Morgunblaðið - 04.12.1985, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER1985
43
Fjóröa útgáfa bók-
ar um Kára litla
ÆSKAN hefur gefið út fjórðu út-
gáfu bókarinnar Kári litli í sveit
eftir Stefán Júlíusson, með myndum
Halldórs Péturssonar.
Þetta er þriója bindið í sagna-
flokki Stefáns um Kára litla og í
fréttatilkynningu Æskunnar segir
m.a.:
„í bókinni segir frá sumardvöl
Kára í sveitinni hjá afa og ömmu.
Hann unir sér þar vel við starf og
leik enda er jafnan í nógu að snú-
ast fyrir tápmikinn hnokka.
Kára-bækurnar hafa notið ein-
stakra vinsælda og selst upp hvað
eftir annað. Höfundur hefur hlotið
einróma lof gagnrýnenda fyrir
þessar bækur sem hann samdi
ungur kennari „vegna barna sinna,
með börnunum sínum og handa
börnunum sínum".
Kári litli í sveit er 168 blaðsíður,
unnin í Prentsmiðjunni Odda hf.
Stefán Júlíusson
Nýjar teiknimynda
sögur frá Iðunni
Út ERU komnar hjá Iðunni tvær
fyrstu bækurnar í nýjum flokki
teiknimyndasagna, þar sem aðal-
söguhetjan heitir Frank Fanndal,
blaðamaður.
ULFAGRENIÐ
Heimsmeta-
bók dýranna
BOKAKLÚBBUR Arnar og Örlygs
hefur sent á almennan bókamarkað
bókina Heimsmetabók dýranna í ís-
lenskri þýðingu Óskars Ingimarsson-
ar, en bókin kom fyrst út f Bóka-
klúbbi Arnar og Örlygs.
f formála bókarinnar segir m.a.:
„Metin í þessari bók eru valin með
það fyrir augum að þið getið borið
dýrin saman innbyrðis, hvort sem
farið er eftir stærð þeirra, lögun eða
einhverju öðru. Myndirnar sýna
dýrin í réttum stærðarhlutföllum.
Þegar mörg eru saman og við vitum
hve eitthvert þeirra er stórt, getum
við undir eins áttað okkur á hæð
og lengd á hinum. Þessari bók er
jafnt ætlað að skemmta sem fræða.
Stundum sjáið þið dýr brosa út I
annað munnvikið eða fást við eitt-
hvað sniðugt. Engu að síður er reynt
að hafa teikningarnar sem líkastar
því sem þau eru í raunveruleikan-
um.“
í fréttatilkynningu frá útgef-
anda segir m.a.:
„Önnur bókin nefnist Úlfagre-
nið. Dularfull og óhugnanleg
skemmdarverk eru framin í
fjallaþorpi í Ölpunum. Skammt
þar frá er verið að reisa stórvirkj-
un og tengist bygging hennar
þessum atburðum. Frank er feng-
inn til að upplýsa málið, en þó
er svo að sjá sem einhver vilji
hann feigan frá upphagi.
Hin bókin heitir Við hlið vítis.
/ henni lenda Frank og vinur
hans, Nonni, fyrir tilviljun í
óskernmtilegum lífsháska. Til-
raunir með gereyðingarvopn fara
úr böndunum, lífá jörðinni hang-
ir á bláþræði og engu er líkara
en djöfladýrkun og svartigaldur
frá miðöldum ráði atburða-
rásinni. Kölski skyldi þó aldrei
vera til?“
Bækurnar eru eftir franskan
höfund, Jacques Martin. Jón
Gunnarsson íslenskaði. Bækurn-
ar eru prentaðar í Belgíu.
ER EINHVERJUM KALT?
^*
Sterkbyggöir rafmagnsofnar til notkunar f
t.d. skipum, bílskúrum og útihúsum.
Stærð 575-1150 W.
Geislaofn til notkunar í iðnaðarhúsnæði
samhliða almennri upphitun. Stærð 4.5 kw.
Flytjanlegur hitablásari
með rofab. — stillanlegu
loftmagni. Stærð 9 kw.
Hitablásari með innb.
rofabúnaði fyrir fasta
staðsetningu og einnig
flytjanlegur.
Stærð 3-5 og 9kw.
Hitablásari fyrir alhliða
notkun án rofabúnaðar,
ekki flytjanlegur.
Stærð 5-30 kw.
„Thermozone" hitablásarar sem hindra
kælingu, dragsúg og raka, fyrir ofan dyr
eða afgreiðsluop.
Vifta til notkunar í iðnað-
arhúsnæði sem dreifir
heitu lofti niður á við.
Stórkostlegur sparnað-
ur í upphitun. Orkunotk-
un120W.
L..
ÍSLENSKIR ELSKHUGAR
—viötöl viö crljan karlmenn -
Jóhanna Sveinsdóttir
— Opinská og heiðarleg
Karlmenn á aldrinum 20—75 ára ræöa
um ástir sínar og tilfinningamál.
Hreinir sveinar og flekkaðir, skemmti-
staöafolar í ævintýraleit, ráösettir
margra barna feöur, Einsi kaldi úr
Eyjunum og Fúll á móti.
í bókinni er aö finna einlægar um-
ræður um ástir og tilfinningar karla—
efni sem íslenskir karlmenn ræöa
sjaldan ódrukknir nema í tvíræöni og
hálfkæringi.
Verð kr. 1.180.00 innb,—kr. 880.00 kilja.
ÍSLENSKIR
elskhugar
ÍSliNSKIR
ESKHUGAR
FORLAGIÐ
FIVKKASTlG 6A, SÍMI9I-25I88
um Aítina,