Morgunblaðið - 04.12.1985, Page 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER1985
»-
P7?T!^i
Þrýstimælar
AHa,r_stærðir og gerðir
\
SötuiirOatuigKUiir
WlöiraaaoTC <& ©@
Vesturgötu 16, sími 13289
VÉLA-TENGI
7 1 2
Allar geröir
Öxull — í — öxul.
Öxull — í — flans.
Flans — í — flans.
Tengið aldrei stál — í — stál,
hafiö eitthvað mjúkt á milli,
ekki skekkju og titring milli
tœkja.
Allar starðir fastar og frá-
tengjanlegar
SfiyirflfQiuigjíuiir
Vesturgötu 16, sími 13280
» BERGIN
LOFTÞJÖPPUR
Eftirtaldar stæröir
fyrirliggjandi á
lager með loftkút og
þrýstijafnara
130 l/mín.
200
300 -“-
500 -"-
MJÖG HAGSTÆTT VERÐ
3$ Vesturþýsk gæðavara
á hagstæðu verði
' Q? LANDSSMIÐJAN HF
^^"asOLVHOtSOOTU 13 - 101 REVKJAVIK
' f f SlMI (91) 20600 - TELFX »07 GWORKS
Sólveig Lára Guðmundsdóttir formaður frsðslunefndar, Hulda Jensdóttir formaður Lífsvonar, Gunnar Þorsteins-
son formaður fjölmiðlanefndar og Ingibjörg Guðnadóttir stjórnarmeðlimur. Á myndina vantar Pétur Gunnlaugsson
lögfrsðing og formann stjórnmálanefndar.
Samtökin Lífsvon:
Berjast fyrir rétti
hins ófædda barns
— yfir 90 % fóstureyðinga eru af félagslegum ástæðum
LÍFSVON — samtök einstaklinga, sem berjast fyrir rétti hins ófædda barns
— voru nýlega stofnuð en markmiðið er að veita konum eða foreldrum, sem
þurfa á hjálp að halda vegna barnsburðar, allan þann siðferðis- og félags-
lega stuðning sera samtökin geta boðið. Einnig hyggjast samtökin beita sér
fyrir því að Alþingi setji lög til verndar ófæddum börnum og að ný grein
verði tekin upp í stjórnarskrána er kveði á um rétt hinna ófæddu til lífs
allt frá getnaði. Meðlimir Lífsvonar eru orðnir 500 talsins og hafa verið
settar á lagginar þrjár nefndir: stjórnmálanefnd, fjölmiðlanefnd og fræðslu-
nefnd.
Blaðamannafundur var haldinn
til kynningar samtökunum og var
m.a. sýnt þar myndband sem nefn-
ist „The Silent Screarn" eða
„Hljóða ópið“ þar sem sýnt var
m.a. hvernig fóstureyðing fer
fram. Ætlun samtakanna er að
sýna myndina í stærri kapalkerf-
um landsins svo og alþingismönn-
um og jafnvel framhaldsskólanem-
LANDSSAMTÖK hjartasjúklinga
hafa gefið út jólakort með litprent-
aðri mynd eftir málverki Árna Elf-
ars listmálara og tónlistarmanns, en
allur ágóði af sölu kortanna rennur
til líknarmála.
Landssamtök hjartasjúklinga
hafa beitt sér fyrir kaupum á nýj-
um og fullkomnari rannsóknar- og
lækningatækjum fyrir hjartadeild
DÓMKÓRINN í Reykjavík syngur
aðentu- og jólasöngva í kvöld, mið-
vikudagskvöld, undir stjórn Mar-
teins H. Friðrikssonar. Dagskráin
hefst kl. 20:30.
