Morgunblaðið - 04.12.1985, Qupperneq 52
52
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER1985
Minning:
Kjartan Klemem-
son frá Sveinatungu
Kjartan Klemensson fæddist 9.
janúar 1985 að Fremri-Hundadal
í Miðdölum. Foreldra’r hans voru
Dómhildur Gísladóttir og maður
hennar, Klemens Baldvinsson.
Kjartan ólst ekki upp hjá for-
eldrum sínum, heldur fór hann í
fóstur að Fellsenda 2ja ára gamall
til þeirra ólafs Finnssonar og
Guðrúnar Tómasdóttur. Guðrún
var systir Jóns Tómassonar í
Hjarðarholti, föður Þorvaldar sem
kunnur var hér í héraði.
Kjartan ólst upp á Fellsenda til
fullorðins ára og vann að búi fóstra
síns. Kjartan talaði oftast um ólaf
á Fellsenda sem föður sinn.
Þó að Kjartan væri mest á Fells-
enda mun hann hafa farið á vetr-
arvertíðir suður með sjó. Ég
minnist þess að Kjartan sagði frá
veru sinni á bátum og togurum á
vetrarvertíð og hversu þrældómur-
inn var gegndarlaus. Urðu mörg
sjóslys vegna þess að menn voru
orðnir örþreyttir. Þetta komst ekki
í sæmilegt lag fyrr en vökulögin
voru sett.
Þrátt fyrir það að peningar voru
fljótteknir við sjóinn stóð hugur
Kjartans alltaf til búskapar í sveit.
Klemens Baldvinsson og síðari
kona hans, Kristín Jónsdóttir,
fluttu að Hvassafelli 1908 frá
Hundadal, en fyrri kona Klemens-
ar, Dómhildur, móðir Kjartans
iést 1901.
25. apríl 1922 giftist Kjartan
Sesselju Gunnlaugsdóttur frá
Neðra-Vífilsdal. Foreldrar Sess-
elju voru Gunnlaugur Baldvinsson
og Halldóra Gisladóttir hjón og
búendur í Neðri Vífilsdal. Kjartan
og Sesselja voru bræðra- og systra-
börn.
Kjartan og Sesselja fóru að búa
á Hvassafelli í félagi við föður
Kjartans og voru þar til 1924 að
Kjartan kaupir Sveinatungu og
flytur þangað það vor frá Hvassa-
felli.
í Sveinatungu hafði Jóhann
Eyjólfsson gert garðinn frægan,
búið af rausn og oft orðið fyrir
ýmsum áföllum eins og stundum
vill verða með stórhuga menn. Jó-
hann byggði vandað steinhús árið
1890. Mun það vera fyrsta steinhús
á íslandi þar sem mölinni, sandin-
um og sementinu er blandað sam-
an og sett í mót.
Stendur þetta hús ennþá 1985
og virðist ekkert lát vera á steyp-
unni í veggjum.
Svo gerist það 1914 að Jóhann
flytur frá Sveinatungu að Brautar-
holti áKjalarnesi.
Þetta leyddi af sér los á allri
ábúð I Sveinatungu og voru ábú-
endaskipti ör og gekk á ýmsu. Um
1919—1920 var gerð tilraun til
ostagerðar í Sveinatungu. Um
þetta var einhver félagsskapur og
mun Halldór Vilhjálmsson, skóla-
stjóri á Hvanneyri, hafa komið þar
eitthvað við sögu ásamt fleirum.
Þessi ostagerð varð ekki ianglíf og
hætti eftir stuttan tíma. Starfs-
möguleikar fyrir ostagerð þessari
voru ekki fyrir hendi.
Merkilegt er, að ekki virðist til
stafkrókur eða upplýsingar um
þessa ostagerðartilraun í Sveina-
tungu. Gekk svo á ýmsu með ábú-
endur, þar til Kjartan kaupir 1924.
Mun Sveinatunga þá hafa verið
seld á nauðungaruppboði, þegar
Kjartan keypti.
Þegar Kjartan kom að Sveina-
tungu 1924 hófst hann handa um
ýmsar umbætur í Sveinatungu
eftir því sem möguleikar voru.
Sveinatunga er landmikil fjalla-
jörð. Varð að afla heyja þar í
mýrar og flóasundum upp á Svein-
atungumúla. Reiða varð heyið
heim á hestum, oft votaband og
varð þá að fullþurrka heyið heima
á túni. Þetta hey mun hafa verið
fremur létt. Þurfti töluvert af því
í fóðureiningu, en var allgott
kindafóður með próteinsfóðri, fiski
eða síldarmjöli.
