 er Ríkisútvarpinu veitt-
ur einkaréttur á útvarpi. Enginn
vafi er á, að þetta lagaákvæði
gengur út frá að útsending á út-
varpsefni fari fram á vegum
Ríkisútvarpsins. Með öðrum orð-
um er einkarétturinn byggður á
þeirri augljósu forsendu, að út-
varpað sé . . . Engin ástæða er
til að ætla, að löggjafinn hefði
ákveðið einkarétt til útvarps
ríkinu til handa nema aðeins í
órjúfanlegum tengslum við þá
meginhugsun útvarpslaganna, að
útvarpað væri. Einkaréttinum
fylgir því skylda til útvarps. Sé
henni ekki sinnt fellur einkarétt-
urinn vitaskuld niður, að
minnsta kosti meðan svo stend-
ur.
Þegar ákærðu sendu út út-
varpsefni dagana 5. og 6. október
höfðu allar útsendingar íslenska
ríkisins á útvarpsefni verið felld-
ar niður. Sýknukrafa þeirra
byggist á því, að þar með hafi
einkarétturinn skv. 1. msgr. 2.
gr. laganna verið fallinn niður."
„Neyðarástand
ríkti í landinu
Og um síðari sýknuástæðuna
segir m.a. svo í vörn: „Þegar
ákærðu hófu útsendingar sínar
var ríkjandi neyðarátand í
landinu á sviði fjölmiðlunar,
frétta og annars efnis. Engin
blöð komu út og ríkisfjölmiðlarn-
ir, hljóðvarp og sjónvarp, höfðu
stöðvast. Þetta leiddi til slíkrar
einangrunar borgaranna í
landinu, að það fær engan veginn
staðist í þjóðfélagi nútímans, þar
sem fréttaflutningur og opinber
umfjöllun um hverskyns málefni
er eitt af megineinkennum . . .
Við þessar aðstæður, sem upp
voru komnar, þegar ákærðu
sendu út útvarpsefni dagana 5.
og 6. október, verður að telja, að
við háttsemi þeirra hafi átt 13.
grein almennra hegningarlaga
nr. 19frá 1940.“
Síðan segir dómarinn í niður-
stöðu sinni:
„Með 2. gr. útvarpslaga nr.
19/1971 fær löggjafarvaldið
framkvæmdavaldinu í hendur
einkarétt á útvarpi. Af hálfu
framkvæmdavaldsins er það
menntamálaráðuneytið, sem sér
um framkvæmd þessarar ákörð-
unar löggjafarvaldsins með því
að fela Ríkisútvarpinu starf-
rækslu útvarps. Telja verður að
í einkarétti ríkisvaldsins á út-
varpi felist skylda til útvarps,
skylda sem hvílir á handhöfum
framkvæmdavaldsins. Hins veg-
ar verður ekki talið, að skyldan
til útvarps hvíli á starfsmönnum
Ríkisútvarpsins með þeim afleið-
ingum, að leggi þeir niður störf,
falli einkaréttur ríkisvaldsins á
útvarpi niður. Vinnustöðvun
starfsmanna Ríkisútvarpsins
hefur því aðeins í för með sér
að ríkisvaldinu er gert ókleift að
uppfylla skyldu sína,“ segir í
niðurstöðum ólafs K. Ólafsson-
ar.
RÚV leitar til
Kjaradeilunefndar
Hann heldur áfram: „Með 26.
gr. laga nr. 29/1976 um kjara-
samninga Bandalags starfs-
manna ríkis og bæja, er Kjara-
deilunefnd falið að ákveða hvaða
starfsmenn skuli starfa þrátt
fyrir verkfall opinberra starfs-
manna. Á grundvelli þessa
ákvæðis leituðu útvarpsstjóri
Ríkisútvarpsins og útvarpsráð
eftir því við Kjaradeilunefnd, að
tilteknir starfsmenn Ríkisút-
varpsins mættu starfa þrátt
fyrir vinnustöðvun," segir í nið-
urstöðunni og svo áfram um það,
sem rakið er í upphafi fréttarinn-
ar.
Að lokum segir: „Verður því
að telja að með háttsemi sinni,
sem að framan er lýst, hafi
ákærðu brotið gegn 2. gr. út-
varpslaga nr. 19/1971 og 1. msgr.
2. gr. laga um fjarskipti nr. 73/
1984 og unnið sér til refsingar
skv. 24. gr. útvarpslaga og 1.
msgr. 23. gr. laga um fjarskipti."