Einnig mun Elín Sigurvinsdóttir
syngja einsöng og Helgi Pétursson
Sólveig Lára Gunnarsdóttir for-
maður fræðslunefndar sagði að
hér á landi ríkti fádæma fáfræði
viðvíkjandi fóstureyðingum. „Fólk
veit almennt ekki hvernig barnið
lítur út þegar 12 vikur hafa liðið
frá getnaði og hvernig fóstureyð-
ing er í raun framkvæmd. Konum
er oft þrýst út í slíkar aðgerðir af
barnsfeðrum sínum, foreldrum og
af samfélaginu og lítið gert úr
Landspítalans og raunar fleiri
sjúkrahús, styrkt fólk til aukinnar
sérmenntunar á sviði hjartalækn-
inga og haldið uppi fræðslu- og
upplýsingastarfsemi fyrir hjarta-
sjúklinga. Skrifstofa samtakanna
er í Hafnarhúsinu í Reykjavík og
er hún opin kl. 13—17 daglega, en
þar er aðalútsala jólakortanna.
(FrétUtilkynninc)
leika á hið nýja orgel kirkjunnar.
Dómkórinn hefur um skeið starfað
í tveimur hópum og mun hópurinn
sem fór sl. júní í tónleikaferð til
Damerkur og Svíþjóðar syngja í
kvöld.
(KrélUtilkynnine)
hlutunum. Einnig virðist sú
fræðsla og ráðgjöf, sem lögin kveða
á um að fari fram áður en fóstur-
eyðing er framkvæmd, vera af
skornum skammti."
Á fundinum kom fram að fóstur-
eyðingar af félagslegum ástæðum
hafi aukist mjög upp á síðkastið
og eru nú 90-95% þeirra skráðar
af þeim ástæðum einum.
í nýútkominni skýrslu frá land-
læknisembættinu segir að 75%
þeirra kvenna, sem ganga undir
fóstureyðingu, hafi ekki notað
getnaðarvarnir af neinu tagi. Þar
segir einnig að sjötta til sjöunda
hver þungun endi með fóstureyð-
ingu og hafa 5.300 fóstureyðingar
verið gerðar á sl. áratug. Bráða-
birgðatölur fyrir árið 1984 benda
til 730-750 fóstureyðinga og miðað
við þá tölu, má gera ráð fyrir að
þær fari yfir 800 árið 1985.
Hulda Jensdóttir, forstöðukona
Fæðingarheimilis Reykjavíkur og
formaður Lífsvonar, sagði að lögin
kæmu sem nauðung á konur. „Kon-
um er svo oft beinlínis þröngvað í
fóstureyðingu vegna þess að þær
hafa orðið ófrískar gegn vilja
beggja. En fóstureyðing er engin
lausn. Fjöldi kvenna fer í aðgerð-
ina án þess að vita nokkuð um
hvað þær eru að ganga í gegn um.
Það er skýlaus krafa laganna að
konur séu fræddar um fóstureyð-
ingar áður en þær ganga í gegnum
þær. Ráðgjafinn, heilsu- og
menntakerfið hafa algjörlega
brugðist í þessu sambandi.
Fyrir tíu árum, þegar lögin um
fóstureyðingar tóku gildi, barðist
Þorvaldur Garðar Kristjánsson
hvað harðast fyrir því að félags-
lega þætti laganna yrði sleppt, en
án árangurs. Nú viljum við, hins-
vegar, berjast fyrir afnámi hans
þar sem félagslegar ástæður fóst-
ureyðinga eru komnar yfir 90%
og verður frumvarpið líklega end-
urflutt á þessu þingi,“ sagði Hulda.
Sólveig Lára bætti því við að það
væri eins og íslendingum þætti
meiri skömm að því af gefa barnið
sitt en að láta deyða það. „Mörg
barnlaus hjón hafa farið til Asíu-
landa að undanförnu til að ætt-
leiða börn þaðan einfaldlega vegna
þess að þau fást ekki til ættleiðing-
ar hér. Fóstrum er frekar eytt en
að gefa þessum einstaklingum kost
á því að lifa því lífi sem hafið er.“
Samtökin hyggjast vinna að því
að fá álit stjórnmálamanna á
fóstureyðingum og kynna það
almenningi. Samtökin hafa ekki
fengið skrifstofurými ennþá, en
hægt er að skrifa til þeirra í póst-
hólf 5003.
um.