Vinnan í Sveinatungu var því
bæði mikil og erfið en þeim Sess-
elju og Kjartani búnaðist þar all-
vel.
Ekki verður Kjartans minnst
svo ekki sé getið fyrri konu hans,
Sesselju Gunnlaugsdóttur. Sess-
elja var fædd 11. júní 1890. Ættuð
frá Neðra Vífilsdal eins og áður
segir.
Börn Kjartans og Sesselju urðu
þrjú, ólafur fæddur 11. apríl 1923.
Látinn fyrir mörgum árum. Hall-
dóra Guðlaug fædd 28. april 1924,
býr í Reykjavík. Guðrún fædd 19.
nóvember 1925, býr í Reykjavík.
Sesselja hafði verð í ljósmæðra-
skólanum og tekið að sér ljósmóð-
urstörf í Miðdölum. En þegar hún
flutti að Hvassafelli tók hún að
sér þessi störf í Norðurárdalnum
jafnframt því sem hún var hús-
móðir og stóð fyrir búi í Sveina-
tungu með bónda sínum, Kjartani.
Sesselja var mjög heppin í starfi.
Hún var mjög nettvirk og bráð-
þrifin. Hún hafði með höndum
ásamt ljósmóðurstörfum bólusetn-
ingar á börnum og eftirlit með
þeim. Gætti hún mjög hreinlætis
í öllum störfum og var ströng með
alla sótthreinsun á tækjum sem
notuð voru. Hafði hún tileinkað sér
þetta rækilega í ljósmæðraskólan-
um.
Það fyrsta sem ég man verulega
eftir Sesselju var þegar hún tók á
móti tvíburum móður minnar,
Sigurlaugar Guðmundsdóttur, 9.
júní 1928, þeim Ásgeiri og Einari.
Er mér í barnsminni hversu allir
báru traust til Sesselju í öllum
hennar störfum. Hún var mjög
hjálpfús og mikið tryggðatröll.
Hún lést langt fyrir aldur fram
27. maí 1935 úr krabbameini, að-
eins 45 ára gömul.
En sjaldan er ein báran stök,
atburðarásin var sú að Halldóra
móðir Sesselju lést í Sveinatungu,
aðfaranótt útfarardags Sesselju
dóttur sinnar. En Halldóra hafði
dvalið nokkuð lengi í Sveinatungu
hjá dóttur og tengdasyni.
Kjartan stóð nú einn uppi með
3 börn. Þrátt fyrir þessa erfiðleika
gafst Kjartan ekki upp með búskap
og heimilishald í Sveinatungu. Til
hans réðist roskin kona, Sólrún
Jónsdóttir, sem tók að sér allt
heimilishald fyrir Kjartan og
börnin. Var hún í Sveinatungu frá
1935-1943. Árið 1942 verða þátta-
skil i lífi Kjartans. Hann fór þá
um vorið á íþróttamót UMSB. Fór
hann ofan hjá Stafholti, prestsetr-
inu, þar mun eitthvað hafa verið
laust um ábúð. Sá hann þá að þar
var komið mikið gras seinnipart-
inn í júní, miklu meira en i Sveina-
tungu. Þetta leiddi til þess að fyrir
vorið 1943 var hann búinn að taka
Stafholt á leigu og selja Birni
Gíslasyni, föðurbróður mínum,
Sveinatungu. Flutti hann í Staf-
holt vorið 1943.
Honum urðu mikil vonbrigði
búskapurinn i Stafholti. Þetta
mikla gras var svo efltingarríkt
að engin skepna vildi éta heyið.
Hann fór því frá Stafholti ári
seinna, þ.e. 1944 og flutti til
Reykjavíkur.
Kjartan sagði mér að hann hefði
hvergi kosið að búa nema í Sveina-
tungu eftir reynsluna í Stafholti.
Þegar Kjartan flutti að Stafholti
kom til hans kona, sem tók að sér
heimilishald hans, Ólafía Sigurð-
ardóttir, ættuð frá Ketilsstöðum í
Hvammssveit. Þessi kona varð
seinni kona Kjartans. Giftust þau
25. júní 1945, eignuðust þau eina
dóttur Guðríði Erlu, er hún búsett
í Álaborg í Danmörku. Gift dönsk-
um manni.
Ólafía er myndarkona og bjó
Kjartani gott heimili.
Eftir að Kjartan fluttist til
Reykjavíkur 1944 vann hann mikið
í byggingarvinnu og í þess háttar
störfum og hverri þeirri vinnu sem
til féll.
Síðari ár ævinnar ferðaðist hann
allmikið. Kjartan varð 90 ára
gamall 9. janúar 1985. Hann lést
nú síðsumars á 91. aldursári.
Ekki mun ég rekja ættir Kjart-
ans, til þess brestur mig kunnug-
leika, en ég vil að nokkru geta
hans nánustu, þ.e. systkina hans
og foreldra.
Foreldrar Kjartans voru breið-
firskrar ættar og bjuggu í Fremri-
Hundadal í Miðdölum, Dómhildur
Gísladóttir og Klemens Baldvins-
son.
Hún dó úr heilablæðingu, langt
fyrir aldur fram. Mun þessi vá-
gestur, heilablæðing vera arfgeng
með sumum ættum við Breiða-
fjörð.
Klemens flytur að Hvassafelli
með seinni konu, Kristínu Jóns-
dóttur, árið 1908.
Börn Dómhildar og Klemensar
voru:
3 bræður: Þorsteinn, kona hans
var Sigurrós Jónsdóttir. Þau
bjuggu lengst á Hreimsstöðum og
víðar áður en þau komu hingað.
Hann var mikill verkmaður og
duglegur bóndi. Þau eignuðust
eina dóttur, Aðalheiði, sem býr nú
Heimsmeistaramót landsliða:
Kínverjar björguðu Sovétmönnum
Margeir Pétursson
Heimsmeistaramót landsliða í
skák fer nú fram í fyrsta skipti og
er teflt í Luzern í Sviss, þar sem
aðalstöðvar FIDE eru _ einmitt
staðsettar. Eins og i Ólympíu-
skákmótunum eru Sovétmenn
með langsterkasta liðið, jafnvel þó
nýbakaður heimsmeistari, Gary
Kasparov, hafi tekið sér frí. Fram
að þessu hafa öflugar sveitir Ung-
verja og Englendinga veitt Rúss-
unum harða keppni, en þeir fengu
hjálp úr óvæntri átt er kínverska
sveitin, sem ekki er skipuð einum
einasta stórmeistara, sigraði þá
ungversku 3'A—2'A á sunnudag-
inn. Er einni skák var ólokið,
höfðu Sovétmenn 3—2 yfir gegn
Englendingum og örugga forystu á
mótinu.
Staðan að loknum sjö umferð-
um af níu var þannig: Sovétríkin
32 Fv. og 2 biðskákir. Ungverja-
land 29 v. og biðskák. England 28
v. og 2 biðskákir. Rúmenía 25'/2
v. Frakkland 25 v. og biðskák.
Kína 24‘/t v. Sviss 21 v. og 3 bið-
skákir. Argentína 21 v. og 2 bið-
skákir. V-Þýskaland 20 v. og bið-
skák. Afríkuúrvalið 6 v. og 4 bið-
skákir.
Keppni þessi er ný af nálinni
og á framvegis að fara fram
annað hvert ár á móti Ólympíu-
mótunum. Öflugustu skákþjóð-
um úr fimm heimsálfum er boðin
þátttaka og hafa ýmist farið
fram úrtökumót eða verið valið
eftir stigum. Þannig eru fimm
lönd valin og síðan bætast við
efstu löndin í Ólympíumótinu,
auk þess sem gestgjöfunum er
boðin þátttaka. Keppnin setti þó
nokkuð niður við það að Banda-
ríkjamenn sáu sér ekki fært að
taka þátt af fjárhagsástæðum.
Kröfur þeirra beztu manna um
rásfé hafa Hklega verið of háar.
Þau lönd sem komust áfram úr
síðasta Ólympíumóti eru Ung-
verjaland, England, Rúmenía,
Frakkland og V-Þýskaland. Þess
má geta að íslenska liðið í Salon-
iki hefði aðeins þurft að ná einum
vinningi til viðbótar til að kom-
ast í keppnina.
Vegna þess hvernig valið er í
keppnina er breiddin ekki rnikil,
þrjár sveitir bera höfuð og herð-
ar yfir hinar. Afríkumenn eru
komnir stutt áleiðis í skákiðkan
og fengu því að sameinast um
sveit, en eru engu að síður kyrfi-
lega neðstir. Þeir byrjuðu á því
að tapa 0—6 fyrir Englending-
um, en hafa síðan náð að veita
nokkra mótstöðu.
Uppstilling þriggja sterkustu
liðanna er þannig:
Sovétríkin: Karpov, Jusupov,
Vaganjan, Sokolov, Beljavsky,
Smyslov, Chernin og Polugaj-
evsky.
Ungverjaland: Portisch, Ribli,
Sax, Pinter, Adorjan, Farago,
Csom og Groszpeter.
England: Miles, Nunn, Speel-
man, Short, Mestel, Chandler,
Plaskett og Flear.