Jólakortið — litprentuð mynd eftir málverki Árna Elfars, listmálara.
Jólakort Landssam-
taka hjartasjúklinga
Tónlistardagar Dómkirkjunnar:
Kórtónleikar í dag
Stúlkan á
bláa hjólinu
ísafoldarprentsmiðja hf. hefur
sent frá sér skáldsöguna Stúlkan á
bláa hjólinu eftir frönsku skáld-
konuna Régine Deforges.
í fréttatilkynningu frá útgef-
anda segir m.a.: „Bókin gerist í
Frakklandi á síðari árum heims-
styrjaldarinnar. Sagan hefst árið
1939. Þar segir frá Leu Delmas sem
er 17 ára heimasæta á óðalsjörð-
inni Montillac í hjarta vínræktar-
héraðs í nágrenni Bordeaux. Hún
er falleg, lífsglöð og áhyggjulaus
og vefur karlmönnum um fingur
sér. Hún hefur þegar ákveðið
hvern hún vill. f undirbúningi er
mikill dansleikur ... Stríðið skell-
ur á og fyrr en varir kasta örlögin
Leu út f hringiðu þess. Hún lendir
í straumi flóttamanna undir stöð-
ugu kúlnaregni og kemst í návígi
við dauðann og hernám Þjóðverja.
Brátt verður hún þekkt sem stúlk-
an á bláa hjólinu, mikilvægur
sendiboði á milli hins hernumda
og hins frjálsa hluta Frakklands.
Hættur, ábyrgð og sorgir þroska
þessa villtu og lífsglöðu stúlku en
temja hana ekki ... Ástríður
vakna og veita gleði eða valda
vonbrigðum. Hvaða aðdráttarafl
höfðu þeir á hina tilfinningaríku
Leu, menntamaðurinn Laurent,
æskuvinurinn Mattías, heimsmað-
urinn Francois og homminn Raph-
ael?...
Höfundurinn Régine Deforges
er væntanleg hingað til lands fyrir
miðjan desember til að kynna bók
sína og mun þá árita hana í bóka-
verslunum.
Séra Dalla Þórðardóttir þýddi
bókina sem er 370 blaðsíður og
unnin að öllu leyti í ísafoldar-
prentsmiðju hf.
Stríðsvind-
ar eftir
Herman Wouk
BÓKAKLÚBBUR Arnar og Örlygs
hefur sent tveggja binda ritverkið
Stríósvindar eftir Pulitzerverðlauna-
höfundinn Herman Wouk í þýðingu
Snjólaugar Bragadóttur frá Skálda-
læk á almennan bókamarkað.
í fréttatilkynningu frá útgef-
andanum segir m.a.: „Stríðsvindar
eru söguleg skáldsaga úr síðari
heimsstyrjöldinni, þetta er elsku-
leg saga sem lesandinn verður
strax þátttakandi í. Aðallega er
hún um bandaríska fjölskyldu i
síðari heimsstyrjöldinni, en auk
þess er hún allt í senn: ástarsaga,
örlagasaga, góð heimild, aðgengi-
legt brot af mannkynssögunni og
námskeið í landafræði. Einnig er
gert góðlátlegt grín að þeim sem
að eigin áliti stjórnuðu heiminum.
Aðalsögupersónan, Pug Henry, fer
vegna starfa sinna víða um heim.
Hann situr veislur hjá háttsettum
nasistaforingjum, hittir Hitler i
Berlín, Mussolini í Róm og Roose-
velt í Washington. Hann hittir líka
Churchill í London og fer sem
gestur hans með breskri sprengju-
flugvél í árásarferð til Berlínar.
Það er fleira en stríðið sem
skapar spennu í söguna. Ótal ást-
arsambönd myndast og slitna, þótt
sum verði varanleg."