Rússarnir eru gráir fyrir járn-
um þó heimsmeistaranum sé
ekki teflt fram. Karpov virðist
hafa verið fljótur að jafna sig
eftir að hafa glatað titilinum, td.
vann hann Spassky í langri bar-
áttuskák. Að öðru leyti stilla
Sovétmenn upp eftir úrslitum
kandídatamótsins um daginn.
I Short: 7. - b5, 8. f3 - Bb7, 9.
g4 — Rc6, 10. Rxc6 — Bxc6, 11.
; g5 — Rd7, 12. 0-0-0. Short vann
> þá skák og Ribli náði sér aldrei
vel á strik á mótinu.
8. f3 — Rc6, 9. (MM) — 0-0, 10.
g4 — Rxd4, 11. Dxd4 — Rd7!, 12.
h4 — Re5, 13. Be2 — b5, 14. Kbl
— Hb8, 15. f4 — Rc6, 16. Dd2.
Hótar 29. — Bxe4! Umsátrið
um hvíta peðið á e4 er hafið.
29. Df2 — He6, 30. Bb2 — Hce8,
31. Da7!? — De7, 32. a3.
Nunn ætlar að gefa peðið á e4,
en fá peð andstæðingsins á
drottningarvæng í staðinn. En
svörtum liggur ekkert á með að
hirða bráðina.
— Bf4, 33. Dd4.
Þar sem veikleikarnir í hvítu
stöðunni eru orðnir óbærilegir
bregður Nunn á leik og hótar
máti. Afleiðingin verður þó að-
eins sú að hann gerir Ribli auð-
veldara fyrir.
— Be5, 34. Dd3 — Bxb2, 35.
Kxb2.
Englendingar náðu silfrinu á
síðasta Ólympíumóti og mæta
nú til leiks með sjö stórmeistara,
alla unga og upprennandi. Verði
þeir fyrir ofan Ungverja, geta
þeir farið að gera kröfu til að
vera álitnir næststerkasta skák-
þjóð heims.
Innbyrðis viðureign Ungverja
og Englendinga lauk með sigri
hinna fyrrnefndu, 3Vi—2V4.
Skákin á öðru borði réði úrslit-
um, þar náði Ribli að kæfa sókn
Johns Nunn í fæðingu og vinna
siðan með árás á veikleika and-
stæðingsins. Skák sem læra má
ýmislegt af:
Hvítt: Nunn (Englandi)
Svart: Ribli (Ungverjalandi)
Sikileyjarvörn
1. e4 — c5, 2. Rf3 — d6, 3. d4 —
cxd4, 4. Rxd4 — Rf6, 5. Rc3 —
a6, 6. Be3 — e6, 7. Dd2 — Be7.
í Montpellier beitti Ribli allt
| annarri leikaðferð gegn Nigel
Hvíta peðafylkingin á kóngs-
væng lítur ógnvekjandi út, en
Ribli hefur fjarlægt öll skotmörk
þaðan, svo það tekur Nunn
marga leiki til viðbótar að skapa
hættulegar hótanir.
— Da5, 17. Bf3 — Dc7, 18. h5 —
Ra5, 19. b3 — Bb7.
Svartur hefur tryggt sér frum-
kvæðið, því 20. g5 má nú svara
með 20. — f5! Hvíta peðasóknin
hefur þar með í raun verið stöðv-
uð og 18. leikur Nunn var hrein
tímaeyðsla.
20. Re2 — Hfc8, 21. Bd4 — e5!,
22. Bb2 — Rc6, 23. Hh2 — exf4,
24. Dxf4 - h6!
Njörvar niður hvítu peðaveik-
leikana á kóngsvængnum.
25. Rd4 — Bg5, 26. Dg3 — Rxd4,
27. Bxd4 — He8, 28. He2 —
Hbc8.
35. — d5!
Þar með er peðið á e4 fallið.
36. e5 - Hxe5, 37. Hdel -
Hxe2, 38. Hxe2 - Df6+, 39. Dc3?
Það var ekki með öllu illt að
tapa peðinu, því við það lifnaði
biskupinn á f3 við. 39. Kbl hefði
því veitt nokkra mótstöðu, en nú
vinnur svartur strax.
— Hxe2, 40. Dxf6.
Eða 40. Bxe2 - d4, 41. Dd3 -
De5! með létt unnu tafli.
— Hxc2+, 41. Kxc2 — gxf6, 42.
Kd3 — f5!, 43. gxf5 — Kg7, 44.
Kd4 - Kf6, 45. Kc5 - Kxf5, 46.
Kb6 — Kf4, 47. Bg2 — d4! og
Nunn gafst upp, því svarta frí-
peðið veður upp í borð.